Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 25 3K*fgi Útgefandi mKIiiKiK Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Við vetrarsólstöður Nýlega birtust af því mynd- ir hér á baksíðu Morgun- blaðsins, þegar verið var að lesta bfla um borð í skip til íslands. Myndimar voru teknar í suðurhluta Noregs og sýndu vetrarhörkur, enda var 15 stiga frost og snjókoma, þegar þær voru teknar. Þá var einnig mynd á forsíðu blaðsins, sem sýndi forsætisráðherra Kanada ásamt fjölskyldu sinni í höfuð- borginni, Ottawa, í þann mund, sem haldið var af stað með Ólympíueldinn til Calgary, þar sem vetrarleikamir verða á næsta ári. Myndin var ekki vel skýr enda tekin í snjókomu. Nú þegar dregur að vetrarsól- stöðum og daginn tekur að lengja á ný þurfum við íslend- ingar að leita til nágrannalanda okkar austan hafs og vestan til að vera minnt á snjóinn og frostið. Náttúran hefur verið okkur mildari það sem af er þessum vetri en ýmsar aðrar ytri aðstæður, svo sem eins og þróun á gengi dollars. En eins og haustblfða getur á einni nóttu breyst í norðanbyl eru sveiflumar í efnahagsmálum óvissar. Mestu skiptir að vera vel búinn undir hvort tveggja. Á sama hátt og við höfum lagt okkur fram um að bægja frá okkur kuldanum og lýsa upp náttmyrkrið eigum við að sýna forsjálni í stjóm peninga- og efnahagsmála og ekki beygja strax af leið, þótt móti blási um skeið. Á þessum árstíma er meira rætt um peninga meðal okkar en flesta aðra daga og er þá mikið sagt. Dag og nótt sitja þingmennimir við að berja saman Qárlög næsta árs og taka ákvarðanir um opinberar álögur, sem snerta okkur hvert og eitt. Á þá er sótt úr öllum áttum. Sumir vilja lækka gengi krónunnar og setja fram hinar frumlegustu hugmyndir eins og þær, hvort ekki sé unnt að lækka hana bara gagnvart doll- amum! Aðrir sjá ofsjónum yfír því verði, sem þeir þurfa að greiða fyrir peningana, er þeir fá að láni hjá bönkum og sjóð- um, og heimta lægri vexti. KreQast þeir þess að stjómvöld taki sinn hag fram yfír hag þeirra, sem leggja peninga til ávöxtunar hjá bönkum og innl- ánsstofnunum. í hópi lántak- enda eru fyrirtæki flest en í hópi spariijáreigenda einstakl- ingar. Þótt snjóinn vanti og flestum séu peningar ofarlega í huga, eða eins og spurt er í auglýs- ingu þess nýja fyrirtækis meðal okkar, sem veltir hvað flestum milljónunum Lottó 5/32: Dreymir þig um milljón í des- ember? komumst við smátt og smátt í jólaskapið. Umhverfíð tekur á sig bjartan svip jólaljós- anna. Samkeppnin í verslun í höfuðborginni hefur meðal annars leitt til þess að mið- borgin er prýdd fleiri skraut- ljósum en nokkm sinni fyrr. Með góðri aðstoð borgaryfír- valda keppa nú hinar gamal- grónu verslunargötur með nýjum svip við verslanir í glæsi- legum húsakynnum eins og í Kringlunni og Mjóddinni. Ljós- in og grenigreinamar em enn til þess að minna okkur á það hve borgarbragurinn hefur tek- ið miklum og góðum breyting- um undanfarin misseri. Raunar er auðvelt að færa fyrir því rök, að á síðustu ámm hafí íslenskt þjóðlíf tekið stökk- breytingu, sem við höfum hvorki metið né skilið til fulls enn þá. Á Alþingi þessa dagana er enn unnið að breytingum í þessa átt. Frá þeim verður ekki snúið nema með gjörbyltingu í stjómarháttum. Þegar litið er fram á veg er ástæða til að spyija, hvort nægilega vel sé hugað að öllum þáttum þjóðlífs- ins á þessu breytingaskeiði. I vangaveltum um það staldra menn helst við tunguna, sög- una og siðferðið, og ekki að ástæðulausu. Jólin em menningarlegur aflvaki í mörgu tilliti. I tónlist, leiklist og bókmenntum em unnin stórvirki í tilefni jólanna eins og dæmin sanna. Kvik- mjmdahús, sjónvarps- og útvarpsstöðvar fara í spariföt- in. í kirkjunum er efnt til fjölsóttra aðventukvölda og um land allt koma tugir þúsunda skólabama saman og gera sér dagamun. Sá kraftur sem fæðing jóla- bamsins leysir úr læðingi setur þannig magnaðan svip á allt, sem við tökum okkur fyrir hendur þessa síðustu daga, áður en dag tekur að lengja að nýju. Ef við látum boðskap- inn, sem tengdur er nafíii jólabamsins, lífí þess og dauða, móta dagfar okkar allar stund- ir, famast okkur sjálfurn ekki aðeins vel heldur einnig þjóð okkar, hvemig svo sem viðrar í náttúmnni eða við stjóm landsmála. Blaðamannafélag íslands hélt nýlega upp á 90 ára afmæli sitt. Meðal þeirra, sem stóðu að félaginu og brutu ísinn fyrir íslenzka fjölmiðlun, vóru nokkrir stórbrotnir einstakling- ar. Menn sem risu eins og fjallstindar upp úr láglendinu. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgun- blaðsins um fjörutíu ára skeið, var einn þeirra. Hann setti svip sinn á íslenzka blaðamennsku. Hlúði að henni í Morgun- blaðinu eins og eik, sem stækkaði af öryggi í umsjá hans og Jóns Kjartanssonar, með- ritstjóra hans. Valtýr var skógræktarmaður. „Skóg- ræktin var honum hjartans mál, enda er honum í blóð borinn áhugi fyrir ræktun landsins og velfarnaði sveitanna, áhugi, sem efldist við landbúnaðarlærdóm hans og ræktunarráðunautsstarf á æskuárum,“ segir Bjami Benediktsson í formála að bókinni „Með Valtý Stefánssyni", en þeir Valtýr höfðu verið samritstjórar við Morg- unblaðið 1956-59. I þeirri bók ræðir Matthías Johannessen við Valtý Stefánsson, sem þá hafði verið ritstjóri blaðsins í 35 ár eða lengur en nokkur annar: „Morgunblaðið hefur verið lífsstarf Valtýs og hann átt meiri þátt í þróun þess en nokkur annar og má raunar segja, að hann sé höfundur þess,“ segir Matthías í aðfararorðum bókarinnar. „Af hverju eru fjöllin blá?“ Valtýr Stefánsson segir í þessari löngu samtalsgrein þeirra Matthíasar: „Þegar ég var drengur var ég mjög forvitinn og þurfti að fá skýringar á öllu, sem fýrir mig bar, og það var eins og ég fengi aldrei svalað fróðleiksþorsta mínum. Á hlaðinu á Möðruvöllum var hóll, sem hét Öskuhóll. Ég gekk upp á hann ein- hveiju sinni til þess að litast um og sá þá, að fíöllin voru blá í fjarska, einkum Kald- bakur, sem blasti við sjónum í norðri. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði tek- ið eftir því að fjöllin voru blá. Mér þótti það allundarlegt og hljóp inn til pabba, því ég vildi fá skýringu á þessu undri. Hann sat við vinnuborðið sitt og samdi „Flóra“ og var ekkert ánægður yfir því að vera truflaður við verk sitt: „Hvers vegna eru fjöllin blá, pabbi?“ spurði ég. Hann leit upp frá verki sínu og sagði önugur: „Það er eðlilegt. Fjarlægðin gerir fjöllin blá.“ „Já, af hveiju?“ spurði ég og vildi fá frekari skýringar, því mér fannst að hann hlyti að hafa þær á reiðum hönd- um, en hann sagði aðeins, að það væri eðlilegt, að fíöllin væru blá, og með það fór ég út aftur, illa svikinn og snuðaður um svör og skýringar, sem ég þóttist eiga kröfu á. Um þetta leyti var ég nýbyijaður að lesa Snorra-Eddu og var næmur á allt það, sem varpaði nýju ljósi á þá heims- mynd, sem ég hafði búið mér til í huganum. Jórunn amma var reið yfir því, að ég skyldi vera að lesa Eddu og kenndi pabba um. „Þú ert að afkristna drenginn," sagði hún, „böm eiga ekki að lesa um Óðin.“ Hún var mjög trúuð kona. Annað var það, frómt frá sagt, sem var mjög ríkur þáttur í fari mínu. Það var samúðin. Ég hafði einkennilega djúpa sam- úð með öllum hlutum. Þegar ég sá einhvern í bættri treyju þótti mér treyjan aumkunar- verð út af fyrir sig. Líklega hafa þetta verið áhrif frá Ólafi Davíðssyni, sem ekk- ert aumt mátti sjá. Hann varð því oft fyrir vonbrigðum og hafði tilhneigingu til að flýja raunveruleikann og leita athvarfs í ævintýraheimi sínum. Á þessum árum var öll tilveran mér lifandi, og ósjálfrátt gæddi ég alla hluti lífi. Það hélzt jafnvel til full- orðinsára. Ég vona, og gerist svo djarfur að halda, að þessi samúð mín hafi komið fram í blaðamennskunni og mótað Morg- unblaðið að einhvetju leyti. Landið hefur alltaf verið lifandi vera fyrir mér, og ég hef lagt áherzlu á að græða það skógi til þess að því verði hlýrra í vetramepjunni. Staðarhnúkurinn, sem blasti við beint upp af Möðruvöllum, var að því er mér fannst holdi gædd vera með mannsandlit. Þótti REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. desember mér hnúkurinn skipta hári sínu í miðju eins og sá indæli maður, Jónas Jónsson á Hrafnagili." + I menntaskóla „Ég kom til Reykjavíkur í októberbyijun haustið 1908 og hafði faðir minn ráðið mig til matardvalar hjá Sighvati Bjarna- syni og konu hans, frú Agústu Sigfús- dóttur, sem var aldavinkona móður minnar, þær báðar Húnvetningar — Stein- unn móðir mín alin upp á Helgavatni í Vatnsdal, en Ágústa að Tjörn á Vatns- nesi. Frá því að faðir minn hóf kennslustörf á Möðruvöllum og hafði landssjóðstekjur sótti Sighvatur laun hans og annaðist alls konar erindrekstur fyrir hann hér í bæn- um. Hús þeirra hjóna var honum því annað heimili, þegar hann var hér á ferð. Þau voru bæði reglusöm og frábitin óhófi og Sighvatur einstakur að ráða fram úr öllu því, sem að fjármunum laut. Ekki líkaði mér allskostar dvölin í Menntaskólanum, enda voru viðbrigðin mikil frá Möðruvallaskóla. í Menntaskól- anum var ekkert heimilislíf, eins og ég hafði kynnzt fyrir norðan, við vorum dreifðir um allan bæ, nema í kennslustund- um. Aginn var samt betri í Menntaskólan- um en hann hafði verið fyrir norðan seinustu ár Hjaltalíns. Mér fannst félagslífíð í Menntaskólanum lítils virði og samheldni pilta engin. Mér tókst að stofna bekkjarblað og var tilskilið, að nemendur semdu greinarnar í tímunum. Ég held að fyrsta blaðið hafi heitið Acta Diurna, eftir fyrsta dagblað- inu, sem skrifað var í Róm. Þetta var ágæt dægrastytting, en ekki í fyrsta skipti sem ég hafði fengizt við blaðamennsku, því á Möðruvöllum skrifaði ég dálítið blað í dagbókarformi um ýmislegt, sem gerðist á heimilinu, því að það hefur einhvern veginn alltaf verið svo, að mér hefur fundizt lífið tómt og innihaldslaust án góðra fréttablaða. Þegar við komum í 5. bekk breyttum við nafni blaðsins og kölluð- um það Skottu. Þessi blaðamennska blómgaðist vel í skólanum og höfðu menn gaman af henni. Einnig styttum við okkur stundir með því að skipta bekknum í opín- gáttarmenn og afturgáttarmenn, og fór skiptingin eftir því, hvort piltar vildu held- ur hafa opna eða lokaða hurðina út á ganginn, en loftræstingin var ekki upp á marga fiska í Menntaskólanum í þá daga. Hefur stjómmálabaráttan hér á landi oft og einatt minnt mig á þennan leik okkar skólafélaganna, en það er kannski ekki sanngjart af mér að segja þetta, því ég hefi vafalaust eins og aðrir gert mig sekan um opingáttina eða afturgáttina eftir atvikum." Hlutverk blaðamannsins „Fyrstu tengsl mín við Morgunblaðið, held- ur Valtýr Stefánsson áfram, voru þali, að Ólafur Bjömsson ritstjóri kom til Kaup- mannahafnar 1917 til lækninga og réð mig þá „fréttaritara íslenzkra blaða“ eins og það var kallað. Var starf mitt fólgið í því að senda Reykjavíkurblöðunum frétta- skeyti. Veturinn 1922 borðaði ég í Mensa, sem var matstaður háskólastúdenta í gamla Eymundssonarhúsinu við Lækjar- torg, en þangað komu ýmsir nafnkenndir embættis- og menntamenn til að borða og skeggræða um landsins gagn og nauðsynj- ar. Þama kynntist ég Jóni Kjartanssyni og töluðum við margt saman. Hann sagði mér m.a. frá því, að honum líkaði vel grein- ar mínar í Frey og þótti mér vænt um það. Hann var fulltrúi lögreglustjóra, en hafði haft einhver afskipti af stjómmálum og skrifaði greinaflokk undir dulnefninu Kári, annaðhvort í Morgunblaðið eða Lög- réttu, ég man það ekki, og vöktu þær talsverða athygli. Hann hlaut lof fyrir greinamar, og ég hygg að þær hafi ráðið úrslitum um það, að útgáfustjóm Morgun- blaðsins bað hann að taka við ritstjóm blaðsins eftir Þorstein Gíslason. Jón kvaðst ekki treysta sér til að taka við starfmu einn og setti það skilyrði, að við yrðum báðir ráðnir að blaðinu. Þó skilyrði Jóns hefði í för með sér aukin útgjöld fyrir blað- ið féllst útgáfustjómin á málamiðlun hans, en þó held ég að hann hafi lagt svo mikið kapp á að fá mig með sér, að hann hafi boðizt til þess að taka eitthvað lægri laun en hann hefði annars fengið. Jón kom til Kaupmannahafnar haustið 1923 og lagði nú fast að mér að taka við ritstjórastarfinu með sér. Ég var tregur í fyrstu, hafði hugsað mér að helga íslenzk- um landbúnaði alla krafta mína, en var svo í hina röndina veikur fyrir blaða- mennskunni, eins og sjá má af afskiptum mínum af Frey. En ósk Jóns var eindreg- in, og hann sat sig aldrei úr færi að leggja að mér. Hann vissi, að ég var veikur fyrir af ýmsum ástæðum, og auðvitað kom að því að ég lét undan. Rétt fyrir jólin þenn- an sama vetur kom ég einn góðan veður- dag inn til Kristínar konu minnar, þar sem hún var með eldri dóttur okkar, Helgu, á handleggnum og sagði: „Ég hef ákveðið að að gerast ritstjóri Morgunblaðsins." Hún tók þessu vel og þar með var málið útkljáð. Áður hafði Valtýr Guðmundsson hvatt mig til að taka við Morgunblaðinu, og eins og ég hefi sagt þér áður mat ég hans ráð meir en flestra annarra. Kristín var mér upp frá þessu sá bakhjarl, sem hvetjum manni er nauðsynlegur í erfiðu og umdeildu starfi. Ég sagði áðan, að ég hefði verið veikur fyrir. Það er alveg rétt. Þegar ég kom á Morgunblaðið 1. apríl 1924 var ég orðinn óánægður hjá Búnaðarfélaginu, enda hafði verið reynt að bola mér þaðan og laun mín verið talin eftir. Ég var kominn í and- stöðu við stjórn Búnaðarfélagsins af ýmsum ástæðum, og var að flosna þaðan upp. Búnaðarfélagsstjórnin hélt því t.d. fram, að hægt væri að rækta á útengi með uppistöðuvatni, en Talbizer í józka heiðafélaginu í Viborg sagði mér, að nauð- synlegt væri að ræsa Flóann fram, ef unnt ætti að reynast að rækta hann upp. Þetta var vitaskuld rétt hjá honum, um það var ég sannfærður, en ekki varð neinu tauti komið við stjórnina. Hún hélt því fram að uppistöðuvatnið væri eina sálu- hjálparatriðið. í mínum augum var þetta stórmál, og þar sem ég var stjóm félags- ins algerlega ósammála var engin furða, þó ég yrði ekki rótgróinn í þjónustu þess. Ég hygg, að þessi „áveitudeila" hafi riðið baggamuninn um það, að ég tók við starf- inu hjá Morgunblaðinu. „Við íslendingar“ „Árin 1914 og 1915 var ég svokallaður sýslubúfræðingur í Skagafirði og verkefni mitt fólgið í því að mæla upp jarðabætur þar í héraði. Þá kom ég á hvern bæ í sýsl- unni og þroskaðist að reynslu og þekkingu og gat betur en áður gert mér grein fyrir því, hvaða verkefni biðu mín á þessu sviði. Ég ferðaðist síðar víða um sveitir lands- ins á vegum Búnaðarfélagsins. Þessi ferðalög vom auðvitað mjög kostnaðar- söm, og fer ég fram á kauphækkun, en Framsóknarbroddarnir töldu allt eftir, sem létt gæti störf mín, og gerðu mér lífíð eins leitt og unnt var. Þegar ég tók við rit- stjóm Morgunblaðsins var því að mér dróttað í Tímanum, að ég hefði sólundað fé bænda. Auðvitað svaraði ég þessari ásökun fullum hálsi, og upp úr því hófust miklar deilur milli blaðanna út af okkur, nýju ritstjóranum við Morgunblaðið. Tíminn réðst á mig af fimamikilli hörku. Þegar ég leiði nú hugann aftur til þessara ára, orðinn nokkuð fullorðinn maður og gleyminn á gamlar etjur, skil ég að sumu leyti þessar árásir minna fyrri félaga á mig, en samt fínnst mér nú alltaf einhvern veginn að minna hefði mátt gagn gera. En þegar hér var komið skaut ýmsu upp á yfírborðið, sem áður var byrgt niðri, þarf ekki annað en glugga í greinar Jónas- ar frá Hriflu til að sannfærast um það. Tíminn kallaði Morgunblaðið málgagn danskra kaupmanna og reyndi að færa sönnur á, að við Jón hefðum gengið á mála hjá útlendingum. Kölluðu þeir Jón um tíma aldrei annað en Jón Kjartansen og Morgunblaðið „danska Mogga“ og skyldi það vera aðaltromp þeirra Tíma- manna. Auðvitað börðust þeir við vindmyll- ur eins og Don Quijote forðum, og er það orðið deginum ljósara. Eitt sinn hneykslaðist Tíminn á því, að í leiðara Morgunblaðsins hefði staðið: „Við íslendingar", og varpaði fram þeirri spurn- ingu, hvaða leyfi við Jón „Kjartansen" hefðum til að taka svo til orða. Síðan bættist Tímanum allgóður liðsmaður, þar sem var Þorsteinn Gíslason. Hann hafði verið ritstjóri Morgunblaðsins, áður en við tókum við blaðinu, og orðið ósáttur við útgáfustjórnina ogtók nú að leggja áherzlu á það í Lögréttu, að danskir menn stjóm- uðu Morgunblaðinu. Þetta kom sér auðvit- að afar illa fyrir okkur, en við því var ekkert að gera. Margt skemmtileg kom fram í þessuin að sumu leyti barnalegu deilum milli blað- anna og stóð Tíminn sig oft ágætlega. Ég minnist þess t.d., að við höfðum bent á, að í einu tölublaði Tímans hefði verið 8 fet af skömmum um Morgunblaðið, en þá varpaði Tíminn fram þessari gátu: „Hvort er betra að fá 8 fet af skömmum eða geta ekki stigið eitt fet skammlaust?“ Mun þessi klausa hafa verið upphafið að ófrægingaherferð blaðsins á hendur mér, en' hún bar nokkurn árangur um tíma, eins og kunngt er. Vígorð hennar vora: „Valtýs-fjólur". Var ég t.d. látinn bera ábyrgð á orðalagi á aðsendum fréttaklaus- um, og var ein þeirra eitthvað á þessa leið: „Ibúarnir í Borgarnesi lifa hverir á öðram!“ Þá var um eitt skeið lögð höfuð- áherzla á, að við Jón væram ekki ritstjórar Morgunblaðsins, heldur leppar, en ekki nenni ég að eltast frekar við allt þetta þvaður, svo ómerkilegt og gagnslaust sem það nú er.“ Helztu fréttír 1 dagbókinni „Þegar skammimar fóra að dynja á mér hvarflaði einstaka sinnum að mér að þetta væri allt tómur misskilningur. En svo náði ég mér aftur á strik, enda vissi ég, að það var of seint að harma orðinn hlut og ekki annað að gera en beijast þar til yfir lauk. Þó tók. ég Tímaskammimar aldrei mjög nærri mér, fannst þær svo vitlausar, að ég gat stundum hlegið að þeim, eins og Valtýr Guðmundsson gerði, þegar á hann var ráðizt. Ég hugsaði með mér, að rétta svarið við þessum skömmum væri að gera Morgunblaðið að góðu blaði, ekki sízt góðu fréttablaði. Ég var sann- færður um, að ómögulegt væri að ná traustu sambandi við stóran lesendahóp án þess að hafa fréttablað, sem fólk vildi lesa og gæti treyst. En það var ekki hlaup- ið að því að auka útbreiðsluna, ísafold var send í sveitimar, og útbreiðsla Morgun- blaðsins mjög takmörkuð við Reykjavík. Ég einbeitti mér því að almennri blaða- mennsku, en lét stjómmálin lítið til mín taka fyrstu árin, enda kom það í hlut Jóns Kjartanssonar að sjá um þau. Margt hefur breytzt á þessum 35 áram, bæði Morgun- blaðið og lesendur þess. Hvernig mundi lesendum blaðsins nú geðjast að því, ef þeir ættu að leita að helztu fréttunum í dagbókinni? Áður fyrr var það fastur sið- ur, að lesendur lásu ekki nema dagbókina, enda var það svo fyrsta sumarið, sem við störfuðum við blaðið, að við þurftum að fara út um hvippinn og hvappinn til að leita að dagbókarefni,- smásamtölum við fólk, upplýsingum um skipakomur o.fl. Ef lesendur fundu ekkert læsilegt í dagbók- inni fannst þeim lítið til blaðsins koma. Ég get sagt þér dálitla sögu sem varpar skýra ljósi á þetta. Einn morguninn var sagt frá því í blaðinu, að bíl hefði hvolft í Sogamýrinni með séra Bjama og Áslaugu konu hans. Þegar ég var kominn í skrif- stofuna um morguninn hringdi ung stúlka til að spyijast fyrir um, hvort það væri rétt, sem hún hefði heyrt, að bíl séra Bjama hefði hvolft. „Jú“, sagði ég. „Það er alveg rétt.“ „En hvemig stendur á því að það er ekki í Morgunblaðinu," spurði stúlkan steinhissa. „Það er í blaðinu,“ sagði ég, „þér fínnið það ef þér leitið vel.“ „Nei, það er ekki í blaðinu," sagði stúlk- an, „ég hef leitað alls staðar í dagbókinni, en það er hvergi þar." Fréttin um slysið hafði birzt á öðram stað í blaðinu með stóra letri, en stúlkan ekki tekið eftir henni, vegna þess að hún var ekki í dag- bókinni! Af þessu og ýmsu öðru var mér snemma ljóst mikilvægi dagbókarinnar og Frá hægri: Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, ásamt Sigfúsi Jónssyni, framkvæmdastjóra blaðsins, og Jóni Kjartanssyni, ritstjóra þess. lagði áherzlu á að gera hana eins fjöl- breytta og kostur var.“ Bókstafurinn blifur „Ég sagði áðan, að ýmislegt hefði gerzt skemmtilegt á þessum áram. Annað var auðvitað mjög óskemmtilegt, því er ekki að neita, og enn annað bæði skemmtilegt og óskemmtilegt, eins og þegar Skúli Skúlason setti svohljóðandi fyrirsögn í blaðið: „Djúpir era Islands álar, munu þeir þó væðir vera.“ Þetta stóð eitthvað í sambandi við komu Norðmanna hingað til íslands, en mér varð svo bilt við, þegar ég sá þessi hátíðlegheit í blaðinu, að ég ætlaði aldrei að ná mér. Ég varaðist að minnast á þetta við nokkum mann, enda ekki um að tala, því skrifuð orð verða ekki aftur tekin. Ég vandist því fljótlega að bókstafurinn blífur, það sem einu sinni hefur verið prentað í dagblaði verður ekki aftur tekið. En ég held að þeir, sem hafa ekki kynni af daglegu starfi blaðamanns- ins, eigi erfitt með skilja þessa tilfinningu: Að þurfa að sætta sig við „bókstafinn". í blaðamennsku fer margt aflaga og þegar blaðamaðurinn gefur höggstað á sér á hann að líta á það alvarlegum augum og heita því með sjálfum sér að það skuli ekki koma fyrir aftur. En þó er einnig nauðsynlegt að láta ekki slíka hluti fara allt of mikið í „taugarnar á sér“. Samtölin „Eins og að líkum lætur hef ég oft og einatt hugsað um starf blaðamannsins. I einu fyrsta blaðinu, sem við Jón gáfum út, er fjallað um hlutverk blaðanna, og er ég enn sammála ýmsu því, sem þar segir: „Aðalhlutverk dagblaða er, að greina frá því, sem er að gerast hér og erlendis, að skýra lesendum sínum sem fljótast og gleggst frá öllum þeim atburðum, er nokkra varða, og þeim straumum í við- skiptum og menningu þjóðanna, er nokkra máli skipta. Og eftir því sem þjóðin er minni og í lífí sínu öllu og viðskiptum háðari um- heiminum, eftir því er það nauðsynlegra að þetta starf sé vel rækt. Þeir, sem hafa haft tækifæri til þess að fylgjast með blaðamennsku landanna síðustu 20 árin, og einkum árin fyrir 1914, þeir hafa bezt getað séð, hvernig hægt er að rekja saman blaðamennskuna og afdrif þjóðanna . . .“. Þegar stundir liðu fram fann ég æ bet- ur að samtalsformið átti vel við mig. Fyrsta samtalið mitt birtist undir dulnefni í Lesbók 1. nóvember 1925, ef ég man rétt. Það er ferðasaga frá ófriðaráranum, samtal við Jón í Kóinu (Halldórsson), sem líka var dulbúinn og kallaður „bátsmaður- inn“. Þetta samtal var sannsögulegt og eins konar ferðasaga frá ófriðaráranum. Samtalsformið er mjög heppilegt fyrir dagblöð. Það gefur góðum blaðamanni tækifæri til að skyggnast bak við mennina eins og við þekkjum þá, kynnast sálarlífi þeirra og lofa lesendum að upplifa reynslu annarra, eins og þeir væra sjálfir þátttak- endur. Fæstum er gefið að skrifa sjálfir góðar lýsingar á því, sem þeir hafa reynt. Margir hafa þó reynt þetta, en þá hefur atburðurinn oftast horfið bak. við sögu- manninn og orðið ópersónulegur. Það er eins og fólk, sem er óvant að skrifa um reynslu sína, lendi utan við líf sitt, þegar það tekur sér penna í hönd. Það er eins og menn verði hræddir við sjálfa sig. Hlut- verk blaðamannsins er þá að taka hræðsl- una á sínar herðar." „Aðalhlutverk dagblaða er, að greina fráþví, sem er að gerast hér og erlendis, að skýra lesend- um sínum sem skjótast og gleggst frá öllum þeim atburðum, er nokkru varða, og þeim straum- um í viðskiptum og menningu þjóðanna, er nokkru máli skipta . . .“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.