Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 Schfifer sértrúarleiðtogi og þýzku búðirnar: alvarlegar ásakanir. DULARFULLA IMÝLENDAIM ÞÝZKAR „PYNTINGABÚÐIR11 í CHILE RANNSAKAÐAR NEFND á vegum vestur-þýzku stjórnarinnar reynir að kanna ásakanlr um mannréttindabrot, pyntingar og heilaþvott i 25 ára gamalli, dularfullri, einangraðri þýzkri nýlendu í Chile, sem geng- ur undir nafninu Colonia de la Dignidad — „Tignarnýlendan". Hans-Dietrich Genscher utanrík- isráðherra fyrirskipaði rann- sóknina þegar tvð tímarit i Vestur-Þýzkalandi hðfðu birt uggvekjandi Iýsingar hjóna, sem flúðu frá nýlendunni 1985, á ástandinu þar. „Ástæða er til að hafa mjög alvarlegar áhyggjur af þessu máli,“ sagði talsmaður Genschers. „Framburður fyrr- verandi fórnarlamba hefur gert okkur órólega." Uggur manna í Bonn varð fyrst til þess að Genscher fól vestur- þýzka sendiherranum í Chile, Horst Kullak-Ublick, að heimsækja ný- lenduna og hann fékk að fara þangað 7. nóvember, þótt bæði stjóm nýlendunnar og ríkisstjóm Augusto Pinochets hershöfðingja hafi árum.saman staðið í vegi fyrir heimsóknum þangað. Kullak-Ublick virðist hafa orðið margs vísari og þegar hann afhenti Genscher skýrslu um heimsóknina 3. desem- ber var hann „greinilega í uppnámi" að sögn vikuritsins Der Spiegel. Genscher hefur viðurkennt að Bonn-stjómin hafi hingað til verið alltof lin í afstöðu sinni í málinu og er sagður hafa hótað að fara í hart við Pinochet, ef hann reynir að hindra starf vestur-þýzku rann- sóknamefndarinnar. En það virðist Pinochet einmitt hafa gert sam- kvæmt fréttum frá Chile og eftir á að koma í ljós hvemig Vestur- Þjóðverjar bregðast við því. Pinochet hershöfðingi og sam- ráðherrar hans virðast hrifnir af þýzku nýlendunni. Vitað er að hers- höfðinginn hefur komið þangað í heimsókn ásamt konu sinni og vel mun fara á með honum og stofn- anda nýlendunnar. Sijóm nýlend- unnar hefur viðurkennt að hafa lánað Pinochet Mercedes 600-bif- reið. í síðasta mánuði heimsótti Patricio Carvajal landvamaráð- herra Colonia Dignidad, sagði að Kullak-Ublick sendiherra og Stehle biskup: uggur í Bonn. landnemamir væru „til fyrirmynd- ar“ og kvað ekkert hæft í „gróusög- um“ um nýlenduna. Einvaldur Um 300 manns búa í þýzku ný- lendunni Colönia de la Dignidad, sem hefur verið mjög umdeild næst- um allar götur síðan landnemamir settust þar að fyrir um aldarfjórð- ungi. Eineygður leiðtogi þeirra og stofnandi nýlendunnar, Paul Scháf- er, ríkir sem einvaldur og stjómar með harðri hendi samkvæmt frá- sögnum blaða, mannréttindasam- takanna Amnesty Intemational og Sameinuðu þjóðanna. Fyrstu ásak- anir Amnesty gegn stjóm nýlend- unnar birtust fyrir 10 árum og þá héldu samtökin því m.a. fram að fyrrverandi leynilögregla í Chile, Dina, hefði notaði nýlenduna til að geyma pólitíska fanga, pynta þá til sagna og losna við þá svo að lítið bar á á árunum eftir byltingu hers- ins 1973. Scháfer, sem er 65 ára að aldri, er einnig stofnandi sértrúarflokks baptista og var um tíma sjúkraliði í vestur-þýzka hemum. Hann fór frá Vestur- Þýzkalandi 1962, einu ári eftir að gefin var út tilskipun um handtöku hans vegna ásakana um kynferðisglæpi gegn bömum á „æskulýðsheimili", sem hann hafði komið á fót fyrir ofstækisfullan söfnuð sinn skammt frá Bonn. Honum tókst að flýja með leigu- flugvél frá Lúxemborg til Chile ásamt mestöllum söfnuði sínum, en nokkrir félagar í söfnuðinum urðu eftir í Vestur-Þýzkalandi. Allir landnemamir hafa haldið vestur- þýzkum ríkisborgararétti sínum. Allt þar til aukinn áhugi vaknaði á máli þeirra fyrir skömmu tókst þeim að endumýja vegabréf sín og fá greidd rífleg eftirlaun. Gaddavír Samkvæmt lýsingum vestur- þýzkra stjómarerindreka er nýlend- an „sambland af Metropolis og Theresienstadt" (frægri, þögulli kvikmynd Fritz Langs og dauða- búðum nazista). Landnemamir búa því sem næst einangraðir frá um- heiminum bak við gaddavírsgirð- ingar á um 3.000 hektara svæði í hæðum við rætur Andes-íjalla, 400 km suður af höfuðborginni Sant- iago og skammt frá bænum Parral. Fyrstu vísbendingamar um að eitthvað undarlegt væri á seyði í nýlendunni komu fram nokkrum árum eftir stofnun hennar þegar ungur maður og miðaldra kona flúðu þaðan og sögðu að lyf væru notuð til að stjóma hegðun íbúanna og vinnuskilyrði þar jöðruðu við þrælahald. Fyllri upplýsingar síazt út smám saman síðan Amnesty birti ásakanir sínar 1977 og látið hefur verið að því liggja að sumir íbúanna séu í raun og veru í haldi þar gegn vilja sínum. Stjóm nýlendunnar höfðaði mál gegn Amnesty Intemational og vikublaðinu Stem og kom því til leiðar að bannað var að endurtaka ásakanimar. Síðan hafa margir fé- lagar í söfnuðinum, sem segjast hafa flúið frá nýlendunni, gefið ut- anríkisráðuneytinu í Bonn skýrslu, en málið er enn óútkljáð. Fyrir- huguð rannsókn hefur ekki farið fram í búðunum og vestur-þýzki ríkissaksóknarinn hefur engar vestur-þýzkum stjómmálamönnum, sem fullyrt er að hafí reynt að halda hiífískildi yfir Scháfer. Ljósmynd af forsætisráðherra Bæjaralands, Franz-Josef Strauss, hangir á virðulegum stað í veitingahúsi Col- onia Dignidad, þótt Strauss hafi aldrei komið þangað. Nokkrir stuðningsmenn flokks hans í Bæj- aralandi hafa hins vegar komið í heimsókn og lokið lofsorði á nýlend- una, þó ekki allir. Ráðgjafa Strauss í utanríkismál- um, Dieter Huber, brá í brún þegar hann heimsótti nýlenduna og sá gaddavír, vopn og varðhunda, sem minntu hann á herbúðir. Hann fékk ekki að tala einn við böm, sem þar vom undir læknishendi. „Síðustu forvöð“? Der Spiegel heldur því fram að Krossinsheimsókn Kullak-Ublicks sendiherra 7. nóvember sl. hafi lok- Auglýsing um Colonia Dignidad á póstkorti: alger einangrun. áþreifanlegar ráðstafanir gert. Fáir hafa fengið að heimsækja nýlend- una, þótt Scháfer haldi því fram að allir séu velkomnir þangað og engum sé meinað að fara á brott. Athvarf Mengeles? Árið 1980 birtust fréttir í Wash- ington Post og Frankfurter Rundsc- hau, þar sem því var haldið fram að Josef Mengele, hinn illræmdi læknir nazista í útrýmingarbúðun- um í Auschwitz, sem nú er talinn látinn, hefði fengið hæli í Colonia de la Dignidad. Nýlega birti Stem alvarlegastu ásakanirnar gegn stjóm nýlendunn- ar. Þær voru byggðar á yfirlýsing- um gamalla félaga í baptistasöfnuði Scháfers, sem hafa flúið, m.a. Hug- os Baar og Georg og Lotti Packmor. Ásakanimar flalla m.a. um skipu- legar pyntingar á bömum jafnt sem fullorðnum með raflosti, geðlyfjum, barsmíðum o.fl. Georg og Lotti Packmor, sem flúðu til Kanada fyrir tveimur árum, kváðust í raun og veru hafa verið þrælar í nýlendunni og sögðu frá kynferðislegum misþyrmingum á bömum, sem sváfu fjarri foreldmm sínum í svefnskálum, þar sem starfsfólk fylgdist með þeim. „Ef gmnur vaknaði um eitthvað kyn- ferðislegt athæfi var farið með þau út og beitt raflosti til að stjóma kynhegðun þeirra..." Síðustu ásakanirnar gegn Colon- ia Dignidad munu vera byggðar á skjölum leyniþjónustunnar CLA, sem vom nýlega birt í Bandaríkjun- um. Þar er staðhæft að fjöldagrafir séu í búðunum og að þar hvíli lík fómarlamba leynilögreglunnar Dina, sem hafi komið þeim fyrir kattamef með eiturefnum. Einhveijar skaðlegustu ásakan- imar, sem hafa komið fram í| málinu, beinast gegn valdamiklum ið með því að hann sagði við Scháfer: „Þú munt fá að reyna nokkuð, sem þú hefur aldrei reynt áður. Nú em síðustu forvöð hjá þér!“ Síðan setti Genscher utanríkis- ráðherra rannsóknamefndina á laggimar og stjóm Pinochets hers- höfðingja kvaðst ekkert hafa á móti því að hún reyndi að komast inn í nýlenduna. En stjóm hans vildi ekki viðurkenna hana sem opinbera nefnd og sagði að litið ykli svo á að fulltrúar hennar kæmu til Chile á eigin vegum. Auk þess sagði stjómin að allar ákæmr, sem kynnu að koma fram, yrðu að fara fyrir dómstóla í Chile. Nefndin er skipuð átta mönnum og undir forsæti fyrrverandi sendi- herra Vestur-Þjóðverja í Uruguay, Jóhannesar Marré. Einn nefndar- manna er kaþólski biskupinn Emil Stehle. Nefndin hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér síðan hún kom til Chile fyrir viku, en starfsmaður vestur-þýzka sendiráðsins í Sant- iago sagði: „Nefndin kom til að semja við landnemana, en nú virð- ist snurða hlaupin á þráðinn. Hún ætlaði að kynna sér vel aðbúnað og lífsskilyrði í nýlendunni og fá einhveija áþreifanlega vitneskju í stað þess að þurfa stöðugt að glíma við gátur.“ Stjóm Colonia de la Dignidad meinaði þýzku nefndarmönnunum inngöngu. „Ég veit ekki hvað þeir vilja rannsaka. Þeir vita að allt sem þeir segja er haugalygi," sagði Hermann Schmidt, einn af leið- togum nýlendunnar, í viðtali við kaþólska sjónvarpsstöð. „Ef við hleypum þeim inn breytum við gegn vilja Chile-stjómar og við höfum enga ástæðu til þess.“ Fréttir herma að Vestur-Þjóðveijar reyni að beita Chile-stjóm þrýstingi í málinu og því er hvergi nærri lokið. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.