Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 33 Horft suður Aðalstræti árið 1901, frá svipuðu sjónarhorai. Töluverðar breytingar hafa nú orðið eins og sést við samanburð. Iðnaðarmanna- og Búnaðarfélagshúsin 1986 — hús til fyrirmyndar um gott og vandað viðhald. stakra húsa. Við höfum reynt að skrá sem fyllsta sögu hvers húss og miðbæjarins alls í von um að hver lesandi eða rýnandi bókarinnar finni þar eitthvað áhugavert og myndi sér sjálfur skoðanir á varð- veislugildi húsa. En er andblær bókarinnar þá ekki einmitt sá að allt skuli standa í stað? Er bókin ekki ein- mitt dýrðaróður til hins gamla tima og full af vantrú á sköpun- armætti okkar eigin samtíðar? Aftur er svarið nei. Byggingar- saga borgarinnar, eins og öll önnur saga, ijallar um breytingar sem eiga sér stað. Við getum hins vegar ekki horft á breytingamar eiga sér stað nema með því að skoða einstakar kyrr- stæðar myndir ef svo má segja, bera þær saman og athuga hvað hefur breyst. í bókinni rekjum við byggingarsögu bæjarins til okkar tíma, bæjarins alls og einstakra húsa hans, með því að bregða upp kyrrstæðum myndum. Þessi saga verður ekki stöðvuð og það er bijálæðiskennd hugsun að ætla að svo geti orðið. Það er hins vegar staðreynd að við höfum farið mjög illa með miðbæinn í marga áratugi og ástæður þess eru margvíslegar. Það er löngu orðið tímabært að miðbænum verði sýnd- ur sá sómi sem hann á skilið og hann gerður fallegur, fróðlegur og skemmtilegur staður. Til þess að þetta geti orðið þarf að gera við gömui hús og gera þau falleg aft- ur, ný hús þarf að byggja í skörð, götur, stfga og bílastæði þarf að gera af vandvirkni og fleira mætti telja. Það er með öðrum orðum mikil þörf á að sköpunarmætti okkar tíma verði beitt í miðbænum. Án hans er hætt við að miðbærinn verði smám saman eyðingu að bráð eins og átt hefur sér stað um langan tíma. Það þarf hins vegar ekki nema ein saklaus bókstafsskipti til þess að sköpunarmátt,ur breytist í sköð- unarmátt og það mætti vera til áminningar um að fara gætilega í sakimar. Sköpunarmætti þarf nefnilega að beita af mikilli varfæmi og skiln- ingi á þeim umhverfisþáttum sem þarf að varðveita. Sköpunarmáttur- inn þarf að hvíla á betri þekkingu en hingað til og hann þarf að ein- kennast af meiri hógværð en fram til þessa. Það þarf að temja hann og aga svo að péið geti ekki breyst í eð. Þið bendið sem sagt ekki á neina allsherjarlausn á því vandamáli sem framtíðarstefna í varðveislumálum miðbæjarins er? Það er rétt. Slík lausn er ekki til og verður það aldrei. Það er hins vegar til sú stefna sem skynsamleg er, að kappkosta að hugleiða sér- kenni Reykjavíkur, átta sig á því hver þau eru, hvað gerir Reykjavík einstaka og frábmgðna öðmm borgum. Þessi sérkenni, sem af mannavöldum era hús og önnur mannvirki frá ýmsum tímum, verð- um við að varðveita sem allra best. Þá verðum við einnig að muna eftir því að varðveisla húss þarf alls ekki að vera fólgin í því að geyma það og forðast að það breyt- ist. Eðli húsa og allra annarra mannanna verka er að þau breyt- ast. Öll gömul hús hafa litið öðmvísi út áður fyrr. Þau hafa breyst mis- mikið. Eitt af elstu húsum bæjarins er Aðalstræti 16. Það hefur verið að taka sífelldum breytingum í tímans rás, stundum hægum breyt- ingum en stundum stökkbreyting- um. Nú er það gjörólíkt því sem það var í fyrstunni og er margfalt stærra en það var þá. Hér er þó um sama húsið að ræða samkvæmt málvenju og tilfinningu flestra manna. Svipuðu máli ætti að gegna um mörg önnur hús á okkar tímum. Ekkert ætti að þurfa að vera því til fyrirstöðu að þau megi breytast og jafnvel stækka jafnframt því sem þau verða varðveitt og geta áfram borið vitni um sögu borgarinnar. Svo em önnur hús sem við kjós- um að varðveita án stökkbreytinga og stækkana, báðar þessar leiðir era hugsanlegar. Mig langar tíl þess að koma að öðru og óskyldu atriði í tengsl- um við byggingarsögu húsa. Flest hús í bænum hafa verið byggð fjölskyldum,' en þótt hús- stjórn og búsýsla hafi yfirleitt verið í höndum kvenna þá voru húsin jafnan kennd við karlana og eru það jafnvel enn. Er þetta ekki óþægileg staðreynd nú á timum vaxandi jafnréttis kynj- anna? Rétt er það. í þessari skrá okkar yfír byggingarsögu húsa höfum við hins vegar lagt miklu minni áherslu á persónusögu en venjulegt hefur verið í fyrri ritum um sama efni. Oft hefur frásögn um húsin verið þannig háttað að eigendur húsanna hafa verið aðalatriði frásagnarinn- ar. Hér em það fyrst og fremst húsin sem fjallað er um. Þetta er húsasaga með persónulegu ívafi. Það er ef til vill fyrir áhrif þessa vaxandi jafnréttis kynjanna sem þú nefndir í spumingunni, að þess hef- ur örlítið gætt í skrifum okkar um húsin í bænum, að leggja Svið meiri áherslu á þátt kvenna í húsasög- unni þá sjaldan tækifæri gefst. Einnig mætti nefna að við höfum ígrundað svolítið hvemig breytingar á heimilisvinnu hafa mótað húsa- gerð, til dæmis hvaða breytingar urðu á herbergjaskipan íbúðarhúsa þegar eldavélamar leystu opnu eld- stæðin af hólmi. H.V. Ábætisréttir Hindberja - rjómarís Þetta er ljúffengur og jafn: framt dálítið „öðravísi“ ábætir. í hann fer eftirfarandi: 1 pk. frosin hindber (t.d. frá Sól h.f.), 7 blöð matarlím, 1-2 dl. hindbeijasaft, um V2 1. laussoðin hrísgijón, 50 gr. möndlur, 1 pk. vanillusykur eða 2 tesk. vanillu- dropar, 2-3 matsk. sykur, 4 dl. ijómi. Setjið frosnu hindberin í skál, hellið þynntri hindbeijasaft yfir, og látið berin þiðna í saftinni. Leggið 4 matarlímsblöð í bleyti í köldu vatni í 5 mínútur. Afhýðið möndlumar, skerið þær í flysjar eða hakkið þær gróft. Þegar berin eru afþídd hellið þeim í sigti yfir skaftpotti og lát- ið renna vel af þeim. þynnið út hindbeijasaftina svo úr verði 3 dl. Hitið upp og bræðið útbleytt matarlímið í þessu. Hellið því síðan í fallega skál eða hringlaga kökuform. Látið þetta hálf- stirðna, bætið þá beijunum út í og geymið í ísskápnum. (mynd nr. 2) Bleytið upp 3 blöð af matarlími í köldu vatni, bræðið það síðan í 1 matsk. af vel volgu vatni og hrærið 3-4 matsk. af ijóma saman við. Hrærið nú sykrinum, vanillunni og helmingnum af möndlunum saman við kæld soðin hrísgijónin. Þeytið ijómann sæmilega stífan og blandið honum saman við hrísgijónablönduna, og að síðustu útbleyttu matarlíminu. Penslið skálina með beijunum í aðeins að ofanverðu með örlítilli olíu áður en þið hellið ijómarísinu yfir berin. Geymið í ísskáp í 2-3 tíma. Dúfið skálinni eða forminu augnablik í heitt vatn áður en þið hvolfið rétt- •inum á fat. Skreytið með afgang- inum af möndlunum. (mynd nr. 3) Veizluís með rommbragði Þetta er fljótlagaður en mjög lystugur ábætir. íhann þarf: 1 1. vanillu-skafís, 4 dl. þeyttur ijómi, 2 dl. rúsínur, 1 dl. romm, IV2 dl. hnetukjamar. Skreyting: Gróft saxaðir hnetu- kjamar og þeyttur ijómi. Látið rúsínumar trekkja í romminu í lokuðu íláti í heilan sólarhring. Blandið svo saman skafísnum, stífþeyttum ijómanum, rúsínun- um, romminu og söxuðum hnet- unum. Látið í form og í frystinn í nokkra tíma. Hvolfið síðan á fat og skreytið með hnetum og þeytt- um ijóma (stjömuljós skapa fína stemningu á gamlárskvöld, sbr. mynd). Ég vil svo að lokum senda ykk- ur öllum beztu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Jóramv. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.