Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
Aðalstræti 16 áríð 1986.
Aðalstræti 16 — sýnishorn
af umfjöllun um einstaka
hús íbókinni um Kvosina
Hjörieifur var beðinn að velja
eitt hús í miðbæ Reykjavíkur sem
sýnishorn af þeirrí umfjöllun
sem hús fá í bókinni. Hann valdi
húsið við Aðalstræti 16 en það á
sér bæði langa og merka sögu
eins og af lýsingunni sést.
Á lóðinni stóð eitt af fyrstu hús-
um Innréttinganna. Þegar hús
verksmiðjanna höfðu verið reist aft-
ur eftir brunann 1764 var lóskurð-
arstofan á þessum stað. Hún var
timburhús sem sneri göflum austur
og vestur. Lóskurðarstofan var
sömu gerðar og spunastofan norðan
hennar og virðast þessi hús hafa
verið tengd með þverhúsi. Bæði
húsin voru grindarhús með múr-
steinum og grágrýti í grindinni,
28>/2 alin á lengd en IIV2 alin á
breidd, ein hæð með háu risi. Þak
og veggir voru klædd tjörguðum
borðum. Gluggar voru sagðir með
ensku gleri, átta til sextán rúður í
hveijum þeirra. í vesturenda ló-
skurðarstofunnar var stórt herbergi
sem tók yfir fulla breidd hússins.
Þar var fyrst vefstofa en síðar
skurðarstofa. í austurhluta þess var
stórt eldstæði með reykháfi yfir og
bakvið eldstæðið var klæðapressa.
Vestan við eldstæðið var eldhús
með öðru eldstæði og reykháfi. Við
austurgafl hússins voru tvö her-
bergi, lítið herbergi að norðurhlið
en stærri stofa í suðaustur-hominu.
Árið 1791 eignaðist maddama
Margrethe Angel húsið og þar rak
hún veitingasölu. Hún var ekkja
Rasmusar Angel sem verið hafði
verslunarþjónn við Sunchenberg-
verslunina. Maddama Angel
ræktaði lóðina í kring um húsið en
slíkt hafði ekki tíðkast í bænum.
Þar ræktaði hún og seldi garð-
Aðalstræti 16 árið 1898.
ávexti. Árið 1792 fékk Maddama
Angel verðlaun danska Landbúnað-
arfélagsins fyrir garðrækt.
Árið 1796 keypti stjómin húsið
fyrir landfógetabústað og bjuggu
þrír landfógetar í húsinu hver á
fætur öðmm, P.M. Finne, Rasmus
Frydensberg og Sigurður Thor-
grímsen.
Þá var húsinu breytt nokkuð. Á
jarðhæð var íbúð fógeta en skrif-
stofa hans í risinu og þar bjuggu
reyndar líka tveir starfsmanna
hans. Vesturhluta hússins þar sem
áður hafði verið stórt herbergi var
skipt í eldhús og fjós að norðan-
verðu en stofu og borðstofu að
sunnan. Þegar Frydensberg tók við
húsinu að Firine látnum árið 1805
kvartaði hann undan því í bréfi til
rentukammersins að í vestanátt
bærist fjóslyktin um húsið. Þá var
breytingum á húsinu ekki að fullu
lokið en Frydensberg telur húsið
þó best íbúðarhúsa bæjarins. Bréfi
Frydenbergs fylgdi greinargóð
teikning af herbergjaskipan húss-
ins. Hann lét þess þó getið að villa
hefði slæðst með á teikningunni,
borðstofan sé þar sýnd of stór á
kostnað íjóssins og sýnir hann rétt-
ar stærðir með punktalínu á teikn-
ingunni.
Árið 1813 fór fram ítarleg skoð-
unargerð og virðing á húsinu. Húsið
var þá í hörmulegu ástandi. Það
var orðið skakkt og bjagað, þakið
lak og gólfin vom fúin. Töldu mats-
mennimir að húsið hefði verið illa
byggt í upphafi. Undirstöður þess
væm of lágar og því væm fót-
stykki hússins fúin. Kvistgluggar
hefðu verið gerðir á þakið þegar
hér var komið sögu.
Á sömu lóð var einnig annað
timburhús, 12 álnir á lengd og 163/4
álnir á breidd, hlaða og kamar.
Þetta hús var mjög skemmt af fúa.
Árið 1818 var húsið aftur virt
og skoðað. Þá hafði nýlega verið
gert að nokkm við máttarviði húss-
ins og múrað hafði verið að nokkm
leyti í grindina á ný. Skoðunarmenn
töldu þó húsið vera illa farið. Það
var sigið um miðjuna og þörf var
talin á mikilli viðgerð. Innri skipan
hússins hafði verið breytt lítils-
háttar. í austurendanum hafði verið
innréttuð ný stofa í fullri breidd
hússins. Var hún klædd innan í
hólf og gólf með fallegum spjöldum
og skreytt með listum. Fjós var nú
ekki lengur í íbúðarhúsinu.
Hlaðan sem lýst var árið 1813
er nú talin í verra ásigkomulagi en
áður. í þetta skipti er einnig lýst
nýju torfhúsi á lóiðinni. Það var 18
álnir að lengd og 9V4 alin á breidd.
I austurenda þess var fjós og hest-
hús. í miðju húsi var eldiviðar-
geymsla og í vesturendanum var
hlaða.
Þegar R.C. Ulstrup varð lands-
og bæjarfógeti árið 1828 flutti hann
landfógetabústaðinn í Bergmanns-
torfu, Aðalstræti 9. Rentukammer-
ið gaf þá Reykjavíkur- og
Seltjamameshreppum húsið sem
fátækrahús, en þó var ákveðið að
gera það heldur að bamaskóla, hin-
HVALVEIÐAR
VIÐÍSLAND1600-1939
Trausti Einarsson
Höfundur bókarinnar, Trausti Einars-
son sagnfræðingur, hefur viðað að sér
bestu fáanlegum heimildum íslensk-
um, dönskum, norskum, breskum,
bandarískum, þýskum, spænskum,
batneskum’og frönskum um sögu hval-
veiða á Norður-Atlantshafi, einkum
umhverfis ísland, frá því á ofanverðum
miðöldum og fram til 1940. Hvalveiðar
við ísland 1600-1939 er áttunda bindi í
ritröðinni Sagnfræðirannsóknir-Studia
historica sem Sagnfræðistofnun
Háskóla íslands og Menningarsjóður
standa að.
m
Trausti Einarsson
HVALVEIOAR VID ÍSIAND
1600-1939
MJÓFIRÐINGASÖGUR
Vilhjálmur Hjálmarsson
Svo langt sem séð verður aftur í tíma er
15 heimili og 100 manns ekkert fjarri
meðaUaginu í Mjóafirði. Fyrir 140 árum
eða svo hófst breytingaskeið á þessum
slóðum, og brátt var allt komið á ferð og
flug í sveitinni: þorskveiðar margföld-
uðust, Norðmenn komu í síldina, fyrsta
frosthúsið á landinu var byggt, Norð-
menn komu á ný og stofnuðu hvalveiði-
stöðvar. Og fólkinu fjölgaði úr 100 í 400
við síðustu aldamót. Síðan er margt
breytt-og íbúum Mjóafjarðarhrepps
hefur fækkað í 35. Frá öllu þessu greina
Mjófirðingasögur Vilhjálms á Brekku,
fyrrum alþingismanns og ráðherra.
LANDAMÆRI
Heiðrekur
Guðmundsson
Þetta er áttunda ljóðabók skáldsins og
kvæðin ort á árunum 1980-87. Heiðrek-
ur fer hér víða nýjar brautir í listsköpun
sinni en heldur þó tryggð við fyrri sjón-
armið og vinnubrögð. Yfir ljóðunum
vakir karlmennska og baráttuhugur
þessa lífsreynda skálds er kemst gjam-
an að tímabærri og athyglisverðri
niðurstöðu.