Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
síðan starfað undir sterkri stjóm
Tryggva og sífeilt aukið umsvif sín.
Fynr allmörgum árum gerðist
hann meðeigandi minn í Dósaverk-
smiðjunni og reyndist þar sem
annars staðar traustur maður og
ráðhollur. Hann var prúður í fram-
komu og vakti virðingu starfsfólks-
ins. A ánægjuleg samskipti okkar
bar aldrei skugga.
Tryggvi var kvæntur ágætri
konu, Kristínu Magnúsdóttur frá
ísafírði. Þau áttu saman tvö böm,
Magnús framkvæmdastjóra Niður-
suðuverksmiðjunnar ORA. Kona
hans er Guðrún Beck. Þau eiga
þijá syni. Dóttirin er Anna Lovísa
meinatæknir. Hún er gift Heimi
Sindrasyni tannlækni. Þeirra böm
eru fjögur.
Þótt Tryggvi væri orðinn roskinn
maður hafði ég glatt mig við þá
hugsun að við mundum eiga saman
áhyggjulausa elli að lokinni önn
daganna, en lokaþáttur hans var
spunninn fyrr en nokkum varði.
Yfír bjartri minningu leika geisl-
ar 'sólar sem senn kemur úr
suðurgöngu og yljar hvel norðurs-
insv
Eg þakká látnum vini ljúfa sam-
fylgd.og samstarf. Aðstandendum
votta ég dýpstu samúð.
Jóhannes Ólafsson
Á morgun verður borinn til mold-
ar einn af frumheijum niðursuðu-
iðnaðar á íslandi, Tryggvi Jónsson,
niðursuðufræðingur og forstjóri
ORA hf. í Kópavogi. Langar mig
af hálfu sporgöngumanna hans í
iðngreininni að minnast hins látna
heiðursmanns með nokkmm orðum.
Tryggvi Jónsson hóf ungur að
ámm að afla sér þekkingar á niður-
suðuiðnaði og var aðeins 17 ára er
hann réðst til náms og starfs við
niðursuðu í Svíþjóð og síðar í Dan-
mörku.
Spor Tryggva iiggja víðar í iðn-
greininni. Eftir nám sitt og störf
ytra við niðursuðu og niðurlagningu
matvæla hvarf hann til íslands og
var þá fyrsta verkefnið að vinna
að uppsetningu niðursuðuverk-
smiðju á íáafírði og var hann síðan
forstöðumaður þeirrar verksmiðju
ásamt öðmm fmmherja þessa iðn-
aðar, Þorvaldi Guðmundssyni.
Næsti áfanginn var stofnun niður-
suðuverksmiðju í Kaupmannahöfn,
sem Tryggvi átti með tveimur öðr-
um íslendingum og sem þeir ráku
saman fram að stríðsbyijun, er
Tryggvi seldi meðeiganda sínum
hlut sinn í verksmiðjunni og hélt
heim áður en stríðið skall á.
Um það leyti var Sölusamband
ísl. fískframleiðenda að stofnsetja
niðursuðuverksmiðju í Reykjavík og
var Tryggvi fenginn til að kenna
niðurlagningu síldar og að hafa
umsjón með framleiðslunni þar. í
Vestmannaeyjum vann Tryggvi
einnig í verksmiðju SÍF við niður-
suðu á humri og ýmsum físktegund-
um. Einnig var hann tæknilegur
ráðunautur við stofnun og starf-
rækslu verksmiðjunnar Sfldar, sem
hóf störf á Akureyri um svipað leyti.
Svo var það árið 1951 að Tryggvi
stofnaði með öðrum fyrirtækið Kjöt
og rengi og ári síðar fyrirtækið
ORA, Kjöt og rengi, með þeim Arn-
ljóti Guðmundssyni og Magnúsi
Brynjólfssyni, hálfbróður sínum.
Þar hefur starfsvettvangur
Tryggva verið síðan og rak hann
fyrirtækið með stökum myndar-
brag, enda dafnaði það og óx eins
og kunnugt er, undir stjóm hans
og nýtur trausts fyrir áreiðanleik í
öllum viðskiptum. Mun einnig víst,
að samstarf iðnrekandans við
starfsfólkið var n)eð ágætum alla
tíð. ORA hf. hefúr aðallega fram-
leitt vörur á innanlandsmarkað en
jafnframt talsvert til útflutnings. Á
síðustu árum hefur Magnús sonur
KIENZLE
TIFAIMDI
TÍMANNA
TÁKN
Tryggva haft á hendi dagiega stjóm
fyrirtækisins en Tryggvi var þar
einnig sjálfur að störfum allt til
dauðadags.
Tryggvi var einn þeirra sem
stóðu að stofnun Sölustofnunar lag-
metisiðnaðarins og var hann í stjóm
samtakanna frá upphafí og þar til
fyrir nokkrum ámm. Hann var
fyrsti lagmetisframleiðahdinn, sem
ég hafði kynni af, er ég hóf að
starfa við þau mál, og minnist ég
margra funda með Tryggva um
hgsmunamál iðnaðarins bæði í ORA
og annars staðar og áhugi hans og
velvilji var ætíð hinn sami á málefn-
um iðngreinarinnar. Var og sam-
vinna okkar eins og best varð á
kosið, enda var Tryggvi sanngjam
í mesta máta og samvinnuþýður.
Minnumst við þess félagar hans í
Sölustofnun lagmetis, að hann lagði
ávallt gott til mála og talaði af raun-
sæi og þekkingu. Er skemmst að
minnast mjög ánægjulegs sam-
starfs er við áttum á síðustu vikum
við útgáfu á sögu lagmetisiðnaðar-
ins.
Ég votta Kristínu, eftirlifandi
konu Tryggva Jónssonar, Önnu
Lovísu, Magnúsi og fíölskyldum
þeirra innilega samúð á skilnaðar-
stundu.
Rafn A. Signrðsson
Við andlát afa okkar, Tryggva
Jónssonar, forstjóra, var sem tfminn.
stöðvaðist eitt augnablik. Minning-
amar tóku að streyma gegnum
huga okkar allra með miklum
hraða. Myndir frá liðnum árum,
minningar um orð og atburði, minn-
ingar sem' vekja söknuð. Afí
Tryggvi var mjög heimakær maður.
Alltaf hefur verið tekið á móti okk-
ur opnum örmum á Einimelnum.
Hann afí, sem var alltaf svo glað-
ur, alltaf svo jákvæður, hann talaði
við okkur eins og við værum menn
með mönnum, hvort sem um var
að ræða stjómmál eða önnur dæg-
urmál. Afí hóf aldrei umræðu á því
sem hann var ekki vel að sér í. En
bæri eitthvað nýtt á góma, vildi afí
ávallt tileinka sér þá þekkingu,
þannig að ekkert reyndist of ný-
tískulegt fyrir hann. Afí átti auðvelt
með að tala við alla, hvort heldur
um var að ræða böm eða fullorðna.
Sérstaklega hændust böm að hon-
um, og má með sanni segja, að
hann hafí verið afi allra þeirra
bama sem hann kynntist. Hann
varðveitti bamið í sálu sinni alla
ævi og núna em bömin vfsast farin
að fíykkjast til hans, þótt annars
staðar sé.
Jólin voru afa ávallt kær. Alla
tíð lagði hann sig allan fram um
að gera þau sem hátíðlegust. Alltaf
höfum við verið hjá afa og ömmu
á aðfangadagskvöld og átt þar ynd-
islega kvöldstund með allri fjöl-
skyldunni. Og nú, þegar jólin
nálgast eigum við eftir að fínna
fyrir vissum tómleika og söknuði,
en vitum jafnframt að afí heldur
sín jól með okkur þótt hann sé horf-
inn okkur sjónum.
Á hveiju sumri fómm við í veiði-
ferðir með afa og ömmu. Sá afí um
þessra ferðir að mestu leyti og eig-
um við eftir að sakna þeirra gleði-
stunda, sem við áttum með honum,
bæði við veiðina og á kvöldin, er
við töluðum saman. Brá hann þá
upp mörgum skemmtilegum veiði-
sögum, sem hann hafði upplifað í
gegnum tíðina. Og þó að sama sag-
an heyrðist tvisvar, var alltaf sem
hann segði hana í fyrsta skipti, af
slíkri innlifun sagði hann frá. Em
þessar samvemstundir dýrmæt
endurminning, sem aldrei mun
gleymast.
Ökkur auðnaðist einnig að kynn-
ast afa á vinnustað, þ.e.a.s. fjórum
eldri bamabömunum. Hefur það
reynst okkur góður skóli að hafa
unnið með honum. Allt 'sem hann
gerði var jafnan mjög vel unnið.
Hann var með eindæmum skipu-
lagður og skarpskyggn. Hann var
mjög duglegur og mætti telja á
fíngmm annarrar handar þá daga
sem hann vantaði í vinnu, enda
vann hann fram á síðasta dag.
Hvort heldur var á vinnustað eða
annars staðar þá gerði afí sér aldr-
ei mannamun.
Það er erfítt að setjast niður og
skrifa um þann sem manni þykir
svo vænt um, en minningar um
góðan afa og vin deyja aldrei. Stórt
skarð hefur verið höggvið, sem aldr-
ei verður fyllt, en líf hans og reynsla
gáfu okkur svo margt sem við
munum búa að alla ævi. En orð
Khalil Gibran veita manni styrk á
erfíðri stundu: „Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá huga þinn og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þin.“
Barnabörnin
Leiðrétting
Nafn Guðmundar Amfínnssonar
fulltrúa hjá ríkissaksóknara misrit-
aðist í frétt um sakavottorð í
blaðinu í gær (stóð þar Guðjón). —
Biðst blaðið velvirðingar á þessum
mistökum.
Lokað
Lokað vegna jarðarfarar TRYGGVA JÓNSSONAR
forstjóra, frá hádegi mánudaginn 21. desember.
Niðursuðuverksmiðjan Ora hf.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð e.h. mánudaginn 21. des.
vegna jarðarfarar TRYGGVA JÓNSSONAR, forstjóra.
Sölustofnun lagmetis.
Lokað
Lokað verður eftir hádegi mánudaginn 21. desember
vegna jarðarfarar TRYGGVA JÓNSSONAR forstjóra.
Dósagerðin hf.,
Vesturvör 16-2Q.
LOKAÐ
Vegna jarðarfarar Tryggva Jónssonar, forstjóra, verður
lokað mánudaginn 21. desember frá kl. 13.00.
Solnaprent sf.,
Kirkjusandi, v/ Laugarnesveg.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNA ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR,
verður jarösungin frá Reynivallakirkju í Kjós þriðjudaginn 22. des-
ember kl. 14.00.
Ragnhildur Guðbjörnsdóttir,
Ólafia Guðbjörnsdóttir,
Dóra Gúðbjörnsdóttiur,
Jón Guðbjörnsson,
Guðlaug Guðbjörnsdóttir,
Gunnar Guðbjörnsson,
Inga Guðbjörnsdóttir,
Svavar Guðbjörnsson,
Haraldur Hálfdénarson,
Móses Guðmundsson,
Njáll Sveinbjörnsson,
Þórdfs Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR SK. GUÐLAUGSSON
fyrrv. forstjóri,
Hvassaleiti 8, Reykjavfk,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. desember
kl. 16.30.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Björn Johnsen,
Margrét Guðmundsdóttir,
Guömundur Sk. Johnsen,
Sturla B. Johnsen,
Guðrfður Edda Johnsen.
t
Eiginmaður minn, tengdafaöir, afi og langafi,
EGILL FR. HALLGRfMSSON
fyrrverandi verkstjóri,
Bragagötu 38,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. des. kl.
13.30.
Helga Jónsdóttir,
Guðbjörg Egilsdóttir, Róbert Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar,
tengdaföður og afa,
HAFSTEINS SIGURÐSSONAR,
Smáratúni, Þykkvabœ.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar A5, Borgarspítal-
anum. Guð blessi ykkur öll.
Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Friðsemd Friðriksdóttir,
Heimir Hafsteinsson, Sœrún Sæmundsdóttir,
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Jón Thorarensen,
Sighvatur Borgar Hafsteinsson, Una Sölvadóttir,
Kristborg Hafsteinsdóttir, Nói Sigurðsson,
Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Eyjólfur Reynisson,
Bryndfs Asta Hafsteinsdóttir, Rúner Karlsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og útför föður okk-
ar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
frá fsafirðl.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar- og starfsfólki á Hrafnistu
í Reykjavik.
Sigrfður Sigurðardóttir,
Sigrún Sigurðardóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
Guðmundur Sigurðsson,
Katrfn Sigurðardóttir,
Guðrún Þ. Sigurðardóttir,
Jón Sigurðsson,
Tryggvi Friðlaugsson,
Garðar Einarsson,
Mildrid Sigurðsson,
Gfsli Bjarnason,
Ólafur E. Einarsson,
Hanna Ósk Jónsdóttir,
barnabarnabörn.
barnabörn og
t
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu mér samúð og
veittu stuðning vegna veikinda og andláts eiginkonu minnar,
GUNNHILDAR ÁRNADÓTTUR,
Bólstaðarhlfð 5,
ReykJavfk.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk meðgöngudeildar Landspítalans
deild 23,b og starfsfólk gjörgæsludeildar Landsspítalans.
Guðbjörn Þorsteinsson.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmorex/Gmít
Steinefnáverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjöröur