Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 Stefán Arnórsson jarðfræðingnr tekur sýni úr borholu til efnagreiningar. íslendingar við jarð- hitaleit í Kenýa IJ X XvAÐ vita íslending- ar um Kenýa? Allir vita að landið er í Afríku o g flestir vita að höfuðborgin heitir Nairobi. Nokkrir muna eflaust að landið var áður bresk nýlenda en fœrri vita að í Kenýa er mikill jarðhiti sem landsmenn hafa aðeins að litlu leyti nýtt sér. Sam- skipti íslendinga og Kenýa- manna eru lítil, bæði á félagslegu sviði og viðskipta- sviði. Aðalútflutningsvara Kenýamanna er kaffi en það er ekki selt beint til íslands og Kenýamenn kaupa ekkert af aðalútf lutningsvörum okk- ar íslendinga. I nokkur ár hafaþeir þó keypt héðan vöru sem Islendingar hafa lítið selt erlendis, nefnilega íslenskt hugvit ogþekkingu. íslenskir jarðvísindamenn og verk- fræðingar hafa unnið sem ráðgjafar og hönnuðir við jarðgufuvirkjun í Kenýa og átt mikilvægan þátt í undir- búningi að fyrstu jarðgufu- virkjuninni í Afríku sem staðsett er í Olkaría í Kenýa. Einn hinna íslensku jarðvi- sindamanna er Sveinbjörn Björnsson prófessor. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann um þátt íslendinga í virkjunarframkvæmdum Kenýamanna. Rætt við prófessor Sveinbjörn Björnsson um fyrstu jarðgufuvirkjunina í Afríku Sveinbjöm hefur starfað að verk- efnum í Kenýa allt frá árinu 1975. Störf hans þar hafa verið á vegum verkfræðifyrirtækisins Virk- is h.f. sem er í eigu nokkurra íslenskra verkfræðistofa. „Virkir er samsteypa verkfræðistofa og hefur því á sínum snærum fjölda verk- fræðinga en ekki jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga. Þeir hafa því m.a. leitað til Orkustofnunar eftir fólki með slíka menntun og þar vann ég er Virkismenn voru að leita að mönnum í þetta verkefni á árun- um 1973 - 1974.“ Tilboði Virkis í fyrstu hagkvæmnisathugun tekið Að sögn Sveinbjörns fengu Virk- ismenn á árunum 1972 til 1975 fréttir af hugsanlegri jarðgufuvirkj- un í Kenýa. Þá höfðu íslendingar starfað við jarðhitaleit m.a. í E1 , Salvador, Nicaragua, Tyrklandi og Costa Rica en lítið í Afríku. „A þessum tíma styrktu Sameinuðu þjóðimar jarðhitaleit í þróunarlönd- um, meðal annars í Kenýa. ísieifur Jónsson borverkfræðingur starfaði að þessu verkefni á vegum Samein- uðu þjóðanna og varð seinna yfirmaður þe_ss í Kenýa. Vegna þessa vissu íslendingar af þessu verkefni í Kenýa og þegar fyrsta hagkvæmnisathugun á hugsanlegri virkjun var boðin út á markaði fyr- ir ráðgefandi verkfræðinga þá gerði Virkir ásamt sænsku samsteypunni Sweko tilboð í verkið." Fýrsta hagkvæmnisathugun fólst í því að kanna hvort fmmrannsókn- ir á jarðhitasvæðinu og markaðs- aðstæður bentu til þess að að hagkvæmt yrði að virkja þar. Svo fór að Virkir og Sweko fengu verk- ið. „Við skiluðum skýrslu í desem- ber 1976 og niðurstaðan var sú að miðað við markaðsaðstæður í Kenýa væri hentugt að reisa allt að 45 MW virkjun. Við töldum jafn- framt hentugast að reisa virkjunina í þremur áföngum, 15 MW í senn.“ Ákveðið að ráðast í virkjun Á grundvelli skýrslunnar þótti ástæða til nákvæmari rannsókna á jarðhitasvæðinu. Kenya Power Company, einskonar Landsvirkjun Kenýa, tók að sér frekari boranir áður en ráðist yrði í virkjunarfram- kvæmdir. Ástæðan fyrir áfram- haldandi bomnum áður en ákveðið var að virkja var sú að Alþjóðabank- inn krafðist sannana fyrir 80% af þeirri gufu sem virkja átti áður en hann lánaði fjármagn til fram- kvæmdanna. Eftir að tilætlaðar sannanir lágu fyrir hófust fram- kvæmdir við orkuverið og var öll verkhönnun í höndum tveggja fyrir- tækja, breska ráðgjafafyrirtækisins Merz & McLellan og Virkis. „Bret- amir sáu um hönnun stöðvarhúss og alls útbúnaðar þar en íslending- amir um ráðgjöf varðandi boranir, rannsóknir á jarðhitageyminum og hönnun á holubúnaði og gufuveitu til stöðvarinnar. Því verki stjómaði Jónas ■ Matthiasson verkfræðingur en síðar tók Hreinn Frímannsson verkfræðingur við hlutverki hans. Síðar vom sömu fyrirtæki ráðin Stöðvarhúsið i Olkaria. Sveinbjörn og ísleifur Jónsson við gjána sem gengur um jarðhita- svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.