Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
43
hugsa um tengdaföður minn. Allar
eru þær hver annarri betri og heyra
til samskipta okkar frá því að ég
kom fyrst heim til Kristínar og
hans með Magnúsi, syni þeirra. Ég
veit ekki af hveiju skal taka, en
ég veit hvað ég hefði viljað segja
við hann ef mér gæfíst nokkur kost-
ur. Og þótt það kunni að vera
aðeins eintal sálarinnar, þá ætla ég
að leyfa mér að .segja það hér í
örfáum orðum:
Ég gleymi því aldrei hvað þau
Kristín tóku mér vel fyrst þegar ég
kom inn á heimili þeirra. Heimilið
var fallegt og yfír því ríkti höfð-
ingjablær sem ég síðar átti eftir að
upplifa í ríkum mæli enda ekki í
kot vísað þar sem Kristín var ann-
ars vegar. En þó var mér meira
virði að vera tekið af slíkum heilind-
um og raun bar vitni. Mér kom
Tryggvi fyrir sjónir sem æðrulaus
og vinnusamur iq'arkmaður, án háv-
aða og hroka og víst er, að ekki
sóttist hann eftir metorðum þótt
hann kæmist ekki alltaf upp með
það.
Ég býst við að ég hafí verið lítt
frábrugðin öðrum ungum konum
sem ganga í hjónaband. Því fylgir
ákveðin sæla en þó örlar á einhvers
konar kvíða. Hafí sá kvíði blundað
í mér sáu þau og Magnús fyrir að
eyða honum og það fljótt. Þegar
ég eignaðist frumburð minn um
jól, drenginn, sem seinna hlaut nafn
Tryggva, þá við heimkomuna vor-
um við mæðginin borin á örmum
þeirra svo jafnvel mér þótti nóg um.
Síðan hafa jólin verið mér sá tími
sem ég tengdist þeim hjónum sterk-
ustum böndum enda var Tryggvi
einstaklega bamgóður. Allir vita
að jólin eru hátíð bamanna og ekki
skyggði hann á þá hátíð. Það ríkti
alltaf gleði í bæ á jólunum og þess
vegna á ég erfítt með að sætta mig
við jólahátíðina án hans. En þó
veit ég að Tryggvi verður með okk-
ur þrátt fyrir að við fáum hann
ekki augum litið. Oft dáðist ég að
elju hans og þolinmæði í samskipt-
um við bamabömin. Hvemig hann
gat tímum saman unað sér við að
kenna þeim fyrstu handbrögðin á
veiðistöngina og annað sem hann
vildi að ungur næmi.
Ég kom föðurlaus frá átta ára
aldri inn í fjölskyldu tengdaföður
míns. Vissulega þótti mér vænt um
föður minn, en betri staðgengil og
tengdaföður hefði ég ekki getað
kosið mér en Tryggva. Frómt frá
sagt gæti ég haldið lengi áfram
enn, en það sem enn er ósagt ætla
ég að geyma með mér og verma
mig með um jólin og alla aðra tíma.
Elsku tengdamamma mín. Fátt
annað kemur okkur að haldi en
bænin og því bið ég algóðan Guð
um að styrkja þig og styðja í harmi
þínum og söknuði.
Ég bið Guð að leiða tengdaföður
minn inn í ljósið og birtuna, þá einu
sönnu sem við eigum.
Guðrún Beck
Tryggvi Jónsson, tengdafaðir
minn, er látinn. Með Tryggva er
farinn einn besti drengur, sem ég
hef á minni lífsleið kynnst. Ég hef
kviðið þvi lengi að þurfa að skrifa
þessi orð of snemma, en ég hélt
ekki að það yrði svona snemma.
En dauðinn fór um hann varfæmum
höndum og Tryggvi skildi þannig
við ástvini sína á sinni hinstu
stundu, að það mun reynast mér
dýrmætt veganesti það sem eftir er.
Tryggvi fæddist á Drangsnesi í
Steingrímsfírði og ólst þar upp hjá
móðurforeldrum sínum. Þegar hann
var átta ára gamail fluttu þau til
Akureyrar og þar dvaldi hann, þar
til hann útskrifaðist frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1932, þá 18
ára. Þá fór hann til Svíþjóðar og
lagði þar með grunn að sínu ævi-
starfí. Mér segir svo hugur um, að
fyrir 55 árum hafí þurft meiri kjark
og þor til að leggja upp í slíka ferð
með tvær hendur tómar en í dag.
Reyndar sagði Tryggvi mér eitt sinn
frá upphafí þessarar ferðar, og
samgönguleysi þeirra tíma var æv-
intýralegt. Auðvitað er hver maður
bam síns tíma, en yfírveguð áræðni
Tryggva kemur greinilega snemma
fram. Leið hans lá síðan til Dan-
merkur, þar sem hann setti á stofn
sína fyrstu niðursuðurverksmiðju.
Það voru frumstæð vinnubrögð sem
vom viðhöfð í árdaga niðursuðuiðn-
aðar, og mikil og erfið vinna
samfara því. Það hefur varla staðið
í Tryggva, þvílíkur vinnuþjarkur
sem hann var.
En stríðið var í uppsiglingu, og
Tryggvi búinn að fá vinnutilboð hjá
SÍF hér heima á íslandi, svo hann
seldi sinn hluta í niðursuðuverk-
smiðjunni í Danmörku og slapp
heim með síðustu ferð fyrir stríð,
ásamt sinni fallegu nýju brúði,
Kristínu Magnúsdóttur, sem hann
hafði kvænst í desember 1938.
Hér hóf hann störf hjá niðursuðu-
verksmiðju SÍF og varð síðan
forstjóri hennar frá 1944 og til
1952. Þá fór hann á stúfana aftur
og stofnaði nú tvö fyrirtæki, fyrst
Kjöt og rengi með Amljóti Guð-
mundssyni lögfræðingi, en ári síðar
Niðursuðuverksmiðjuna ORA með
hálfbróður sínum, Magnúsi Brynj-
ólfssyni, kaupmanni, og kölluðu
þeir félagar nú fyrirtæki sitt ORA
— Kjöt og rengi. Amljótur féll frá
langt um aldur fram, og þeir
Tryggvi og Magnús keyptu hans
hluta. Magnús var aftur á móti at-
hafnamikill kaUpmaður með sitt
eigið fyrirtæki í fullum rekstri, svo
Tryggvi rak ORA nánast einn, og
fyrirtækið er í dag það þekkta nafn
sem það er vegna þess dugnaðar,
elju og útsjónarsemi, sem Tryggvi
hafði til að bera í svo ríkum mæli.
Ég kynntist konu minni Önnu,
dóttur Tryggva, er ég var í mennta-
skóla, og byijaði þá fljótlega að
vinna í sumarvinnu hjá ORA. Ég
bar strax óttablandna virðingu fyrir
tilvonandi tengdaföður mínum.
Ekki af jiví að ég hafði eitthvað að
óttast. Ég heyrði hann aldrei æsa
sig. En ég var heldur ekki einn um
þetta, því ég fann fljótt, að flestall-
ir sem í verksmiðjunni unnu, báru
svipaðar tilfínningar í bijósti. Allir
töluðu vel um hann. Hann hafði til
að bera persónutöfra, sem heilluðu
alla sem honum kynntust. Að inna
verk af hendi fyrir Tryggva var
aldrei kvöð á manni. Það var eitt-
hvað sem mann langaði til að gera.
Ég man líka alltaf hvað mér fannst
mikil upphefð í því, þegar hann
treysti mér fyrir íjármunum, oft
miklum, sem ég fór með í banka.
Og nafn hans var gulls ígildi. Þetta
kann að hljóma sem oflof, en það
er fjarri mér að vera með orðskrúð
um þessa hluti. Mér opnuðust allar
dyr, þegar ég nefndi mín tengsl við
Tryggva. Hugtakið mannorð öðlað-
ist nýja merkingu í mínum huga,
eftir að ég fór að starfa fyrir
Tryggva. Mér var rétt nær, að setja
ekki blett á svona mannorð.
Sem betur fer tengdist ég kær-
ustunni minni fastari böndum. Við
giftum okkur, og þar með eignaðist
ég ekki bara lífsförunaut, heldur
tengdaföður að auki. Ég viðurkenni
fúslega að mín óttablandna virðing
hvarf ekki nærri strax. Hún hætti
bara að vera óttablandin. Auðvitað
lærðist mér að hann var mannleg-
ur, með sína galla eins og við hin.
En hann var enn þá hinn sterki
einstaklingur, sem stýrði sinni fjöl-
skyldu eins og forystusauður hjörð
sinni. Og ég sætti mig við það, því
það er svo gott að láta styðja sig,
þegar maður firinur styrkinn.
En eins góður tengdafaðir og
Tryggvi var, þá sló hann öll met
sem afí. Afí Tryggvi var enginn
venjulegur afí. Og þó! Ekki var
hann í feluleik eða eltingarleik,
hann var lengst af of þungur tií
þess. En hvað þá? Ég kann ekki
að skýra það, nema hvað persónu-
töfrar hans nýttust honum ennþá
betur á þessu sviði. Þetta var sér-
svið hans. Krakkar hændust að
honum, og hann að þeim.
•Það er svo margs að minnast,
þegar ég lít yfír farinn veg með
Tryggva, að ég gæti sjálfsagt skrif-
að heila bók. En mig langar til að
vitna í Khalil Gibran, er hann talar
um vináttu: „Þú skalt ekki hryggj-
ast, þegar þú skilur við vin þinn,
þvi að það sem þér þykir vænst um
í fari hans getur orðið þér ljósara
í fjarveru hans, eins og §allgöngu-
maður sér fjallið best af sléttunni.“
Það er sárt að missa svona góðan
vin. Við fínnum það öll sem unnum
honum. En minningin um góðan
dreng lifir.
Blessuð sé minning hans.
Heimir Sindrason
Það var eins og tíminn stæði
kyrr, þegar fregnin um andlát
Tryggva Jónssonar í ORA barst
okkur Fróðármönnum. Hann var
einn af stofnendum okkar félags-
skapar, einn af þeim traustu
hlekkjum sem ávallt var til taks
þegar ákvarðanir þurfti að taka og
var opinn fyrir öllu sem gat betrum-
bætt Fróðáreignir og fegrað
mannlífíð vestur á Snæfellsnesi.
„Hvað er að frétta að vestan?“
var yfirleitt það fyrsta sem hann
sagði þegar við hittumst, og }rfír
veiðitímann hringdi hann iðulega
til mín og spurði: „Er ekki bullandi
ganga í ána?“
Þannig var Tryggvi. íhugull,
vakinn og sofínn jrfír velferð félags-
ins okkar, og það er skarð fyrir
skildi í okkar litla hópi nú þegar
Tryggvi er allur.
Eg sjálfur mun sakna þeirra
stunda þegar ég fór að hitta
Tryggva, oft í ekki ómerkara erindi
en til þess að rukka inn fé fyrir
Fróðá hf. Hanri tók mér alltaf ljúf-
lega og við spjölluðum saman um
áhugamál okkar beggja, hinn
sporðhvata lónbúa sem sterklega
stiklar í móti straumi. Við brottför
sagði hann síðan: „Heyrðu vinur,
þú tekur með þér nokkrar dósir
heim.“ Þannig var þetta, lundin var
léttari og lífíð allt bjartara eftir
samfundi við Tryggva.
Fróðármenn kveðja í dag með
virðingu og þökk félaga sinn og
vin, fulivissir um eilíft líf þar sem
sólin aldrei sest. Við sendum eigin-
konu Tryggva, bömum og Qölskyld-
um þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fari hann vel og hafi hann þökk
fyrir allt og allt.
F.h. Fróðár hf.,
Jakob V. Hafstein.
Þögul skammdegisnóttin grúfír
yfír landinu. Föl dagsbirtan varpar
daufu skini yfir umhverfíð aðeins
fáar klukkustundir hvem sólar-
hring. Við böm norðursins megum
Sjá næstu síðu.
Ertumeð vöðvabólgi
þá er SIDSEL-KODDINN rétta lausnin
Sidsel koddi
Rétt
Rangt
Venjulegur koddi
fyrir fólk á öllum aldri
• SIDSEL-koddinn gefur
fullan stuðning við hálslið-
ina.
• SIDSEL-koddinn fyrir-
byggir og dregur úr stirð-
leika í herðum og hálsi.
• SIDSEL-koddann má
handþvo í volgu vatni.
• SIDSEL-koddanum fylgir
koddaver.
• SIDSEL-koddinn hefur
fengið afar góðar viðtökur
hjá sjúkraþjálfurum hér-
lendis sem erlendis.
• SIDSEL-koddinn er sér-
hönnuð sænsk gæðavara.
Sendum í póstkröfu um allt land.
Sendingarkostnaður innifalinn.
Verð kr. 2.100.-
Pantið tímanlega.
HENTUG JÓLAGJÖF
SIDSEL umboðið
Finnbogi Karlsson
Pósthólf 9145,129 Reykjavík, sími 91-76731.
Ég óska eftir að fá send.sfk. SIDSEL kodda
| NAFN.................
HEIMILISFANG........
I
| PÓ'STNR.....PÓSTSTÖÐ
msimnm
HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA
með: Plötuspilara - geislaspilara - tvöföldu segulbandi - útvarpi -
magnara - tónjafnara og tveimur hátölurum
AMSTRAD- GREIÐSLUKJÖR