Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 Tryggvi Jónsson forstfóri Fæddur 14. september 1914 Dáinn 11. desember 1987 Tryggvi Jónsson, forstjóri Niður- suðuverksmiðjunnar ORA hf. í Kópavogi, lést 11. þ.m. ágjörgæslu- deild Borgarspítalans. Utför hans fer fram frá Dómkirkjunni kl. 13.30 nk. mánudag, þann 21. desember. Tryggvi Jónsson var fæddur á Drangsnesi við Steingrímsfjörð þann 14. september 1914 og var því liðlega 73 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Jón Brynj- ólfsson, kaupmaður, og Lovísa Jónsdóttir. Tryggvi ólst upp hjá móðurforeldrum sfnum allt frá bamæsku, þeim Jóni Jónssyni og Önnu Ámadóttur, sem gengu hon- umj foreldra stað. Átta ára að aldri flutti Tryggvi til Akureyrar, þar sem hann stund- aði venjubundið nám og lauk því með gagnfræðaprófí frá Mennta- skóla Akureyrar. Aðeins átján ára hleypti Tryggvi svo heimdraganum og hélt til Svíþjóðar, þar sem hann kynnti sér niðursuðu og niðurlagn- ingu á síld. En allt frá bemsku hafði Tryggvi unnið á sumrin við síldarsöltun, þar sem hann kynntist m.a. Svíum, sem hér voru mikið á þeim árum. Hann byijaði hjá Ameln-bræðrum í Gravama, þar sem hann dvaldi í eitt ár. Þá flutti hann sig til annars fyrirtækis, til frekara náms. Það fyrirtæki hét Hállers og Co., en þar kynnti hann sér niðursuðu á humri og rækju. Þegar hér var komið var Tryggvi vissulega orðinn allvel í stakk búinn til að takast á við þau verkefni sem hugur hans stóð til. Þó setti hann ekki strax stefnu á heimaslóð, held- ur hélt til Danmerkur og hóf þar störf hjá P. Lykkeberg, við niður- suðu á sjólaxi. Síðla kvölds 1935 kom Tryggvi svo heim til íslands eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð og Danmörku við störf og nám, reynslunni ríkari og vel menntaður í sinni grein. Það þótti því vel við hæfí að hann tók að sér forstöðu nýstofnaðrar niður- suðuverksmiðju vestur á ísafírði. Hér virðist þó útþránni ekki full- nægt, því eftir ársdvöl á ísafírði hélt Tryggvi aftur til Danmerkur, þar sem hann stofnaði Niðursuðu- verksmiðjuna Vinco ásamt þeim nöfnum Jóni Helgasyni, kaugmanni og Jóni Kristjánssyni. Á Isafírði kynntist Tryggvi eftirlifandi konu sinni, Kristfnu, dóttur Magnúsar Magnússonar, kaupmanns þar og Helgu Jónsdóttur. Þau Tryggvi og Kristín eignuðust tvö böm, Magnús, framkvæmda- stjóra í ORA. Hann er fæddur 1940, kvæntur Guðrúnu Beck, en þeirra böm eru Tryggvi, fæddur 1963, Eiríkur, fæddur 1966 og Magnús, fæddur 1975; og Önnu Lovísu, meinatækni, gift Heimi Sindrasyni tannlækni. Þeirra böm em Kristín, fædd 1968, Sigríður, fædd 1970, Frosti, fæddur 1975 og Guðrún, fædd 1981. Þegar stríðið braust út fór Tryggvi að hugsa til heimferðar og seldi sinn hlut í dönsku verksmiðj- unni. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Niðursuðuverksmiðjunni SÍF og varð síðan forstjóri hennar frá 1944 og gegndi því starfi til 1952. Árið 1951 stofnaði Tryggvi fyrirtækið Kjöt og rengi hf. ásamt Amljóti Guðmundssyni og ári síðar ORA hf. með Ámljóti og Magnúsi J. Brynjólfssyni. Síðan runnu þessi fyrirtæki saman í eitt, ORA — Kjöt og rengi hf., og varð Tryggvi strax forstjóri fyrirtækisins. Þeir eru fáir sem ekki kannast við Tryggva í ORA, svo þekkt er hans fyrirtæki nú orðið. ORA- niðursuðuvömr em þekktar um allt land og engan veit ég sem ekki hafði ánægju af að eiga viðskipti við Tryggva Jónsson í ORA. En sem Rótarýfélaga þekkti ég Tryggva best. Hann var stofnfélagi í Rótarý- klúbbi Kópavogs og alla tíð virkur í starfi. Þó hann sæktist aldrei eft- ir virðingarstöðum þá vann hann ýmis trúnaðarstörf fyrir klúbbinn og ávallt af stakri samviskusemi. Má þar nefna jólamerkjaútgáfuna, sem gaf góðar tekjur er nýttar vom til líknar- og menningarstarfa á vegum klúbbsins. Ein af æðstu viðurkenningum Rótarý er Paul Harris-orðan, en hana hlaut Tryggvi 1984, einn fyrstur félaga í Rótarýklúbbi Kópa- vogs. Skapgerðareinkenni Tryggva Jónssonar vom róleg yfírvegun, milt brosið bar með sér hlýju og mannkærleika, sem hann átti í svo ríkum mæli. Við Rótarýmenn í Kópavogi höfum misst einn okkar allra besta félaga, enda verður skarð hans vandfyllt. En mestur er að sjálfsögðu missir konunnar hans, bamanna og bamabamanna, sem við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Tryggva Jónssonar. Guttormur Sigurbjömsson ORA-Kjöt og Rengi hf., verður til moldar borinn mánudaginn 21. des- ember. Sem starfsmaður hans í hartnær 33 ár vil ég að leiðarlokum koma á framfæri þökkum mínum og fjölskyldu minnar fyrir þá heppni að fá að starfa undir hans stjóm. Eins má koma fram að margir voru þeir starfsmenn ásamt mér sem notið hafa hans góðu ráða og dáða í lífsins basli sem og sést af því hve margir halda sambandi þó að þeir hafí horfíð til annarra starfa. Eins ef maður rakst á einhvem af tilvilj- un leyndi sér ekki af hvaða hug var spurt hvemig Tryggvi hefði það. Um lífshlaup Tiyggva og spor í atvinnusögu íslands munu eflaust mér ritfærari menn skrifa, en ekki get ég látið vera að taka upp orð Gests Fanndal á Siglufírði við mig í sima: „Þar missti ísland góðan þegn.“ Að endingu verð ég svo að koma að hve þægilega mér varð við er ég frétti að Tryggvi fengi legstað í Fossvogskirkjugarði, á ská a móti ORA yfir voginn. Mun það eflaust hjálpa til í framtíðinni að geta Iitið út um gluggann og hugsað: Hvað hefði Tiyggvi nú ráðlagt? En skól- inn er úti, kennarinn farinn og svo er að sjá hvemig okkur auðnast að nýta lærdóminn. Samstarfsfólk í verskmiðjunni hefur beðið mig að koma á framfæri samúðarkveðjum til fjölskyldunnar og þökkum fyrir samstarfíð. Veit ég að þar er af heilum hug mælt því Tryggvi var vinsæll vinnuveitandi. Hvíli hann í friði, hann Tryggvi minn og þakkir fyrir allt. Gunnar Richardson Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Þessi orð heyra menn oft á öldum ljósvakans án þess að skeyta því mikilli hugsun. Það gegnir hins vegar öðru máli þegar hinn látni stendur mönnum nær. í fjarska virðist svo ofur eðlilegt að menn deyi, þVí það er ekkert líf án dauða og enginn dauði til án lífs. Þessum staðreyndum fær enginn breytt. En þrátt fyrir þessa vitneskju verðum við sem eftir lifum alltaf jafn undr- andi þegar dauðinn knýr dyra hjá nánum vinum og ættingjum. Mitt í undirbúningi hátíðar ljóss og hlýju slokknar ljós og kólnar, mitt f þeim undirbúningi sem mest eftirvænting fylgir, eftirvænting gleði og helgi. Fregninni um andlát- ið fylgir sársauki og harmur sem smýgur í gegnum merg og bein. Mitt í treganum vakna síðan marg- ar áleitnar spumingar, spumingar sem enginn fær svarað nema sá einn sem öllu ræður. En flestar eru spumingamar þó þeirrar náttúru, að við stöldram við og hugsum um lífíð og tilveruna út frá öðra og stærra gildismati en hið daglega amstur gefur tilefni til. Það era svo óteljandi minningar sem sækja á hugann þegar ég Hámarksþœgindi fyrir lágmarks- g verð. Hann er ioksins kominn stóllinn sem sameinar þessa ivo kosti. Þessi stóll styður vel við bakið og gætir þess að þú sitjir rétt. Hann er j með léttri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. Þetta er gœðastóll á góðu verði. Þetta er góð jólagjöf. ALLT í EINNI FERÐ Hallarmúla 2 Sími 83211 Að kvöldi 1. janúar bjóðum við gestum glcesilegan þríréttaðan kvöldverð í veitinga- salnum Teigi. Tekið verður á móti gestum með fordrykk í anddyri hótelsins kl. 19:00, við undirleik félaga úr lúðrasveitinni Svaninum. Glcesilegur þríréttaður kvöldverður þar sem boðið er uþp á val milli þriggja forrétta, fjögurra aðalrétta og tveggja eftirrétta Kristinn Sigmundsson syngur fyrir nýársgesti við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Við hljómborðið situr Jónas Þórir. Verð kr. 4.700 Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 689000. Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.