Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
Sdúesserí
FROTTE-
SLOPPAR
stuttir - síðir
lógerðir
Verð f rá 1.990.-
Jón Bragi Ásgríms
son - Kveðjuorð
Fæddur 8. ágúst 1962
Dáinn 26. október 1987
„Hann er ekki fæddur, og aldrei deyr hann,
og úr því að hann hefir tilvist,
getur hann aldrei liðið undir lok.
Ofæddur er hann ævarandi,
fom og eilífur og verður ekki veginn
þótt líkaminn verði lífi firrtur."
(Bhagavad Gita)
Síðan ég frétti lát Jóns Braga,
frænda míns, þá hefur mér oft ver-
ið hugsað heim til Borgarfjarðar
eystri þar sem við uxum úr grasi.
I tiltölulega fámennu samfélagi eins
og Borgarfirði þá skiptir hver og
einn svo miklu meira máii heldur
en í stærri byggðarlögum. í þeim
skilningi eru Borgfírðingar eins og
ein stór fjölskylda, sérstaklega
gagnvart atburðum eins og þessum.
Areiðanlega kemur fráfali Jóns
mest við þá sem búa að staðaldri í
þessu iitla samfélagi, móður hans,
bræður og nánustu skyldmenni.
Ekki ætla ég mér þó að gleyma
öðrum sem þekktu Jón, skipsfélög-
um hans og fyrrverandi skólafélög-
um frá Eiðum og Menntaskólanum
á Egilsstöðum, svo og öllum sem
urðu honum samferða á lífsleiðinni
um lengri eða skemmri tíma. Þessi
hópur sem mig grunar að sé æði
stór, á það eitt sameiginlegt að
muna Jón Braga.
Við Jón vorum systkinasynir og
man ég eftir honum alveg frá því
ég var smápolli. Eg og mín yngri
systkini og hann ásamt sínum
bræðrum lékum okkur saman í
æsku þegar tækifæri gafst. Og það
var alltaf eitthvað spennandi við
að koma í Svalbarð, heimili Jóns. í
fyrsta lagi voru þeir bræður
skemmtilegir leikfélagar og svo
held ég að önnur ástæða hafi verið,
landfræðileg, því ég átti heima spöl-
kom inni í sveit en Jón við fjöru-
borðið. Niður í fjöru fórum við
iðulega til að príla í klettum og
skoða það sem fjörur hafa upp á
að bjóða.
Að alast upp í Borgarfirði er
tækifæri sem ég myndi ekki vilja
fyrir nokkum mun hafa misst af.
Eg veit að svo var einnig með Jón
Braga því fáir finnast sannari Borg-
firðingar en hann var. Leikvöllur
okkar bamanna hafði ekki sýnileg
takmörk nema ef til vill fjallahring-
inn. Láf og störf fólksins voru- á
engan hátt utan okkar tilvem, held-
ur vomm við þátttakendur á
ákveðinn hátt með því að horfa á
eða hjálpa til ef við gátum. Þetta
kryddaði lífið heilmikið og gaf fyrir-
myndir sem við stækkuðum og
tókum yfir í okkar heim þar sem
„minn" og „þinn“ réðu ríkjum og
tíminn stóð í stað þar til kallað var.
Um eða eftir fermingu einkennd-
ust uppvaxtarár okkar æskulýðsins
í Borgarfirði mest af fiskvinnu á
sumrin, e.t.v. með ígripum í búskap-
inn, sauðburðinum á vorin, þá
heyskap og svo smalamennskur á
haustin. Flest kynntumst við öllu
þessu, en auðvitað í mismunandi
hlutföllum allt_ eftir aðstæðum á
hverju heimili. Á haustin byijaði svo
skólinn, en flest fórum við í Al-
þýðuskólann á Eiðum til að byija
með. Ekki má gleyma því sem gert
var í frístundum en hjá okkur strák-
unum var fótboltinn í hávegum
hafður. Þar lét Jón Bragi ekki sitt
Minning:
Guðmundur Guð-
KÍIM/V' -
PANNA
FYRIR
RAFMAGNSHELLUR
„ICina"pannan er notuð til að snöggsteikja. Snöggsteiking er aöaleldunar-
aðferð í kínverskri matargeröartist. Pannan er hituð með olíu, t.d. sojaoliu.
Þegar pannan er oröin vel heit er smáskorinn maturinn settur í og snögg-
steiktur með því að snúa og velta honum hratL Leiöbeiningar um notkun
og nokkrar uppskriftir fylgja. Þessi panna er steypt með sérstakri farg-
steypuaðferð, sem gefur tiestu hugsanlegu hitaleiðni. Þess vegna hentar
hún mjög vel fyrir snöggsteikingu á rafmagnshellum. Kínapönnuna má
riota til að djúpsteikja og gufusjóða, einnig til að brúna og krauma (hæg-
sjóða). Fæst í um 80 búsáhaldaverslunum um allt land.
Framleidd af Alpan hf., Eyrarbakka.
Helldsöludrelfing Amaro - heildverelun, Akureyri, elml 96-22831.
mundsson forstjóri
Fæddur 4. júní 1910
Dáinn 13. desember 1987.
Þegar hringt var til mín sunnu-
daginn 13. desember og mér til-
kynnt að vinur minn og atvinnuveit-
andi væri látinn, kom sú fregn mér
ekki á óvart. Guðmundur hafði um
nokkurt skeið ekki gengið heill til
skógar og var þróttur hans og þrek
nokkuð farið að dvína. Hann var
þó alltaf svo jákvæður og harður
af sér að við, vinir hans, vonuð-
umst til að fá að hafa hann lengur
á meðal okkar. En svona er lífið.
Guðmundur Guðmundsson var
fæddur 4. júní 1910 að Önundar-
holti í Villingaholtshreppi. Foreldr-
ar hans voru sæmdarhjónin Hildur
Bjamardóttir og Guðmundur
Bjamason. Hildur missti mann sinn
árið 1910 rétt áður en Guðmundur
fæddist. Um það bil ári síðar brá
Hildur búi og flutti til Reykjavíkur
með syni sína þrjá,_ Bjama Valdi-
mar 13 ára, Gísla ísfeld 8 ára og
Guðmund, rúmlega 1 árs. Nærri
má geta að það hefur ekki verið
auðvelt fyrir fátæka ekkju að
standa uppi ein með þrjá unga syni,
en Hildur var dugleg og kjarkmikil
kona og öllum sonum sínum kom
hún upp og til mennta. Bjami Valdi-
mar var þekktur læknir. Gísli ísfeld
var mikill hagleiksmaður og lærði
vélsmíði. Hann dó úr berklum langt
um aldur fram, aðeins 33 ára.
Þegar Guðmundur var 8 ára varð
hann fyrir slysi sem olli því að við
12 ára aldur hafði hann alveg misst
sjónina. Það fylgdu því miklar
breytingar í lífi ungs drengs að
vera allt í einu orðinn blindur. Hann
hafði alið í brjósti sér von um að
ganga menntaveginn, en vonir um
hefðbundna skólamenntun urðu
auðvitað að engu. Ekki er vafi á
því að Guðmundi hefði vegnað vel
í skóla því að hann hafði góðar
gáfur. En menntun er víðar hægt
að öðlast en í skólum. Það sannaði
Guðmundur rækilega. Hann fór
ungur að fást við smíðar. Móðir
hans studdi hann dyggilega og litla
verkstæðið óx og dafnaði. Loks
varð það að stóru fyrirtæki og hlaut
nafnið Trésmiðjan Víðir hf. Fyrir-
tækið blómstraði undir stjóm
Guðmundar og varð brátt eitt af
stærstu fyrirtælgum í húsgagnaiðn-
aði á íslandi með um 100 manns í
vinnu. Guðmundur var maður
kjarkmikill og stefndi hátt, en þrátt
fyrir mikinn dugnað og báráttu í
hartnær 50 ár mátti hann reyna
það að fyrirtæki hans var tekið til
gjaldþrotaskipta í ársbyrjun 1986.
Þá hafði hann ekki verið við stjóm-
völinn síðustu tvö árin. En hann
var nú ekki á því að gefast upp og
árið 1985 stofnaði hann ásamt son-
um sínum fyrirtækið Viðju.
Guðmundur hafði ávallt haft mikið
mannaval enda reyndist hann
starfsmönnum sínum vel. Flestir af
elstu starfsmönnum Víðis voru nú
ráðnir til Viðju. Margir þeirra höfðu
staðið þétt við hlið Guðmundar f
næstum 50 ár. Það var í anda Guð-
mundar að láta ekki deigan síga
heldur halda áfram með viljann að
vopni. Vona ég sannarlega að þetta
litla fyrirtæki megi blómgast og
dafna um ókomna framtíð.
Guðmundur var bónþægur mað-
ur og hjálpsamur. Þess nutu margir
starfsmanna hans. Hann vissi vel
hve erfitt var fyrir unga menn að
eignast þak yfír höfuðið og leyfði
þeim því að nota vélar sínar og
verkstæði endurgjaldslaust til að
smíða sér eitt og annað sem þurfti.
Þetta er geymt en ekki gleymt.
Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðrún Axels-
dóttir. Þau slitu samvistir. Seinni
kona hans er Ólafía Ólafsdóttir, hin
mætasta kona, sem staðið hefur
dyggilega við hlið manns síns í blíðu
sem stríðu. Það fer ekki á milli
mála að það hefur ekki verið
áreynslulaust að vera gift blindum
athafnamanni og stjóma stóru
heimili. Ólafía eða Lóa, eins og við,
vinir hennar, köllum hana, er vel
gerð kona, fróðleiksfús, víðlesin og
vel að sér í mörgu. Þessa naut
Guðmundur því að hann vildi fræð-
ast um margt og hafði gaman af
að láta lesa fyrir sig.
Guðmundur og Ólafía eignuðust
5 myndarsyni, sem hafa verið for-
eldrum sínum til sóma. Þeirra elstur
er Ólafur Kristinn sem starfar hjá
Hug hf. Hann er kvæntur Sigrúnu
Konráðsdóttur og eiga þau þijú
böm, Þorstein Konráð, Guðmund
Bjama og Lóu Sigríði. Næstelstur
er Gísli Isfeld. Hann er forstjóri
Viðju. Þá er Björa Ingi sem stundar
nám í viðskiptafræði við Háskóla
íslands. Sigurður Vignir stundar
eftir liggja enda hafði hann mikinn
áhuga á íþróttum. Um nokkurra
ára skeið fórumst við á mis en und-
anfarin jóla- og sumarfrí röbbuðum
við saman af og til, stundum langt
fram á nætur. Þetta var með því
skemmtilegra sem fyrir kom því Jón
sagði mér margt athyglisvert, m.a.
sögur af sjónum og svo spjölluðum
við um lífið og tilveruna eins og
gerist og gengur. Þetta fannst
mér, og finnst enn meira nú, dýr-
mætt tækifæri til að kynnast Jóni
eiginlega upp á nýtt, sem fullorðn-
um manni. Það sem mér fannst
mest um vert í fari Jóns, sem er
jafnframt það sem geymist í minn-
ingunni um hann, er hvað hann var
blátt áfram, án allrar sýndar-
mennsku ásamt því hvað hann gat
verið hress og skemmtilegur. Þessir
eiginleikar gerðu það að verkum
að hann var vinur allra og allir
vom vinir hans.
Enn er eitt atriði sem ég verð
að minnast á í sambandi við Jón
og það var kímnigáfa hans. Það sem
verkaði svo sterkt á mig var hvað
hann sagði skemmtilega frá og
hvað hann var prakkaralegur á
svipinn, þannig að oft varð það
aukaatriði hvað hann var að segja.
Allir sem hafa fylgst með starf-
semi náttúrunnar og þá á ég við
mannlífið líka, sjá þijú mismunandi
öfl að verki, þ.e. uppvöxt eða upp-
byggingu, leik með það sem byggt
var og svo eyðingu og niðurrif þess
sem byggt var. Þegar við stöndum
nám við Myndlista- og handíðaskól-
ann ogyngsti sonurinn, Guðmundur
Víðir, er í Verslunarskólanum.
Guðmundur var mikill og góður
heimilisfaðir og vom litlu bama-
bömin hans honum til mikillar
ánægju.
Þrátt fyrir fötlun sína tók Guð-
mundur þátt í ýmsum félagsstörf-
um. Hann var varamaður í
bankaráði Iðnaðarbanka íslands,
sat í fulltrúaráði landsmálafélagsins
Varðar, var í stjóm félags hús-
gagnakaupmanna og formaður þess
1960—1968. Hann starfaði einnig
mikið í Vinnuveitendasambandinu
og var í stjóm Reykjaprents, út-
gáfufélags dagblaðsins Vísis.
Guðmundur var mikill sjálfstæð-
ismaður. Hann hafði gaman af að
deila við andstæðinga sína í pólitík
og gaf hlut sinn hvergi þótt oft
væri þar um að ræða bestu vini
han§. Aldrei skyggðu þó slíkar orð-
ræður á vinskap hans við aðra
menn. Hann var í góðra vina hópi
spaugsamur og skemmtilegur og
kunni þá list að segja vel frá at-
burðum, mönnum og málefnum.
Sá er þetta ritar réðst til vinnu
hjá Guðmundi eftir eitt símtal við
hann og í kjölfarið hefur fylgt 37
ára starf. Ávallt kom okkur vel
saman þótt við höfum ekki alltaf
verið sammála um alla hluti. Ég
minnist samstarfsins við Guðmund
með hlýhug og virðingu þar sem
öll mál leystust farsællega.
Guðmundur er nú horfinn yfir
móðuna miklu en minning hans lif-
ir meðal starfsmanna hans. Við
hrifumst af dugnaði hans og þori
og hann verður okkur ævinlega eft-
irminnilegur persónuleiki.
Kæra Lóa, synir og aðrir ættingj-
ar. Megi sá er öllu ræður milda og
græða sorg ykkar um leið og þið
minnist góðs manns.
Guðmundur L.Þ. Guðmundsson