Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 Bubbl Morthens kom Inn ( (slnnskan popphsim moð mlklum gauragandl og onn or okki Mlbug a* flnna á honum. Hann var fyrstl fslonski tónllstamaðurinn som fékk platínuplötu fyrlr plötusölu og á þossu ári hofur hann soH yflr 20.000 plfttur. Því verður ekki neitað að það hefur gustað um Bubba Morthens síðan hann hóf sinn opinbera tónlistarferil með mikium fyrirgangi með plötunni ísbjarnarbiús 1980. Miklar deilur spruttu um það hvórt textar hans vœru „verkalýðsskáldskapur" eða argasti leirburður og oft- lega hefur verið deilt um það hvort hann hafi slæm áhrif á íslenskan æskulýð eða góð. Um tíma settu fíkni- efni sinn svip á feril Bubba og ekki verður komið tölu á þau skipti sem þvf hefur verið haldið fram að hann sé nú endanlega búinn að vera. Ekki hefur Bubbi viljað fallast á það og síðan hann fór í meðferð hafa vinsæld- ir hans vaxið enn. Síðasta plata hans, Frelsi til sölu, seldist í 12.000 eintökum fyrir jólin f fyrra og af henni hafa selst rúm 5.000 eintök á þessu ári. Ekki var Bubba öllum lokið eftir það, hann varð fyrsti íslenski tónlistar- maðurinn sem fær platínuplötu fyrir plötusölu og nú stefnir nýjasta plata hans, Dögun, á 20.000 eintaka múrinn, en útgefandi plötunnar hefur dreift henni plöt- unni sem geisladisk, kassettu og hljómplötu íyfir 15.000 eintökum í dag. EGELT1STEKKIVIÐ PENINGA Bubbi Morthens tekinn tali um plötusölu og sænska drauma að má því spyrja spurninga eins og hvort Bubbi Morth- ens dagsins í dag sem selur plötur í þúsundatali áöur en þær koma út sé ekki oröinn nokkuð fjar- lægur þeim Bubba Morthens sem söng um poppstjörnuna blindu með Utangarðsmönnum. Annað sem menn velta vöngum yfir er hið svokallaða Svíþjóðarævintýri Bubba, en fyrir rúmu ári gerði hann fimm ára samning um útgáfu á þremur plötum í Svíþjóð og var látið líklega sem hann ætti eftir að slá í gegn þar ekki síður en hór. Ekkert hefur þó bólað á plöt- unum þremur og margir hafa gert því skóna að sænska útgáfufyrir- tækið sé ekki sátt við það sem Bubbi hafi verið að taka upp; það sé ekki nógu gott. Besta leiðin til að fá svar við slíkum spurningum er að spurja Bubba sjálfan og blaðamaður gerði einmitt það; fór f heimsókn til Bubba og Brynju konu hans í glæsilegt timburhús vestur í bæ, sem þau hafa verið að gera upp. Blaðamaður tyllti sér í eldhúsinu og þáði tebolla (því miður Melroses) og síðan var aö vinda sér í fyrstu spurninguna. Bubbi, Frelsi til sölu hefur í dag selst í17.500 eintökum og Dögun á nær örugglega eftir að seljast enn meira. Ert þú búinn aö selja þig; hefur þú gengiö markaösöfl- unum á hönd? Nei, nei (hlær), markaösöflin eru búrn að beygja sig fyrir mér. Dögun stendur mun nœr Konu tónlistarlega en Freisi til sölu. Var þaö aö yflriögöu ráöi til aö auka sölulfkur? Nei. Upphaflega hugmyndin var sú að gera plötu sem væri lík plötu Bobs Dylans Blood on the Tracks. Það breyttist síðan, þó ein- hverntímann geri ég slíka plötu, og hluti af því er sjálfsagt vegna þess að ég vann Dögun með Tóm- asi Tómassyni sem gerði með mér Konu. Annars hefði ég veðjað á rangan hest ef ég heföi ætlað að gera formúlu-soiuplötu eftir Konu. Kqna seldist ekki nema í 6.000 eintökum á einu ári. Það var því ekkert að elta. Ertu samt ekki aö eltast viö söluna? Nei, nei. Það eina sem mér finnst gaman við þessa sölu er að Grammið skuli aftur vera með söluhæstu plötu ársins. Það er minn stærsti metnaður í plötusölu að Jón Ólafsson og Steinar verði númer tvö og Grammið verði núm- er eitt (hlær). Á tónleikunum sem þú hólst f íslensku óperunni á föstudag og laugardag f byrjun mánaöarins var áberandl að áhorfendur voru í eldri kantinum. Hvar voru krakk- arnir? Ég var rosalega hrifinn af því að fá fullt hús af áheyrendum á þessum aldri, en ég hugsa að krakkarnir séu ekki eins ánægðir með það sem óg er að gera núna. Þegar ég hélt tónleika til að kynna Frelsi til sölu á sínum tíma þá var aftur megnið af áheyrendum krakkar. Krakkarnir hlusta þó á mig, enda sá ég það þegar var að árita plötur í Kaupgarði og Kringl- unni einn dag fyrir skemmstu. Þá hef ég líklega gefið 100 til 200 eig- inhandaráritanir og áritanir á plötur til krakka. Það var aftur á móti dýrt inn á tónleikana í óper- unni og krakkarnir hafa ekki nóga peninga handa á milli. Ég vildi gjarnan halda tónleika fyrir þau, en ég get það ekki með þessari hljómsveit, því Tómas þarf að fara út. Þaö er síöan of iítiil tími til að fara að setja saman aðra hljóm- sveit því ég fer til Svíþjóðar stuttu eftir áramót. Til Sviþjóðar, segir þú. Er Svíþjóðarævintýrið ekki búið að vera allt hálf undarlegt? Jú, víst hefur það all verið hálf undarlegt og reyndar martröð í bland. Ég fer þó út núna til aö klára tvær plötur; til að klára Frelsiö og gera síðan aðra plötu. Það stendur einnig til að setja saman hljóm- sveit og fara í framburðarkennslu í ensku o.fl. Þaö á því að fara að gera hluti af krafti. Það sem hefur farið verst í mig í þessu Svíþjóðarstússi er að þar sem Imperiet, sem er aðalnúmeriö hjá Mistlur, geröi fyrr á árinu stór- samning við bandarískt fyrirtæki og þurfti aö gera dýra plötu til að fylgja þeim samningi eftir þá var það látið ganga fyrir mér. Imperiet þurfti reyndar aö taka aftur upp megnið af plötunni vegna klúðurs og í það fór sá tími ég ég átti að nota til að vinna í hljóðveri sem Mistlur á og sá útsetjari sem vann með mér er einmitt í Imperiet og hafði því ekki tíma i annað. Allt þetta seinkaði allri vinnu við plöt- una mína um 4-5 mánuði. í kjölfarið á þessu fór ég út og fékk það í gegn að ég fengi nýjan útsetjara og upptökustjóra sem verður líklegast Stefan Glaumann, sem tók þátt í að gera Frelsiö og hefur verið að gera afbrags hluti undan- farið, en þó eru aðrir í sigtinu. Utanförin er í framhaldi af þessu. Samkvæmt samningnum viö Mistlur ert þú bundinn þeim til 1990. Færö þú eitthvað út úr því að vera samningsbundinn ytra? Já, já. Ég hef enn trú á Mistlur og ég veit að þegar fyrirtækið fer að einbeita sér að mér þá fara hlutirnir að ganga. Mig þyrstir þó ekki í heimsfrægð, það er mikill misskilningur. Það sem mig þyrstir í er að ná meiri þroska í því sem ég er að gera; að reyna aö komast nær fullkomnuninni. Einnig langar mig til aö fá til þess tækifæri að vinna með þeim mönnum sem mig langar; bestu mönnum á hverjum stað. Þegar ég er að vinna með Stefan er ég að vinna með einum af þrem bestu upptökumönnum Skandinavíu. Annað er að ég fæ allt það sem ég bið um þegar ég er að vinna í hljóðverinu. Eg hef því tækifæri til að gera hluti í hljóð- veri sem kannski kosta fimm til sex milljónir hér heima og sem ég gæti aldrei borgað sjálfur. En ertu þá ekki kominn ansi langt frá rótunum? '~Nei, það held ég ekki. Því meiri tíma sem ég fær í hljóöveri því meira get ég lagt í það sem ég er að gera og því betur sem ég læri að þekkja sjáfan mig í hljóð- verinu, því betur næ ég því fram sem ég vil ná fram. Plata er ekki slæm fyrir það eitt að það taki langan tíma aö vinna hana. Vísast myndi ég vinna plötu mun hraðar ef ég þyrfti að borga hana sjálfur, en þetta er ekki spurning um það. Það hlýtur að vera draumur hvers tónlistarmanns að hafa eins mik- inn tíma í hljóðveri og hann telur sig þurfa. Er þá ekki hætta á þvi aö þú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.