Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 35 um fyrsta í Reykjavík. Skólinn var starfræktur á árunum 1831—1848. Húsið var mjög iélegt orðið og var vesturhluti þess rifínn. í virðingu frá 1844 kemur fram að húsið er aðeins 17 álnir á lengd en hefur áður verið 283/4 álnir. Húsið var þá borðaklætt og tjargað en austurgaflinn sem sneri að Aðal- stræti var þó málaður. Við norður- hlið hússins var skúr þar sem gengið var inn í eldhús. Skólastofan var í austurhluta hússins en í vesturhluta var íbúð og þar bjó þá skólakennarinn, Pétur Guðjohnsen organisti. Nokkru eftir 1848 eignaðist Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, húsið og bjó þar með konu sinni, Hólmfríði Þorvalds- dóttur og fjölskyldu. Heimili þeirra var eitt helsta menningarheimili bæjarins og samkomustaður menntamanna. Þau létu bæta húsið mikið og lengja það aftur til vesturs. I virðingargrein frá árinu 1.874 er húsið 22 álnir á lengd. Árið 1876 keyptu húsið bræðum- ir Eyjólfur og Páll Þorkelssynir sem báðir voru gullsmiðir. Eyjólfur, sem einnig stundaði úrsmíðar, bjó seinna í Austurstræti 6. Hans Andersen eignaðist húsið árið 1889 og bjó fjölskylda hans þar í rúma sjö áratugi og þar var einnig klæðskeraverslun hans. And- ersen stækkaði húsið mikið. Árið 1895 lét hann rífa hluta gamla hússins og byggja upp aftur sem tvflyft hús. Þrem árum siðar lét hann reisa útihús norðan við það. Aldamótaárið lét hann stækka útihúsið og hækka aðalhúsið, sem þá var orðið þrflyft með portbyggðu risi. Ári síðar var byggt tvílyft hús vestan við húsið og þá var einnig gerð útbygging með kvisti við norð- urhliðina. Við þessar breytingar fékk húsið það útlit sem haldist hefur að mestu óbreytt. Það var þá jámklætt og með jámþaki. Síðar hafa verið gerðar breytingar á gluggum og dyrum jarðhæðar. Aðalstræti 16 er eitt þeirra stóm timburhúsa sem vom byggð í mörg- um áföngum, en heillegt þó. Það var um tíma talið besta fbúðarhús bæjarins, enda aðsetur landfógeta. Það var síðar fyrsta skólahús bæj- arins. Saga þessa húss er jafngömul sögu Reykjavíkur. Ekkert verður sagt afdráttarlaust um aldur húss- ins en það á þó tvímælalaust rætur sínar að rekja til Innréttinganna. Stærð sína og lögun fékk húsið um / L Um 1774. 1833. Um 1874. Um 1895. Um 1899. Skýringarteikningar sem sýna vöxt hússins við Aðalstræti 16 frá upphafi. aldamótin og em helstu stfleinkenni hússins frá þeim tíma. Útskorið timburskraut við þakbrún og á kvisti á norðurhlið ásamt lágum þakhalia gefa húsinu nýklassískan svip. BÓLU HJÁLMAR Dr. Eysteinn Sigurðsson HJALMAR EysteinnSigurtss<« íá ucttr . Of hz*<*UYfa*n *. x&xW&V rp « #/</ur. Þetta er bók um Hjálmar Jónsson frá Bólu, ævi hans og skáldskap. Höfundur segir í öllum meginatriðum ævisögu Hjálmars, en fjallar einnig mikið um kveðskap hans, rekur hann sundur eftir tímabilum og yrkisefnum, skilgreinir verk skáldsins og leggur mat á þau. Ennfremur er útskýrt hver séu helstu stíl- og formeinkenni Hjálmars, alþýðu- skáldsins snjalla sem orti í sárri fátækt beinskeyttar vísur og dýr kvæði. A toppínn Pollýanna Eleanor H. Porter: Auðvitað dreymir allar hljómsveítir um að slá í gegn, það vitum við - en hvað kostar frægðin? Það var algjör tilviljun að Janis kynntist strákunum í hljómsveitínni Kelp. Svo buðu þeir henni að vera með og hún sló til án þess að hana grunaði hvað myndi fylgja á eftir. Átakamikil og spennandi saga um krakka í rokkhljómsveit sem slá í gegn. Gillian Cross er einn fremsti rithöfundur Breta, þeirra sem nú skrifa fyrir ungt fólk. Á toppinn kom út í Bretlandi í fyrra og naut þar mikilla vínsælda. Guðlaugur Bergmunds- son þýðir. Bókin er 240 bls. Verð: 850,- íb./595,- kilja Pollýanna var ekki gömul þegar hún lærði dálitinn leik. Hann fólst í því að reyna ævínlega að sjá bjartar hliðar á hverju máli. Þegar hún hafðí misst báða foreldra sina var hún send til frænku sinnar í fóstur en sú hafði aldrei haft neitt af börnum að segja og langaði ekkert til að breyta því. Þá kom leikurinn f góðar þarfir. Pollýanna er ein þeirra fáu bóka sem verðskulda titilinn klassískar barnabók- menntir. Hún var fyrst gefin út í Bandarikjun- um árið 1913 en hefur síðan verið þýdd á ótal tungumál, sett á svið og kvikmynduð. (slensk þýðing Freysteins Gunnarssonar kemur nú út í þriðja sinn. Bókin er 219 bls. Verð: 795,- ib./495,- kilja Christine Nöstlinger: Vínur mínn Lúkí Frábær gamansaga sem segir frá ungl- ingunum Lúka og Maríönnu sem hafa verið vinir frá barnsaldri. Maríanna hefur alltaf haft Lúka í vasanum, en þegar hann kemur heim tíl Vínarborgar úr sumarskólanum í Englandi er hann gerbreyttur: byltingarmað- ur bæði í klæðaburði og hegðun. Foreldrar hans verða hissa, kennararnir hneykslaðir, skólafélagarnir stórhrifnir - nema Marianna, hún veit ekki alveg hvernig hún á að bregðast við. Nöstlinger er margverðlaunaður austur- ' riskur höfundur. Þýðandi er Jórunn Sigurðar- dóttir. 196 bls. Verð: 795,- ib./495,- kilja Lars Henrik Olsen: Ferð Eínks tíl Ásgarðs Það er þrumuveður í borginni og Eiríkur er einn heima. En þetta er ekkert venjulegt þrumuveður og allt í einu stendur sjálfur þrumuguðinn Þór við dyrnar, kominn til að sækja Eirík. 1 Ásgarðí, heimkynnum goð- anna, er allt á heljarþröm og æsir þurfa á mannsbarni að halda. En til hvers er ætlast af nútímadrengnum Eiríki? Þetta er fyrri hlutinn af nýrri danskri verðlaunasögu, ævintýralega spennandi bók úr norrænum goðaheimi, Guðlaug Richter þýðír bókina sem er 178 bls. að stærð. Verð: 850,- ib./595,- kilja Mál og . im menning Ea ANDVARI1987 Ritstjóri Gunnar Stefánsson Þetta er 112. árgangur Andvara sem flytur að vanda ritgerðir og ljóð. Aðal- grein hans að þessu sinni er æviþáttur um Ólaf Jóhannesson fyrrum alþing- ismann og ráðherra eftir Ingvar Gísla- son ritstjóra Tímans. ANDVARi I Bókaúlgófa /VIENNING4RSJODS SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVÍK • SÍMI 621822

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.