Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 Konumarfájafiivd að sofa óáreittar í rúminu AF TÖLVUMÁLUM OG FRAMÞRÓUN Nú er af sú tíð að menn þurfi að hjakka á eldgömlum ritvéla- hlunkum tii þess að koma andlegum afurðum sínum á prent. Skrifa leiðréttingar út á spássíur og strika i handritið þvers og kruss og loks hreinrita allt upp á nýtt þegar krabbið var orðið óskiljanlegt. Nú sitja menn með hýrri há heima hjá sér við gljáfagra tölvu, stinga diskettu í drifið og taka að skrifa. Vilji þeir víxla orðum eða setningum eða jafnvel heilu köflunum, þá er það ekkert mál. Heldur ekki að leiðrétta, bæta inn í eða taka út orð eða kafla. Allt verkið líður áfram likast ljúfum draumi sem ekki er rofinn nema hjá þeim vesalingum sem þjást af þreytu- verkjum i öxlunum þegar setið hefur við svo klukkustundum skiptir. Sem betur fer eru það margir sem svellur slikur eld- móður i æðum að þeir eru ekki háðir þannig löguðum likamleg- nm annmörkum. Þegar þetta er haft í huga skyldi engan undra þó margir menn séu hændir að tölvunni sinni. Sitji við hana dagana langa og noti svo frítímann sinn til að létta sér upp við töivuleiki. Það er jafnvel til í dæminu að eiginkonan fái að sofa óáreitt í rúminu meðan mennirnir hafa af fyrri sér við að horfa á „djörf" tölvuforrit. Tölvubyltingin lætur ekki að sér hæða. Hér áður fyrr söfnuðu litlar stúlkur servíettum og geymdu í kössum undir rúminu sínu. Litlir drengir söfnuðu hasarblöðum þar sem Roy Rogers gegndi mikilvægu hlutverki. Þegar farið var á manna- mót voru gersemamar dregnar upp og svo skiptist fólk á eigulegum gripum af slíku tagi. Nú er þessi siður að mestu aflagður hvað börn- in snertir en fullorðnir menn hafa tekið upp merkið þar sem bömin skildu við það og halda því nú ótrauðir á lofti. Út um allan bæ em menn að skiptast á forritum. Hver sem vettlingi getur valdið reynir nú að eignast sem mikilfenglegast forritasafn. Það gefur auga leið að slíkt er dýrt ef allt er keypt út úr búð. En menn hafa alla tíma verið séðir að bjarga sér, verða sér úti um það sem hugurinn gimist á sem ódýrastan hátt. Svo önnum kafnir em sumir menn í dag við að afrita forrit að þeir hafa vart tfma til að njóta þeirrar dægrastyttingar sem forritin bjóða uppá. Það er ekki aðeins afritunin sem tekur tíma heldur þarf að komast í samband við þá aðra sem stunda þessa iðju líka, svo hægt sé að skipta á einni ræningjaútgáfunni fyrir aðra. Afrit- uð forrit ganga á þennan hátt á milli manna og reynir hver að miðla öðmm uppá sama. Þannig hafa margir komist yfir heilmikil forrita- söfn sem verða stöðugt viðameiri án þess að þ_að kosti eigenduma neitt stórfé. Útsjónarsemi og vilji er allt sem þarf. Eitt er það í tölvumálunum sem veldur mönnum ama og leiðindum. Þróunin í þessum efnum er mjög ör og því erfitt að fylgjast þar með. Tölvumar verða stöðugt minni og minni. í árdaga tölvualdar lék tölva eitt af aðalhlutverkunum í kvikmynd, ásamt Katherine Hep- bum og Spencer Tracy. Tölvan sú var svo stór að hún fyllti griðar- stórt herbergi. Menn skemmtu sér við að mata hana á upplýsingum um Hepbum og Tracy og svo fór að hún spáði því að þeim skötuhjú- um myndi búnast vel saman. Myndin endaði auðvitað á því að þau tóku saman og urðu fjarskalega hamingjusöm. Enn em menn að skemmta sér við að para fólk eftir tölvuspá og slík sambönd reynast víst ekki ver en þau sem grundvöl- luð em á gamaldags ást. Nú em tölvumar sem notaðar em í þessu skyni svo margfalt minni en sú gamla, sem notuð var í kvikmynd- inni, að líkja má við gerbyltingu. Minnstu tölvur í dag em álíka og venjulegt umslag að stærð. Þessi öra þróun í tölvumálunum veldur því að menn eiga erfitt með að fylgj- ast með. Verða að bíta í það súra epli að vera alltaf að minnsta kosti skrefi á eftir, sama hvað þeir sperra sig. Kosturinn við þetta er hins vegar sá að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessum málum sem heldur áhuganum vakandi. Með blik í augum geta menn skoðað blöð og horft í búðarglugga, alltaf er eitt- hvað nýtt sem sækjast má eftir. Tölvumar geta alltaf meira og meira. Einu- sinni var því spáð að tölv- umar myndu fækka starfsmönnum. Sú virðist ekki hafa orðið raunin í mörgum fyrirtækjum, jafnvel þvert á móti. Stundum er ráðinn sérstak- ur mannskapur til þess að sinna tölvumálunum, til viðbótar því fólki sem fyrir er. Með aukinni fullkomn- um koma auknar kröfur. Kröfur sem gerðar eru í þessum efnum í dag em slíkar að mönnum hefði ekki dreymt um slíkt fyrir nokkmm ámm. Endalaust pappírsflóð, með ítar- legum upplýsingum um næstum allt sem hægt er að kanna eða mæla, flæðir nú yfir fólk. Menn rogast heim með hestburð af skýrsl- um til að glugga í þegar tími gefst til frá tölvuforritunum. Á skýrslun- um lesa þeir niðurstöður nýjustu rannsókna. Um það hvemig æ fleiri ijölskyldur leysast upp af því fólk hefur of lítinn tíma til að vera sam- an. Um fírringu unglinganna, sem alltof sjaldan hitta foreldra sína. Þeir lesa upplýsingar um rannsókn- ir í manneldismálum, hvað óhollt sé að borða mikið en hreyfa sig ekki að sama skapi, til þess að brenna heitaeiningunum. Þeir lesa um nauðsyn heilsuræktar fyrir líka- mann, svo hann stirðni ekki og gamlist fyrir aldur fram. Rauðeygir sitja þeir með annað augað á tölvu- skerminum en hitt á skýrslunum þar til þeim loks sígur í bijóst und- ir miðnætti. En þó hreyfingin og mataræðið sé kannski ekki eins og best verður á kosið þá gerir það ekkert til, því skýrslur sýna að fólk verður sífellt langlífara. Svo er framförum læknavísindanna fyrir að þakka, en þær byggjast einmitt töluvert á aðstoð tölvanna við flókna útreikninga og tilraunir. Framþróunin hendist áfram á slíkum ógnarhraða að menn verða að hafa sig alla við eigi þeir að geta haldið í horfinu hvað snertir tölvuforritin. En hvað gerir það til, atorkusamir menn vinna yfirvinnu á tölvumar sínar svo þeir geti jafn- an keypt það nýjasta á tölvumark- aðinum hveiju sinni. Þeir vita sem er að ef þeir hellast úr lestinni þá er hún horfin út í buskann á einu andartaki og ekki um annað að gera en ferðast sina leið á tveimur jafnfljótum, eins skemmtilegt og það þykir nú í hinu tæknivædda þjóðfélagi nútímans. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.