Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 15

Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 15 Drög að námsakipulagi fiskeldisbrautar Kirkjubæjarskóla á Síðu Námsgrein l.önn 2. önn S.önn 4. önn S.önn 6. önn Ein. alls Móðurmál Erlend mál: 103 203 303 xx3 12 Enska 103+1 203+1 8 Danska 103 203 6 Líffræði 103 203 6 Efnafræði 103 203 303 313 413 15 Eðlisfræði 103 212+1 6 Stærðfræði 103 213 112 323 11 Lfkamsrækt 101 201 301 401 501 601 6 Eldistækni 102 202 302 402 8 Klakhús 101 1 Fiskirækt 101 . 1 Eldisfræði 102 203 303 403 11 Vatnaliffræði 102 3 Fiskalífeðlisfræði 103 203 303 9 Eldishagfræði 103 3 Tölvufr./bókf. 103 203 6 Verklegt 102 202 303 403 503 603 16 Lokaverkefni 604 4 Alls 20 22 22 23 21 23 130 Súrefni mælt. „Tillögur okkar um nám í fiskeldi byggjast á því að við teljum að menntakerf i landsins verði að standa á bak við nýjar atvinnugrein- ar og leggja sitt af mörkum.“ Skaftafellssýslu og undirbúningur á kynbótatilraun á sjóbirtingi í umsjá Erlendar Bjömssonar og Halldórs Eiðssonar líffræðinga, kennara við fískeldisbrautina. Tilraun með hafbeit á sjóbirtingi, umsjón hefur Jón Hjartarson skóla- stjóri í samvinnu við Magnús Jóhannsson fiskifræðing, starfsmann veiðimálastofnunar á Suðurlandi. Þessi tilraunastarfsemi er mjög mikilvægur þáttur enda er ætiunin að auka hana og gera að föstum lið í starfi deildarinnar. Það er ekki ein- asta að nemendur hafi gott af því að taka þátt í tilraunastarfí heldur er mjög mikilvægt fyrir kennara deildarinnar að geta sinnt slíku með kennslunni. Skilningur manna á starfi fiskeld- isbrautarinnar á Kirkjubæjarklaustri er mjög mikill hér á Suðurlandi, við heyrum ýmsar hvetjandi raddir frá fiskeldismönnum hér sunnanlands og nú nýverið veitti Iðnþrónarsjóður Suðurlands deildinni styrk að upp- hæð kr. 300.000,- til tækjakaupa. Þessi áhugi á starfi okkar er mjög uppörvandi og hvetur fólk til dáða. Nú er unnið að því að bæta tælq'a- kost deildarinnar, svo unnt verði að standa undir þeim kröfum, sem gerð- ar eru til náms á þessu stigi, og eins og til þess að geta tekist á við frek- ara frámhald, ef tillögur okkar hljóta náð fyrir augum yfirvalda. Við erum nú þegar komin með tölvur, smásjár, víðsjár, tæki í stöð. Tæki til tilrauna í efnafræði, líffræði og lífeðlisfræði eru á leiðinni. Þegar núverandi áætl- un lýkur í janúar á næsta ári f uppbyggingu tækjakosts þá er ekk- ert að vanbúnaði að gera margví- slegar tilraunir, auk þess að framkvæma tillögur okkar um kennslu í deildinni. Tillögur um námsskipu- 1ag fískeldisbrautar Kirkjubæjarskóla á Síðu Þann 9. nóvember 1987 var menntamálaráðherra ritað bréf, þar sem lagðar eru fram tillögur Kirkju- bæjarskóla um framtíðarskipulag fiskeldisbrautarinnar á Kirkjubæj- arklaustri. Þessar tijlögur byggjast á því að nauðsynlegt sé að veita þeim nemendum, sem eru við nám í deildinni í dag, hæfilegt framhalds- nám og um leið að skipa námi í fískeldi á einhvem ákveðinn stað innan skólakerfisins. Þessar tillögur okkar miða að því að námið verði 3—3,5 ár og að því loknu hafi nemendur öðlast einhver starfsréttindi og rétt til inngöngu í ákveðnar deildir Háskóla íslands. í þessum tillögum er gert ráð fyrir að námið verði 130 einingar. (Sjá með- fylgjandi drög.) í munnlegu samtali er þessum tillögum fylgt úr hlaði á þann hátt, að skipuð verði nefnd til þess að fjalla um tillögumæ og þar komi fram hvaða kröfur HÍ setji fyr- ir takmarkaðan inngöngurétt. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess að uppfylla þær kröfur enda getum við það vel. í markmiðslýsingu með tillögun- um segir orðrétt: „Markmið brautarinnar er að búa nemendur til starfa og stjómunar í fiskeldisstöðvum og til frekara náms f fiskeldi og skyldum greinum. Brautin veitir rétt til stjómunar- starfa í fiskeldisstöðvum og til náms við ákveðnar deildir (skilgreindar frekar) Háskóla íslands, Tækniskóla íslands og öðmm hliðstæðum menntastofnunum." Hér er gerð tilraun til þess að marka námi í fískeldi farveg, sem við teljum alveg nauðsynlegt. I þess- ari markmiðslýsingu er sveigjanleiki, sem gefur nemendum kost á út- gönguleið, eftir 3 ár, en einblínir ekki á einhvem lokapunkt. Til þess að gefa nokkuð frekari lýsingu á til- lögum okkar þá fylgja hér með drög að námsskipulagi. Til þess að auð- velda mönnum skilning á námsskipu- laginu þá táknar seinasta talan einingaQölda í áfanga, t.d. 103 tákn- ar þá 3 einingar. A bak við hveija einingu standa 2 kennslustundir f 13 vikur. Tillögur okkar gera ráð fyrir að allt námið sé 130 einingar. Við gemm ráð fyrir, að þar sem við leggjum áherslu á ákveðna þætti, þá sé inngönguréttur nemenda tak- markaður, enda ekki um stúdents- próf að ræða. Eins mætti hugsa sér að bæta við einni önn ef mönnum sýndist þurfa, þá 18—20 einingum í viðbót. Á hinn bóginn er umhugsunar- vert, að ekki skuli vera til neinn háskóli í sjávarútvegsfræðum, sem tekið gæti við nemendum úr fisk- vinnsluskóla, mennta- og fjölbrauta- skólum og fiskeldisbraut, einkum f landi, sem rekur stóriðju S útgerð og fískvinnslu. Ég sé ekki betur en hér þurfi vissulega að taka til hendinni, enda ekki víst að kostnaður yrði ýkja mikill sé hæfilegrar samvinnu gætt við það, sem fyrir er. Ekki er vafi á því, að nemendur af fiskeldis- braut, eins og þeirri, sem ég er að tala um hér, ættu helst þar heima. Tillögur okkar um nám í fiskeldi byggjast á því að við teljum að menntakerfi landsins verði að standa á bak við nýjar atvinnugreinar og leggja sitt af mörkum. Við teljum að menntakerfið beri ábyrgð á því að ætið sé nægt framboð af hæfu og vel menntuðu starfsfólki f landinu til þess að starfa á hinum ólíku svið- um þjóðlífsins. Tillögur okkar taka mið af þeirri skoðun, að við sem vinn- um að skólamálum berum ábyrgð á verkmenningu og verkhæfni lands- manna. Niðurlag í þessari grein hefi ég drepið á ýmsa þætti einkum þó nám í fisk- eldi, unnt hefði verið að ræða þetta enn frekar og dýpra, en ég kýs að láta hér staðar numið að svo stöddu. Ég get þó ekki orða bundist f lokin vegna ummæla framkvæmdastjóra tveggja stórra fiskeldisstöðva hér á landi, sem þeir viðhöfðu í mín eyru. Þeir sógðu báðir það skoðun sína að engin þörf væri á menntuðu starfs- fólki í stöðvamar, því besta starfslið- ið væru sjómenn og bændur, því þeim mætti auðveldlega kenna það, sem þeir þyrftu að vita á hveijum stað. Ég varð orðlaus í bæði skiptin og hugsaði sem svo, að mikið væri það skrítið, nú árið 1987, að menn héldu enn fram gildi þekkingarskortsins. Til hvers haldið þið? Ég vona að það sjónarmið, sem þessir menn túlka, sé ekki ríkjandi. Helst vildi ég að þeir hefðu sagt þetta í spaugi. íslendingum er meiri nauðsyn en flestum öðrum að mennta sitt fólk, starfsmenntun og starfs- hæfni er öruggasti grundvöllur velgengni okkar á komandi árum. Við þurfum að vinna ötullega að þessum málum og láta verkin tala. Það verður okkur ekki til framdrátt- ar að hlusta á hástemmdar ræður um nauðsyn hlutanna á fundum og ráðstefnum ef við framkvæmdum ekki það sem nauðsyn ber til. Höfundur er skólastjóri á Kirkju- bæjarklaustri. Viltu læra um Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gönúu góðu hefðbundnu kvikfjárræktina? Tbekifærið gefst núna, því bændaskólinn á Hvanneyri tekur við nemendum á vorönn að þessu sinni! Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn íylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkeftii. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfóg: Alifugla-og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Kartöflu-og grænmetisrækt • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt Skógrækf • Vélfræði • Vinnuvélar og verktækni. Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári. Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið almennu grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn til inngöngu í framhalds- skóla, og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum þarf að berast skólanum eigi síðar en 15. janúar. Nánari upplýsingar í síma 93-70000 og 93-71500. Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? BÆNDASKÓLINN HVANNEYRl 3*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.