Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1988
17
Musica nova
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Nýi músíkhópurinn stóð fyrir
tónleikum í Norræna húsinu 3.
janúar á vegum Musica nova og
flutti tónverk eftir Hauk Tómas-
n, Atla Heimi Sveinsson,
Stockhausen og Berio. Frumflutt
voru tvö verk eftir Hauk Tómas-
son, fyrst einleiksverk fyrir lág-
fiðlu er höfundurinn nefnir
Birting. Þrátt fyrir að skólabragur
sé á þessari lágfiðlustúdíu er hún
ágætlega gerð og var feikna vel
leikin af Asdísi Valdimarsdóttur.
Seinna verk Hauks var Octett og
þar var tónmálið í stærra formi
og í heild er hér um að ræða
feikna vel gert tónverk, tónsmíð
þar sem heyra má samfelldan og
sterkt ofinn tónvefnað er var
ágætlega fluttur undir stjóm Guð-
mundar Óla Gunnarssonar.
Gamalt verk frá „experimen-
tal“ tímabilinu eftir Atla Heimi
Sveinsson var þriðja íslenska
verkið og ber það nafnið „Toget-
her with you“. Þetta er áheyrilega
hljómandi en ekki margslungið
verk, sem var ágætlega flutt.
Erlendu verkin voru Tierkreis eft-
ir Stockhausen, lítilfjörlegt tónfikt
og Sequenza eftir Berio, einleiks-
verk fyrir saxófón, þar sem
nokkuð reyndi á tækni einleikar-
ans. Sigurður Flosason lék verkið
feikna vel en ásamt honum stóðu
að þessum tónleikum Kolbeinn
Bjamason, Guðni Franzson, Sig-
urður Halldórsson, Haukur
Tómasson, Emil Friðfinnsson,
Snorri Sigfús Bjrgisson, Pétur
Grétarsson. auk Ásdísar Valdim-
arsdóttur sem fyrr var getið.
Þetta vom í heild mjög
skemmtilegir tónleikar og hús-
fyllir var, sem ætti að vera þeim
umhugsunarefni er halda því fram
að enginn vilji hlusta á nútímatón-
list. Næstu tónleikar Musica nova
verða á sunnudaginn kemur (10.
janúar) og þá koma fram tónlist-
armennimir Þóra Johansen og
Martin van der Valk.
Síðustu tónleikar
ársins 1987
Síðustu tónleikar ársins vom
samnorrænir því þar komu fram
sænskur píanóleikari og íslensk-
ur kontrabassaleikari, er báðir
hafa stundað nám í Finnlandi
með frábæram árangri. Mona
Sandström hóf tónleikana með
prelúdíu og fúgu í F-dúr (I.
hefti) eftir J.S. Bach. Leikur
hennar var hæglátur og yfirveg-
aður.
Annað verkið var píanósónat-
an frá 1924 eftir Stravinsky, þar
sem meistarinn er að fást við
barokkvinnubrögð og margt því
bæði hvað snertir form og tón-
skipan í raun tilvitnanir í gamla
meistara. Þessa sónötu fmm-
flutti Stravinsky á ISCM-hátíð í
Feneyjum árið 1925. Margt var
sérlega vel leikið hjá Monu
Sandström, einkum þó síðasti
kaflinn, sem er lífleg „inventi-
on“. Síðasta einleiksverkið sem
Mona Sandström lék var Etude
Tableau op. 39 nr. 9, eftir Rakh-
manínov. Þar sýndi Sandström
að hún er þegar orðin sleipur
píanóleikari.
Seinni hluti tónleikanna var
einleikur á bassa en Valur Páls-
son hefur, eins og Mona Sands-
tröm, nýlega lokið námi frá
Síbelíusar-akademíunni í Hels-
inki. Valur hóf tónleikana á
einleiksverki fyrir bassa eftir
Zbinden. Þetta verk er einskonar
tækniæfíng þar sem dregið er
eitt og annað saman af ýmsu
þvi sem hægt er að gera á bassa.
Valur er snjall bassaleikari og
flutti verkið af miklum glæsileik.
Annað verkið er sellóverk eftir
Beethoven, tilbrigði yfir
Makkabeus-stef Hándels. Þama
reynir oftar meira á leiktækni
píánóleikarans sem Sandström
leysti mjög vel af hendi.
Síðasta verkið var konsert-
þáttur eftir bassasnillinginn
Bottesini. Í þvi verki reynir held-
ur betur á tækni bassaleikarans
þó tóngildmr Bottesinis hljómi
eins og sjálfsagður hlutur. Þama
mátti heyra að Valur er feikna
efiiilegur tónlistarmaður. Hann
hyggur nú á framhaldsnám hjá
frægum bassasnillingum og þá
í raun er ekki hægt að spá neinu
öðra en því, að von er þama á
frábæmm einleikara.
Fyrstu tónleikar ársins
Strengjasveitin í Reykjavík
(Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík) vakti feikna mikla at-
hygli hér um árið, fyrir ágætan
leik, undir stjóm Marks Reedman,
bæði heima og erlendis og nú á
sunnudaginn var, 3. janúar, kom
þessi sveit saman í Bústaðakirkju
og flutti tónlist eftir Hándel, Bach,
Elgar, Albinoni og Britten. Þeir
flestir sem skipuðu þessa hljóm-
sveit hafa nú um árabil stundað
nám erlehdis en notuðu jólaleyfið
til að rifja upp gamlar samstarfs-
stundir undir stjóm Mark
Reedman.
Það var sannarlega fallegur
hljómur í sveitinni og víst að með
svona mannskap væri hægt að
bjóða upp á feikna vandaða tón-
leika, ef tök væm á að æfa meira
en nú var gert. Þeir sem leiddu
hljómsveitina og léku einleik vom
Auður Hafsteinsdóttir í Conserto
grosso nr. 1 úr ópus 6, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir í Serenöðu eftir Elg-
ar, Sigrún Eðvaldsdóttir í íjórða
Brandenburgarkonsertinum eftir
Bach, Gréta Gunnarsdóttir í
Adagio eftir Albinoni.
Með þeim léku Bryndís Páls-
dóttir, Ólöf Þorvarðardóttir,
Ágústa Jónsdóttir, Martin Freyw-
er, Bryndís Björgvinsdóttir,
Ömólfur Kristjánsson, Hávarður
Tryggvason, Ánna Magnúsdótt-
ir.Ulrik Ólason og i Branden
burgarkonsertinum bættust
Áshildur Haraldsdóttir og Bem-
ard Wilkinson í hópinn.
Víða brá fyrir feikna fallegum
leik bæði hjá einleikuram og í.
samspili allra en tónleikunum lauk
með Simple Symphoni eftir Britt-
en. Auk ágæts leiks má nefna að
Mark Reedman tekst oft að laða
fram sterka tilfinningatúlkun.
Þannig gat að heyra meira en
fallegan leik eins og t.d.í Elgar-
serenöðunni, Adagio eftir Albin-
oni og í Saraböndunni eftir
Britten. Það fer vel á að unga
fólkið hefji starfið á árinu og ef
svo heldur fram sem horfír þarf
ekki að kvíða neinu um íslenska
tónlist.
KVIKNA MARMARA-
STYTTURNAR TIL LÍFS?
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Jón Egill Bergþórsson: KVÍÐ-
BOGI. Ljóð. Tunglið. Bókafélag
1987.
í fyrsta ljóði Kvíðboga sem
nefiiist nýr dagur segist Jón Egill
Bergþórsson vænta þess alltaf að
eiga „langþráð en afskaplega óljós
stefnumót". Þau em nokkuð óljós
stefnumótin í Kvíðboga og maður
freistast til þess að nefna orð eins
og firringu þegar yrkisefni Jóns
Egils em skoðuð.
í fyrstu ljóðunum er „leit mín
að þér“ og einnig leiðin „burt frá
þér“ á dagskrá. Ljóðin spegla ferð,
ferðir. Það er í þeim hreyfing,
maður og hugsun hans láta ekki
staðar numið. Víða er vikið að
holdlegum sársauka. í leit bráðna
augun og leka niður kinnamar
þegar horft er í sólina. í ángist
brenna augu innan frá „kalt og
svíðandi". Landslag ljóðanna er
þurrt, eyðandi og oftast Qandsam-
legt:
stend við hafið og horfi
á skipið sigla burt hvít sól
á himni þrengir kraumandi hita
gegnum klæði mín
ég lit framandi fjöll en minnist
þó engra mér nálkomnari skipið horfið
ekki lengur viss hvort það var eða
geng inní þetta sóllogandi þorp með
óskýra lifshljóma í eyrum
lykugur baðaður svita þreyttur
sólin fallandi risandi myrkur og svo
hér inni einn í rökkrinu greini ég
þetta ömurlega neðarlega í hallanum
visnað tré.
Þetta ljóð kallar höfundurinn
tré. í anda firringarinnar, aðgerð-
arleysisins yrkir höfundurinn um
sjálfan sig með þeim hætti að
hann virðist stundum áhorfandi
sjálfs sín. Ljóðið stefnulaust er
dæmigert fyrir þetta. Þar er höf-
undurinn fyrst og fremst þolandi
eins og línan „rís á fætur og reika
stefnulaust um undir alheimi" er
til vitnis um. Þegar það gerist á
ströndinni sem er umhverfi ljóðs-
ins að sá sem reikar einbeitir sér
loks að skordýri í sandinum sér
hann einnig „risastóran mána nýr-
isinn/ úr sæ og ekki betur en í
gulri/ kringlunni hálfbogna/
skuggamynd mína“. Þetta ljóð og
fleiri tjá þá reynslu að uppgötva
sjálfan sig sem hluta af umhverf-
inu, kannski ekki sérstaklega
lifandi, en að minnsta kosti
skuggamynd.
Kvíðbogi hefur þann kost að
vera samstæð bók og miðla ákveð-
inni reynslu. Með orð er farið
sparlega líkt og þau séu dýr. Ljóð-
in em nokkuð kaldhömmð í
byggingu sinni, en það að höfund-
urinn beitir sig aga (að vísu með
misjöfnum árangri) lofar góðu. í
hauskúpubrot er sagt að marm-
arastyttumar séu óðum að kvikna
til lífs. Við skulum vona að þær
öðlist meira líf í ljóðum Jóns Egils
Bergþórssonar.
-r—
VETRARONN
Innritun nýrra nemenda hefst í dag og verður daglega fram á
laugardag kl. 14.00-18.00 í Bolholti 6, símar 68-74-80 og
68-75-80.
prá Js1
000
Kennslugreinar:
★ Barna-og samkvæmisdansar
★ Stepp
★ Jazzballett-Jazzdans
★ Hinn vinsæli Jazzleikskóli
Þú f innur örugglega eitt-
hvað við þitt hæfi.
ns e
BOLHOLTI6