Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Þroskahjálp:
Grunnur að góðri til-
veru fatlaðra byggist
á menntun og þjálfun
— segir Ásta B. Þorsteinsdóttir formaður samtakanna
Á SÍÐASTA landsþingi Þroska-
hjálpar var rætt um aukið
samstarf við Öryrkjabandalag-
ið og héldu félögin sameigin-
legan fund þar sem samþykktar
voru tillögur þar að lútandi.
Þá samþykkti landsþingið til-
lögur um áframhaldandi
stefnumótun í málefnum fatl-
aðra, húsnæðismál, menntun og
atvinnumál.
„Við hugum að auknu sam-
starfi við Óryrkjabandalagið en
baráttumál þessara tveggja sam-
taka eru í raun þau sömu. Aukið
samstarf er því beggja hagur og
hefur stjómum samtakanna verið
falið að koma samstarfinu á fyrir
næstu mánaðamót," sagði Ásta
B. Þorsteinsdóttir, nýkjörin form-
aður Þroskahjálpar. Hún tekur við
formennsku af Eggerti Jóhannes-
syni, sem gegnt hefur því embætti
í 9 ár en lög samtakanna heimila
ekki að sami maðurinn gegni því
starfi lengur. „Við höfum hugsað
okkur að hrinda í framkvæmd
ásamt Öryrkjabandalaginu því
sem við köllum Félagslega fram-
kvæmdaáætlun. í henni felst
meðal annars aukinn stuðningu
við foreldra og aðstandendur fatl-
aðra bama en þar hefur oft skort
á að staðið sé að málum sem
skyldi. Einnig er þess að geta að
fólk sem fatlast á lífsleiðinni út-
skrifast oft af sjúkrastofnunum
án þess að ná sambandi við hags-
munafélög en það er einmitt þá
sem þörfín er mest fyrir stuðning
frá þeim sem hafa reynslu af fötl-
un.
Tölva er f ötluðum
mikilvæg'
Við viljum einnig sameinast um
eflingu Tölvumiðstöðvar fatiaðra.
Tölvan er fötluðum geysilega mik-
ilvæg sem atvinnutæki og til
afþreyingar. Tölvur eru til dæmis
oft eina leiktækið sem fötluð böm
hafa einhverja ánægju af.
Þá höfum við hugsað okkur að
stofna leikhús fatlaðra með þátt-
töku ófatlaðra. Á „Kosningavöku"
sem við stóðum sameiginlega að
í vor sem leið sýndu margir fatlað-
ir heilmikla hæfíleika f leikatrið-
um, sem við sviðsettum. Þama
var fólk sem aldrei hafði tekið
þátt í neinu þessu líku og sumt
jafnvel verið einangrað. Leikræn
þjálfun er mjög góð og vel til
þess fallin að auka sjálfstraust
hvort sem um er að ræða fatlaða
eða ófatlaða. „Kosningavaka" og
„Skammdegisvaka" voru haldnar
á síðasta ári til að vekja athygli
alþingismanna á kjömm fatlaðra,
og vom árangursríkar að mati
okkar sem að stóðum.“
Stórar sólarhrings-
stofnanir lagðar niður
— Tillaga Þroskahjálpar um
fækkun vistmanna á Kópavogs-
hæli hefur vakið deilur, hvemig
er hún til komin ? x
„Það hafa verið miklar umræð-
ur um framtíðarskipulag Kópa-
vogshælis í okkar röðum, því það
er nú svo að hvert sem litið er til
nágrannaþjóða í austri og vestri
þá er þróunin sú að þar er verið
að draga úr og leggja niður stórar
sólarhringsstofnanir. Þessi um-
ræða er heldur ekki ný af nálinni
hjá okkur. Ætli séu ekki nærri
fímmtán ár síðan þessu máli var
fyrst hreyft. Umræðan nú skapar
ef til vill einhvem óróa hjá sumum
aðstandendum og starfsfólki í
byijun, en það er alveg ljóst að
svona mál þarfnast mikils undir-
búnings. Þetta gerist ekki á einni
nóttu. Kópavogshæli er bam síns
tíma og í samræmi við þau sjónar-
mið sem ríktu árið 1952 er hælið
var stofnað, en þá var litið á van-
gefni sem sjúkdóm. Hælið var
mjög þarft því á þeim tíma hafði
nánast ekkert verið gert af opin-
berri hálfu í málefnum vange-
fínna.
Hyllir undir breyting-
ar
Aðalatriðið er að Landssamtök-
in Þroskahjálp eru hagsmunasam-
tök vangefínna í landinu og eru
að marka stefnu í máli sem í raun
hefur verið farið í kring um í
mörg ár og ekki tekið á. Við höf-
um lög um málefni fatlaðra, jafnt
vangefinna sem annarra, sem
segja að það skuli búa þeim sam-
bærileg lífskjör og öðrum þegnum
þessa lands. Að okkar mati og
væntanlega einnig þeirra sem
þessi lög sömdu og samþykktu,
þá samræmist vistunum á ijöl-
mennum sólarhringsstofhun ekki
þessu markmiði.
í tillögu okkar um Kópavogs-
hæli er gert ráð fyrir að áfram
verði starfrækt hjúkrunardeild
fyrir þá sem mesta umönnun
þurfa. Raunar hefur stefnan verið
sú að fækka vistmönnum en við
göngum lengra og teljum að fleiri
geti flutt út en áður hefur verið
talað um. Stjóm samtakanna var
falið að vinna þessum tillögum
fylgi, og hafa mjög margir að-
standendur fagnað því að nú hillir
undir einhveijar breytingar.
Markmið okkar er að gera líf fatl-
aðra sem líkast þvi sem ófatlaðir
lifa. Þá á ég við að fólk eigi sitt
heimili, gangi til skóla, vinnu eða
tómstundastarfa annarsstaðar en
á heimili sínu. Að það með öðrum
orðum lifi sem mest í takt við
aðra í þjóðfélaginu. Við höfum
reynslu annarra þjóða og okkar
eigin að byggja á og vitum að lítil
sambýli hafa tekist vel. Þar er
verið að búa fólki með andlega
og líkamlega skerta getu heimili
á litlum heimilum um allt land og
eru mýmörg dæmi þaðan um að
vel hafí tekist til, líka ef um mjög
fjölfatlað fólk er að ræða. Ég á
ekki orð til að lýsa tilfinningum
og ánægju foreldra þeirra bama
sem koma af sólarhringsstofnun
í sambýli. Það eru dæmin sem
sýna að þetta er framkvæman-
legt.“
Sektarkennd hrjáir
oft foreldra
— Foreldrar eiga oft erfítt þeg-
ar bömin fara að heiman, en er
sú stund ekki sérstaklega erfíð
foreldrum fatlaðra bama?
„Það á að vera fötluðum ung-
mennum jafti eðlilegt að flytja úr
foreldrahúsum í fyllingu tímans
og öðru ungu fólki, en ég held
að það sé rétt að þessi stund geti
verið einmitt þessum foreldrum
sérstaklega erfíð. Fatlað bam á
allt sitt undir foreldrunum svo
lengi sem það dvelst í heimahús-
um. Sambandið er því mjög náið
og slitnar vitaskuld ekki við það
eitt að bamið flytji að heiman,
en það er foreldrum erfitt að slaka
á taumnum. Þeir em ef til vill
fullir sektarkenndar yfír að skilja
við bamið en það léttir foreldrun-
um óneitanlega að taka þetta
skref ef þær aðstæður sem bam-
inu eru búnar em góðar.
Morgunblaðið/Bjami
Ásta B. Þorsteinsdóttir formað-
ur Þroskahjálpar.
Það var erfítt hér áður þegar
foreldrar þurftu að vista böm sín
við aðstæður sem þeim fundust
óbærilegar og þær vom það oft.
Stundum hefur foreldri mátt
heyra gagnrýni í þá vem að þeir
haldi ekki sambandi við bömin
sín, „gleymi þeim“, en ég held að
ástæðan sé sú að foreldrar treystu
sér oft ekki til að horfa upp á þær
aðstæður sem bömum þeirra vom
búnar. Mjög erfítt er líka að halda
eðlilegu sambandi við bam sitt
sem á heimili á sjúkrastofnun.
Ég býst við að það sé hrein vöm
ef foreldrar fjarlægjast og slíta á
þennan streng.
Foreldrar fatlaðra bama í dag
horfa á lítil heimili sem einu lausn-
ina sem þau sætta sig við en
margir hafa þurft að sætta sig
við annað þegar Ijölskyldan er að
niðurlotum komin, því enn sem
komið er hefur ekki verið hægt
að sinna nema fáum með sam-
býli.“
Aukin menntun
og þjálfun
— Hvemig tengist þú samtök-
unum Þroskahjálp?
„Ég á dóttur sem er alvarlega
hreyfíhömluð og er í Hlíðaskóla.
Hún er að verða 18 ára og lýkur
gmnnskólaprófí í vor. Hún er al-
gerlega ósjálfbjarga og hefur til
þessa getað búið heima en það
kemur að því að við þurfum að
huga að framtíðarheimili fyrir
hana. Við viljum eins og aðrir
foreldrar sjá til þess að það verði
á litlu heimili við sem eðlilegastar
aðstæður."
- Hvað er mest knýjandi af
þeim verkefnum sem vinna þarf
að?
„Það hefur löngum verið talið
að gmnnur að góðri tilveru þess-
ara bama byggist á þeirri
menntun og þjálfun sem þau geta
tileinkað sér með aðstoð eða sér-
kennslu. í dag em mörg börn að
vaxa úr grasi sem hafa verið alin
upp við mun eðlilegri aðstæður
en áður tíðkaðist. Þessi böm em
að vaxa úr skólakerfinu og þurfa
á öðmm úrræðum að halda. Það
má ekki gleyma því að fatlaðir
em í sumum tilvikum lengur að
tileinka sér nám, og einnig hafa
margir sem komnir em á fullorð-
insár notið lítillar menntunar og
fræðslu, og þarf því að bæta þeim
upp það sem þeir hafa farið á
mis við.“
Langur biðlisti
eftir húsnæði
„Það vantar geysilega dagvist-
arúrræði fyrir þá verst settu.
Sérstaklega er ungt fólk illa sett
og em nánast engin úrræði fyrir
þau. Nú, atvinnumálin em okkar
fólki geysilega mikilvæg, og er
ekki nokkur vafí á að margt fatl-
að fólk gæti staðið sig vel á
vinnumarkaði, fengi það aðeins
tækifæri og aðstoð til þess. Það
er einungis spumingin um skipu-
•ag og vilja.
Þá má nefna húsnæðisskort
fatlaðra sem er mikið vandamál
og er því ekki að neita að margir
foreldrar em orðnir langþreyttir
að bíða eftir húsnæði fyrir bömin.
Margir em búnir að bíða í mörg
ár.“
Mannréttindi að
velja og- hafna
„Má vera að tími sé kominn til
að staldra við og líta til baka yfír
það sem hefur áunnist því vissu-
lega hafa orðið gleðilegar fram-
farir. En við hljótum að spyija á
móti: Em þær framfarir í sam-
ræmi við framfarir almennt í
þjóðfélaginu? Hvað með menntun
fatlaðra? Er sú stefna sem þar
er farin til góðs? Skilar hún þeim
árangri sem við bjuggumst við?
Þurfum við einhveiju að breyta í
sérskólum og í almennum skólum?
Skortur á lagasetningu um full-
orðinsfræðslu og framhalds-
menntun stendur fötluðum
ungmennum fyrír þrifum og setur
þeim stólinn fyrir dymar með
áframhaldandi nám. Enn er mikið
um fatlað fólk sem ekki hefur
notið lögbundinnar fræðslu. Állir
eiga rétt á menntun hvort sem
um er að ræða hefðbundna
menntun, starfsþjálfun, eða þjálf-
un í að annast daglegar þarfir.
Þetta verðum við að tryggja.
Umfram allt þurfum við að
tryggja að fatlað fólk eigi kost á
að velja hvemig lífí það vill lifa,
ef það er fært um það sjálft, ann-
ars verðum við að sjá til þess að
sá rammi sem smíðaður er um líf
þeirra endurspegli virðingu fyrir
hveijum einstaklingi. Það hlýtur
að vera skylda okkar sem hags-
munasamtaka að sjá til þess að
svo sé.“
KG
Kröfugerð Kennarasambands íslands:
Hæm laun og verðtryggingn
Samningum sagt upp 15. janúar hafi nýir samningar ekki tekist
Kennarasamband íslands lagði
fram kröfugerð sina í komandi
kjarasamningum á fundi með full-
trúum fjármálaráðuneytisins á
miðvikudaginn var. Á fundinum
var ákveðið að setja á fót undir-
nefnd til að endurskoða launa-
kerfi kennara og átti nefndin sinn
fyrsta fund í gær. Kennarasam-
bandið hefur ákveðið að segja
gildandi samningi lausum um
miðjan mánuðinn hafi nýjir samn-
ingar ekki tekist fyrir þann tíma,
þannig að þeir verði lausir 1. fe-
brúar næstkomandi.
í kröfugerðinni er lögð áhersla á
hærri laun kennara og verðtrygg-
ingu, auk annarra atriða sem varða
skólastarfíð í landinu og munu bæta
það mjög ef þau ná fram að ganga,
að sögn Svanhildar Kaaber, form-
anns Kennarasambands íslands.
Nefndi hún atriði varðandi stjómun
skóla, deildastjóm, árgangastjóm,
fagstjóm og atriði varðandi fram-
halds- og endurmenntun kennara.
Þá er í kröfugerðinni tekið sérstak-
lega á málefnum skóla í dreifbýli.
í kröfugerðinni em ekki nefndar
tilteknar tölur um launahækkanir.
„Þessi kröfugerð er unnin með hlið-
sjón af tillögum starfslq'aranefndar,
sem í áttu sæti fulltrúar Kennara-
sambandsins, fjármálaráðuneytisins
og menntamálaráðuneytisins. í til-
lögum nefndarinnar kemur fram
viljayfírlýsing um að hækka föst laun
kennara og bæta Iqör þeirra," sagði
Svanhildur.
Hún sagði að þó til uppsagnar
kæmi nú um miðjan mánuðinn
myndu félagar Kennarasambands
íslands fá greidd laun samkvæmt
síðast gildandi kjarasamningi, sam-
anber 12. gfein laga um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna, en þar
segir: „Nú rennur kjarasamningur
út vegna uppsagnar og skal þo eftir
honum farið uns nýr kjarasamningur
hefur verið gerður".
Morgunblaðið/Ðavíð Pétursson
Helgiieikur í Hvanneyrarkirkju
Nemendur Andakílsskóla héldu litlu jólin í upphafi jólafrís. Börnin
léku helgileik með hefðbundnum hætti í Hvanneyrarkirkju.