Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 29 Fjármálamarkaður: Aðgerðir seðla- banka ef la traust manna á dollamum London, New York. Reuter. SEÐLABANKAR víða um heim tóku saman höndum í gær til að bjarga Bandaríkjadollar frá frekara falli. Fjármálamarkað- ir voru opnaðir í fyrsta sinn í gær á nýja árinu. Það byijaði ekki gæfulega í Asíu þar sem markaðirnir opna fyrstir því dollarinn tók dýfu og var gengi hans lægra en nokkru sinni fyrr frá stríðslokum. Stórfelld kaup seðlabanka á gjaldmiðlin- um megnuðu hins vegar að efla aftur tiltrú á dollarann. Talið er japanski seðlabankinn hafí keypt 1 milljarð Bandaríkja- dala í gær. Svipaðar aðgerðir seðlabanka í Vestur-Þýskalandi og Sviss fylgdu í kjölfarið. Orð- rómur er einnig á kreiki um að seðlabanki Bandaríkjanna hafí keypt dollara í Singapore til að auka traust manna á gjaldmiðlin- um. Franskir embættismenn segja að leynilegt ákvæði hafí verið í samkomulagi sjö iðnríkja sem gert var á Þorláksmessu. Samkvæmt því hafí seðlabankar skuldbundið sig til fyrrgreindra aðgerða en í opinberu yfirlýsingunni sagði að ríkin sjö hefðu ekki áhuga á frek- ara falli dollarans. Hann féll um 25 % á síðasta ári. Innanbúðar- menn í kauphöllunum sögðu margir hvetjir að slík afskipti seðlabanka veittu einungis tíma- bundna lækningu. _„Annað hvort þurfa Bandarikjamenn að breyta um stefnu eða Evrópubúar að gera sér grein fyrir efnahagsstöðunni í Bandaríkjunum ef takast á að bjarga dollamum," sagði verð- bréfasali í London í samtali við ifeuters-fréttastofuna. Þegar viðskipti hófust í Tókýó seldist dalurinn á 120,20 jen og 1,5615 vestur-þýsk mörk. Er leið á daginn hækkaði gengið sem fyrr segir og var komið í 122,5 jen og 1,5855 mörk þegar markaði var lokað í London. Verðbréf hækkuðu nokkuð í gær í kjölfar gengis- hækkunar dalsins en gull féll verulega í verði. Stærsta hvolfbygging í heimi Reuter Um þessar mundir er verið að ljúka við stærstu hvolfbyggingu í heimi í Stokkhólmi og er um að ræða ísknattleikshöll. Er hún 112 metrar í þver- mál, 85 metra há og tekur 14.000 áhorfendur í sæti. Þar verður heimsmeistaramótið í ískriattleik haldið á næsta ári. Lætur sænska sljórnin undan Sovétmönnum? Virðist tilbúin til að af sala sér fjórðungi umdeilds svæðis í Eystrasalti Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgrunblaðsins. SÆNSKA stjórnin virðist reiðu- miðlínureglunni tilheyrir Svíum. búin að afsala sér fjórðungi þess Fara nú fram viðræður um þessi hafsvæðis i Eystrasalti, austur mál í Moskvu og er búist við, að af Gotlandi, sem samkvæmt Sovétmönnum verði einnig heim- New York Times: Forystugrein gegn hrefnuveiðum Japana SÍÐASTLIÐINN sunnudag birtist forystugrein í bandaríska blaðinu The New York Times, þar sem leiðarahöfundur beindi spjótum sínum gegn hrefnuveiðum Jap- ana. Fyrirsögn forystugreinarinn- ar var: „Banvæn hval-„vísindi“ Japana," en einkum var fundið að þvi að Japanir segðu veiðarnar stundaðar i visindaskyni og var hvatt til þess að Bandaríkjastjórn beitti Japani refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir veiðar þessar. Hér á eftir fer forystu- greinin óstytt: Hvalveiðifloti Japana siglir nú hraðbyri til Suðurheimskautslands- ins og er sagður vera í „rannsóknar- leiðangri". Japanir hyggjast drepa 300 hrefnur í nafni vísindanna og í trássi við Alþjóðahvalveiðiráðið. Kjö- tið verður eins og venjulega selt með ágóða. Bandaríkin, hin hefðbundna samviska sáttmálans sem vemdar hvali, getur aðeins svarað þessari ;Ijc ííctu Jlork ðftmes Japan’s Lethal Whale ‘Science’ Japan’s whaliog fleet, recoofigured u a “re- aeardi expedMJoD,” alMmi toward the AnUrcOc. In <Wlance af tíae Internatkmal Whaling Commlaakm, Japaa plans lo kill 3M mlnke artuúes tn ihe name of artnacr. The meat aroald be aoU, as usual, for prof *l The Ui, tratítíknally the cooacknce oi the treaty that protacto whales, can have only one reactioo to m apay certlfy a foreign couotry as a lalérutkoal wtMUni airtcmenl and hapner curtw on fiah catches in UJ. waters and Im- ported ftah producta. The threat of auch aanrtkan Norway and Iceiand away from kujnailhre ío kaernatkmal censure. La PMwrtfi Minister Sato aaid: Mlf Japan’a actkm to puraue reaearch whaUng becomes a big issue and if •crttidsm becomcs accelerated, we wlU reconsider our deciskm at tfaat stage.” That stage is now. Japan's willlngaess to en- gage in srtentific subcerfoge to satlsfy Us hunger for whak meat ia depkwabie; defying tbe LW.C-’s Yet there is rtaaoo to betteve that Japan is aot Tbere may come a tíme in the n^xt few years when tbe mmaals of data that already exist on whalea have beeo aufflrtwatly anaiyzed to permtt -T-lr*— i«p«" fa«m«lni. «4 whak tneat. But until that Ume, the law is more im- partant than Japan’s apprthe ilaðar veiðar innan sænsku lögsögunnar. Svíar og Sovétmenn hafa deilt um mörk efnahagslögsögunnar í Eystrasalti frá árinu 1969 og hafa Svíar alltaf haldið fram þeirri meg- inreglu alþjóðaréttarins, að miðlín- an skuli ráða. Sovétmenn hafa hins vegar ekki viljað reikna hana frá Gotlandi, heldur frá ströndum meg- inlandanna þótt þeir hafi hinn háttinn á með Svalbarða og Spitz- bergen í Norður-íshafi. Arið 1982 vísaði sænska stjómin á bug tillögum Sovétmanna um að þeir fengju fímmtung svæðisins, sem um er deilt, 13.500 ferkm, en nú er stjóm jafnaðarmanna tilbúin til að sjá á bak fjórðungnum og virðist allt vilja til vinna, að um þetta verði búið að semja áður en Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sækir Svía heim 11. janúar nk. Samtök sænskra sjómanna segj- ast geta fallist á, að Sovétmenn fái að veiða lax í sænskri lögsögu um tíu ára skeið en talið er víst, að stjómin ætli að gera um það samn- ing til 25 ára. Sænski herinn hefur varað við þessum fyrirhuguðu samningum og er á það bent, að Sovétmenn muni nota tækifærið til að koma upp olíuborpöllum í Eystrasalti, skammt undan Got- landi, og nota þá í hemaðarskyni. Forsvarsmenn stjómarandstöðunn- ar ætla að bíða með yfirlýsingar fram á föstudag þegar samningur- inn, ef af honum verður, verður gerður opinber. ósvífni á einn hátt: með refsiaðgerð- um. Stjórnvöld í Washington geta lýst erlent ríki brotlegt við hvalveiðisátt- málann og sett takmarkanir á fískveiðileyfí þess í bandarískri lög- sögu og innflutning á sjávarafurðum þaðan. Hótanir um slíkar refsiað- Bandaríkin: Reagan verðlaunar Bob Hope Palm Desert, Kaliforníu. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti veitti Bob Hope gaman- leikara á laugardag fyrstu America’s Hope-verðlaunin, en þau verða veitt fyrir störf og afrek á sviði menningar í fram- tíðinni. Ronald Reagan afhenti verð- launin við vígslu Bob Hope-menn- ingarmiðstöðvarinnar í Palm Desert sem kostaði um tuttugu milljónir dollara (700 milljónir ísl. kr.). Sagði forsetinn meðal annars að nafn gamanleikarans, Hope, eða von, lýsti lífi hans einkar vel. „Að nefna menningarmiðstöð eftir mér er eins og að nefna munkaklaustur eftir Gary Hart,“ sagði Hope og vísaði til frétta um samband Gary Harts og Donnu Rice í fyrra. Hope gerði einnig góðlátlegt grín að þíðu viðmóti Reagans í garð Gorbatsjovs á leið- togafundinum í Washington og sagði: „Ég er þakklátur fyrir öll vinsamlegu orðin sem forsetinn hefur viðhaft um mig, jafnvel þótt ég sé ekki Rússi.“ gerðir hafa stuðlað að því að fá Norðmenn og íslendinga til þess að forðast brot af þessu tagi. Japanir virðast á hinn bóginn ekki hafa áhyggjur af þessu. Samt sem áður er ástæða til þess að ætla að Japanir séu ekki ónæmir fyrir alþjóðlegum þrýstingi. í síðasta mánuði sagði Sato, sjávarútvegsráð- herra Japans,: „Ef ákvörðun Japana um að stunda hvalveiðar í vísinda- skyni verður að stórmáli og ef gagnrýni eykst, munum við endur- skoða afstöðu okkar þegar þar að kemur.“ Nú er þar að komið. Tilraun Jap- ana til þess að seðja hungur sitt eftir hvalkjöti í skjóli vísinda er fyrirlitleg; að ganga gegn áliti Alþjóðahvalveið- iráðsins um vísindagildi veiða eykur enn á móðgunina. Sá tími kann að renna upp á næstu árum, að það gífurlega magn upplýs- inga, sem þegar er til um hvali, hafí verið yfírfarið nægilega til þess að leyfa löndum eins og Japan að neyta takmarkaðs magns af hvalkjöti. En þangað til skiptir lagabókstafurinn meiru máli en matarlyst Japana. Páfi býður utangarðs- mönnum í kvöldverð Páfagarði, frá Brynju Tomer, frettaritara Morgunblaðsins. JÓHANNES Páll II páfí bauð 150 utangarðsmönn- um í kvöldverð, þar sem hann þjónaði gestum sjálf- ur til borðs og ræddi við þá um vandamál þeirra. Hann mun sjálfur hafa átt hugmyndina að kvöldverð- arboðinu, sem enginn átti að vitá um nema boðsge- stirnir. Margir matargestanna sofa úti á götum Rómar allt árið um kring, og meðal þeirra voru þijú böm, tveir blindir menn frá Zaire og ungur guðfræðistúdent frá Fílabeinsströndinni. Þetta er í annað sinn sem utangarðs- mönnum í Róm er boðið að ,,, _..., Reuter borða í Vatíkaninu, en Páll Johannes Páll páf. heilsar gamall. konu VI páfi gerði slíkt hið sama áðu£ eu kvoldverður hans með utan- árið 1969 og komu þá á ann- garðsmonnum hofst. að hundrað manns í matarboðið. Kaþólskir sjálfboðaliðar hafa rek- ið athvarf fyrir utangarðsmenn í Róm frá árinu 1869 og átta árum síðar mæltist Píus IX páfi til þess að fátækum yrði úthlutaður matur og drykkur án endurgjalds. Þetta var upphafið að þeim §órum mötu- neytum sem nú eru rekin af sjálf- boðaliðum, þar sem rösklega 500 manns fá máltíðir reglulega. Hið sérstæða matarboð páfans hefur vakið mikla athygli meðal almenn- ings á Ítalíu, og eru menn sammála um að páfi hafi með þessu gefið gott fordæmi á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.