Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 35
4
35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Sjúkrahús Suðurlands, fyrri áfangi.
Sjúkrahús Suðurlands:
fratnreiknað á miðju ári 1987 og
er það 103,48% af kostnaðaráætl-
un. Eignaraðild að sjúkrahúsinu
skiptist þannig að hlutur ríkisins
er 84,9%, Selfosslæknishéraðs
1,51%, Vestur Skaftafellssýslu
0,35%, Rangárvallasýslu 2,44%,
Árnessýslu 5,18% og Selfoss
5,62%.
Fýrirhugað er að auka mjög
sérfræðiþjónustu sjúkrahússins.
Ráðinn verður annar skurðlæknir,
kvensjúkdómalæknir fenginn til
starfa og þjónusta annarra sér-
fræðinga aukin. Þá er fyrirhugað
að koma á dagvistun fyrir aldraða
við Ljósheima og í athugun er að
stofna sjúkrahótel. Bent hefur
verið á að nauðsynlegt sé að hraða
uppbyggingu sjúkrahússins þar
sem nú eru aðeins 66 sjúkrarúm
tiltæk fyrir 14 þúsund íbúa.
Við afhendingkrathöfnina í
sjúkrahúsinu söng kirkjukór Sel-
foskirkju og ávörp voru flutt. í lok
athafnarinnar var gestum boðið
til kaffidrykkju og að skoða húsið
Sig. Jóns.
Fyrri áfangi form-
lega afhentur
Undirbúningur annars áfanga hafinn
Selfossi.
FYRRI áfangi Sjúkrahúss Suð-
urlands var formlega afhentur
29. desember, eftir að hafa
verið 20 ár í byggingu. Húsið
er 3.027 fermetrar alls með 35
sjúkrarúm ásamt stoðdeildum.
I tengslum við sjúkrahúsið er
rekin öldrunardeild, Ljósheim-
ar, við Austurveg. Heilsugæslu-
stöð er einnig í sjúkrahúsinu.
Undirbúningur er nú hafinn að
öðrum áfanga sjúkrahússins og
verður hann ívið stærri en hú-
sið sem fyrir er.
Framkvæmdadeild Innkaupa-
stofnunar ríkisins afhenti bygg-
inguna formlega við hátíðlega
athöfn í sjúkrahúsinu. Lögð var
fram undirrituð skýrsla eða skila-
mat þar sem einstakir liðir
framkvæmdanna eru tilgreindir
og kostnaður.
Heildarkostnaður byggingar-
innar er 226,6 milljónir króna
Hafsteinn Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússins
býður gesti velkomna.
Berserkir í Stykkishólmi:
Námskeið í notk-
un f lotbúninga
Morgunblaðið/Arni Helgason
Skipshöfn Þórsness I og leiðbeinandinn, Heimir Kristinsson, við
æfingar í notkun flotbúninga.
Snorri Ágústsson formaður Berserkja.
Evrópumót ungl-
inga í skák:
Þröstur
endaði í
19-22. sæti
ÞRÖSTUR Þórhallsson tapaði
síðustu skák sinni á Evrópumóti
unglinga og endaði í 19.-22. sæti
með 6 vinninga. Sovétmaðurinn
Boris Gelfand varð Evrópumeist-
ari, fékk IIV2 vinning í 13.
skákum. ’
Þröstur tapaði fyrir Frakkanum
Jean René Koch í síðustu umferð
meðan Gelfand tryggði sér titilinn
með jafntefli við Gedanski frá Póll-
andi. Evrópumeistari síðasta árs,
Vassilij Ivantsjuk, varð í 2. sæti
með 11 vinninga en næstur kom
Hollendingurinn Joris Brennink-
meijer með 8V2 vinning.
Þröstur tefldi frekar illa á mót-
inu, og að sögn aðstoðarmanns
hans, Þráins Viggússonar, gætti
talsverðar þreytu í taflmennsku
Þrastar. Það er ef til vill ekki að
undra þar sem Þröstur telfdi 110
kappskákir á árinu 1987.
Félag háskóla-
menntaðra hjúkr-
unarfræðinga:
Breyting-
um á óbein-
um sköttum
mótmælt
STJÓRN Félags hákólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga hefur
mótmælt breytingum á óbeinum
sköttum vegna þeirra breytinga
á vöruverði sem fylgja í kjölfar-
ið.
í ályktun stjómarinnar segir
meðal annars: „Kostnaður við heil-
brigðisþjónustu er einn stærsti
útgjaldaliður ríkisins. Forvarnir,
sem stuðla að heilbrigði þjóðarinn-
ar, er árangursríkasta leiðin til að
lækka þennan kostnað. Alþekkt er
að mataræði hefur bein áhrif á
heilbrigði fólks. Ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar, sem meðal annars
felur í sér hækkun á brauði, fiski,
nýju grænmeti og nýjum ávöxtum
brýtur í bága við íslenska heilbrigð-
isáætlun, sem lögð var fram á 109.
löggjafarþingi 1986-87. Í þeirri
áætlun segir meðal annars: „Það á
að ýta með ýmsu móti undir neyslu
kommetis, fisks, kjöts sem er mag-
urt, kartaflna og grænmetis". Má
ætla að umrædd ákvörðun ríkis-
stjómarinnar verði síst til að ýta
undir neyslu þessara fæðuteg-
unda“.
Húsavík.
ÁRSLOKIN og upphaf hins nýja
árs voru eins friðsæl og best
verður á kosið sagði lögreglan á
Húsavík. Það er að verða hefð
að bæjarstjórn Húsavíkur bjóði
bæjarbúum til dansleiks á nýárs-
nótt og án tillits til þess hvort
þeir hafi gert full skil greiðslu
bæjargjalda á liðnu ári en alls
innheimtumst 91,15% bæjar-
gjalda á árinu sem er 3% lakara
Stykkishólmi.
A VEGUM Slysavarnasveit-
arinnar Berserkja voru keyptir
flotbúningar í alla báta hér í
Stykkishólmi, 220 búningar
samtals, og eru menn mjög án-
ægðir með þessa framkvæmd
og vissir um að framtakið eigi
eftir að skila góðum árangri
og borga sig í framtíðinni. Á
vegum sveitarinnar hefur verið
í gangi námskeið fyrir sjómenn
í notkun þessara flotbúninga,
bæði í verklegum og bóklegum
efnum.
en innheimta árið áður.
Veður var ekki sem best á gaml-
árskvöld, norðaustan átt og élja-
gangur, en samt logaði glatt í
áramótabrennu Kiwanismanna og
þrátt fyrir mikil jólainnkaup skutu
Húsvíkingar á loft flugeldum fyrir
samtals 700 þúsund krónur þó sum-
um hafi verið skotið út í hríðarsnær-
inginn og sést illa.
— Fréttaritari
Slysavarnasveitin Berserkir í
Stykkishólmi hefur starfað hér í
13 ár og meðlimir sveitarinnar
ávallt verið virkir í starfi. Fyrir
nokkru eignaðist sveitin miðstöð
til að hafa þar alla starfsemi sína.
Ýmsir hafa orðið til að styrkja
sveitina og hefur hún notið velvild-
ar bæjarbúa og fyrirtækja, auk
þess sem Stykkishólmsbær hefur
sýnt sveitinni velvilja.
Heimir Kristinsson félagi Ber-
serkja hefur verið leiðbeinandi á
námskeiðinu. Heimir hefur kynnt
sér þessi mál vel og var ánægður
með hversu námskeiðið tókst vel.
Fréttaritari ræddi við Snorra
Ágústsson formann félagsins sem
skýrði honum frá starfi sveitarinn-
ar og kvað hann mikið hafa
áunnist í björgunarmálum hér.
Þeir hafa alltaf verið til taks þeg-
ar leitað hefur verið að fólki og
eins ef annarrar aðstoðar hefur
verið þörf.
Sigþór Hallfreðsson hefur verið
virkur félagi og sagði að nú þegar
hefðu 9 skipshafnir sótt nám-
skeiðið og þessu yrðu haldið áfram
því fleiri væru bókaðar. Þeir félag-
ar sögðu að mikið væri lagt upp
úr æfingum í notkun gúmmíbáta
og væri það ásamt öðrum leið-
beiningum innifalið í námskeiðinu.
Það hefði sem komið er tekist í
alla staði vel og væru þeir sem
að því stæðu og nytu á einu máli
um að þetta hefði verið þörf fram-
kvæmd. Þessi námskeið hafa verið
fyrir skipshafnir stærri bátanna
hér, en með vorinu sögðu þeir að
skipshafnir smærri báta yrðu
þjálfaðir um leið og bátarnir væru
sjósettir.
— Árni
Húsavík:
Flugeldum fyrir
700 þúsund krón-
ur skotið á loft