Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 43 Jómfrúræða Benedikts Bogasonar: Framkvæmdaáætlun um þjóð- vegi og stofnbrautir í þéttbýli Hæstvirtur forseti. Ég mæli hér fyrir tillögu til þings- ályktunar um gerð framkvæmda- áætlunar um þjóðvegi á höfuðborgar- svæðinu. Tillaga þessi er á þingskjali nr. 157 og er 148. mál þessa þings. Flutningsmenn ásamt mér eru: Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir, 16. þm. Reykjavíkur, Guðmundur Ágústsson, 11. þingmaður Reykjavíkur, Hregg- viður Jónsson, 11. þingmaður Reykjaneskjördæmis og Júlíus Sól- nes, 7. þingmaður Reykjaneskjör- dæmis. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að láta gera fimm ára fram- kvæmdaáætlun um stofnbrautir og þjóðvegi í þéttbýli á höfuðborgar- svæðinu í samráði við sveitarfélögin þar. Jafnframt verði gerðar ákveðnar tillögur um fjármögnun framkvæmd- anna. Á árinu 1988 verði varið 360 milljónum króna í þetta verkefni. Við gerð aðalskipulags fyrir Reykjavík 1962—1983, sem sam- þykkt var 1966, var lagður grunnur að því aðalæðakerfi umferðar, sem við búum við í dag á höfuðborgar- svæðinu. Verki þessu stjómuðu viðurkenndir erlendir sérfræðingar á sviði skipulags- og umferðarmála og unnu það í náinni samvinnu við stjómendur og embættismenn Reykjavíkurborgar og í samráði við Vegagerð ríkisins og fulltrúa ná- grannasveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu, allt frá Hafnarfirði upp á Kjalames. Þótt lega þessara upphaflegu stofnæða aðalskipulagsins frá 1966 sé að mestu óbreytt og nágranna- 8veitarfélög hafí aðlagað sig þessu, hafa þessar stofnæðar umferðar ekki nándar nærri verið byggðar út, eins og til var ætlast — á sama tíma og hverfin, sem þær áttu að þjóna, hafa byggzt að fullu og vel það eftir 1983. Eg vil í þessu sambandi, með leyfi hæstvirts forseta, vitna í forsendur þessa merginverks, sem aðalskipu- lagið var „um samhengi milli byggðar, umferðar og gatnakerfis“. Þar stendur á bls. 87: „Þær skipulagsákvarðanir, sem borgaryfirvöld taka, hafa sínar af- leiðingar fyrir umferðarkerfið. Ein einasta ákvörðun getur valdið óleys- anlegum hnút í umferðarkerfinu eða neytt borgina til að gera dýr um- ferðarmannvirki, sem komast hefði mátt hjá að öðmm kosti." Og í sömu bók á bls. 105, „um tæknilegt og starfrænt markmið að- alskipulagsins", stendur: „Að skipuleggja og byggja borg þannig, að hæfni bifreiðarinnar sé fullnýtt, felur það í sér m.a., að flokka þarf umferðargötur, svo að aka megi lengri vegalengdir milli borgarhluta á götum í háum gæða- flokki að þvi er snertir hraða, umferðarrýmd og öryggi. Jafnframt því, sem aðstæður batna við þetta fyrir bílaumferðina, þá vinnst það, að mikilli óviðkomandi, truflandi umferð er beint frá íbúðarhverfun- um.“ En það er ekki nóg að eiga breið- ar og greiðar umferðargötur á fallegum kortum — það verður að leggja þær og útfæra fýrir þá um- ferðarrýmd, sem til er ætlazt. Það hefur því miður gengið seint og illa á höfuðborgarsvæðinu, og á það sínar skýringar, einsog seinna verður vikið að. Stofnbrautir á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt vegaáætlun 1987— 1990 eru: Suðurlandsvegur, Vesturlands- vegur, Hafnarfjarðarvegur, Reykja- nesbraut, Amamesvegur (Ofan- byggðavegur), Vífilsstaðavegur, Bessastaðavegur (að mestum hluta), Hafravatnsvegur (að hluta). Eftirfarandi vegir á höfuðborgar- svæðinu eru skilgreindir sem þjóð- vegir í þéttbýli samkvæmt reglugerð um þjóðvegi í kaupstöðum og kaup- túnum frá 12. maí 1986: í Hafnarfirði: Reykjavíkurvegur, Fjarðargata, Strandgata, Ásabraut, Flatarhraun frá Reykjavíkurvegi að Hafnarfjarðarvegi, Lækjargata. í Bessastaðahreppi: Álftanesvegur (hluti). í Garðabæ: Vífilsstaðavegur, Bæjarbraut. í Kópavogi: Nýbýlaveg- ur. Á Seltjamamesi: Norðurströnd og Suðurströnd. í Mosfellsbæ: Þver- holt. í Reykjavík: Eiðisgrandi, Ánanaust, Hringbraut, Miklabraut, Vesturlandsvegur að Höfðabakka, Sætún, Kleppsvegur, Elliðavogur, Reykjanesbraut að Breiðholtsbraut, Kringlumýrarbraut, Breiðholtsbraut, Fossvogsbraut frá Hringbraut við Sóleyjargötu sunnan Öskjuhlíðar um Fossvogsdal að Reykjanesbraut, Stekkjabakki, Höfðabakki, Gullin- brú, Gufunesvegur, Bæjarháls, Bústaðavegur frá Reykjanesbraut um Öskjuhlíð að Miklatorgi, Sóleyj- argata, Fríkirkjuvegur, Lækjargata, Kalkofnsvegur, Tryggvagata, Mýr- argata. Eins og þessi upptalning ber með sér, er hér um að ræða allar helztu umferðaræðar höfuðborgarsvæðis- ins, gamla beinagrindin frá aðal- skipulaginu 1966, að mestu leyti heil á pappírunum að minnsta kosti. Það dylst engum, sem ekur um höfuðborgarsvæðið, að stofnkerfi umferðarinnar er sprungið. Mikil aukning umferðar á síðustu árum vegna fjölgunar bifreiða og íbúa ásamt aukinni athafnasemi hefur leitt til þess, að umferðaræðar stíflast á annatímum, ferðatíminn lengist og óæskileg umferð um safn- Benedikt Bogason götur og húsagötur eykst, umferðar- öryggi þverr og slysunum fjölgar. A úndanförnum árum og áratug- um hefur verið gert stórátak í vegagerð um allt land, byggðarlög og landshlutar smám saman tengdir saman með betri vegum, uppbyggð- um með bundnu slitlagi, og betri og stærri brýr gerðar. Þjóðhagslegur ávinningur af þessu er auðsær, enda oftast um mjög arðbærar fram- kvæmdir að ræða. Þessu ber að halda áfram af fullri einurð. En á sama tíma og mestöll lands- byggðin getur fagnað betri vegum, hefir sigið á ógæfuhliðina á höfuð- borgarsvæðinu, eins og áður er getið. Því þarf að gera stórátak, og hér er lagt til, að gerð verði fimm ára fram- kvæmdaáætlun (1988— 1992) og hafist handa strax á næsta ári með því að veija 360 m. kr. í framkvæmd- ir í stað um 150 m. kr., sem samtals íþróttasjóður og verkaskiptingin smáauglýsingar þjónusta Hilmar Foss lögg. skjalaþýð. og dómt., Hafnarstræti 11, sfmar 14824 og 621464. Nýársgleðí skíðadeildar Ármanns verður haldln á Hótel örk, Hverageröi 9. janúar 1988 kl. 19.00. Aðgöngumiðar seldir á hárgreiðslustofu Dóra, Lang- holtsvegi 128 tll 7. janúar. Frá Sálarrannsóknar- félagi íslands Fyrsti fólagsfundur ó árinu verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, (áður Hótel Hof), fimmtudag- inn 7. janúar kl. 20.30. Stjórnin. eftirSturlu Böðvarsson Starfsemi íþróttafélaganna er meðal mikilvægustu þátta félags- starfs í samfélagi okkar. í flestum sveitarfélögum er öflugt starf á vegum íþróttafélaga og ung- mennafélaga. Starf þessara félaga er oft stór þáttur í félagsstarfi ungmenna og viðurkennt að íþróttafélögin standa að unglinga- starfi sem er ómetanlegt fyrir samfélagið. Um þetta eru flestir sammála og telja því vel varið sem er veitt úr sameiginlegum sjóðum til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Það kom því nokkuð á óvart þegar fjár- málaráðherra lagði fram fjárlaga- frumvarpið og gerði ráð fyrir að leggja að öllu niður framlög ríkis- ins^ til íþróttastarfsemi. í tillögum að breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga er fjallað um þann þátt sem snýr að íþróttamálum. í þeim tillögum hef- ur verið gert ráð fyrir að þau verkefni, sem eru núna sameigin- leg viðfangsefni ríkis og sveitarfé- laga falli í hlut sveitarfélaga. Þessi skipan var liður í því að einfalda samskipti þessara tveggja handhafa framkvæmdavaldsins í landinu. Tillögur um breytta verkaskipt- ingu gerðu hins vegar ekki ráð fyrir því að ríkið hætti að styrkja félög sem eru sjálfstæð og óháð sveitarfélögum svo sem íþróttafé- lög. í mínum huga hefur það aldrei komið til greina að ríkið hætti með öllu að styrkja fijálsa íþrótta- starfsemi. Það gildir allt annað um sveitarfélög en íþróttafélög, sem hafa engar vissar tekjur úr sameiginlegum sjóðum. í tillögum um verkaskiptingu var gert ráð fyrir því, að sveitarfélögin fengju tekjur á móti til þess að geta sinnt þessum nýju verkefnum, sem eru í flestum tilvikum allt önnur og stærri en íþróttafélögin fást við. Það er skoðun flestra sveitar- stjómarmanna að einfalda eigi verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga. Það á hins vegar ekki að verða til þess að ríkið hætti að fást við verkefni sem það hefur séð um og varða ekki bein verk- efni sveitarfélaga. Ekki er gott að átta sig á því hvetjir eru höfundar þessa niður- skurðar á íþróttastyrkjum. Þó rifjast það upp að í frægri grein í DV skrifaði Sighvatur Björgvins- son formaður ljárveitinganefndar um að hvemig ætti að jafna halla á fjárlögnm. I þessari grein notaði hanp tækifærið og réðist að for- sætisráðherra landsins með óvenjulegu orðbragði. Hann taldi að halla ríkissjóðs yrði m.a. eytt með því að færa verkefni til sveit- arfélaganna! Ekki var það ráð líklegt til að duga fyrir ríkissjóð nema með því að sveitarfélögin fengju ekkert á móti. Þannig er hugmyndin um alger- an niðurskurð íþróttastyrkja ríkis- Sturla Böðvarsson „í mínum huga hefur það aldrei komið til greina að ríkið hætti með öllu að styrkja frjálsa íþróttastarf- semi.“ sjóðs trúlega komin og að sveitarfélögunum hafi verið ætlað að styrkja viðfangsefni íþróttafé- laga bótalaust. Þessari fyrirætlan var afstýrt, en eftir er að koma í ljós hvort reynt verður að ganga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að greiða íþróttastyrkina. Sveitarstjórnarmenn verða að fylgjast vel með framvindu þessa máls og gæta hagsmuna sveitarfé- laganna gagnvart ríkisvaldinu það virðist rík ástæða til þess að vera á verði. Höfundur er bæjnrstjóri í Stykkis- hólmi. er áætlað í gildandi vegaáætlun (þjóðvegir (stoftibrautir) 70 m. kr., þjóðvegir í þéttbýli 80 m. kr.). Sérstakur vinnuhópur, sem Vega- gerð ríkisins kom á til að fjalla um vegakerfi á höfuðborgarsvæðinu, skilaðí fyrstu drögum að fram- kvæmdaáætlun 1985—1990 í apríl 1985 (áfangaskýrsla I). Von hefur - verið á áfangaskýrslu II, en gera má ráð fyrir að nauðsynleg fram- kvæmdaþörf á fimm árum verði vart undir 2000 m. kr., eða um 400 m. kr. að meðaltali á ári. Þessi skýrsla barst mér í hendur í gær, og stað- festir hún fjárþörfina. f frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 er áætlað, að innheimta bif- reiðaskatta verði 1700 m.kr., þar af sérstakur bifreiðaskattur 650 m. kr. Bíleigendum þykir það vera að bera í bakkafullan lækinn að leggja þenn- an sérstaka skatt á bifreiðir ofan á alla aðra skatta. Ríkisstjómin gerði því bragarbót með því að veija hluta af þessum skatti í umrætt verkefni á árinu 1988 eða þá að auknum tekj- um af bensíngjaldi 1987 og 1988 yrði beint í þetta verkefni. í þingsályktunartillögunni er lagt til, að gerð sé fimm ára fram- kvæmdaáætlun 1988 fram til árs- byijunar 1993 — átak til að koma umferðinni í bærilegt horf án þess að ofbjóða gjaldgetu ríkissjóðs, þ.e. a.s. skattþegnum þessa lands. Samfellt átak í skipulegri röð kem- ur í veg fyrir dýrar bráðabirgða- lausnir, slitnar úr samhengi við heildina, en slíkt hefur því miður komið fyrir oftar en einu sinni, þanr-' sem umferðarvandi á einum stað er leystur með því að færa hann yfír á næsta horn. Einnig styður það að því, að viðhöfð séu ströng, fagleg vinnubrögð við útfærslu, þannig að fullt samræmi ríki um akreinar, út- af- og innáakstur og gerð gatna- móta. Núverandi slysagildrum, sem því miður eru alltof margar 1 gatna- kerfínu, verði útrýmt. Það er nefni- lega vonlaust að skapa öryggi og menningu í umferðinni, ef gatnakerf- ið er ruglingslegt. Borgarstjórinn ( Reykjavík sendi nýlega eins konar neyðarkall til háttvirtra þingmanna Reykjavíkur og fjárveitinganefndar varðandi stöðu þessara mála. í niðurlagi bréfs, sem hann sendi, telur hann að það kerfí, sem skammti fé til þjóðvega I þéttbýli, sé gengið sér til húðar. Ég held að það sé nauðsynlegt að lfta svo á, ef á heildina er litið. Hins vegar er hér um að ræða sérstakar forsendur, sem kalla.á sérstakar fjár- veitingar, eins og gerzt hefur t.d. með O-vegina og jarðgangnagerð. Hér hefur of lengi verið sofíð á verðinum og mál til komið að vakna nú, enda kemur fram í skýrslu hæst- virts fyrrverandi samgönguráðherra, Matthíasar Bjamasonar, T febrúar sú^ um samgöngumál, orðrétt á bls. 12, með leyfi hæstvirts forseta: „Þrátt fyrir framlög til þjóðvega í þéttbýli, áttu hin smærri þéttbýli t erfíðleikum með að Ijúka gerð þjóð- vega sinna. Til að hjálpa þessum sveitarfélögum hefur í nokkur ár verið veitt fé sérstaklega i vega- áætlun. Hefur þetta gefíð góða raun, og eru líkur til, að öllum þjóðvegum í þéttbýli verði lokið á næstu þremur til fjórum árurn." Og neðar á bls. 12: „Annað verkefni má nefna, sem kallar eftir verulegu Qármagni, en það eru úrbætur á þjóðvegum á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem umforðin er mest og stutt í öngþveiti á ymsum helztu leiðum. Þar eru slysin tfðust*. Verður ekki komizt þjá að gera nokk- urt átak í þessum efnum á næstu árum.“ Vegaáætlun fýrir árin 1987— 1990, sem samþykkt var á Alþingi 18. marz sl., svarar þessu kalli held- ur dauflega. Þessi tillaga til þings- ályktunar er raunverulega svar við þessu kalli. Þau ánægjulegu tfðindi hafa gerst frá því að þingsályktunartillaga þessi var lögð fram, að f Ijós hafa komið snörp viðbrögð hæstvirts núvorandi samgönguráðherra, Matthíasar Mat- hiesen, m.a. með útgáfu áðumefndr-" ” ar áfangaskýrslu II með drögum að framkvæmdaáætlun og tillögu í rikisstjóm um að auka fé f vegasjóð um 300 m.kr. Þá er bara að merkja nauðsynlegan hluta þeirra í fram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Það þurfa háttvirtir alþingismenn að tryggja með þvi að samþykkja þessa þingsályktunartillögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.