Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
43
Jómfrúræða Benedikts Bogasonar:
Framkvæmdaáætlun um þjóð-
vegi og stofnbrautir í þéttbýli
Hæstvirtur forseti.
Ég mæli hér fyrir tillögu til þings-
ályktunar um gerð framkvæmda-
áætlunar um þjóðvegi á höfuðborgar-
svæðinu. Tillaga þessi er á þingskjali
nr. 157 og er 148. mál þessa þings.
Flutningsmenn ásamt mér eru: Aðal-
heiður Bjamfreðsdóttir, 16. þm.
Reykjavíkur, Guðmundur Ágústsson,
11. þingmaður Reykjavíkur, Hregg-
viður Jónsson, 11. þingmaður
Reykjaneskjördæmis og Júlíus Sól-
nes, 7. þingmaður Reykjaneskjör-
dæmis.
Tillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm-
inni að láta gera fimm ára fram-
kvæmdaáætlun um stofnbrautir og
þjóðvegi í þéttbýli á höfuðborgar-
svæðinu í samráði við sveitarfélögin
þar. Jafnframt verði gerðar ákveðnar
tillögur um fjármögnun framkvæmd-
anna. Á árinu 1988 verði varið 360
milljónum króna í þetta verkefni.
Við gerð aðalskipulags fyrir
Reykjavík 1962—1983, sem sam-
þykkt var 1966, var lagður grunnur
að því aðalæðakerfi umferðar, sem
við búum við í dag á höfuðborgar-
svæðinu. Verki þessu stjómuðu
viðurkenndir erlendir sérfræðingar á
sviði skipulags- og umferðarmála og
unnu það í náinni samvinnu við
stjómendur og embættismenn
Reykjavíkurborgar og í samráði við
Vegagerð ríkisins og fulltrúa ná-
grannasveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu, allt frá Hafnarfirði
upp á Kjalames.
Þótt lega þessara upphaflegu
stofnæða aðalskipulagsins frá 1966
sé að mestu óbreytt og nágranna-
8veitarfélög hafí aðlagað sig þessu,
hafa þessar stofnæðar umferðar ekki
nándar nærri verið byggðar út, eins
og til var ætlast — á sama tíma og
hverfin, sem þær áttu að þjóna, hafa
byggzt að fullu og vel það eftir 1983.
Eg vil í þessu sambandi, með leyfi
hæstvirts forseta, vitna í forsendur
þessa merginverks, sem aðalskipu-
lagið var „um samhengi milli
byggðar, umferðar og gatnakerfis“.
Þar stendur á bls. 87:
„Þær skipulagsákvarðanir, sem
borgaryfirvöld taka, hafa sínar af-
leiðingar fyrir umferðarkerfið. Ein
einasta ákvörðun getur valdið óleys-
anlegum hnút í umferðarkerfinu eða
neytt borgina til að gera dýr um-
ferðarmannvirki, sem komast hefði
mátt hjá að öðmm kosti."
Og í sömu bók á bls. 105, „um
tæknilegt og starfrænt markmið að-
alskipulagsins", stendur:
„Að skipuleggja og byggja borg
þannig, að hæfni bifreiðarinnar sé
fullnýtt, felur það í sér m.a., að
flokka þarf umferðargötur, svo að
aka megi lengri vegalengdir milli
borgarhluta á götum í háum gæða-
flokki að þvi er snertir hraða,
umferðarrýmd og öryggi. Jafnframt
því, sem aðstæður batna við þetta
fyrir bílaumferðina, þá vinnst það,
að mikilli óviðkomandi, truflandi
umferð er beint frá íbúðarhverfun-
um.“
En það er ekki nóg að eiga breið-
ar og greiðar umferðargötur á
fallegum kortum — það verður að
leggja þær og útfæra fýrir þá um-
ferðarrýmd, sem til er ætlazt. Það
hefur því miður gengið seint og illa
á höfuðborgarsvæðinu, og á það
sínar skýringar, einsog seinna verður
vikið að.
Stofnbrautir á höfuðborgarsvæð-
inu samkvæmt vegaáætlun 1987—
1990 eru:
Suðurlandsvegur, Vesturlands-
vegur, Hafnarfjarðarvegur, Reykja-
nesbraut, Amamesvegur (Ofan-
byggðavegur), Vífilsstaðavegur,
Bessastaðavegur (að mestum hluta),
Hafravatnsvegur (að hluta).
Eftirfarandi vegir á höfuðborgar-
svæðinu eru skilgreindir sem þjóð-
vegir í þéttbýli samkvæmt reglugerð
um þjóðvegi í kaupstöðum og kaup-
túnum frá 12. maí 1986:
í Hafnarfirði: Reykjavíkurvegur,
Fjarðargata, Strandgata, Ásabraut,
Flatarhraun frá Reykjavíkurvegi að
Hafnarfjarðarvegi, Lækjargata.
í Bessastaðahreppi: Álftanesvegur
(hluti). í Garðabæ: Vífilsstaðavegur,
Bæjarbraut. í Kópavogi: Nýbýlaveg-
ur. Á Seltjamamesi: Norðurströnd
og Suðurströnd. í Mosfellsbæ: Þver-
holt. í Reykjavík: Eiðisgrandi,
Ánanaust, Hringbraut, Miklabraut,
Vesturlandsvegur að Höfðabakka,
Sætún, Kleppsvegur, Elliðavogur,
Reykjanesbraut að Breiðholtsbraut,
Kringlumýrarbraut, Breiðholtsbraut,
Fossvogsbraut frá Hringbraut við
Sóleyjargötu sunnan Öskjuhlíðar um
Fossvogsdal að Reykjanesbraut,
Stekkjabakki, Höfðabakki, Gullin-
brú, Gufunesvegur, Bæjarháls,
Bústaðavegur frá Reykjanesbraut
um Öskjuhlíð að Miklatorgi, Sóleyj-
argata, Fríkirkjuvegur, Lækjargata,
Kalkofnsvegur, Tryggvagata, Mýr-
argata.
Eins og þessi upptalning ber með
sér, er hér um að ræða allar helztu
umferðaræðar höfuðborgarsvæðis-
ins, gamla beinagrindin frá aðal-
skipulaginu 1966, að mestu leyti
heil á pappírunum að minnsta kosti.
Það dylst engum, sem ekur um
höfuðborgarsvæðið, að stofnkerfi
umferðarinnar er sprungið. Mikil
aukning umferðar á síðustu árum
vegna fjölgunar bifreiða og íbúa
ásamt aukinni athafnasemi hefur
leitt til þess, að umferðaræðar
stíflast á annatímum, ferðatíminn
lengist og óæskileg umferð um safn-
Benedikt Bogason
götur og húsagötur eykst, umferðar-
öryggi þverr og slysunum fjölgar.
A úndanförnum árum og áratug-
um hefur verið gert stórátak í
vegagerð um allt land, byggðarlög
og landshlutar smám saman tengdir
saman með betri vegum, uppbyggð-
um með bundnu slitlagi, og betri og
stærri brýr gerðar. Þjóðhagslegur
ávinningur af þessu er auðsær, enda
oftast um mjög arðbærar fram-
kvæmdir að ræða. Þessu ber að halda
áfram af fullri einurð.
En á sama tíma og mestöll lands-
byggðin getur fagnað betri vegum,
hefir sigið á ógæfuhliðina á höfuð-
borgarsvæðinu, eins og áður er getið.
Því þarf að gera stórátak, og hér er
lagt til, að gerð verði fimm ára fram-
kvæmdaáætlun (1988— 1992) og
hafist handa strax á næsta ári með
því að veija 360 m. kr. í framkvæmd-
ir í stað um 150 m. kr., sem samtals
íþróttasjóður og
verkaskiptingin
smáauglýsingar
þjónusta
Hilmar Foss
lögg. skjalaþýð. og dómt.,
Hafnarstræti 11,
sfmar 14824 og 621464.
Nýársgleðí skíðadeildar
Ármanns
verður haldln á Hótel örk,
Hverageröi 9. janúar 1988 kl.
19.00. Aðgöngumiðar seldir á
hárgreiðslustofu Dóra, Lang-
holtsvegi 128 tll 7. janúar.
Frá Sálarrannsóknar-
félagi íslands
Fyrsti fólagsfundur ó árinu verður
haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg
18, (áður Hótel Hof), fimmtudag-
inn 7. janúar kl. 20.30.
Stjórnin.
eftirSturlu
Böðvarsson
Starfsemi íþróttafélaganna er
meðal mikilvægustu þátta félags-
starfs í samfélagi okkar. í flestum
sveitarfélögum er öflugt starf á
vegum íþróttafélaga og ung-
mennafélaga. Starf þessara félaga
er oft stór þáttur í félagsstarfi
ungmenna og viðurkennt að
íþróttafélögin standa að unglinga-
starfi sem er ómetanlegt fyrir
samfélagið. Um þetta eru flestir
sammála og telja því vel varið sem
er veitt úr sameiginlegum sjóðum
til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Það
kom því nokkuð á óvart þegar fjár-
málaráðherra lagði fram fjárlaga-
frumvarpið og gerði ráð fyrir að
leggja að öllu niður framlög ríkis-
ins^ til íþróttastarfsemi.
í tillögum að breyttri verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga er
fjallað um þann þátt sem snýr að
íþróttamálum. í þeim tillögum hef-
ur verið gert ráð fyrir að þau
verkefni, sem eru núna sameigin-
leg viðfangsefni ríkis og sveitarfé-
laga falli í hlut sveitarfélaga.
Þessi skipan var liður í því að
einfalda samskipti þessara tveggja
handhafa framkvæmdavaldsins í
landinu.
Tillögur um breytta verkaskipt-
ingu gerðu hins vegar ekki ráð
fyrir því að ríkið hætti að styrkja
félög sem eru sjálfstæð og óháð
sveitarfélögum svo sem íþróttafé-
lög. í mínum huga hefur það aldrei
komið til greina að ríkið hætti
með öllu að styrkja fijálsa íþrótta-
starfsemi. Það gildir allt annað
um sveitarfélög en íþróttafélög,
sem hafa engar vissar tekjur úr
sameiginlegum sjóðum. í tillögum
um verkaskiptingu var gert ráð
fyrir því, að sveitarfélögin fengju
tekjur á móti til þess að geta sinnt
þessum nýju verkefnum, sem eru
í flestum tilvikum allt önnur og
stærri en íþróttafélögin fást við.
Það er skoðun flestra sveitar-
stjómarmanna að einfalda eigi
verkaskiptingu milli ríkis og sveit-
arfélaga. Það á hins vegar ekki
að verða til þess að ríkið hætti að
fást við verkefni sem það hefur
séð um og varða ekki bein verk-
efni sveitarfélaga.
Ekki er gott að átta sig á því
hvetjir eru höfundar þessa niður-
skurðar á íþróttastyrkjum. Þó
rifjast það upp að í frægri grein
í DV skrifaði Sighvatur Björgvins-
son formaður ljárveitinganefndar
um að hvemig ætti að jafna halla
á fjárlögnm. I þessari grein notaði
hanp tækifærið og réðist að for-
sætisráðherra landsins með
óvenjulegu orðbragði. Hann taldi
að halla ríkissjóðs yrði m.a. eytt
með því að færa verkefni til sveit-
arfélaganna!
Ekki var það ráð líklegt til að
duga fyrir ríkissjóð nema með því
að sveitarfélögin fengju ekkert á
móti.
Þannig er hugmyndin um alger-
an niðurskurð íþróttastyrkja ríkis-
Sturla Böðvarsson
„í mínum huga hefur
það aldrei komið til
greina að ríkið hætti
með öllu að styrkja
frjálsa íþróttastarf-
semi.“
sjóðs trúlega komin og að
sveitarfélögunum hafi verið ætlað
að styrkja viðfangsefni íþróttafé-
laga bótalaust. Þessari fyrirætlan
var afstýrt, en eftir er að koma í
ljós hvort reynt verður að ganga
í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til
þess að greiða íþróttastyrkina.
Sveitarstjórnarmenn verða að
fylgjast vel með framvindu þessa
máls og gæta hagsmuna sveitarfé-
laganna gagnvart ríkisvaldinu það
virðist rík ástæða til þess að vera
á verði.
Höfundur er bæjnrstjóri í Stykkis-
hólmi.
er áætlað í gildandi vegaáætlun
(þjóðvegir (stoftibrautir) 70 m. kr.,
þjóðvegir í þéttbýli 80 m. kr.).
Sérstakur vinnuhópur, sem Vega-
gerð ríkisins kom á til að fjalla um
vegakerfi á höfuðborgarsvæðinu,
skilaðí fyrstu drögum að fram-
kvæmdaáætlun 1985—1990 í apríl
1985 (áfangaskýrsla I). Von hefur -
verið á áfangaskýrslu II, en gera
má ráð fyrir að nauðsynleg fram-
kvæmdaþörf á fimm árum verði vart
undir 2000 m. kr., eða um 400 m.
kr. að meðaltali á ári. Þessi skýrsla
barst mér í hendur í gær, og stað-
festir hún fjárþörfina.
f frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
1988 er áætlað, að innheimta bif-
reiðaskatta verði 1700 m.kr., þar af
sérstakur bifreiðaskattur 650 m. kr.
Bíleigendum þykir það vera að bera
í bakkafullan lækinn að leggja þenn-
an sérstaka skatt á bifreiðir ofan á
alla aðra skatta. Ríkisstjómin gerði
því bragarbót með því að veija hluta
af þessum skatti í umrætt verkefni
á árinu 1988 eða þá að auknum tekj-
um af bensíngjaldi 1987 og 1988
yrði beint í þetta verkefni.
í þingsályktunartillögunni er lagt
til, að gerð sé fimm ára fram-
kvæmdaáætlun 1988 fram til árs-
byijunar 1993 — átak til að koma
umferðinni í bærilegt horf án þess
að ofbjóða gjaldgetu ríkissjóðs, þ.e.
a.s. skattþegnum þessa lands.
Samfellt átak í skipulegri röð kem-
ur í veg fyrir dýrar bráðabirgða-
lausnir, slitnar úr samhengi við
heildina, en slíkt hefur því miður
komið fyrir oftar en einu sinni, þanr-'
sem umferðarvandi á einum stað er
leystur með því að færa hann yfír á
næsta horn. Einnig styður það að
því, að viðhöfð séu ströng, fagleg
vinnubrögð við útfærslu, þannig að
fullt samræmi ríki um akreinar, út-
af- og innáakstur og gerð gatna-
móta. Núverandi slysagildrum, sem
því miður eru alltof margar 1 gatna-
kerfínu, verði útrýmt. Það er nefni-
lega vonlaust að skapa öryggi og
menningu í umferðinni, ef gatnakerf-
ið er ruglingslegt.
Borgarstjórinn ( Reykjavík sendi
nýlega eins konar neyðarkall til
háttvirtra þingmanna Reykjavíkur
og fjárveitinganefndar varðandi
stöðu þessara mála. í niðurlagi bréfs,
sem hann sendi, telur hann að það
kerfí, sem skammti fé til þjóðvega I
þéttbýli, sé gengið sér til húðar. Ég
held að það sé nauðsynlegt að lfta
svo á, ef á heildina er litið. Hins
vegar er hér um að ræða sérstakar
forsendur, sem kalla.á sérstakar fjár-
veitingar, eins og gerzt hefur t.d.
með O-vegina og jarðgangnagerð.
Hér hefur of lengi verið sofíð á
verðinum og mál til komið að vakna
nú, enda kemur fram í skýrslu hæst-
virts fyrrverandi samgönguráðherra,
Matthíasar Bjamasonar, T febrúar sú^
um samgöngumál, orðrétt á bls. 12,
með leyfi hæstvirts forseta:
„Þrátt fyrir framlög til þjóðvega
í þéttbýli, áttu hin smærri þéttbýli t
erfíðleikum með að Ijúka gerð þjóð-
vega sinna. Til að hjálpa þessum
sveitarfélögum hefur í nokkur ár
verið veitt fé sérstaklega i vega-
áætlun. Hefur þetta gefíð góða raun,
og eru líkur til, að öllum þjóðvegum
í þéttbýli verði lokið á næstu þremur
til fjórum árurn."
Og neðar á bls. 12:
„Annað verkefni má nefna, sem
kallar eftir verulegu Qármagni, en
það eru úrbætur á þjóðvegum á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem umforðin
er mest og stutt í öngþveiti á ymsum
helztu leiðum. Þar eru slysin tfðust*.
Verður ekki komizt þjá að gera nokk-
urt átak í þessum efnum á næstu
árum.“
Vegaáætlun fýrir árin 1987—
1990, sem samþykkt var á Alþingi
18. marz sl., svarar þessu kalli held-
ur dauflega. Þessi tillaga til þings-
ályktunar er raunverulega svar við
þessu kalli.
Þau ánægjulegu tfðindi hafa gerst
frá því að þingsályktunartillaga þessi
var lögð fram, að f Ijós hafa komið
snörp viðbrögð hæstvirts núvorandi
samgönguráðherra, Matthíasar Mat-
hiesen, m.a. með útgáfu áðumefndr-" ”
ar áfangaskýrslu II með drögum að
framkvæmdaáætlun og tillögu í
rikisstjóm um að auka fé f vegasjóð
um 300 m.kr. Þá er bara að merkja
nauðsynlegan hluta þeirra í fram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Það
þurfa háttvirtir alþingismenn að
tryggja með þvi að samþykkja þessa
þingsályktunartillögu.