Morgunblaðið - 05.01.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
„íslenzku gestim-
ir eru jákvæðir og
fróðleiksfúsir“
Spjallað við gríska ferðamála-
frömuðinn Basil Nakos
FERÐIR til Grikklands hafa
lengi haft mikið aðdráttarafl
fyrir íslendinga og þótt þangað
hafi aldrei orðið þvílíkur
fjöldaflaumur og til Spánar, er
líklega óhœtt að segja, að þeir
gestir sem leita þangað fari
ekki sízt þeirra erinda að kynna
sér gamla og nýja menningu
Grikklands, skoða sögustaði og
kynnast mannlífi, í flestu ólikt
okkar.
Undanfarin ár hefur Farandi efnt
til sérstakra menningarreisa til
Grikklands í bytjun júní. Nokkrum
dögum fyrir jól var hér Basil
Nakos frá KM-ferðaskrifstofunni
í Aþenu, en sú forðaskrifstofa
hefur annazt móttöku og fyrir-
greiðslu þegar til Grikklands er
komið.
Basil Nakos sagði, að ferðin á
næsta vori yrði með svipuðu sniði
og hinar fyrri, enda augljóst, að
sú áætlun hefði fengið góðar und-
irtektir. Farið er um sögustaði og
út á eyjar þrjár. Einnig er ferð
yfir til Kusadasi í Tyrklandi og
þaðan til Efesus.
Basil Nakos sagði að það væri
sér persónulega mikil ánægja,
hversu vel hefði tekizt til í þessum
ferðum. Islenzku gestimir væru
jákvæðir og fróðleiksfúsir, af-
slappaðir og kátir og auðfundið
væri að flestir hefðu lesið sér tölu-
vert til fyrir ferðina.
Margt væri óneitanlega, sem
kæmi gestum á óvart. Kannski
mannlífið þó mest og fjölbreytni
þess. Og svo hversu eyjalífið væri
gerólíkt því sem gerðist upp á
meginlandinu.
Hann sagði, að ferðamanna-
fjöldi til Grikklands í fyrra hefði
verið um sjö milljónir. Fyrir
nokkrum ámm dró úr komum
ferðamanna, vegna þess að upp
komu sögusagnir um að Hellen-
ikon flugvöllurinn við Aþenu væri
ekki ömggur og skæmliðar og
Basil Nakos Ljósmynd Mbl. Júllus
hryðjuverkamenn ættu greiða leið
þar í gegn. Nú hefði allt verið
endurskipulagt og flugvöllurinn
þætti einhver sá traustasti í þess-
um heimshluta. Ekki sakaði
heldur að benda á að Olympic
Airways þætti með ömggari flug-
félögum og óhappatíðni mjög lág.
„Mér hefur fallið ákaflega vel
við íslendinga frá því ég hóf að
hafa samskipti við þá,“ sagði
Nakos. „Eg hef sagt það áður og
get endurtekið það að mér finnst
margt líkt með Grikkjum og ís-
lendingum, þótt það liggi kannski
ekki í augum uppi strax. Við hjá
minni ferðaskrifstofu höfum lagt
metnap okkar í að taka vel á
móti íslendingunum og munum
gera það áfram. Þeir em góðir
og þekkilegir gestir. Brosmildir
og hlýir. Ekki veit ég hvaðan þið
hafið þá hugmynd um ykkur, sem
ég sé stundum setta fram, að ís-
lendingar séu lokaðir og heldur
kuldalegir." j.k.
Frá höfmnni í Stykkishólmi. Morgunbladið/Ámi Helgason
Friðsæl jól í Stykkihólmi
Stykkishólmi.
JÓLIN hér i Iiólminum voru afar
friðsæl eins og ætíð áður. Jóla-
messur með hefðbundnum hætti.
Á aðfangadag í kirkjunni okkar
þar sem sóknarpresturinn, Gísli
Kolbeins, þjónaði og okkar ágæti
kirkjukór, undir stjóm Jóhönnu
Guðmundsdóttur, hafði með söng
að gera. Þá var miðnæturmessa í
kaþólsku kirkjunni. Þar þjónar séra
Jan Habets.
Ekki er fréttaritara kunnugt um
nokkur óhöpp eða slys, svo er ham-
ingjunni fyrir að þakka. Og eins
mun vera í nágrenninu. Allt mjög
hátíðlegt og gott.
Leikfélagið Grímnir hafði tvær
sýningar á Jámhausnum um jólin
við góðar undirtektir.
Fólk heimsótti hvert annað eins
og vanalega og enginn fór framhjá
blessaðri hátíðinni. Eins og víðar
voru jólin fremur rauð, en það bætti
að sjá snjóinn í fjöllunum og kring
og setti það sína stemmningu á allt.
Hjá Hvítasunnumönnum var
einnig jólasamkoma, svo það var
mikið af andans efni og kristilegu
um þessi jól.
Aldrei minnist fréttaritari þess
að hafi verið eins mikið um skreyt-
ingar í bænum eins og um þessi jól
og kirkjugarðurinn var eitt ljóshaf,
dýrlegt að horfa þar yfir.
— Árni
45.
Kennsla hefst á
fimmtudaginn
7. janúar.
Nemendur mæti á
sömu tímum og
og áður.
Innritun nýrra nem-
enda og allar
upplýsingar í síma
611459.
LETT
Royal
Academy
ofDancing
BALLETTSKÓLI
Guðbjargar Björgvins
íþróttahúsinu
Seltjarnarnesi. ~1
Félag ísl. listdansara.
januar
| Brtu byrjandi?
Brtu i góðu formi?
Þarftu að fara i megru
Viltu fjör, púl og svita?
Viltu rólegaSrtima?" ~
JSB er l'**>
1. KERFImm......... , , —
LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN
Fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem
hæfa öllum.
FRAMHALDSFLÖKKAR
Lokaöir flokkar. Þýngri timar. Aöeins
fyrir vanar.
[ ROLEGIR TIMAR
Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að
fara varlega.
4. KERFI
MEGRUNARFLOKKAR
Fjórum sinnum í viku fyrir þær sem
þurfa og vilja míssa aukakílóin.
KERFI
FYRIR UNGAR OG HRESSAR
Teygju - þrek - Jazz.
Eldfjörugir tímar með léttri Jazz sveiflu.
ttmLBgruríöllum
ssyiíit
ávallt ífararbroddi
Morgun-, dag- og kvöldtímar
Suðurverí, sími 83750 Hraunbergi, sími 79988
A