Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 46
46
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
+
Ofbeldi
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Stjörnubíó:
Ishtar ★ ★,/2
Leikstjóm og handrit: Elaine
May. Kvikmyndataka: Vittorio
Storaro. Búningar: Anthony Pow-
ell.
Aðalleikendur: Dustin Hoffman,
Warren Beatty, Isabelle Adjani,
Jack Weston, Charles Grodin,
Carol Kane
Bandarísk. Columbia 1987. Ca.
108 min.
Saga Ishtar er áþekk Heaven’s
Gate en hvergi nærri jafn kunn og
útblásin. Það er ekki óeðlilegt að
maður beri þessa kvikmyndalegu
dínósára saman sem hvor um sig
kostaði uppundir 200 milljónir og
verður samanburðurinn tæpast Ish-
tar í hag. Heaven’s Gate bar þó með
sér á yfirborðinu að hafa kostað
morð flár en eftir sýningu Ishtar
klórar maður sér einfaJdlega í kollin-
um og spyr, hvert fóru öll þessi
auðæfi, (sem hefðu léttilega fram-
fleytt 100 — eitthundrað íslenskum
myndum!)?
Þeir Beatty og Hoffman leika
gjörsamlega hæfileikalausa söngv-
ara og lagasmiði sem eru svo
ægilega lélegir að fólk verður
beinlínis hrætt við þá! Enda liggur
leið þeirra fyrr en varir til arabarík-
is í N-Afríku í leit að áheyrendum.
Þegar þangað er komið flækjast
þeir félagar upp fyrir höfuð í
margsnúið njósnamál, þar sem KGB
og CLA bítast um þá.
Því fengum við ekki að fylgjast
með baráttu skussanna tveggja á
þriðja flokks skemmtistöðum New
York-borgar til loka myndarinnar í
stað þess að flækjast í gjörsamlega
misheppnað ferðalag til Afríku? Því
Ishtar er ágæt skemmtun meðan
aularnir halda sig í Norður-Ameríku.
Afríkuplottið er að miklu leyti mis-
lukkaður farsi í anda „screwball"-
gamanmynda fyrri ára, uppákomu-
fyndnismynda þar sem atburðarásin
gerðist svo snúin að allt lenti í einum
tjúkandi hrærigraut. En hér botnar
því miður enginn neitt í neinu. Be-
atty er að auki kolómögulegur í
hlutverki sem er á skjön við þau sem
hann hefur áður leikið. Hofftnan er
aftur á móti mun betri gamanleikari
og þegar myndin fer útí hreinan lát-
bragðsleik, einsog er hann gerist
túlkur hjá vopnasölunum, á hann
fljúgandi góða kafla. Grodin er einn-
ig góður, sem oftast áður. Maðurinn
er einn flinkasti gamanleikarí
Bandaríkjanna, fasið og tímasetn-
ingin með afbrigðum góð. Adjani er
sæt. Tónlistin hans Paul Williams,
sem semur alla aulasöngvana, er
einn besti hluti myndarinnar, en
Elaine May skaðar hana mest. Það
er engu líkara en álíka sé komið
fyrir henni sem handritshöfundi og
leikstjóra og kameldýrinu í mynd-
inni, sem er blint á báðum. Ishtar
er best lýst með frægu orði úr tungu
hennar eigin kynþáttar, „schlock".
PRENTBORÐAR:
VERULEG VERÐLÆKKUN Á ÖLLUM
PRENTBORÐUM OG BLEKDUFTI I
HP LASER PRENTARA
TÖLVUMÖPPUR . KR. 199,-
BRÉFABINDI. . . . KR. 149,-
ÓDÝR TÖLVUPAPPÍR, GOTT ÚRVAL
r
LJÓSRITUNARVÉLAR MITA
RITVÉLAR SILVER REED
REIKNIVÉLAR + PAPPÍRSTÆTARAR
VERÐ FRÁ KR. 9.950.-
TÖLVUR OG PRENTARAR
HVERGI MEIRA ÚRVAL
ALLT HUGBÚNAÐUR OG NOTENDA-
HUGBÚNAÐUR í GÓÐU ÚRVALI
TOLVU
HHMSn
VDRUR
HUGBUNAÐUR
SKRIFSTOFUTÆKI
SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175