Morgunblaðið - 05.01.1988, Side 48

Morgunblaðið - 05.01.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur! Þann 18. nóvember birtist grein þar sem borin eru sam- an tvö merki, með tilliti til hreinskilni, eða merki Bog- manns og Sporðdreka. Sjálf er ég Sporðdreki en á bróur sem er Bogmaður. Mér þótti þessi grein mjög rétt Þó ég beri sjálf virðingu fyrir hrein- slrilni öllum stundum þá verð ég samt að viðurkenna að stundum getur það komið sér betur að hafa þennan hæfí- . leika að leiða það neikvæða hreinlega hjá sér.“ (Bréfritari er hér að vfsa til hæfileika Bogmannsins að sjá einungis hið jákvæða í tilverunni og þarfar Sporðdrekans fyrir að vera hreinskilinn hvað sem á dynur.) Tilviljanir „Ég hef áður skrifað þér og fékk þetta líka góða svar sem átti svo ágætlega við mig. Þegar aftur á móti vinur minn, sem hefur ansi Utla trú a'stjömuspeki, las það sagði hann það tilviljun eina hversu vel það átti við. Nú langar mig til að sýna honum fram á gildi stjömuspekinnar með því að biðja þig vinsamlegast um að rýna i stjömukortið hans. Hann er fæddur 5.12.64 kl. 3.45 í Reykjavík.“ Svar: Það er alltaf jafn gaman að heyra rök þeirra sem hafa litla trú á stjömuspeki. Ef eitthvað passar þá er það til- viljun. Eða ættum við kannski að segja röð tilvilj- ana i gegnum nokkur þúsund ár. Ég verð að segja eins og er að margar þykja mér þess- ar tilviljanir þá orðnar. Annars ætla ég ekki að Qalia um það hér. Ég þakka bréfið þitt og nota tækifærið til að geta þess hér að greinilega gieymist við lýsingu á merkj- unum að Sporðdrekar eru allra merkja pennaglaðastir. Vinur Hvað varðar beiðni þína þá hefur vinur þinn Sól og Tungi i Bogmanni, Vog Risandi, Merkúr í Steingeit, Venus i Sporðdreka, Mars í Meyju og Ljón á Miðhimni. . JákvceÖur og hress Ég myndi segja hann já- kvæðan, hressan og í grunn- atriðum og hvað varðar tilfinningar iéttan persónu- leika. Hann er eirðariaus og þarf mikið að vera á ferðinni og fást við margvísleg mál. Einn helsti veikleiki hans er sá að hann fær dellur sem síðan ganga fljótt yfir. Kurteis og skapstór f framkomu er hann að öllu jöfnu kurteis og þægilegur. Hann leggur t.d. áherslu á að vera yfirvegaður. Þrátt fyrir það er hann skapstór, kappsfullur og sjálfstæður. •Hann hefur t.d. stundum ánægju af því að vera á önd- verðum meiði við aðra. Hvort Vogarframkoman leyfi að hann segi hug sinn við alla er svo aftur á móti annað mál. Vinur þinn vill fara eig- in leiðir, er illa við öll bönd og að aðrir segi honum fyrir verkum, bæði hvað varðar vinnu, skoðanir og almenna hegðun. JarÖbundin hugsun f hugsun er vinur þinn raun- sær, jarðbundinn og skipu- lagður, en á til að vera stífur og þver. Hann er eins og segir að framan að öllu jöfnu opinn og iéttur, en Venus í Sporðdreka táknar að hann er eigi að síður dulur og var- kár þegar ást er annars vegar. Að lokum má segja að vinur þinn sé stoltur mað- ur og líti stórt á sjálfan sig. GARPUR GRETTIR UÓSKA SMÁFÓLK Maður smellir saman fingrunum þegar maður viU sýnast kaldur ... Maður gengur svona, sjáðu, og smellir saman fingrunum ... Þetta er erfitt þegar mað- ur skríður. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eftir fyrstu tvo slagina þóttist vestur nokkuð viss um staðsetn- ingu háspila sagnhafa, og sá að þörf var róttækra aðgerða. Hann skipti yfir í réttan lit, en gleymdi að setja punktinn yfir i-ið. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K854 ♦ D4 ♦ KDG106 ♦ DIO Vestur Austur ♦ Á5 ♦ G972 ♦ G1098 111 ♦ 765 ♦ 842 ♦ 953 ♦ KG74 Suður ♦ D103 VÁK32 ♦ Á7 ♦ 9653 ♦ Á82 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 1 tigull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass Pass Sgrönd Pass Pass Sagnir suðurs sýndu jafna skiptingu og 12—15 punkta. Vestur hóf vömina með því að spila út hjartagosa, sem sagn- hafi drap á drottningu blinds og spilaði strax spaða á drottning- una. Vestur drap á ásinn og staldr- aði við. Það sannaðist í fyrsta slag að suður var ÁK í hjarta. Og sú staðreynd að hann valdi að sækja spaðann, fremur en tígulinn, benti eindregið til að hann ætti tígulásinn. Með spaða- kóngnum var hann því kominn með níu rennandi slagi. Sem sagt, tími til róttækra aðgerða, og vestur spilaði laufi, sannfæiður um að félagi ætti ásinn. Það reyndist rétt, en laufnía suðurs var nægiiega sterk til að stöðva framrás litarins, svo vömin fékk aðeins þijá slagi á lauf til viðbótar við spaðaásinn. Vestur var á réttri leið, en hann hefði átt að taka þennan möguleika með í reikninginn. Það gat hann gert með því að spila laufkóngnum fyrst. Austur verður auðvitað að láta áttuna undir til að koma í veg fyrir að liturinn stíflist! Umsjón Margeir Pétursson Á úrtökumóti fyrir næsta Skák- þing Sovétríkjanna kom þessi staða upp í skák meistaranna Shabalov, sem hafði hvítt og átti ieik, og Naumkin. 28. Hxh6! (Mikiu sterkara en 28. Rxh6? - Hf6!) gxh6, 29. Rxh6 og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.