Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 53

Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 53 Minning: Guðmunda Pálína Guðmundsdóttir Fædd8.júlí 1908 Dáin 24. desember 1987 í dag kveðjum við móðursystur okkar Guðmundu Pálínu Guðmunds- dóttur sem andaðist á gjörgæsludeild Landakotsspítala þann 24. desember síðastliðinn. Hún var fædd 8. júlí 1908 í Nýjabæ í Þykkvabæ, dóttir hjónanna Pálínu Jónsdóttur frá Nýjabæ í Þykkvabæ og Guðmundar Einarssonar frá Bjólu í Rangárvallasýslu. Tveggja ára göm- ul fluttist hún með foreldrum sínum að Ytra-Hóli í Vestur-Landeyjum og 12 ára gömul flytur hún ásamt foreld- rum sínum og systkinum til Vest- mannaeyja og bjó íjölskyldan í Viðey í Vestmannaeyjum alla tíð síðan með- an báðir foreldrar lifðu. Starfaði Guðmundur sem útvegs- bóndi í Vestmannaeyjum. Pálína bar nafn beggja foreldra sinna. Hún fer að engum óð er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Davíð St. Ekkert lýsir henni betur en þess- ar ljóðlínur. Þegar Pálína var 16 ára gömul fór hún til föðurbróður síns, Óskars Einarssonar, læknis að Laugarási í Biskupstungum, og ári síðar að Flateyri við Önundar- §örð þar sem Óskar var héraðs- læknir og vann hún að hjúkrunar- störfum hjá honum næstu 3 árin. Á Flateyri kynntist hún Adolf Holm sem hún síðar giftist og fluttu þau til Reykjavíkur. Þau eignuðust 2 syni, þá Sopfus Hennry Holm og Guðmund Holm. Þau slitu síðar samvistum. Alla tíð síðan bjó Pálína í Reykjavík og hélt heimili með Guð- mundi syni sínum. Sérstakar þakkir skulu fluttar hjónunum Sigríði og Haraldi i Skipasundi 92, Reykjavík, þar sem hún bjó sl. 30 ár, fyrir vináttu þeirra og umhyggju alla tíð. Einnig alúðarþakkir til Sólveigar og starfsfólksins í Víðihlíð, sem auðsýnt hafa Guðmundi syni henn- ar fyrirmyndarumönnun þann tíma sem Pálína var veik. Bestu þakkir til starfsfólks Landakotsspítala sem önnuðust hana af alúð og nærgætni í veikindum hennar. Til óskalandsins fljúgum við fijáls og ein, þar fáum við öllu jauúnesku böli að gleyma. Davíð St. Með þessum orðum skáldsins kveðjum við fyrir hönd fjölskyldu okkar Guðmundu Pálínu Guð- mundsdóttur hinstu kveðju. Sonum hennar vottum við samúð okkar. Hvfli hún í friði. Pálína og Elín Óskarsdætur Ólöf S. Jónsdóttir Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir Tollalækkanir og hagstæð magninnkaup: 15 til 40% verðlækkun á 26 vörutegundum. TIPP-EX 20% VERÐLÆKKUN 10 stk. í kassa áöur 990,- nú 790,- cmiK>= Hallarmúla 2, E 83211 SICUNCASKÓUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA Innritun í síma 68-98-85 og 3-10-92. Tími: 11. jan. -22.feb. Tvö kvöld i viku kl. 7-11. Kennslugjald: kr. 9.000,- Benedikt Alfonsson, siglingafræðingur: Siglingafræði, siglingareglur, sjómennska. KENNSLU ANNAST: Guðlaugur Leósson, skyndihjálparkennari: Slysa- og skyndihjálp (skyndihjálparskirteini) Páll Bergþórsson, veðurfræöingur: Veður og veðurspár. Greiðslukortaþjónusta. Frekari upplýsingar í síma 68-98-85 og 5-10-92. SICLINGASKÓLINN - medlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. Kr. :.... I M^ertþú 6 i 450 MtllJ METBÓK BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.