Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 14
Silvana Dussmann, hin kornunga stjarna Austurrikis í sópransðng, syngnr einsöng. MorSunb|a*®/J,orkell
Peter Guth stjómar Sinfóniuhljómsveit íslands á Vínartónleikunum
og leikur um leið á fiðluna.
Vínartónleikar Sinf óníuhlj ómsveitar Islands:
Tónlist allra tíma
— flutt ásamt kórum frá Akranesi og einsöngvara frá Austurríki
eftir Rafn Jónsson
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands verða haldnir í
íþróttahúsinu á Akranesi í kvöld
klukkan hálf níu og endurteknir í
Háskólabíói á morgun, laugardag,
klukkan 17.00. Auk hljómsveitarinn-
ar koma fram kirkjukór Akraness
og Kór Fjölbrautaskólans á Akra-
nesi og austurríska sópransöng-
konan Silvana Dussmann. Stjóm-
andi er austurríski fiðlusnillingurinn
Peter Guth. Kórstjóri er Jón Olafur
Sigurðsson.
I stuttu hléi á æfíngu með hljóm-
sveitinni, þar sem Peter Guth ekki
einungis stjómar á hefðbundinn
hátt, heldur leikur einnig á fíðluna,
ræddi ég stuttlega við þau Silvana
Dussmann. Peter Guth er löngu vel
þekktur í heimi klassískrar tónlistar
og þá ekki síður í röðum unnenda
nútímatónlistar. Hann á að baki
glæsilegan feril; var um þriggja ára
skeíð nemandi Davíðs Oistrach í
Moskvu og er nú konsertmeistari
Útvarpshljómsveitarinnar í Vín.
Hann hefur komið víða við, hlúð
sérstaklega að Vínartónlist, þeirri
músík, sem hljómsveitin flytur I dag
og á morgun, og einnig náð langt í
túlkun nútímatónlistar. Þá hefur
hann einnig stundað nokkuð kennslu
og kynnt nýja fiðlutækni.
sópransöngkonan í Evrópu?
Ég hóf söngnám í Vín 1979 hjá
Streich og lauk þar námi 1984. Á
námsárunum vann ég fyrir mér með
söng í Ríkisóperunni í Vín, þar sem
ég fékk ómetanleg tækifæri til að
hlýða á heimsþekkta söngvara, sem
vom mér stöðug hvatning í nám-
inu. Ég missti þannig aldrei sjónar
á takmarkinu; að verða sópransöng-
kona. Ég lærði einnig hjá Gerhard
Kahry þá söngtækni, sem ég beiti
í dag við að túlka Vínartónlistina,
sem ég mun syngja fyrir ykkur.
Sem Vínarbúi legg ég mikið upp
úr því að flytja Vínartónlist og ég
er mjög ánægð að fá tækifæri hér
til að flytja hana með Peter Guth."
„En hvenær hófst einsöngsferill-
inn?“
„Hann hófst með því, að ég vann
tvisvar fyrstu verðlaun í einsöngv-
arakeppni 1986, meðal annars í
Robert Stolz-keppninni. Ég söng
því næst við Wiener Volks-óperuna
óg komst á samning hjá þeim í
september i fyrra, sem lauk nýlega.
Ég hef einnig sungið í Salzburg og
Innsbruck. Þá hef ég komið fram
í Þýskalandi og í næsta mánuði
verða tvennir tónleikar í Dan-
mörku."
„Silvana er ungur söngvari,"
sagði Peter Guth, „sem hefur vakið
óvenjumikla athygli af svo ungri
söngkonu að vera. Hún söng í októ-
ber stöastliðnum með Nicolai
Gedda. Áhorfendur veltu því fyrir
sér, hver þessi unga söngkona væri
og hún hlaut þannig mikla athygli
og mjög góða krítikk, enda hefur
hún meira raddsvið en flestar söng-
konur á hennar aldri. Þetta er
einnig ástæðan fyrir því að hún er
hér nú, því ég heyrði hana fyrst
syngja á þessum tónleikum og
hreifst af,“ sagði Peter og Silvana
greip frammí: „Og ég vona, að við
eigum eftir að vinna mikið saman
í framtíðinni."
„Það gerist ekki mjög oft,“ sagði
Peter, „að svona ungir söngvarar
séu „uppgötvaðir". Við eigum
marga unga og efnilega söngvara
í Austurríki, en enginn þeirra hefur
náð jafn langt á jafn skömmum
tíma og Silvana.“ En hversu gömul
er Silvana? „Maður spyr ekki söng-
konur — og reyndar ekki aðrar
konur heldur um aldur," sagði Pet-
er. „Silvana er ung miðað við það
sem hún hefur afrekað; hún er að
gera hluti, sem aðrar söngkonur
geta stundum ekki gert fyrr en um
fertugt, eftir margra ára þrotlausa
þjálfun! Mörg óperuhlutverk eru
skrifuð fyrir ungar konur, en þau
eru þannig að ungar konur geta
ekki sungið þau. Silvana getur
sungið þessi hlutverk!" „Þetta er
ekki einungis spurningin um söng-
inn,“ segir Siivana, „heldur ekki
síður um það að geta hreyft sig á
sviðinu meðan maður syngur."
Vínartónlistin
„Hvers vegna er Vínartónlist allt-
af svo vinsæl?"
„Fyrir því liggja margar ástæð-
ur,“ segir Peter. „Jóhann Strauss
feðgamir, sem eru höfundar tónlist-
arinnar, sem flutt verður á þessum
tónleikum, voru frábær tónskáld og
höfðu þar að auki mikið vjðskipta-
vit og voru snillingar í að koma
tónlist sinni á framfæri. Þetta á
sérstaklega við um Jóhann Strauss
yngri. Þeir tileinkuðu tónlist sína
til dæmis einhveijum þjóðhöfðingja,
og tryggðu þannig flutning hennar.
Þannig varð tónlistin töm fólki í
öllum stéttum í Evrópu og Ameríku.
Rannsóknir hafa sýnt, að Jóhann
Strauss yngri er þekktasti Aust-
urríkismaður allra tíma að undan-
skildum Mozart. Tónlistin mun
alltaf lifa, þvi hún er mjög taktviss
og laglínumar skemmtilegar, sem
fólk á auðvelt með að læra. Strauss
hafði þennan einstæða hæfileika
að skrifa tónlist, sem var svona
aðgengileg. Annar Austurríkismað-
ur, sem hafði þennan hæfileika á
okkar tímum var Robert Stolz.
Hann samdi yfír 2.000 lög og 50
óperettur og einnig tónlist við fjölda
kvikmynda. Flest þessara verka eru
þannig að þau urðu mjög vinsæl. í
Bandaríkjunum eru nokkur svona
tónskáld, t.d. Gershwin og Andrew
Lloyd Webber."
„Þótt Vínartónlist sé auðveld
áheymar, er ekki auðvelt að leika
hana frekar en margt nútímaverk-
ið,“ sagði Peter. „Og hreint ekki
auðveldara að syngja hana,“ bætti
Silvana við.
Stjórnandinn leikur
áfiðlu
Peter Guth viðheldur gamalli
hefð við flutning á Vínartónlistinni,
með því að leika á hljóðfæri um
leið og hann stjómar hljómsveit-
inni. Hann segir, að þessi hefð eigi
rætur að rekja til þeirra tíma, er
þessi tónlist var flutt í veitingahús-
um og á dansleikjum. Strauss lék
á fíðlu og stjómaði jafnframt hljóm-
sveitinni. Þessi háttur var nýlega
tekinn upp aftur við stjóm stórra
hljómsveita og hefur hlotið nokkrar
vinsældir.
„Ég hef stjómað um 50 hljóm-
sveitum á þennan hátt,“ segir Peter.
„Sem hljóðfæraleikari þekki ég vel
þarfír þeirra og ég hef á þeim fímm
árum, sem ég hef stjómað, tileinkað
mér ákveðna tækni til að kenna
hljómsveitum að fylgja stjómanda,
sem einnig leikur á hljóðfæri. Þetta
er skemmtilegt; þetta verður frekar
eins og kammertónlist, þar sem
hljóðfæraleikaramir í hljómsveit-
inni fylgja fiðluleikaranum. Sin-
fóníuhljómsveitinni héma tekst vel
að vinna með þessum hætti," sagði
Peter Guth að lokum.
Höfundur er blaðafulltrúi Sin-
fóníuhljómsveitar íslands.
Skautupp á
stjörnuhimíninn
En í þessu stutta spjalli, vaknaði
fyrst spumingin: Hver er Silvana
Dussmann, sem komung er að
skapa sér sess sem ein efnilegasta
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGi
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridshátíð 1988
Bridssambandið minnir á að
frestur til að sækja um þátttöku í
tvímenningskeppni á Bridshátíð
rennur út fimmtudaginn 5. febrúar
og í sveitakeppni (Flugleiðamótið)
í vikunni á eftir. Öllum er fijáls
þátttaka I báðum flokkum en stiga-.
hæstu pörin (með vissum undan-
tekningum) sitja fyrir um þátttöku
í tvímenningskeppni á Bridshátíð.
Spilað verður á Loftleiðum dagana
12.—15. febrúar, tvímenningurinn
tvo fyrri dagana og Flugleiðamótið
tvo síðari dagana. Spilað er um
gullstig í báðum flokkum og sérstök
athygli er vakin á þeirri ákvörðun
stjómar BSÍ, að spilarar 25 ára og
ynggi fá helmingsafslátt af keppnis-
gjaldi í Flugleiðamótinu.
Bridsfélag kvenna
Eftir fjórar umferðir (2 kvöld) í
aðalsveitakeppni félgsins, er staða
efstu sveita þessi:
Sigrún Pétursdóttir 89
Þorgerður Þórarinsdóttir 71
Gunnþórunri Erlingsdóttir 68
Anna Lúðvíksdóttir 68
Alda Hansen 65
Aldís Schram 60
Bridsfélag Suðurnesja
Meistaramót Suðumesja í
tvímenningi er hafíð með þátttöku
18 para. Búið er að spila 5' um-
ferðir af 17 og er staða efstu para
þessi:
Jóhannes Ellertsson —
Eiríkur Ellertsson 32
Grethe íversen —
Sigríður Eyjólfsdóttir 22
Heiðar Agnarsson —
Hafsteinn Ögmundsson 22
Haraldur Brynjólfsson —
Gunnar Siguijónsson 17
Gísli ísleifsson —
Kjartan Ólafsson 13
GIsli Torfason —
Birkir Jónsson 13
Næstu sex umferðir verða spilað-
ar á mánudagskvöldið og hefst
keppnin um kl. 20. Spilað er I Golf-
skálanum I Leiru.
Bridsfélag Akureyrar
Eftir 10 umferðir (af 13) í aðal-
sveitakeppni félagsins er staða
efstu sveita þessi:
Sveit Hellusteypunnar 190
Kristján Guðjónsson 186
Stefán Vilhjálmsson 180
Grettir Frímannsson 180
Gunnlaugur Guðmundsson 157
Sveit Sporthússins 150
Sveinbjöm Jónsson 148
Gylfí Pálsson 145
GunnarBerg 144
Zarioh Hamadi 144
í næstu umferð eigast við m.a.
sveitir Hellusteypunnar og Gunn-
laugs Guðmundssonar, nv. Akur-
eyrarmeistarar I sveitakeppni.
Nú um helgina fer fram á Akur-
eyrí svæðamót Norðurlands eystra,
til vals á þátttakendum I íslands-
móti I sveitakeppni. Einnig standa
yfir leikir I Bikarkeppni Norður-
lands en annarri umferð I þeirri
keppni á að vera iokið fyrir mánaða-
mótin.
Bridsfélag Breiðholts
Sl. þriðjudag hófst aðalsveita-
keppni félagsins með þátttöku 14
sveita. Eftir 2 umferðir er staða
efstu sveita þessi:
Sveit
Stefáns Oddssonar 43
Margrétar Þórðardóttur 41
KristjánsJónssonar 41
Guðjóns L. Sigurðssonar 40
Baldurs Bjartmarssonar 40
Næsta þriðjudag heldur keppnin
áfram.