Morgunblaðið - 15.01.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
Símar 35408
og 83033
AUSTURBÆR
Skipholt 1-38
Skipholt 40-50
Síðumúli
Ármúli
HLIÐAR
Hamrahlíð
Stigahlíð 37-97
SELTJNES
Fornaströnd
VESTURBÆR
Nýlendugata
Tómasarhagi9-31
Birkimelur
Hringbraut 37-77
Hringbraut 74-91
Bárugata
SKERJAFJ.
Einarsnes
Bauganes.
MIÐBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Laugavegur1-33
Tjarnargata 3-40
Tjarnargata 39-
Laugavegur 32-80 o.fl.
TÖLVUPRENTARAR
Finnland:
Flugleiðir fljúga
beint til Helsinki
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
FLUGLEIÐIR kynntu í gter,
fimmtudag, áætlun sina um beint
flug núlli Keflavikur og Helsinki
á sumri komanda. Á það að hefj-
ast 14. júni nk. en hingað til hafa
menn orðið að fara um Stokkhólm
eða Kaupmannahöfn til að komast
á milli landanna.
Beint áætlunarflug á milli land-
anna hefur ekki verið síðan seint á
sjöunda áratugnum og segir Pétur
J. Eiríksson, svæðisstjóri Flugleiða á
Norðurlöndum, að áætlunin hafi
mælst vel fyrir hjá fínnskum ferða-
skrifstofum. Þær hafa þegar lagt inn
pantanir fyrir hópa þannig að engin
hætta er á, að Flugleiðaþotumar
Skákmótið í Wijk
aan Zee:
Anders-
son efstur
Á MIÐVIKUDAG var tefld
fimmta umferð á skákmótinu
í Wijk aan Zee. Andersson og
Georgiev sömdu um jafntefli
og heldur Svíinn því enn vinn-
ingsforskoti á helstu keppina-
uta sína.
Önnur úrslit urðu þau að
Agdestein vann Hansen. Van
der Sterren vann Nikolic og Van
der Wiel vann Hubner. Jafntefli
gerðu Piket og Karpov, Tal og
Farago, Sosonko og Ljubojevic.
Staðan að loknum fímm um-
ferðum er sú að Andersson er
efstur með 4 vinninga.
Ljubojevic, Van der Wiel, Ge-
orgiev og Karpov hafa 3 vinn-
inga. í 6.-9. sæti em Agdestein,
Tal, Farago og Hiibner með 2V2
vinning. Nikolic, Piket og So-
sonko hafa 2 vinninga. Hansen
og Van der Sterren reka lestina
með IV2 vinning.
Morgunblaðsins.
þurfi að fljúga tómar. Kvaðst Pétur
ekki telja ólíklegt, að tekið yrði upp
beint flug milli landanna allan ársins
hring ef markaðsþróunin yrði sú, sem
vonast er eftir.
Flugleiðir kynntu nýju áætlunina
á opnunardegi ferðamálasýningar-
innar „Matka-Resa ’88“ en hún hófst
í Helsinki í gær. Verður flugið milli
Keflavíkur og Helsinki á þriðjudögum
og stendur frá 14. júní eins og fyrr
sagði til 23. ágúst.
Áhugi fínnskra ferðamanna á ís-
landi hefur vaxið á síðustu ámm en
samt þykir landið dálítið afskekkt og
síðast en ekki síst mjög dýrt. Með
beinu flugi lækkar verðið þó eitthvað
og nú stendur Finnum til boða pak-
kaferð, sem kostar um 30.000 ísl.
kr. f fyrra, þegar flogið var frá Stokk-
hólmi eða Kaupmannahöfn, lögðu
3.000 fínnskir ferðamenn leið sína
til íslands í pakkaferðum Flugleiða.
Reuter
Rolling Stone á frönsku
Lestrarhestur í París sökkvir sér niður (tímaritið Rolling Stone
sem kom út í fyrsta sinn á frönsku fyrir fáeinum dögum. Tímari-
tið hefur verið gefið út í Bandaríkjunum í 20 ár. 60% af efni
frönsku útgáfunnar mun fjalla um frönsk stjórnmál, tónlist og
áhugaefiii Frakka af ýmsu tagi, en 40% munu vera þýðing á
efni bandarísku útgáfunnar.
Fijálslyndi flokkurinn í Bretlandi:
Hitnar undir David
Steel í formannssætinu
Óvíst að nokkuð verði af sameiningunni við jafnaðarmenn
London. Keuter.
NOKKUR óvissa ríkir nú um
pólitíska framtíð Davids Steels,
leiðtoga Fijálslynda flokksins
breska, eftir að félagar hans í
flokknum snerust öndverðir gegn
þeim skilmálum, sem áttu að
fylgja sameiningu miðflokkanna,
Ftjálslynda flokksins og Jafnað-
armannaflokksins.
Meirihluti þingmanna Frjálslynda
flokksins vísaði á bug samkomulags-
drögum að sameiningu flokkanna og
fann það að þeim, að þau væru allt
of hægrisinnuð. Steel var jafnframt
sakaður um að vera utangátta og
vita ekki lengur vilja flokksmanna
og sjálfur viðurkenndi hann í gær,
að hann hefði teygt sig of langt í
viðræðunum við jafnaðarmenn.
Steel segist ekki hafa hugleitt að
segja af sér en stjómmálaskýrendur
segja, að líklegt sé, að Alan Beith,
varaformaður flokksins, taki fljót-
lega við af honum. Beith sagði í
útvarpsviðtali í gær, að eins gæti
farið, að ekkert yrði af sameining-
unni og í kjölfar þeirra ummæla
hans var skotið á skyndifundi með
leiðtogum flokkanna. Formlegum
viðræðum hafði hins vegar verið fre-
stað til mánudags.
Þingmenn Frjálslynda flokksins
voru einkum óánægðir með þau at-
riði í samkomulagsdrögunum þar
sem kveðið var á um stuðning við
Trident-kjamorkukafbátana og
óskoraða aðild að Atlantshafsbanda-
laginu. Þá vísuðu þeir einnig á bug
tillögum um söluskatt á matvæli,
dagblöð og bamaföt.
I skoðanakönnun, sem birt var í
gær, kemur fram, að kjósendur
flokkanna beggja hafa nú minni
áhuga á að kjósa þá sameinaða en
þeir höfðu fyrst eftir síðustu kosning-
ar. Aðeins 2% töldu, að Robert
Maclennan, formaður Jafnaðar-
jnannáflokksins, væri líklegur til
stórræða í nýjum, sameinuðum
flokki, .27% nefndu David Steel og
25% ftefndu David Owen, forvera
Maclennans, en hann er hins vegar
andvígur sameiningunni.
Norðmenn vænta mikils
af heimsókn Ryzhkovs
Búist við tillögum varðandi skiptingu Barentshafs
NIKOLAJ Ryzhkov forsætisráð-
herra Sovétríkjanna lauk i gær
árangursríkri heimsókn sinni í
Svíþjóð og hélt til Noregs. Þar
bíða hans ekki síður mikilsverð
verkefni, að útkljá deilu
ríkjanna um skiptingu efna-
hagslögsögu í Barentshafi.
Thorvald Stoltenberg utanrikis-
ráðherra Noregs hefur reynt
að draga nokkuð úr eftirvænt-
ingu Norðmanna vegna heim-
sóknar sovéska forsætisráð-
herrans en ráðherrann og Gro
Harlem Brundtland forsætis-
ráðherra hafa þó lýst ánægju
sinni með að Barentshafsmálið
skuli nú mæta skilningi hjá
æðstu valdamönnum í Sovétríkj-
iinnm
Eftirvænting Norðmanna nú er
ekki með öllu tilefnislaus. Bæði
Mfkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
og Eduard Shevardnadze utanríkis-
ráðherra hafa gefíð í skyn að lausn
15 ára deilu þjóðanna sé f aðsigi.
Er avo komið að mati blaðamanns
Aftenposten að takist ekki að semja
um Barentshafíð nú þá verði von-
brigðin slfk í Noregi að það muni
hindra samstarf ríkjanna á öðrum
sviðum en yfírlýstur tilgangur
heimsóknar Ryzhkovs er alhliða
bætt samskipti ríkjanna. Sovét-
mönnum er eflaust mjög í mun að
samskipti rflqanna batni. Þeir hafa
fylgst grannt með áhyggjum Norð-
manna undanfama mánuði vegna
teikna um aukin flotaumsvif Sovét-
manna á norðurslóðum en hafíð
útaf Múrmansk er vettvangur
mestu flotaumsvifa í heimi. Sovét-
menn hafa sagt að þeir séu
einungis að endumýja gömul skip
auk þess sem Ryzhkov flutti þann
boðskap í Stokkhólmi að dregið
yrði úr flotaumsvifum þeirra á
norðurslóðum.
Gráa svæðið
En um hvað snýst hafréttardeila
Sovétmanna og Norðmanna? Um-
deilda svæðið f Barentshafí milli
Svalbarða og Novaja Zemlja er
155.000 ferkílómetrar að stærð.
Norðmenn vilja að miðlína ráði.
Það myndi hafa f för með sér að
svo til allt svæðið félli Norðmönn-
um f skaut. Miðlínureglan réð þegar
Noregur, Bretland og Danmörk
skiptu Norðursjónum á milli sín á
7. áratugnum. Sovétmenn á hinn
bóginn vilja draga línu eftir iengd-
arbaug frá norðurpólnum og að
landamærum ríkjanna norður af
Finnlandi. Samkvæmt þeirri skipan
fengju Sovétmenn yfírráð vfír nær
öllu svæðinu.
Ríkin sömdu árið 1977 um sam-
eiginlega nýtingu fiskimiða á á
hinu svokallaða „gráa svæði“. En
þar er meira í húfí en fískurinn í
sjónum. Talið er að á hafsbotni
þess sé að finna einhveijar mestu
ónýttar olíulindir á norðurhveli
jarðar. Ekki má heldur gleyma
hemaðarlegu mikilvægi Barents-
hafsins en Sovétmönnum er skilj-
anlega mjög áfram um að eiga
greiða leið fyrir fley sín að Atlants-
hafinu. Um þriðjungur „gráa
svæðisins" er reyndar óumdeilan-
lega á norsku eða sovésku yfirráða-
svæði hvort sem miðað er við
miðlfnu eða lengdarbaug. Frá árinu
1974 hafa verið haldnir 9 árangurs-
lausir samningafundir milli
ríkjanna um skiptingu svæðisins
alls. Ekki hefur verið litið á „gráa
svæðið" sem annað en bráða-
birgðalausn til að rfkin tvö gætu
án árekstra nýtt sér gjöful fískimið.
Ryzhkov snýr heim á laugardag
og er búist við að áður muni ríkin
undirrita þijá tvfhliða samninga,
meðal annars um að Norðmenn fái
svo skjótt sem auðið er upplýsingar
um slys í sovéskum kjamorkuver-
um.