Morgunblaðið - 15.01.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 15.01.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 21 Pravda: Gagnrýnir vestur-þýska útvarpsstöð fyrir heim- sókn Shevardnadzes Moskvu, Reuter. PRAVDA, málgagri sovéska kommúnistaflokksins, réðist í gær harkalega á vestur-þýsku útvarpsstöðina Deutsche Welle, sem sendir dagskrá sína viða um heim. Gagnrýnin kom fram í for- ystugrein blaðsins og er talið að birting hennar standi í sambandi við áætlaða heimsókn Edúards Shevardnadzes, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, á sunnu- dag. í greininni var útvarpsstöð- in sökuð tun að stunda sögufölsun og þáttur um áhrif Sovétríkjanna í þriðja heiminum sérstaklega nefndur f því við- fangi. Forystugreinin var rituð af Vse- volod Ovtsjinníkov og sagði hann að útvarpsstöðin, sem er ríkisrekin, óttaðist greinilega aukin áhrif Sov- étríkjanna í heiminum. „Sovét- kommúnisminn hefur aðeins eitt að bjóða þjóðfrelsissamtökum, en það er fyrirmynd alræðis — hvemig ná skal völdum og halda þeim,“ vitn- aði Pravda í þáttinn og sagði að ERLENT jafnframt hefði því verið haldið fram að í Asíu hefði engin þjóð fengið sjálfstæði með fulltingi kom- múnista. „Fyrsta ríki verkamanna og smá- bænda (Sovétríkin) hefur reynst vera vonarljósgjafí allra baráttu- manna fyrir frelsi, gegn kúgun og félagslegri ánauð," sagði meðal annars í greininni og var líkum að því leitt að Vestur-Þjóðvetjar væru skelfíngu lostnir vegna sigurgöngu sósíalismans, sem þó ætti ekki að koma neinum á óvart þegar litið væri til hugmyndafræðilegra yfír- burða hans. „Aukin áhrif Sovétríkjanna á al- þjóðavettvangi, aukið traust í garð þeirra og hinn síaukni stuðningur almennings við sókn þeirra í ut- anríkismálum — það er þetta sem Deutsche Welle óttast og reynir án árangurs að lýsa heiminum eins og eigendur stöðvarinnar vildu að hann væri.“ Þess var ekki getið í Prövdu hvenær útsending þáttarins hefði átt sér stað. Að sögn Vestur-Þjóð- veija trufla Kremlveijar sendingar stöðvarinnar, væntanlega vegna þýskumælandi íbúa Kazakhstan. Hætt var að trufla sendingar BBC og Voice ofAmerica á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að Shevard- nadze hitti Helmut Kohl, kanzlara Vestur-Þýskalands, og Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra, í heimsókn sinni, en hún kann að marka tímamót í samskipt- um Sovétríkjanna og Vestur-Þýska- lands. Pravda birtir iðulega neikvæðar greinar sem þessa skömmu fýrir opinberar heimsóknir og éru þær þá ætlaðar til þess að gefa til kynna afstöðu Sovétmanna í málum, sem þeir kjósa að reifa ekki frekar. Gary Hart ásamt áköfum aðdá- anda af kvenkyni. Gefur Mitterrand kost á sér?: Sjö skattlaus ár fyr- ir þann sem getur rétt París, Reuter. FRANSKA timaritið Match hefur heitið að greiða skatta í sjö ár fyrir þann lesanda sem getur rétt til um hvort Francois Mitt- errand forseti gefur kost á sér i kosningunum i vor eða ekki. Fyrirætlanir Mitterrands eru mesta leyndarmál Frakklands þessa dagana að sögn tímaritsins Match. Mitterrand hefur fengið viðumefnið „sfínxinn“ vegna ósveigjanleika og nú hefur hann ákveðið að láta ekk- ert uppi um það hvort hann gefur kost á sér í næstu kosningum sem fara fram í apríl. Hann neitar jafn- vel að gefa upp hvenær hann tilkynni frönsku þjóðinni ákvörðun sína. Ákvað tímaritið því að efna til samkeppni um það hver kemst næst því að geta upp á degi og tíma yfirlýsingar Mitterrands og hvort hann gefur kost á sér. Sá sem kemst næst sannleikan- um fær að launum fyrir getspeki sína sjö skattlaus ár. Frestur til að taka þátt í leiknum rennur út 20. janúar og aðeins einn maður er útilokaður frá þátttöku, Francois Mitterrand Frakklandsforseti. Bush segist hafa látið í ljós efasemdir um vopnasöluna Waahingtoo, Rcuter. George Bush. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, skýrði frá þvi i Washiugtou Post í gær að hann hefði á sinum tima látið í ljós efasemdir um ágæti hinnar um- deildu vopnasölu til írans. Bush hefur sætt nokkrum aðfinnslum vegna vitneskju sinnar um málið, ekki sist í ljósi þess að hann sæk- ist nú eftir tilnefningu Repúblik- anaflokksins sem forsetafram- bjóðandi flokksins í komandi kosningum vestra. „Ég hafði áhyggjur af þvi að þriðji aðili (ísrael) eftirlét okkur ekki fulla stjóm aðgerðarinnar," sagði Bush meðal annars i ýtarlegustu yfirlýsingu sinni um málið til þessa. „Ég hafði líka sömu áhyggjur og ég hef alltaf þegar þegar leyni- legar aðgerðir eru til umræðu — hvemig verður aðgerðin túlkuð ef upp kemst? Mun hún kosta mannslíf? Skaðast trúverðugleiki okkar? Því miður reyndust þessar efasemdir mínar á rökum reistar," sagði Bush. Þetta kom fram í skriflegu svari Bush við 17 spumingum, sem dálkahöfundur Washington Post, Mary McGregory, lagði fyrir vara- forsetann. Bush neitaði enn að segja hvort hann hefði tjáð försetanum efa- semdir sínar og sagði að einkasam- ræður sínar og forsetans byggðust vitaskuld á trúnaði þeirra. Hann gaf þó ýmislegt í skyn og sagði fullum fetum að hefði forset- anum verið skýrt frá öllum mála- vöxtum væri hann sannfærður um að Reagan hefði ekki fallist á að- gerðina. Bandaríkin: Hart fær ríkisstyrk tílkosninga- baráttu Washington, Reuter. GARY Hart, sem gerir sér vonir um að verða forsetaframbjóð- andi Demókrataflokksins, fékk í gær ríkisstyrk við kosningabar- áttu sína, sem nemur 837.325 Bandaríkjadölum. í Bandaríkjunum fá þeir, sem keppa að tilnefningu til forsetaemb- ættis, ríkisstyrki til jafns við það, sem þeir afla sjálfír. Til þess að njóta þessa þurfa þeir þó að hafa safnað 100.000 dölum í kosninga- sjóð sinn — að minnsta kosti 5.000 dölum í 20 fylkjum og ekki mega meira en 250 dalir koma frá hveij- um einstaklingi, sem leggur frambjóðanda lið. Að sögn alríkiskjörstjómarinnar, sem fer með mál þessi, hefur 4,4 milljónum dala þegar verið ráðstaf- að til kosningastyrkja ríkisins, en alls er gert ráð fyrir 33,3 milljóna framlagi til þessa í fjárlögum. Israel: Útgöngu- bann og handtökur Tel Aviv, Reuter. ÍSRAELAR beittu i gær útgöngu- banni til þess að stemma stigu við óeirðum Palestínuaraba og hand- tóku tfu þeirra, sem taldir eru meðal helstu hvatamanna óeirð- anna á hernumdu svæðunum. Var þetta gert í samræmi við það heit stjórnvalda að binda enda á blóðs- úthellingarnar þar. Óljósar fregnir bárust af því að Palestínuarabi hefði verið skotinn í Júdeu í gær, en ekki var getið um það hvort það mál tengdist óeirðun- um. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti með 14 atkvæðum gegn engu að skora á ísraelsstjóm að draga til baka ákvörðun sína um brottrekstur Palestínuaraba úr landi og leyfa þeim að snúa aftur. Marrack Goulding sérstakur sendimaður SÞ heimsótti í gær flóttamannabúðir á Vesturbakkanum og mótmælti brottrekstri arabanna fjögurra við Shimon Peres, utanríkis- ráðherra ísraels. ÚTSALAER H A F I á frábcerum fatnaði frá vörumerkjum, sem gefa linuna \Láttu \eftir þér aö líta inn M4MIR mt\ Laugavegi 45 - Sími11388

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.