Morgunblaðið - 15.01.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
*
r^'l 'rí ' * Á, *s T).
Gígur eftír bílasprengju
Reuter
Þessi 2 metra djúpi gígur myndaðist þegar bflasprengja sprakk í
borginni Medellin í Kólumbíu á miðvikudag. 20 kflógrömmum af dýn-
amíti var komið fyrir í bifreið sem stóð fyrir utan verslunarhús í
bænum. Tveir vaktmenn létust í sprengingunni.
Chiang Ching-kuo, forseti Taiwan, látinn:
Taiwanbúar syrgja höf-
und „efnahagsundursins“
Stjórnin í Peking hvetur til viðræðna um sameiningu landanna
Taipei, Peking. Reuter.
Taiwanbúar syrgja nú forseta
sinn, Chiang Ching-kuo, sem lést
í fyrradag 77 ára að aldri. Var
hann maður vinsæll enda helsti
höfundur „efnahagsundursins" á
sjötta og sjöunda áratugnum og
hafði unnið að því á síðustu árum
að færa sljórnarfarið í lýðræðis-
legra horf. Kínverska stjórnin
Sovétríkin:
Krefjast rýmkun-
ar á ferðafrelsi
Moskvu. Reuter.
VIKUBLAÐIÐ Moskvutiðindibirti
nokkur lesendabréf á miðvikudag-
inn, þar sem kvartað er yfir
takmörkuðu frelsi Sovétborgara
til að ferðast til útlanda.
í bréfunum, sem koma í kjölfar
nýlegrar rýmkunar á frelsi til að ferð-
ast til Austur-Evrópulanda, er iátin
í ljós óánægja með langvinnar yfír-
heyrslur yfír þeim, sem vilja ferðast.
f einu bréfanna er þess krafíst, að
frelsi til að ferðast til Vesturlanda
verði aukið.
„ Af hveiju búum við einir við þetta
kerfí? Halda embættismenn, að heilu
Qölskyldumar vilji endiiega verða um
kyrrt í öðmm löndum, ef þær fá að
ferðast þangað?" spyr M. Golos-
hchekin, fulltrúi í miðstjóm kom-
múnistaflokksins í Leningrad.
„Ef fólk langar til að yfírgefa
Sovétríkin fyrir fullt og allt, leyfum
því að gera það. Fari það og veri.
En hví skyldi heiðarlegu fólki ekki
vera treyst?" spyr hann í bréfí sínu.
Kona, sem er bamalæknir, kvartar
yfír meðferð yfírvaida. Þegar hún
sótti um leyfí til að fara til Austur-
Þýskalands fyrir nokkm vegna
atvinnu sinnar, var hún m.a. spurð
um skiinað, sem hún hafði gengið í
gegnum 15 ámm áður. „Hvaða til-
gangi þjónar þetta? En það var samt
ekki nóg fyrir flokksstjómina, sem
að langmestu leyti er skipuð körlum.
Þeir virðast mjög áfjáðir í vitnéskju
um smáatriði," segir hún í bréfí sínu
og bætir við, að hún hafi verið beðin
um að leggja fram afrit af úrskurði
skilnaðarréttarins.
í nýju reglunum, sem gengu í gildi
í tilraunaskyni 1. janúar og taka til
ferða til Austur-Evrópulanda, er
dregið úr skriffínnskunni, þó að
umsækjendum sé enn gert að leggja
fram æviágrip og meðmæli.
Ætli menn að ferðast til Vestur-
ianda, verður skoðunin enn ýtarlegri,
og slíkar ferðir em venjulega tak-
markaðar við flokksfélaga, sem
taldir era hafa hreinan skjöld.
hefur sent Taiwanbúum samúð-
arskeyti vegna fráfalls Chiangs
og hvatt til nýrra viðræðna um
sameiningu landanna.
Óbreyttir borgarar og embættis-
menn grétu hástöfum þegar
Chiangs var minnst í útvarpi og
sjónvarpi en hann lést á miðvikudag
af völdum hjartaáfalls. Á þjóðar-
sorg að ríkja í mánuð, mannfundir
verða bannaðir og opinberir emb-
ættismenn klæðast sorgarbúningi.
Chiang hafði átt við mikið heilsu-
leysi að stríða í nokkurn tíma en
hélt þó enn um stjómvölinn af sömu
festu og fyrr. Eftirmaður hans, Lee
Teng-hui varaforseti, hefur heitið
að halda áfram á sömu braut.
Kínverska stjómin sendi Taiwan-
búum í gær samúðarskeyti vegna
andláts Chiangs og hvatti eftir-
mann hans og stjómvöld til að taka
þátt í nýjum tilraunum til að sam-
eina Kína og Taiwan. Kínverskir
þjóðemissinnar eða Koumintang
biðu ósigur fyrir kínverskum
kommúnistum árið 1949 og settust
þá að á Taiwan. Leiðtogi þeirra
fyrmefndu, Chiang Kai-shek, og
sonur hans, hinn nýlátni forseti,
áttu sér þá köllun að „endurheimta
meginlandið úr höndum kommún-
ista“, sem þeir kölluðu „glæpa-
menn“ og „valdaræningja", og
kommúnistar svömðu jafnan í sömu
mynt.
Á síðustu ámm hefur þó slaknað
mikið á spennunni milli landanna
og nú þegar Chiang féll frá sýndi
kínverska ríkissjónvarpið af honum
Taiwanbúar með dagblöð þar
sem skýrt er frá láti forsetans,
Chiang Ching-kuo.
myndir í fyrsta sinn. Zhao Ziyang,
formaður kommúnistaflokksins,
hafði einnig vinsamleg orð um hann
og sagði, að Taiwanbúar væru ætt-
jarðarvinir, sem þráðu sameiningu
Kínveija í eitt ríki.
Ekki er búist við, að fráfall Chi-
angs hafí mikil áhrif á taiwanskt
efnahagslíf en þó er talið, að nokk-
ur óvissa muni ríkja á næstunni eða
þar til stjómvöld hafa skýrt stefnu
sína.
Danmörk:
Bretar óttast um ímynd sína 1 augum útlendinga:
„Uppivöðsluseggir44 og „Ugluspeglar“
komnir í stað enska herramannsins
London. Reuter.
HVAÐ hefur komið fyrir Englendinginn á erlendri grund, þenn-
an herramann, sem borið hefur hróður ættjarðarinnar víða um
lönd og verið öðrum til fyrirmyndar um góða siðu?
Þessarar spumingar hafa
margir Bretar spurt að undan-
fömu og breska utanríkisráðu-
neytið, sem hefur ekki orð á sér
fyrir fullyrðingasemi, hefur svar-
að henni: „Uppivöðsluseggir",
„óþokkar", „sníkjudýr", „Uglu-
speglar" og eiturlytjasalar em nú
þeir merkisberar breskrar menn-
ingar eða ómenningar, sem mest
ber á utanlands.
Tim Eggar, utanríkisráðherra
Breta, varaði nýlega við þessu
fólki og sagði, að það væri
„hættulegur minnihluti" meðal
breskra ferðamanna en þó fullfær
um að sverta ímynd þjóðarinnar
í augum útlendinga. Skýrði hann
ennfremur frá því, að breskum
ræðismannsskrifstofum hefði ver-
ið uppálagt að vísa burt fólki, sem
ætti ekki skilið neina fyrir-
greiðslu, til að unnt yrði að hjálpa
betur þeim, sem hjálpar væm
þurfí.
Eggar sagði, að „óþokkamir"
teldu, að ræðismannsskrifstofum-
ar væm eins konar bankaútibú,
ferðaskrifstofa eða jafnvel bama-
heimili; „sníkjudýmnum" fyndist
sjálfsagt, að skattgreiðendur
greiddu niður flækinginn á þeim
og „uppivöðsluseggimir", þar á
meðal sumir áhangendur knatt-
spymuliðanna, ættu ekki annað
erindi úr landi en að stofna til
vandræða. „Uggluspeglamir" em
kallaðir svo vegna þess, að frekju-
leg framkoma þeirra er svo
fáránleg, að útlendingar halda
jafnan, að þeir séu að gera að
gamni sínu.
Á Spáni og í Grikklandi, sem
tóku á móti þriðjungi þeirra 27
milljón Breta, sem lögðust í ferða-
lög á síðasta ári, er það almanna-
í-ómur, að breskir ferðamenn séu
hávaðasamir bjórsvelgir, sem eyði
þó minna fé en aðrir og heimti,
að dvalarstaðurinn sé einhvers
konar útgáfa af átthögunum í
æðra veldi. Kemur þessi liugmynd
raunar heim og saman við það,
sem getur að líta í opinberri hand-
bók, „Bretland 1988“, en þar
segir, að Meðal-Bretinn sé bjór-
þyrstur sjónvarpssjúklingur, sem
nærist aðallega á mat frá skyndi-
bitastöðum.
„Við getum ekki breytt hug-
myndum útlendinga um Breta
almennt," sagði Eggar í viðtali
við Reuters-fréttastofuna, „en við
getum gert þessum fáu óþurftar-
mönnum það ljóst, að breska ríkið
muni ekki liðsinna þeim í neinu."
Fulltrúar breskra ferðaskrif-
stofa segja, að breskir ferðamenn
séu yfírleitt hvorki betri né verri
en aðrir ferðamenn en Eggar
sagði, að gmnsamlega mikið væri
um, að Bretar tengdust eiturlyfja-
sölu erlendis. Hafa Spánveijar nú
tekið höndum saman við bresk
yfírvöld í því skyni að koma lögum
yfír breska glæpamenn, sem sest
hafa að á Costa del Sol eða „Costa
del Glæpur“ eins og þessi vinsæli
ferðamannastaður er stundum
nefndur í Bretlandi. Er þar um
að ræða menn, sem hafa flúið
breska réttvísi en ekki sína fyrri
iðju.
TR
YRT. STE
DV ELT AD LEGGJA!
*3?
n r~
TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR
IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK.SÍMAR: 92-14700-92-13320.
Ottastum
mikilvæg-
mið í
Eystrasalti
- vegnasamn-
Inga Svía og
Sovétmanna
Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, frétta-
rítara Morgnnbiaðsins.
LARS P. Gammelgárd, sjávarút-
vegsráðherra Danmerkur, hefur
faríð þess á leit við starfsbróður
sinn sænskan, Matts Helleström,
að danskir sjómenn fái áfram að
veiða þorsk og lax á þvi svæði í
Eystras",i: -Svíar og Sovét-
menn hafa ákveðið að skipta með
sér.
Hugsanlegir samningar um veið-
ar á þessum mioum heyra raunar
undir framkvæmdanefnd Evrópu-
bandalagsins, sem annast alla
fiskveiðisamninga við ríki utan
þess, og Gammelgárd er því á fömm
til Bmssels til að undirbúa viðræð-
umar. Þykir sumum líklegt, að
Svíar fari á móti fram á meiri að-
gang að miðum EB-landanna í
Norðursjó, Kattegat og Skagerak
en við slíkri l'.röfu yrði erfitt að
verða. Hefur það verið nefnt, að
Svfbm iirðu boðnar einhveijar við-
skiptaívilnanir en óvíst er, að þeir
láti_ sér það nægja.
Á vetrarvertíðinni veiða danskir
sjómenn 15-20% þorsksins á um-
ræddu svæði í Eystrasalti og þaðan
kemur helmingur laxaflans. Em
það einkum sjómenn á Borgundar-
hólmi, sem stunda síðamefndu
veiðamar, og því yrði lokun svæðis-
ins alvarlegt áfall fyrir þá. Er það
haft eftir talsmanni fiskiðnaðarins
f Danmörku, að missi danskir sjó-
menn þessi mið, geti þeir ekki snúið
sér neitt annað.