Morgunblaðið - 15.01.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 15.01.1988, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, stmi 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Verðbólga og kaupmáttur Góðæri hefur ríkt í þjóðar- búskapnum og viðskiptum við umheiminn um árabil. Það hefur sett sitt mark á lífsmáta þjóðarinnar. Frá fyrsta árs- fjórðungi 1986 fram að fjórða ársfjórðungi 1987 hækkuðu laun að meðatali um 73%. A sama tíma hækkaði verðlag um 34%. Kaupmáttur jókst því að meðaltali um 29%, að því er kemur fram í efnahagsspá Vinnuveitendasambandsins. Annað mál er að þessi kaup- auki kom mjög misjafnlega niður í samfélaginu. Flest bendir hinsvegar til þess að við séum á leið niður í efnahagslægð. Óhjákvæmilegt er að draga saman þorskafla. Raunar stefnir í 7% samdrátt í verðmæti sjávarvöru 1988, miðað við liðið ár, og 4% sam- drátt í verðmæti vöruútflutn- ings. Líkur standa fremur til verðlækkunar en verðhækkun- ar sjávarvöru erlendis. Gengis- þróun Bandaríkjadals er og útflutningsframleiðslu óhag- stæð. Á hinn bóginn gera erlendar spár ráð fyrir því að verð innfluttrar vöru hækki um 3,5%-4% árinu. Það stefnir því í allnokkra kaupmáttarskerð- ingu útflutningstékna okkar 1988. Einnig í mikinn við- skiptahalla við umheiminn, eða að óbreyttu í allt að níu millj- arða halla. Rekstrarstaða fiskvinnslu, einkum frystihúsa, sem og út- flutnings- og samkeppnisiðnað- ar, hefur stórversnað. Þetta hefur sagt til sín í taprekstri fískvinnslunnar og lokun fyrir- tækja í útflutningsiðnaði. Ástæðan er þensla í þjóðfélag- inu, innlendar kostnaðarhækk- anir langt umfram verðþróun útflutningsframleiðslu og er- lend gengisþróun, óhagstæð þjóðarbúinu. Víða má og greina verðbólguteikn. Talsmenn að- krepptra atvinnugreina leggja vaxandi þunga á gengislækkun sem leið til að rétta af rekstrar- stöðu útflutningsframleiðslu og sporna gegn vaxandi viðskipta- halla. „Það er alveg kristaltært," sagði Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra í viðtali við Morgun- blaðið í gær, „að valið stendur um það, hvort menn vilja nýtt verðbólgutímabil — eða, hvort víðtæk samstaða næst um það að ná niður verðbólgu, en ég tel ekkert annað ásættanlegt." „Það ér skoðun okkar að eft- ir því sem verðbólguhraðinn er minni þeim mun meiri mögu- leikar eru fyrir fyrirtækin að bregðast við með framleiðn- iaukningu og að aðlaga sig erfíðri samkeppnisstöðu, hvað gengið varðar", sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ í viðtali við blaðið. Þegar þjóðarbúið stefnir í efnahagslægð, sem fyrirsjáan- legt er, skiptir verulegu máli, ekki sízt fyrir launafólk, að halda verðbólgu niðri. Það er því mjög mikilvægt að áherzlu- atriði kjarasamninga, sem framundan eru, verði að varð- veita þann kaupmátt, sem náðist á síðastliðnu ári, fremur en að herða á verðbólgunni. Það var engum kjarabót þegar verð- bólga óx úr 35% 1978 í 130% vorið 1983. Þvert á móti. Það er engum ávinningur að knýja fram verðbólgusamninga. Áburðar- verksmiðjan Starfshópur á vegum félags- málaráðuneytisins hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að komi mikill leki að ammoníaks- geymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, við vissar veðurkringumstæður, geti það stefnt lífí íbúa á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í hættu. Líkur á slíku slysi eru að vísu hverfandi. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka mögulei- kann á slíku slysi með öllu. Þessvegna verða aðilar, er ábyrgð bera á þessu ríkisfyrir- tæki, sem og á almannaöryggi að þessu leyti, að bregða skjótt við. Þegar almannahagsmunir eru í húfí duga engin vettlinga- tök. Það var því tímabært að taka þetta mál upp í ríkisstjóm- inni, eins og raunar hefur verið gert. Upplýsa verður almenning um það, hvert er þjóðhagsgildi rekstrar af þessu tagi. Hafí reksturinn það gildi, er réttlæt- ir hann, verður að gera þær ráðstafanir, sem duga til að fólki stafi ekki hætta af honum. Með öllu er óviðunandi aðamm- oníak skuli geymt þama við þær aðstæður, sem lýst er í gögnum Vinnueftirlits ríkisins og starfshóps félagsmálaráðu- neytisins. Þeir biðu þess sem verða vildi SKÖMMU fyrir jól, laugardaginn 19. desember, var gerð í Mosfells- bæ víðtæk leit að tveimur ungum drengjum, Arna Sigurgeirssyni, 4 ára og Magnúsi Andra Pálssyni, 3 ára. Þeir höfðu horfið frá heim- ili foreldra Árna við Bugðutanga. Um klukkan 3 um daginn vissi móðir Arna af þeim að leika sér úti i garði, hún leit af þeim í fáein- ar mínútur og á meðan laumuðust félagamir í burtu og sást til þeirra hlaupandi um hverfið á eftir hundi. Mæður strákanna fóra strax að leita, fundu þá ekki, lögreglu var gert viðvart og innan skamms var mikill fjöldi hjálparsveitamanna og íbúa í Mosfellsbæ farinn að ganga um bæinn og nágrenni hans að leita. Eftir sjö tíma leit fundust drengirnir heilir á húfi. Þeir höfðu þá komið sér fyrir ofan í skurði og hrjúfrað sig hvor upp að öðrum. Þeir voru mjög kaldir og máttvana, höfðu hætt sér á vit ævintýra Iangt út fyrir nágrennið sem þeir þekktu og rötuðu um og sátu og biðu þess sem verða vildi. „Ég vil ekki hugsa til þess að þeir hefðu ekki fundist fyrir nóttina," sagði Sveinn Björasson yfirlögregluþjónn hjá rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfirði. Hann stjórnaði leitinni. Klukkan 17 var rannsóknarlög- reglunni gert viðvart og kallaði hún strax út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Sporhundar Snorra Magnússonar í Hafnarfirði voru fengnir til að koma leitar- mönnum á sporið en það kom fyrir ekki. En það voru fleiri en björgun- arsveitamenn sem tóku þátt í leit- inni, úr flestum húsum í nágrenninu og hvaðanæva úr bænum gaf fólk sig fram til aðstoðar. Leitarmenn skiptu hundruðum og var gengið fram og til baka um bæinn og ná- grenni hans en þegar leið á kvöldið voru drengirnir enn ekki fundnir. Þennan dag var óvenju dimmt yrfir, svartasti skammdegistíminn og jörð alauð eftir einstæð hlýindi framan af vetri. 5 stiga hiti var í lofti og rigning framan af degi en þéttur úði er líða tók á kvöidið. Alskýjað og margir leitarmenn kvörtuðu undan því að ekki sæist handa skil. Eftir víðtæka leit fundust svo drengimir heilir á húfi klukkan rúmlega tíu um kvöldið. Helgi Sig- mundsson, tvítugur læknanemi, gekk fram á þá þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í skurði niður við Leirvog. Helgi og foreldrar hans höfðu heyrt í sjónvarpinu að strák- anna væri saknað. Þau ákváðu að fara út og leita og gengu áleiðis að Leirvogi. „Alls staðar í kring um okkur var fólk að leita en það sást illa til í myrkrinu svo við ákváðum að fara heim og ná í betri luktir. Að því búnu héldum við áfram að leita." Frá veginum liggur skurður eða ræsi um það bil 50 metra leið niður að Leirvogi. Helgi ákvað að ganga eftir skurðinum og lýsa þar upp alla króka og kima. Áður fyrr hafði hann sjálfur leikið sér á þess- um slóðum og þá hafði skurðurinn þótt spennandi leiksvæði. Helgi lagði af stað frá veginum, og iýsti til beggja handa. Eftir því sem nær dró fjörunni varð skurðurinn grynnri og breiðari. „Ég heyrði lág- vært tíst eða kjökur og sá hvar þeir sátu, þétt saman eins og til að ylja hvor öðrum. Sennilega hafa þeir séð geisiann frá luktinni og verið að kalia til mín. En kjökrið var svo lágvært að ég gat með naumindum greint það þótt þeir væru aðeins fáeina metra í burtu," sagði Helgi. „Ég tók þá í fangið og við bárum þá heim. Þeir voru kaldir og máttvana og virtust að niðurlotum komnir. Ég held að ekki hafi mátt dragast mikið lengur að finna þá og sjálfsagt hafa hlýindin átt mikinn þátt í að ekki fór verr.“ Strákamir voru fljótir að jafna Morgunblaðið/BAR Hressir og kátir og löngu búnir að jafna sig á hrakningunum. Frá vinstri: Magnús Andri Pálsson og Árai Sigurgeirsson. sig á volkinu og móðir Áma, Marn- hild Kambsinni, segir að hann hafi strax næsta morgun verið orðinn eins og hann á að sér. „Fyrstu dag- ana var mikið talað um þetta og þeim fannst merkilegt hvað margir hefðu verið að leita að þeim en ég held að þeir séu of ungir til að gera sér grein fyrir hvað þeir voru hætt komnir. Á þessum aldri finnst manni góður endir svo sjálfsagður." Foreldrar drengjanna vildu koma til skila innilegu þakklæti til þeirra sem tóku þátt í leitinni, björgunar- og hjálparsveitamanna, sem og allra annarra. Leiruvogur Hérna fundust drengirnir í skurði um kl. 22:00 500-1 m IDrengirnir voru að leik í húsa- garði við Bugðu- tanga um kl. 3:00 i Hérna sáust drengirnir ■ skömmu eftir kl. 3:00 1 Hlégaróur VFsrw MOSFELLSBÆR Sex loðdýrabú starfrækt í Borgarfjarðarsýslu Borg í Miklaholtshreppi. SEX loðdýrabú eru nú starfrækt hér f sýslunni og er fóðurstöð fyrir búin í Borgarnesi á vegum Kaupfélags Borgfirðinga. Loð- dýrabændurnir hafa sett upp stöð til að verka skinnin og er hún staðsett á Vegamótum. Þegar þrengdi að í hefðbundnum búgreinum, svo sem sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu, var að hálfu ríkisvaldsins ákveðið að veija fyár- magni til nýrra búháttabreytinga. Kvótinn var á árunum 1979-1980 og í kjölfar þeirra breytinga átti að skapa ný atvinnufyrirtæki í sveitum. Jafnframt var því heitið að bændur fengju nokkum tíma til að aðlagast nýjum og breyttum framleiðsluháttum. Hér í sýslu hef- ur orðið töluverður vísir að nýjum búgreinum, þó aðallega hér sunnan fíalls á Snæfellsnesi. Loðdýrabúin eru nú orðin sex, eitt þeirra er eingöngu með mink og annað eingöngu með refi, hin fjögur eru bæði með refi og mink. Fóðurstöð fyrir þessi bú er í Borg- amesi og er hún á vegum Kaup- félags Borgfirðinga. Þá hafa þessir loðdýrabændur sett upp verkunar- stöð til skinnaverkunar og er sú stöð staðsett á Vegamótum. Em þeir nú að verða búnir að verka framleiðslu sína sem búin gáfu af sér á sl. ári. Vel er vandað til verka á skinnum, enda em þau ákjósan- leg vara, sem fallegar og góðar skjólflíkur í tískuvæddum heimi. - Páll. Frá verkunarstöðinni á Vegamótum sem loðdýrabændumir hafa sett upp. Nú er verið að verka þá framleiðslu sem búin gáfu af sér á sl. ári. 25 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir PAUL ELLMAN Úlfaþytur vegna herstöðva á Spáni Fyrirhugað er að fulltrúar Spánar og Bandaríkjanna setjist á ný að samningaborði nú í janúar til að reyna að greiða úr ágrein- ingi varðandi framtíð bandarískra herstöðva á Spáni. Aður höfðu fulltrúamir reiknað með að þessi áttunda umferð viðræðnanna, sem til þessa hafa verið árangurslausar, hæfist 18. desember, en þeir neyddust til að fresta samningatilraununum þar sem þeir sáu enga möguleika á að unnt yrði að þokast nær sam- kómulagi um helzta ágreiningsef- nið - brottflutning 72 F-16 ormstuþotna bandaríska flughers- ins. Spánverjar höfðu tekið það skýrt fram að brottflutningur F-16 þotnanna, sem em staðsettar í Torrejon rétt utan við Madrid, væri skilyrði fyrir því að þeir gætu fallizt á gerð nýs vamarsamnings í stað núverandi samkomulags, sem á að falla úr gildi í maí n.k. Það samkomulag heimilar Banda- ríkjamönnum að hafa 12.500 manna lið í fíómm herstöðvum og nokkmm fjarskipta- og flutninga- miðstöðvum á Spáni. Aukin harka færðist í þetta taugastríð ríkjanna yfir jólin. Það vakti reiði yfírvalda á Spáni þegar dagblaðið Washington Post birti frétt, sem höfð var eftir banda- rískum heimildum í Madrid, þar sem þvi er haidið fram að Spán- veijar hafi slitið samningaviðræð- um. „Bandaríska sendiráðið hefur bersýnilega komið þessari sögu á framfæri til að reyna að slá okkur út af laginu," sagði einn talsmanna spánska utanríkisráðuneytisins. Vemon Walters, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fylgdi sögunni eftir í viðtali við spánska fréttatímaritið El Globo þar sem hann sagði það „fáránlegt" að ætlast til þess að F-16 þotumar yrðu fluttar á brott, og hann bætti við: „Við Banda- ríkjamenn munum ekki gleyma fjandsamlegum aðgerðum í okkar garð.“ Walters sendiherra, sem talar reiprennandi spænsku, var ofursti í starfsliði Eisenhowers Banda- ríkja- forseta þegar fyrsti vamar- samningurinn var gerður við einræðisstjóm Francos heitins hershöfðingja árið 1953. í augum Spánverja varð það samkomulag til þess að ijúfa þá einangrun sem Francostjómin lenti í eftir síðari heimsstyijöldina, og Walters virtist vera að gera sér far um að ögra þeim-þegar hann bar lof á stjóm einræðisherrans fyrrverandi. Þoturnar burt innan fjögurraára Yfírvöld á Spáni vilja að orrustu- þotumar verði fluttar á brott fyrir lok ársins 1991. Felipe Gonzalez forsætisráðherra ríkisstjómar só- síalista sendi bandaríska sendiráð- inu kröfu þessa efnis 10. desember s.l. og tók þar fram að ekki þýddi að ræða frekar um áframhaldandi staðsötningu F-16 á Spáni. Gonzalez hefur engu að tapa heima fyrir þótt hann sé ákveðinn varðandi brottflutning F-16 þotn- anna, sem mynda 401. flugsveit bandaríska flughersins, en eftir- litssvæði þeirra nær allt austur til Tyrklands. Skoðanakannanir hafa jafnan leitt í ljós að meirihluti Spánveija er andvígur hemaðarað- stöðu Bandaríkjanna í landinu. í skoðanakönnun, sem gerð var milli jóla og nýárs, kom fram að 42% vildu að öllum bandarískum herstöðvum yrði lokað, og aðeins 7% vildu óbreytt ástand. Helzti keppinautur Gonzalezar á stjómmálasviðinu, Adolfo Suarez fyrrum forsætisráðherra flokks miðdemókrata, hefur lýst því yfir að hann vilji algerlega loka fyrir aðstöðu Bandaríkjahers. Stjórnar- andstaða íhaldsmanna hefur einnig lýst stuðningi við stefnu ríkis- stjómarinnar í þessu máli, þótt flokkur þeirra vilji bæta upp brott- för bandaríska hersins með því að sameina herstyrk Spánar að fullu vamarkerfi Atlantshafsbandalags- ins. Gonzalez hét „verulegri fækk- un“ í herliði Bandaríkjanna gegn stuðningi kjósenda við áframhald- andi aðild að NATO, sem fram kom í skoðanakönnun er hann stóð fyr- ir í marz 1986. Bandarísk yfirvöld neita enn opinberlega að verða við kröfum Spánveija um brottflutning F-16 þotnanna. En einslega viðurkenna opinberir aðilar að þeir geti ekki átt von á betri iausn en að herstöð- in í Torrejon verði smátt og smátt lögð niður á nokkrum árum. Til málamynda hafa fulltrúar Banda- ríkjanna lagt til að F-16 þotumar verði fjarlægðar frá Spáni á næstu tíu árum, en það er^im það bil sá tími sem áætlað er að þær þjóni tilgangi sínum áður en þær úreld- ast. Þessari hugmynd . hafa Spánveijar algjörlega hafnað. Mikil hervæðing Spán- verja Ýmsir opinberir aðilar í Banda- ríkjunum, með Frank Carlucci vamarmálaráðherra í broddi fyik- ingar, hafa ítrekað haldið.því fram að F-16 þotumar séu ómissandi fyrir vamir NATO á suðurslóðum. Sú skoðun er ekki almennt ríkjandi meðal vestrænna bandamanna þeirra, sem þó hafa ekki tekið undir máistað Spánveija þar sem þeir telja spænsk stjómvöld þurfa að gera nákvæma grein fyrir af- stöðunni til NATO. Líkt og Frakkar, sem urðu fyrst- ir Evrópuþjóða til þess árið 1966 að knýja fram lokun bandarískra herstöðva í landinu, lúta Spán- veijar ekki stjóm vamarkerfis NATO, sem þeir urðu aðilar að árið 1982. Gonzalez hefur heitið því að hann muni ekki fela erlend- um aðilum stjóm herafla Spánar, en heldur því jafnframt fram að margra milljarða dollara áætlun um uppbyggingu heraflans geri Spánveijum engu að síður kleift að gegna að fullu hlutverki sínu í vestrænu vamarsamstarfi. Meðal þeirra vígvéla sem verið er að kaupa má nefna 72 orrustu- og sprengjuþotur af gerðinni F-18A frá Bandaríkjunum og flotadeild með flugvélamóðurskip- ið Principe de Asturias í fylkingar- bijósti, sem á að verða fullbúið í apríl. Spánveijar halda því fram að með þessari uppbyggingu her- aflans verði þeir fyllilega færir um að annast vamir á stóru svæði, allt frá Baleareyjum á Miðjarðar- hafi, um Gíbraltarsund og suður til Kanaríeyja. Felipe Gonzales, forsætisráð- herra Spánar. Veraon Walters, sendiherra Bandaríkjanna hjá S.þ. í öllum samningaviðræðum við Bandaríkin hefúr Gonzalez staðið fastur á því að brottflutningur F-16 þotnanna breyti á engan hátt annari aðstöðu Bandaríkjanna á Spáni. Þar á meðal má nefna flota- stöðina í Rota við Cadiz-flóa, sem sjötti floti Bandaríkjanna notar að staðaldri, og flugstöðvamar við Saragossa á Norður-Spáni og Mor- on, nálægt Seviila á Suður-Spáni. Sumum bandarískum embættis- mönnum þykir hinsvegar F-16 málið og hikandaháttur Spánveija varðandi fulla aðild að vamarkerfi NATO sýna ljóslega að Spánveijar séu ekki traustir bandamenn, og eru þessir aðilar sagðir hvetja til algjörs brottflutnings frá Spáni og að gripið verði til diplómatískra refsiaðgerða gegn Spánveijum. Benda þeir á að koma megi F-16 þotunum fyrir í öðmm löndum, svo sem í Belgiu, Portúgal, Tyrklandi og Marokkó. Höfundur er blaðapiaður við brezka blaðið The Observer. Bandarísku flugvélamóðurskipin Nimitz og John F. Kennedy ásamt fylgiskipum á Miðjarðarhafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.