Morgunblaðið - 15.01.1988, Page 34
SVONA GERUM VIÐ
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
INYJU
FLUGSTÖÐINNI
ER
BANKI
ALLRA
LANDSMANNA
Landsbanki íslands býöur alla bankaþjónustu í nýju
flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Opnað hefur verið fullkomið útibú á
neðri hæð byggingarinnar sem verður öllum opið á hefðbundnum
afgreiðslutíma banka.
í brottfararsal er auk þess opin afgreiðsla alla daga
frá kl. 6.30-18.30, þar sem áhersla er lögð á
gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar og aðra þjónustu við
ferðamenn. Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni
verður starfrækt áfram.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Harmleikur
og lietjusaga
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
REGNBOGINN:
SÍÐASTI KEISARINN - THE
LAST EMPEROR
Leikstjóri: Bernardo Bertolucci.
Handrit Bertolucci og Mark
Pepioe. Kvikmyndatökustjóri:
Vittorio Storaro. Búningar:
James Acheson. Tónlist: Ryuic-
hi Sakamoto, David Byrne,
Cong Su. Aðalleikendur: John
Lone, Joan Chen, Peter O’To-
ole, Victor Wong, Dennis Dun,
Ryuichi Sakamoto, Wu Junmei.
Framleiðandi: Jeremy Thomas
1987.
Sannleikurinn er stundum
stærri en lífið sjálft. Svo er um
sögu síðasta keisarans, Pu Yi, og
kvikmynd Bertoluccis um þetta
ævintýralega lífshlaup sem hvergi
hefði getað átt sér stað á þessum
tíma nema í fomeskju og dulúð
austursins sem enn er bundið
römmum taugum við aldagamlar
venjur og siði.
Saga Pu Yi er löng, viðburðarík
og ótrúleg í flesta staði. Hann
tekur við keisaradómi í Peking
meistaralegt hvemig Bertolucci
tekst að lýsa þeim með smáatrið-
um og stuttum setningum, sía þær
inní meðvitund áhorfandans án
þess að láta þær taka yfirhöndina
í kvikmyndinni, því harm- eða/og
hetjusaga keisarans er í fyrirrúmi.
Hér er margt svo fallega og listi-
lega vel gert enda valinkunnir
snillingar við stjórn. Bertolucci
hafði sýnt kosti sem stjómandi
umfangsmikilla mynda í 1900, en
hans frægustu myndir hafa ekki
verið af þeirri stærðargráðu. Því
kemur það nokkuð á óvart að hann
skuli stökkva fram á sjónarsviðið
sem alskapaður snillingur stór-
myndarinnar, sem líkja má hik-
laust við fremstu meistara hennar,
svosem Lean. Þá nýtur hann að-
stoðar Storaros, en margar tökur
hans eru heillandi og minnisstæð-
ar, einsog upphafíð, og ekki er
síðra atriðið er kona Pu Yi yfirgef-
ur hann í „keisara“höllinni í
Mansjúkó og hann situr eftir
þóttafullur en smáður. Þá er sam-
vinna Bertoluccis og Storaros
eftirminnileg í einu ógnvænlegasta
og fegursta atriðinu, skrúðgöngu
menningarbyltingarsinna á götum
Beijing. Maður minnist sefjunar-
Keisarinn og ynja hans í fullum skrúða.
1909, aðeins þriggja ára, en 1912
verður Kína lýðveldi og eftir það
er drengurinn miðpunktur sjónar-
spils; hann situr áfram í Hinni
forboðnu borg í Beijing umvafinn
hundmðum hirðmanna og geld-
inga en út fyrir múrana er honum
bannað að fara. Hann er sá sem
síðast kemst að því í hinu fyrrum
tíuþúsundára ríki að keisaraveldið
er ekki lengur til.
Að því kemur að þessum sýnd-
arleik lýkur með tilkomu nýrra
ráðamanna og forðar þá keisarinn
sér til Tientsin, sem er undir sterk-
um áhrifum útlendinga. Upphefst
þá áratugur munaðarlífs ásamt
tveim eiginkonum og einkakenn-
ara, (O’Toole).
Japan leggur undir sig Man-
churíu, hið forna föðurland keis-
araættarinnar kínversku, og
minnugur fornra frægðardaga
fellur Pu Yi fyrir þeirri freistingu
að þiggja boð stríðsherranna að
gerast keisari í landinu. í lok
stríðsins var hann tekinn höndum
af Rússum sem síðan framseldu
hann Kínveijum sem héldu Pu Yi
í fangelsi til ársins 1959. Þá fékk
hann starf sem garðyrkjumaður í
Beijing — loks ftjáls maður.
Bertolucci og Storaro segja
þessa stórbrotnu sögu á ekki síður
mikilfenglegan hátt. Myndin hefst
er Pu Yi kemur sem stríðsglæpa-
maður í sitt forna keisaraveldi.
Síðan heldur sagan áfram — í
fangelsinu og þess á milli er
lífshlaup hans spannað með aftur-
hvörfum. Þetta eru ár mikilla
þjóðfélagsbreytinga og það er
innar af fréttamyndum frá þessum
tímum. Enn einu sinni er búið að
blinda fólkið.
Þeir félagar hafa og til liðs við
sig leyndardómsfulla og magnaða
tökustaði sem eru m.a. Hin for-
boðna borg innan höfuðborgarinn-
ar og hið líttséða, framandi og
fagra Kínaveldi og eykur þetta
ekki lítið á dulúð og jafnframt trú-
verðugleika Síðasta keisarans,
sem hægt væri að hæla í fjölda
dálka til viðbótar. Aður hefur ver-
ið minnst á leikstjóra og kvik-
myndatökustjóra (samvinna
Storaros og Mays var ekki jafn
safarík, næstum ógerningur að
ímynda sér að það sé sami maður-
inn sem stendur að baki töku-
stjórnar hér og í Ishtarl), og þá
er þáttur búningahönnuðs ekki
síðri og tónlistin margslungin. Það
kemur ekki á óvart er maður sér
nöfn höfundanna. Þá er leikurinn
yfirhöfuð mjög góður; Sakamoto
ber nokkuð af þeim þrem leikurum
sem fara með hlutverk Pu Yi --
þó svo að Lone nái vel yfirbragði
hins roskna, langþreytta manns,
og O’Toole á með sig í bragðmiklu
hlutverki kennarans.
Síðasti keisarinn líður nokkuð
fyrir mikla lengd, það er ósjaldan
talsverðúr hægagangur á frásögn-
inni, þó svo hvergi megi klippa!
Þetta getur fælt (einkum ungt)
fólk frá Síðasta keisaranum og
væri það miður því hún er ein stór-
kostlegasta kvikmyndalega upplif-
un í háa herrans tíð — veisla fyrir
auga og eyra.