Morgunblaðið - 15.01.1988, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
^ÖiLflfrO^uuigjtuitr
dJ^OT®©@IRl <§t (Ste)
Vesturgötu 16,
sími 13280
Otvegum einnig dælu-
sett meö raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
■
MILT FYRIR BARNIÐ
MÝKINGAREFNI
Milt fyrir barnið
mýkingarefni er
sérstaklega ætlað til mýk-
ingar á barnafatnaði og á
fatnaði annarra sem eru
með viðkvæma húð. Tauið
verður dúnmjúkt og ertir
ekki húðina. Viðkvæm húð
og Milt fyrir barnið eiga svo
sannarlega samleið.
A
Rania&nsrstota
FRIGG
Wjk
mykS
~\efn>
JKÍtt tyrir í
fmvKinoarJ
\efni rit
J aðSfynrbarnifr
SAPUGHRDIN
.X
Lyngási 1 Carðabæ, sími 651822
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM
Figini tryggði stöðu
sína á toppnum
Svissnesku stúlkurnar hafa unnið
öll brunmótvetrarins
MICHELA Figini frá Sviss sigr-
aði í bruni kvenna í heims-
bikarnum í Zinal í Sviss í gær.
Þetta var fjórði sigur sviss-
nesku stúlknanna í jafn
mörgum brunmótum í vetur.
Figini, sem er Óympíumeistari
kvenna í bruni, var í nokkrum
sérflokki í gær. Hún fór brautina,
sem var 2870 metrar að lengd, á
1.55,16 mínútum og var einni sek-
úndu á undan Karen Percy frá
Kanda sem varð önnur. Petra Kron-
berger frá Austurríki varð þriðja á
1.56,39 mínútum. Þetta var í fyrsta
sinn sem heimsbikarmót i bruni fer
fram á þessum stað.
Þetta var þriðji sigur Figini í heims-
bikamum í vetur og er hún nú í
efsta sæti stigakeppninnar með 146
stig. Hún sigraði í keppninni sam-
anlagt 1985 og 1986 og virðist
vera á góðri leið með að endurtaka
það núna. Landi hennar, Maria
Walliser sem sigraði í heimsbikam-
um samanlagt í fyrra, hefur ekki
náð sér á strik í vetur og varð í
4. sæti í gær.
Brunið í gær átti upphaflega að
vera í Pfronten í Vestur-Þýskalandi
en var fært til Zinal í Sviss vegna
snjóleysis í Þýskalandi. Aftur verð-
ur keppt í bruni kvenna á sama
stað á laugardaginn en sú keppni
átti upphaflega að vera anars stað-
ar í Sviss.
Svissnesku stúlkumar, Chantal
Boumisse sem sigraði í bmni í
síðasta mánuði og Zoe Haas, féllu
báðar í keppninni í gær.
Reuter
Michela Flginl frá Sviss sigraði í bruni kvenna í heimsbikamum í gær. Hér
er hún á fullri ferð í brautinni.
Guðrún H. Krlstjánsdóttir frá
Akureyri hefur bætt árangur sinn
verulega á mótum erlendis að undanf-
ömu. Hún er rétt við ÓL-lágmarkið
sem SKÍ hefur sett fyrir Ólympíuleik-
ana í Calgary.
Guðrún H.
til Calgary?
ÍSLENSKA landsliðið í alpa-
greinum er nú á keppnisferð
um Evrópu. Liðið hefur tekið
þátt í nokkrum mótum og hefur
árangur verið misjafn. Það er
helst að stúlkurnar hafi bætt
sig og þá sérstaklega Guðrún
H. Kristjánsdóttirfrá Akureyri
sem er nú alveg við ÓL-lág-
markið sem SKI setti fyrir
Ólympíuleikana í Calgary. Það
má því búast við að hún bætist
í íslenska liðið sem tekur þátt
í leikunum í Calgary ásamt
Dantel Hilmarssyni og göngu-
manninum Einari Óiafssyni,
sem nú þegar hafa náð OL-
lágmörkunum.
Snjólítið hefur verið í Evrópu
og hefur það komið niður á
íslenska liðinu. Það hefur ekki get-
að tekið þátt í eins mörgum mótum
og upphaflega var gert ráð fyrir.
Liðið fór utan 4. janúar og verður
fram að mánaðarmótum. Stúlkurn-
ar hafa tekið þátt í þremur fis-
mótum frá því 4. janúar. Árangur
þeirra er sem hér segir:
Svig í Leogang í Austurríki 8.
janúar (keppendur 110)
Guðrún H. Kristjánsdóttir varð í
31. sæti á 1.52,38 mín og Anna
María Malmqist í 43. sæti á 1.56,49
mínútum. Sigurvegari var Klaudia
Strobdel frá Italíu á 1.41,78 mínút-
um.
Svig á sama stað 9. janúar (kepp-
endur 110)
Guðrún hafnaði í 22. sæti á 1.47,85
mínútum og Anna María í 44. sæti
á 1.54,65 mínútum. Sigurvegari var
Rosvita Steiner frá Austurríki á
1.37,66 mínútum.
Stórsvig í Colere á Ítalíu 12. jan-
úar (keppendur 96)
Guðrún varð í 39. sæti á 2.35,76
mínútum, Tinna Traustadóttir varð
í 56. sæti á 2.37,20 mín. og Anna
María í 71. sæti á 2.39,35 mínútum.
Sigurvegari var Kim Schmeedinger
frá Bandaríkjunum á 2.26,53
mínútum.
Karlaliðið hefur tekið þátt í tveimur
mótum og var árangur þeirra eftir-
farandi:
Stórsvig í Ahrntal á Ítalíu 11.
janúar (keppendur 140)
Daníel Hilmarsson varð í 79. sæti
á 2.39,76 mínútum, Ingólfur Gísla-
son varð í 97. sæti á 2.43,49,
Ömólfur Valdimarsson varð í 98.
sæti á 2.43,77, Valdimar Valdim-
arsson í 100. sæti á 2.44,03 mín.
og Guðmundur Sigurjónsson í 103.
sæti á 2.48,17 mínútum. Sigurveg-
ari varð Itali á 2.25,60 mínútum.
Svig í San Candido í Innichen á
Ítalíu 12. janúar (keppendur 140)
Daníel varð í 50. sæti á 2.05,80
mínútum, Örnólfur í 55. sæti á
2.08,45, Valdimar í 58. sæti á
2.10,14 mín. og Ingóflur í 68. sæti
á 2.12,82 mínútum. Sigurvegari var
Erikson frá Svíþjóð á 1.56,74
mínútum.
Að lokum má geta þetta að fyrsta
bikarmót vetrarins í alpagerinum
hér á landi verður á Akureyri 30.
til 31. janúar.
ffoRDKA
töskur á
frábæru
verði
ÚTtLSF
Landsþj álfar i
í frjálsíþróttum
Frjálsíþróttasamband íslands óskar eftir að ráðá landsþjálfara í hlutastarf frá og með
1. febrúar. Möguleiki á meiri vinnu yfir sumarmánuðina. Hlutverk landsþjálfara er fyrst
og fremst að fylgjast með þeim einstaklingum, sem skipa landsliðið á hverjum tíma,
og vera þeim til stuðnings eftir þörfum. Ferðir með landsliði og smærri úrvalshópum
á vegum FRÍ munu einnig verða stór þáttur í starfinu, sömuleiðis aðstoð við okkar
fremsta fólk við skipulag keppnisferða erlendis o.s.frv.
Hugmyndin er einnig að landsþjálfari aðstoði einstakar nefndir FRÍ með námskeiða-
haldi og ritsmíðum.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, reynslu og annað sem skipt gæti máli, berist til
skrifstofu FRÍ, Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir mánudaginn 25. jan-
^ar n^- Frjálsíþróttasamband íslands.
5^ A
SKÍÐI / ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ