Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 2

Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Steingrímur hefur tekið af öll tvímæli ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segist fagna því að Steingrimur Hermannsson utanrikisráðherra hafi tekið af öll tvímæli, með ræðu sinni á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur á fimmtu- dag, um að Framsóknarflokkurinn standi með þeirri stefnumörkun sem lögð hafi verið af ríkisstjóminni og að líkur séu á meiri sam- stöðu i stjóminni en áður eftir þessa ræðu. „Það hefur verið svolítill óróleiki Hann sagði ljóst að þær aðgerðir yfir Framsóknarflokknum að und- sem gripið var til í desember á §ár- anfomu og menn hafa verið að geta sér til um það hversu fastir þeir væru í stjómarsamstarfinu, en ég tel að með þessari ræðu hafi formaður Framsóknarflokksins tek- ið af öll tvímæli um að þeir standi með þeirri stefnumörkun sem lögð hefiir verið í efnahagsmálum og við höfum boðað að undanfömu," sagði Þorsteinn Pálsson. við Morgunblað- ið. magnsmarkaðnum hafí skilað árangri. Ekki væru tillögur um það af hálfu Framsóknarflokksins að hverfa til baka og breyta núverandi bankalöggjöf. Framsóknarmenn tækju undir það sjónarmið með sjálfstæðismönnum að vextir þyrftu að lækka en þeir legðu ekki til að horfið yrði frá þeirri gmndvallar- skipan sem nú ríkti um vaxta- ákvarðanir. „Æpti upp er þriðji Benzinn birtist“ „ÉG VAR búin að skafa af flest- um reitunum og var komin með myndir af tveimur Benzum. Svo skóf ég af einum reit í viðbót og sá þá strax að þar var þriðji Benzinn að birtast og æpti upp yfir mig,“ sagði Elinborg Sigurð- ardóttir, 17 ára stúlka, sem vann Mercedes Benz í Lukkutriói Hjálparsveita skáta i gær. Elínborg keypti lukkumiðann í sölutumi við Suðurlandsbraut. „Það var eiginlega algjör tilviljun að ég fór þama inn,“ sagði hún. „Ég var að koma úr skólanum með vinkonu minni og ætlaði að hitta kunningja mína í húsi við Suðurlandsbraut. Þeir voru ekki við og þá fórum við inn í sjoppuna. Ég keypti tvo miða og skóf af þeim á staðnum. A seinni miðanum birtust fyrst tveir Benzar og svo sá ég að sá þriðji kom í ljós og þar með hafði ég hlotið vinning. Ég æpti upp og sagði vinkonu minni að ég hefði unnið Benz. Okkur varð svo mikið um að við vissum ekkert hvemig við áttum að láta og við flissuðum bara og hlógum. Ég hringdi í mömmu, en hún trúði mér ekki. Þá talaði vinkona mín við hana, en það var ekki fyrr en af- greiðslukonan talaði við hana sem hún trúði þessu. Systkini mín trúðu þessu fyrst þegar ég sýndi þeim kvittun frá Hjálparsveitunum." Elínborg, sem er frá Grundar- firði, stundar nám við Fjölbrauta- • -f •'rty.í ■’ *■ Elínborg Sigurðardóttir með kvittun frá Landssambandi Hjálparsveita skáta, þar sem kemur fram að hún vann Merce- des Benz í Lukkutríói. skólann við Ármúla og hefur haft bílpróf frá því í maí á síðasta ári. Hún sagði að liklega myndi hún ekki eiga Benzinn, heldur selja hann og fá sér einhvem minni og ódýr- ari. „Þá peninga, sem ég fæ á milli, langar mig meðal annars að nota til að heimsækja systur mína, sem býr í Bandaríkjunum," sagði EKnborg. „Steingrímur tekur síðan mjög eindregið undir að komið verði fram þeirri löggjöf sem nú er í smíðum og hefur verið til umræðu innan ríkisstjórnarinnar, þar sem setja á fyllri ákvæði um fyrirtæki á fjár- magnsmarkaðnum í samræmi við það sem almennt er með öðrum þjóðum. Það eru engar hugmyndir um að hefta starfsemi þessara nýju fyrirtækja að öðru leyti enda hafa þær verið mjög mikilvæg upp- spretta nýjunga í íslensku atvinnu- lífi. Fjárfesting í t.d. hótelum, eins og Steingrímur nefnir, kann að hafa átt sér stað en þau lán hafa öll verið samkvæmt pólitískum ák- vörðunum gegnum sjóði sem ríkis- valdið ræður yfir. Steingrímur tekur jafnframt undir það, sem ég hef sagt að und- anfömu, að stefna verður að þríhliða lausn á þeim höfuðverkefn- um sem framundan eru: að tryggja rekstrargrundvöll útflutningsfram- leiðslunnar og leysa þann vanda sem er í kjarasamningunum. Við höfum þegar átt viðræður við for- ustumenn fiskvinnslunnar og ég vona að grundvöllur skapist fyrir víðtækari viðræður á vinnumarkaði á næstunni. Með þessu tel ég að Steingrímur hafi ótvírætt eytt þeirri óvissu sem kannski hefur verið hjá ýmsum um þátttöku Framsóknarflokksins í framkvæmd stjómarstefnunnar og fagna þess vegna þessari. ræðu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði síðan að önnur atriði í ræðu Steingríms orkuðu tvímælis, eins og hugmyndir um skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga varðandi framkvæmdir. Aldrei kæmi til greina að ríkisstjóm sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti aðild að stæði að slfku og raunar ætti hann ekki von á að framsóknarmenn flyttu um það tillögu. Þorsteinn sagði síðan að samgöngumálin væm mikilvægasti þáttur í fram- kvæmd byggðastefnunnar og þessi ríkisstjóm myndi því ekki skerða framlög til vegamála eins og Steingrímur sagði koma til greina. „Framsóknarflokkurinn hefur held- ur ekki flutt neina tillögu þar um og ég á ekki von á að formaður flokksins flytji slíka tillögu í ríkis- stjóminni þó að hann hafí látið að þvi liggja á þessum fundi," sagði Þorsteinn Pálsson. Sjá ennfremur á bls. 27. Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbanka íslands t.v. og Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf., við tölvu fyrirtækis- ins sem tengd er bankalínu Búnaðarbankans. Bankalína Búnaðarbanka íslands: Viðskiptin beint í gegnum tölvuna VIÐSKIPTAVINIR Búnaðarbanka íslands eiga þess nú kost að sinna viðskiptum sínum við bankann i gegnum tölvu. Eitt fyrir- tæki, Hekla hf., hefur þegar tengst tölvu Búnaðarbankans og er fyrst íslenskra fyrirtælga til að nýta sér slíka þjónustu. Bankalínan var kynnt blaða- mönnum á fundi í Búnaðarbank- anum í gær. Þar kom fram að bankalínan hentaði fyrst og fremst fyrirtækjum, en í framtíð- inni verður eigendum nýrra reikninga, Gullreikninga, einnig boðin þessi þjónusta. Bankalínan byggist á því að viðskiptavinir komast í beint sam- band við IBM/36-tölvu bankans í gegnum sína eigin PC-tölvu. Þannig geta þeir spurst fyrir um stöðu eigin reikninga, fært á milli reikninga, séð yfirlit yfir inn- borganir á gíróseðlum, sent fyrirmæli til bankans, til dæmis varðandi pöntun á tékkheftum, yfirlitum o.fl. Einnig er hægt að kalla upp gjaldskrá og vaxtatöflur Búnaðarbankans, gengisskrán- ingu Seðlabankans og töflur yfir helstu vfsitölur auk þess að gera greiðsluspá vegna skuldabréfa- lána. í náinni framtíð hyggst bank- inn koma upp öflugum upplýs- ingabanka. En þar sem fjöldi símalína sem tengjast tölvu bank- ans er takmarkaður verður fyrst um sinn að takmarka þann fjölda viðskiptavina sem nýtir sér banka- línuna. Notendur bankalínunnar greiða sérstakt áskriftargjald, sem enn hefur ekki verið ákveðið. Síðan verður skrefatalning í gangi og miðast verð þá við þann tíma sem viðskiptavinur er í sambandi við tölvu bankans. Á fundinum kom fram að bankalínan hentaði fyrst og fremst þeim, sem eiga víðtæk viðskipti við bankann, til dæmis fyrirtækjum. Eldeyjar-Boði á veiðar í gærkvöldi Keflavík. Útgerðarfélagið Eldey hf. keypti Boða GK 24 seinnipartinn í gær og tveim tímum síðar var báturinn farinn á línuveiðar und- ir nafninu Eldeyjar-Boði KE 132. Eigandi Boða GK var Garðar Rannsóknir á framburði: Norðlenska og skaft- fellska á undanhaldi Flámæli skýtur upp kollinum á ný NORÐLENSKUR og skaftfellskur framburður er á hröðu undan- haldi hjá ungu fólki, samkvæmt rannsóknum þeirra Kristjáns Árnasonar og Höskuldar Þráinssonar. Óskýrmæli af ýmsu tagi er ívið algengara meðal ungs fólks en þess sem eldra er, og flá- mæli virðist vera að færast aftur í aukana meðal unglinga, þó það sé langalgengast hjá fólki yfir sjötugt. Þetta kom fram í erindi sem þeir Kristján og Höskuldur fluttu í gær á ráðstefnu um rannsóknir á móðurmáli í skólastarfi. Rannsóknir þeirra Kristjáns og Höskuldar hafa staðið yfir síðan 1980, og felast í athugunum á ákveðnum framburðareinkennum hjá mismunandi aldurshópum. Fólki er gefin einkunn á bilinu 100-200 eftir því hve sterk við- komandi framburðareinkenni eru hjá þeim, og meðaltalseinkunn sfðan reiknuð út frá því. Athuganir á framburði í Skaga- firði leiddu í ljós að mjög mikið hefur dregið úr rödduðum fram- burði — röddun á m og n á undan p, t, k fær meðaleinkunnina 190 hjá fólki yfír sjötugt, en aðeins um 115 hjá unglingum undir tvítugu — en mun minna hefur dregið úr harðmæli, úr 185 í 160. ífv-framburður í Skaftafells- sýslu fær einkunnin^l95 hjá fólki yfir sjötugt, en um 135 hjá fólki undir tvítugu. Hv-framburður í Reykjavík fær einkunnina 150 hjá körlum, og 133 hjá konum 71 árs og eldri, en minnkar jafnt og þétt Morgunblaöið/Ámi Sæberg Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, var tneðal gesta á ráð- stefnu Rannsóknastofnunar uppeldismála um rannsóknir á móðurmáli í skólastarfi í gær. Vigdísi á vinstri hönd er Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sem setti ráðstefn- hjá yngra fólki og þekkist varla hjá unglingum 12-20 ára. Flámæli er mjög algengt hjá Reykvíkingum 71 árs og eldri, en mjög lítið er um það í næsta ald- urshóp fyrir neðan, 56-70 ára. Flámæli er nær óþekkt hjá aldurs- hópnum 21-45 ára, en 12-20 ára gömlum Reykvíkingum hættir til að segja u í stað ö — þannig flá- mæli fær meðaleinkunnina 112 — og i í stað e, með meðaleinkunn 107. Óskýrmæli ýmiskonar, svo sem brottfall atkvæða, nefhljóða og önghljóða, er heldur útbreiddara meðal yngsta aldurshópsins en á meðal þeirra sem eldri eru: Meðal- einkunnin hjá 12-20 ára Reyk- víkingum í þessu sambandi er um 135, en um 125 hjá fólki yfír sjö- tugt, sem er skýrmæltast allra. Magnússon útgerðarmaður í Ytri-Njarðvík og fjölskylda hans. Kaupverðið var 48 milljónir. Garðar Magnússon sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann vildi gefa yngri mönnum tæki- færi til að spreyta sig á útgerð. „Fjölskyldan rekur hraðfrysti- hús í Vogunum sem við ætlum að láta okkur nægja að sinni,“ sagði Garðar Magnússon sem hefur stundað útgerð síðan 1963. Nú þykir fullvist að Eldey hf. kaupi Vött SU 3 frá Eskifirði og verður hann væntanlega afhentur fljótlega. Ákveðið hefur verið að Vöttur, sem er 170 tonna stálbát- ur, smíðaður árið 1968, fái nafnið Eldeyjar-Hjalti. Boði GK 24 er 208 tonna stálbátur smíðaður í Austur- Þýskalandi árið 1965 og hét þá Guðrún Guðleifsdóttir frá Hnífsdal. Garðar keypti bátinn 1982 sem þá var gerður út fra Keflavík og hét þá Boði KE. Jón Norðfjörð stjómarformaður Eldeyjar hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboð hefði verið gert í Eini HF úr Hafnarfirði og væru menn hæfilega bjartsýnir á að því yrði tekið. Einir, sem er 238 tonna stálbátur, hét áður Helgi S og var gerður út frá Keflavík. Jón sagði ennfremur að nú hefðu safn- ast um 100 milljónir í hlutafé. Samþykkt væri um að auka það í 150 milljónir og stefnt væri að að ljúka þeirri hlutafjársöfnun fyrir 11. maí næstkomandi. BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.