Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Borginni stj órn- að með valdboði eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur „Það er fátt eins aumkunar- vert eins og menn sem í orði kveðnu vUja báknið burt, en á borði gera þeir báknið að ókleif- um múr andspænis borgarbúum. í skjóli múrsins sitja þeir svo og leika sér að valdinu eins og barn sem hefur komist yfir leik- fang sem það er staðráðið í að deila ekki með neinum." Allt frá því borgarstjóm sam- þykkti þann 1. október sl. að heija byggingu ráðhúss í norðvestur- homi Tjamarinnar hafa staðið látiausar deilur um þá ákvörðun. Þær hafa átt sér stað á fundum borgarstjómar, borgarráðs, Al- þingis og skipulagsstjómar ríkis- ins, f fjölmíðlum og samkvæmum, á mannamótum og biðstofum og í flestum þeim umræðum sem eiga sér stað þegar maður hittir mann. Hafa fá borgarmál, ef nokkur, hlotið jafn mikla og almenn at- hygli á undanfömum ámm. í ljósi þess að almenningur lætur sig mál þetta miklu varða er það mjög dapurleg staðreynd, að sjálf- stæðismenn í borgarstjóm virðast staðráðnir í að láta skoðanir meiri- hluta borgarbúa sem vind um eyrun þjóta. Þeir hafa, hvar sem því verður við komið, túlkað lög og reglugerðir eins þröngt og þeim er nokkur kostur, með það fyrir augum að takmarka rétt aJlra sem utan borgarstjómar standa til áhrifa á gang borgarmála. Með því að beita meirihlutavaldi sínu af fullkomnu skeytingarleysi, ætla þeir að troða upp á borgarbúa milljarðkróna mannvirici á við- kvæmasta stað í borginni. Þetta gera þeir þrátt fyrir að þeir hafí ekki mrnnst einu orði á ráðhús í bláu bókinni sem þeir gáfu út fyr- ir kosningar, hvað þá í kosninga- yfírlýsingum, greinum eða loforðalistanum sem þeir birtu í Morgunblaðinu. Þetta gera þeir í þeirri vissu þess sem valdið hefur, að þegar upp verði staðið muni fólkið kyssa vöndinn. Réttur borgarbúa Deilumar um ráðhúsið snúast að mínu mati aðallega um tvennL í fyrsta lagi um það hvort byggja eigí ráðhús út í Tjömina, og í öðru lagi um það hvort sá réttur sem borgarbúum er tryggður í skipu- lagslögum og reglugerð hafi verið virtur. Þessí réttur er að mínu mati mjög ótvíraeður. Þegar uniúð er deiliskipulag eiga borgaryfirvöld að gera uppdrátt sem sýnir m.a. lóðamörk, staðsetningu bygginga, stærð þeirra og hæð. Þegar um er að ræða nýtt skipulag í þegar byggðu hverfí eiga þau að augiýsa uppdráttinn með formlegum hætti, hann á að hanga uppi almenningi til kynningar í ákveðinn tíma og gefa á fólki tækifæri til að gera athugasemdir við hann innan til- tekins frests. Uppdrátturinn öðlast svo gildi með staðfestingu félags- málaráðherra. Ég fullyrði að skipulag ráðhúss- lóðar hefur ekki fengið þá form- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir legu meðhöndlun sem iög og regiugerð kveða á um. Gegn þess- ari fullyrðingu minni hafa borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks, borgarsijóri og ýmsir embættis- menn hans beitt tvenns konar rökum. I fyrsta lagi segja þeir að samkvæmt skipuiagslögum beri þeim engin skylda_ til að ráðfæra sig við borgarbúa. Í öðru lagi segja þeir að ráðhúslóð hafí verið hluti af augiýstri deiliskipulagstillögu Kvosarinnar og þvi hafí þeir í raun gefíð borgarbúum kost á að tjá sig. Eitt skal yfir alla ganga Um fyrri rökin er það að segja að skipulagsreglugerð, sem félags- málaráðherra setti árið 1985, tekur af öll tvímæli um þetta atriði. Þessi regiugerð var sett öllum til eftir- brejdni, líka borgaryfírvöldum. Efíst sjálfstæðismenn um ágæti þessarar reglugerðar eiga þeir að láta á hana reyna með öðrum hætti en þeim, að réttur borgarbúa sé fyrir borð borinn. Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn eiga ekki bara að ganga erinda sijómvaldsins heldur eru þeir þangað kosnir tfl að gæta hagsmuna borgarbúa. Það er fátt eins aumkunarvert eins og menn sem í orði kveðnu vflja bákn- ið burt, en á borði gera þeir báknið að ókleifum múr andspærús borg- arbúum. I skjóli múrsins sitja þeir svo og ieika sér að valdinu eíns og bam sem hefur komist yfír leflc- fang sem það er staðráðið í að defla ekki með neinum. Tilbúin réttlæting- Síðari rökin standast engan veg- inn því í Kvosartillögunni er ekki orð að fínna um lóðarstærð ráð- hússins. Ekki er heldur orð að finna um bílastæði á lóðinni né aðkomu að þeim. Þegar þess er gætt að tillaga að Kvosarskipuiagi var aug- lýst og hékk uppi almenningi tál kynningar frá 4. febrúar til 1. apríl 1987, en niðurstöður úr samkeppni um ráðhús lágu ekki fyrir fyrr en þann 12. júní 1987, þá er þetta ofur eðlilegt. Þegar Kvosartillagan var auglýst voru sjálfstæðismenn íslensk matyæli og neytandinn eftir Margréti Þorvaldsdóttur „Þið neytendur eruð besta mat- vælaeftirlitið," sagði forsvarsmað- ur heilbrigðiseftirlits, er hann eitt sinn var spurður um opinbert eftir- lit með framleiðslu og sölu matvæla hér á landi. — Það er ykkar að veita aðhald, þið eigið ekki að taka við svikinni vöru möglunarlausL — Margir hafa tek- ið undir þessi snjöilu orð, enda vilja menn gjaman trúa því að ástand í meðferð matvæla væri mun betra en það er nú, væru íslenskir neyt- endur ekki svona fádæma áhuga- iausir og tómlátir þegar þeim hefur verið seld svikin eða skemmd mat- væli. Reynsla neytenda er talsvert önnur. Viðbrögð framleiðanda gagnvart neytendum sem kvarta vegna svikinnar matvöru komu mjög vel í ljós um áramótin þegar kvartað var vegna kaupa á þráum, þ.e. „sviknum jólamat". Mönnum beinlínis „sáma ummæiin", (Mbl. 5. jan.). Menn verða einfaldlega sárreiðir. — Að neytendur skuli voga sér að bera fram kvartanir og það á opinberum vettvangi! — Þessi viðbrögð þekkja neytendur vel enda er lítið með slíkar kvartan- ir gert, þess vegna kvarta fáir. Hér á landi hefur áhersla verið lögð á hið svokallaða „innra eftir- lit“, þ.e. að framleiðendur hafa eftirlit með sjálfum sér. Sú stefna gerir stöðu neytenda nánast von- lausa. Það kemur best fram þegar neytendur verða fyrir því að kaupa óneysluhæf matvæli, — þau eru á ábyrgð hans sjálfs. Beri neytendur fram kvartanir þá er það fellt und- ir öskammfeilni, en kvarti þeir ekki eru þeir sakaðir um áhuga- leysi og kæruleysi í eigin málum. Það eru ekki mörg vestræn lönd önnur sem ieggja ábyrgð eftirlits á herðar neytenda á sama hátt og gert er hér. Enda er flestum ljóst hve óraunhæft það er, þar sem neytendum er illmögulegt að fylgja kvörtunum eftir. Þess má geta í sambandi við kvörtun greinarhöfiindar vegna „svikins jólamatar", að kvörtun var komið á framfæri strax eftir jól, í versluninni þar sem kjötið var keypt. Sambandsleysi innan fyrir- tækisins virtist koma í veg fyrir að kvörtunin færi lengra. Svo virkt reyndist „innra eftirlitið". Það kom aidrei til umræðu að senda af- ganga af jólamatnum til sýnatöku, enda fóru þeir sömu leið og fjalla- lambið, „á haugana". Á „haugunum" endar einnig talsvert magn af áleggi þessar vik- umar, áleggi sem ekki virðist hafa neitt geymsluþol. Það er rétt sem slegið var fram í grein í síðasta Neytendablaði, að neytendur læði skemmdu áleggi frekar í ruslaföt- una en að standa í stríði við kaupmanninn, enda er sökin ekki alltaf hans. Það væri reyndar hægt að krefjast rannsóknar á áleggs- framleiðslunni. En fyrir neytendur kæmi sennilega lítið út úr slíkri rannsókn, þar sem rannsókn og eftirlitið er í höndum sömu aðila og framleiða vöruna. Það er ekki líklegt að framleiðandinn teldi sig hafa hag af því, að láta neytendum í hendur niðurstöður rannsókna varhugaverðra matvæla. Þannig að þetta „innra eftirlit" er í raun óvirkt gagnvart neytendum. Þeim sem verða fyrir því að kaupa varasama matvöru mætir engin sérstök vinsemd þegar þeir bera fram kvartanir. Einn viðmæl- andi minn, nejúandi, sagðist eiga erfitt með að sætta sig við að vera meðhöndlaður sem sakamaður þegar hann bæri fram kvartanir. Þær athugasemdir sem neytendur fá oftast að heyra við slflcar að- stæður eru þær, að matvaran hafí ekki verið geymd við rétt hitastig, eða þá að neytandinn hefði átt að lesa betur dagsetningamar á um- búðunum. Dagsetningar á umbúðum mat- væla eru oft mjög villandi og virðist þar ekki fylgt neinum ákveðnum reglum. Þær segja neytendum lítið um framleiðsludag vörunnar. Á umbúðir er annað hvort stimplaður pökkunardagur eða síðasti sölu- dagur. Þar er e.t.v. komin skýring á þv! hvers vegna matvara helst oft ekki óskemmd fram á síðasta söludag. Svo tekið sé dæmi: Ekki veit ég hvað komið hefur fyrir appelsínu- safann sem keyptur var nú fyrir áramót. Dagstimpillinn gaf til kynna að safínn hefði geymsluþol til 14. janúar. Þegar gæða átti sér á innihaldinu nú 6. janúar rann úr femunni stór myglukökkur. Fyrir nokkru var keypt hakkað nautakjöt í einni stærstu matvöru- verslun bæjarins. Kjötið stóð í kæli óinnpakkað í 12 tíma og breytti ekki um lit eins og eðlilegt hefði verið, heldur hélst það fallega rautt. Það var síðan geymt í kæli í 5 daga og breytti ekki liL Þar sem þessi litur gat þýtt að hakkið væri blandað saltpétri var hringt til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og síðan til Hollustu- vemdar með rannsókn og vísaði hvor á annan. Þar sem engar slíkar rannsóknir voru fyrirhugaðar, en saltpétursrannsóknir eru dýrar, fékkst kjötið rannsakað með öðru á Rannsóknastofu landbúnaðarins. Kjötið reyndist innihalda saltpétur en ekki yfír hættumörkum. Sam- kvæmt reglugerð má ekki setja saltpétur í kjöt, hakkað kjöt eða kjötfars eða annað slíkt kjötmeti sem haft er á boðstólum sem nýtt. íslenskir neytendur eru í rejmd gjörsamlega óvarðir, bæði gagn- vart óvönduðum matvælum og íblöndun allskyns efna í mat, þvi hér viðgengst nánast hvað sem er. Hver fylgist með efnainnihaldi inn- fluttra matvæla eins og kökum og grautum sem stannda hér í hillum verslana mánuðum saman? Minnis- stæð er saga sem sögð var í verslun þar sem á boðstólum voru danskir grautar. Þeir voru komnir marga mánuði fram yfir síðasta söludag. Kvartanir leiddu til þess að inn- flytjandinn var kvaddur á staðinn. Hann kvað mistök hafa orðið hjá danska fyrirtækinu, síðasti sölu- dagur hafí átt að vera framleiðslu- dagur og svo var vörunni gefínn nýr dagstimpill! Staða verslunareigenda gagn- vart slíkri sölumennsku er óljós á Margrét Þorvaldsdóttir „íslenskir neytendur eru í reynd gjörsam- lega óvarðir, bæði gagnvart óvönduðum matvælum og íblöndun allskyns efna í mat, því hér viðgengst nánast hvað sem er.“ meðan engin lög ná yfír innflutn- inginn — en neytendur eru þar gjörsamlega óvarðir. Opinbert eftiriit með framleiðslu og meðferð matvæla er víða um lönd mjög strangt, það hefur verið gert af illri nauðsyn — neytendum til vamar. Reglur um gerð og meðferð matvæla þurfa að sjálf- sögðu að vera mjög strangar, enda er heilbrigði neytenda stefnt í hættu ef mistök verða í framleiðsl- unni. Það nægir því ekki að treysta á „innra eftirlit" fyrirtækjanna sjálfra. Gagnvart neytendum þá er það ekki virkt. Taka verður tillit til fleiri mikil- vægra þátta þegar metið er öryggi „sjálfseftirlitsins" fyrir neytendur. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í matvælaframleiðsl- unni. Nú er framleitt mun meira af tilbúnum og hálftilbúnum mat- vömm en áður var gert. Markaður er fyrir þessar vörur, þar sem úti- vinnandi fólk hefur lítinn tíma til matargerðar. Það treystir á gæði tilbúinnar matvöru, t.d. fyrir skóla- böm þar sem ekki er boðið upp á heitar skólamáltíðir í skólum hér í þéttbýlinu. í þessar matvörur er notað mun meira af íblöndunarefnum en áður var gert. Þetta eru litarefni, bragð- efni, bindiefni, mygluvamarefni, þráavamarefni og rotvamarefni o.fl. Þessi efni hafa þann tilgang að gera matvöruna lystugri, gimi- legri og auka geymsluþolið. Flest eru þessi efni skaðlaus neytendum séu þau notuð rétt og í hæfilegu magni, þó er ofnæmi eða óþol gegn mörgum þeirra vaxandi vandamál. Eki séu sum þessara efna eins og rotvamarefni (saltpétur) notað I of mfldu magni getur það um- breyst í krabbameinsvalda. Skaðlegir gerlar, hættulegir heílsu manná, hafa einnig tilhneig- ingu til að komast inn í matvælin, bæði í framleiðslu þeirra og við matargerð. í því sambandi má minna á hinar mörgu salmonellu- sýkingar sem komið hafa upp hér á landi að undanfömu. Röng notkun sterkra hreinsiefna í matvælaiðnaði getur ekki síður verið afdrifarík fyrir neytendur, komist þau í matvælin. Það er Ld. ekki traustvekjandi að koma inn í matvöruverslun eins og fískverslun þar sem loftið er mettað klór. Þar sem opinbert eftirlit er í lágmarki hér á landi og neytendur verða að treysta á „innra eftirlit- ið“, verður að gera þá kröfu að þeir sem við matvæli starfa hafí grunnþekkingu á meðferð hinna margvíslegu efna sem notuð eru við matvælaframleiðslu. Það er því nauðsynlegt að þeim, sem við mat- vælaiðnað starfa eða við sölu matvæla, verði gert skylt að sækja námskeið, þar sem veitt er kennsla um eiginleika íblöndunarefna í matvælaiðnaði og skaðsemi hættu- legra efna og gerla fyrir heilsu neytenda. Námskeið þessi ættu að vera skipulögð og undir stjóm sérfræð- inga í efna- og gerlafræðum. Þau ætti að vera auðvelt að setja upp á sama hátt og námskeið Stjómun- arfélagsins. Prófskírteini frá slíkum námskeiðum ættu að veita þátttakendum góða umbun í laun- um. Þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að áhugi ráðamanna muni í náinni framtíð aukast fyrir nauðsyn heitra skólamáltíða fyrir böm í skólum munu foreldrar og aðrir neytendur verða að treysta á gæði tilbúinna matvæla. En þá verður að tryggja neytendum betur viðun- andi eftirlit með framleiðslu og innflutningi matvæla. Neytendur verða að geta treyst því að matvæl- in séu hollustuvara. Á þann hátt verður best stuðlað að heilbrigði íslenskra neytenda. Höfundur sér um þáttinn „Rétt dagsins “ í Morgunblaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.