Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 14

Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Einn fyrir alla, allir fyrir einn Fullorðnir byija að tínast í salinn nokkru fyrir átta. Þá eru öll bestu sæti löngu full af börnum og. unglingum og þau lak- ari óðum að fyllast. Upptakan á að hefjast klukkan níu. Sjónvarpið er mætt og mikið stendur til. Bamamergðin er eins og á blómatímum þijúbíósins. Stór systkini dragast með lftil, lítil systkini baksa með enn minni... Fullorðna fólkið stendur upp á endann spariklætt. Lítil stúlka hefur sprautað toppinn rauðan. Það er ekki að vita nema hún lendi í sjónvarpinu, allt í lit... Tíminn silast áfram og enn fyllist salur- inn. Menn ræða hástöfum um að þetta endi með ósköpum, það geti ekki á annan veg farið. Sjónvarpsmenn svitna, þeir bogra yfir köplum sínum sem liggja út um allt á yfirfullu gólfínu, stilla brenn- heita kastarana, reyna að snúa vélunum en reka þær jafnóðum í böm og fullorðna sem mynda vegg allt í kring. Á bamum er lítil sala. Sá sem er svo heppinn að hafa náð í stól stendur ekki upp aftur án þess að missa hann og sá sem kaupir glas kemur því aldrei í gegnum mannþröngina án þess að missa niður. "LOKSINS ... loksins hefst upptakan. Salurinn sem hefur mókt í hitasvækjunni og biðinni vaknar, lófaklappið dynur. Og svo hefst keppnin. Þátttakendur sitja flóð- lýstir og uppábúnir hver andspænis öðrum. Þeir hugsa svo að brakar í toppstykkinu, svitinn bogar, heilinn logar. Tveir orðsins snillingar sitja vafðir inn í alskegg og kasta fram spaklegum vísum með reglulegu millibili. Stjómandi þáttar- ins tekur bakföll, ætlar að ærast úr hlátri. Hann engist eins og í flogaköstum, hend- ir sér fram á við og þegar allir halda að hann sé í þann véginn að missa jafnvægið og steypast fram yfír sig tekst honum að rétta sig af og halda áfram. í hálfleik em skemmtiatriði. Þau eru af menningarlegri toganum og bömin, sem em komin hingað til að skemmta sér, bregða á leik. Þau ræða saman í hópum og'herma eftir skemmtikröftunum um leið og þau spila á tómar gosdósirnar. Fullorðn- ir sperra eyrun, reyna að heyra. Á tímabili er mjótt á mununum í hvom lætur hærra, söng Wagners eða undirleik Sólkóladós- anna hans Davíðs Scheving. Nokkrir krakkar em líka svo heppnir að hafa tölvuspil í vasanum. Það er engin ástæða til að láta sér leiðast. Tikkið í spil- unum er reglubundið og svæfandi. Svo skiptast þau á um spilin og metast um vinningana. Allt er þetta í mesta bróðemi eins og væm þau heima á eldhúsgólfi. Þau em gjörsamlega ómeðvituð um að þau em að tmfla menninguna. Menninguna, hvað er nú það?! Þau yppta öxlum og halda áfram að spjalla. Hópur vaskra manna tekur barinn með áhlaupi. Þeir ætla að ryðjast í gegnum mannþröngina eftir vatni eða öðm sem slökkva megi þorstann með hvað sem það kostar. En á bamum ganga þeir á vegg. Bestu sætin em nefnilega uppi á barborð- inu. Þar sér vítt og breitt um allan salinn. Vatnið í krönunum á klósettinu er ískalt og svalandi, íslenska vatnið er engu líkt... Svo troðast menn í salinn aftur. Og næsta lota hefst. Þvílíkur hraði, þvílíkt minni; hraða hljóðsins skakkar ekki upp á sekúndu, hæð fjalla og dýpt dala skilar sér á ótrúlega skömmum tíma. Heimamönnum veitir bet- ur, stemmningin í salnum er ótrúleg. Menn em stoltir af sínu og jafnframt dijúgir. Við hveiju var líka að búast í þessu byggð- arlagi? Það má ekki á milli sjá hvorir vita meira, keppendur eða áhorfendur. í salinn er kominn hálfgerður þjóðhátíðarbragur, einn fyrir alla, allir fyrir einn stemmn- ing... Hálfmeðvitundarlaus af hita, svækju og ánægju klappar salurinn í lokahrinunni. Sigurinn er unninn ... Glæsilegt! Þú stendur upp og lætur berast með straumnum. í framhjáhlaupi fínnurðu að slökkt er á kösturunum og eftir því sem þú nálgast útidymar ferðu að eiga auð- veldara um andardráttinn. Það er gott að fá rigninguna framan í sig úti á stétt. Menn doka við, ná andanum, ná áttunum, ræða sigurinn. Þegar þú sest inn í bílinn og ekur út í biksvart skammdegið ertu strax byijuð að gleyma hitanum og svækjunni. Og eft- ir því sem kflómetrunum fjölgar gleymirðu líka að þú ætlaðir aldrei framar að stíga fæti þínum á svona loftleysis- og þrengsla- skemmtun. Og þegar þú ekur í hlað heima hjá þér ertu orðin á báðum áttum. Hver veit nema þú drífír þig á framhaldskeppnina í vor? Þetta er nú einu sinni þitt fólk ... Kristín Steinsdóttir ÚTSALA ÚTSALA Skólavörðustíg 17a, sími 25115 ^BRowninQ veggjatennisvörur TÖLVUPRENTARAR Hófsemi er hamingja eftír Geir G. Gunnlaugsson Bjór er ekki bama- eða ungl- ingadrykkur. Unglingar sem kaupa mikið af gosi í sjoppum og á veitingahúsum mundu skipta yfir í bjórdrykkju og smám saman ánetjast sterkum vínum og öðrum vímuefnum. Það er furðulegt að nokkur hugsandi maður vilji stuðla að því að leyfa fijálsan innflutning og sölu á bjór eða öðrum vímuefnum eins hræðilegt böl og áfengis- neyslan er. Áfengisneyslan sljóvgar náms- áhuga æskunnar. Hún skerðir starfshæfni manna og orðheldni, orsakar óstundvísi, minnkar vinnuafköst og vandvirkni. Hún skapar öryggisleysi í umferð og á vinnustöðum. Hún gerir menn óábyggilega f viðskiptum. Hún sundrar ástvinum og eyðileggur hamingju heimilanna meira en nokkuð annað og leggur fjárhag og allt lífsöryggi í rúst. Heimilin eru demantar lífsins og máttarstoðir hamingjusams þjóðfélags. Á þessu er engin und- antekning hér á landi. Alls staðar í nágrannalöndum er sama sagan af áfengisbölinu. Ég hef þekkt fj'ölda marga menn frá nágranna- löndunum og þeim hefur öllum borið saman um að bjórdrykkja og áfengisneyslan væri mesta og versta vandamál í þeirra löndum og í sumum fyrirtækjum væru „VIÐ munum að sjálfsögðu kanna hvort einhver ástæða er til sérstakrar og aukinnar örygg- isgæslu í sambandi við ráðstefn- una,“ sagði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, þegar hann var inntur eftir því hvort lögregl- an ætlaði að hafa sérstakan viðbúnað vegna ráðstefnu hval- veiðiþjóða, sem hefst f Reykjavík f næstu viku. Bjarki sagði að það væri stjórn- valda að taka ákvörðun um slíka gæslu. „Nú er ekkert sem bendir Geir G. Gunnlaugsson „Leggjumst öll á eitt og berjumst fyrir bind- indi og hófsemi og leggjum alla okkar orku á vogarskálina til að hjálpa þeim sem illa eru staddir.“ menn hafðir til þess að aðgæta að starfsfólk kæmi ekki með bjór með sér á vinnustað. Við verðum að viðurkenna að við höfum beðið hræðilegt afhroð fyrir áfengis- til þess að þörf sé á sérstakri gæsiu. Varðandi til dæmis komu Paul Watson til landsins, þá vitum við að sjálfsögðu um yfirlýsingar hans þar að lútandi, en það hefur ekki verið staðfest enn hvort hann kemur. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur," sagði Bjarki Elíasson. Árni Siguijónsson, yfírmaður út- lendingaeftirlitsins, sagði að hann gæti ekki gefíð fjölmiðlum neinar upplýsingar um öryggisráðstafanir vegna ráðstefnunnar. stærri og eins óhamingjudrifinn og barátta kynslóðanna gegn áfengisbölinu og eiturlyfjum sem flæða yfir heimsbyggðina. Bjórtrúarmenn og áfengisunn- endur, þingmenn og aðrir áhrifa- menn þjóðarinnar hefðu betur heima setið en að reyna að þvæla þessu bjórfrumvarpi í gegn á þingi. Engin Jörfagleði eða Viðeyjar- veislur. Þær bjarga aldrei neinu en spilla sjálfsvirðingu okkar, þjóðlífi og þegnskap. Ohóflegt skemmtanalíf skólar æskuna í drykkjuskap og vinnu- leysi. Það er sárt að sjá ungling- ana hangandi í sjoppum og á skemmtistöðum, áhugalausa fyrir námi og starfí næsta dags og vera búna að gleyma foreldrum eftir Fred Leferink Síðan 1978 hef ég verið reglu- legur gestur á Islandi. Sem fyrrverandi landafræðinemi með nokkurt vit á skipulagsmálum furða ég mig stöðugt meira og meira á því hvemig skipulagi Reykjavíkurborgar er háttað. Eg vil nefna tvö dapurleg dæmi: Seðlabankabygginguna á Amar- hóli, sem lítur út einsog loftvarn- abyrgin sem byggð voru af Þjóðveijum við strendur Hollands í seinni heimsstyijöldinni; og Hal- lærisplanið í hjarta borgarinnar, sem í stað þess að vera skemmti- legt lítið torg með ýmis konar gróðri og göngustígum, hefur ver- ið útbúið á sérlega „smekklegan" hátt, sem bílastæði. Eitt af fáum svæðum í borginni sem lítt hefur verið hróflað við, er umhverfi Tjamarinnar. Það er mér mikil ráðgáta að það skuli reynast nauðsynlegt að byggja hið nýja ráðhús einmitt þar. I fyrsta lagi útheimtir starfsemi ráðhúss ekki endilega staðsetningu í hjarta miðbæjarins. Mér sýnist málið heldur ekki snúast um það hvort byggingin sé Ijót eða falleg eða hvort nokkrum öndum verði stökkt á braut, eða jafnvel hvort ákvörð- og ástvinum sem bíða í ofvæni eftir að þeir komi heim. Sá sem ekki saman safnar hann sundurdreifír. Leggjumst öll á eitt og beijumst fyrir bindindi og hófsemi og leggjum alla okkar orku á vogarskálina til að hjálpa þeim sem illa eru staddir. Við sem emm svo hamingjusöm að vera fædd á íslandi þar sem loftið er hreint, vatnið tært og sjórinn ómengaður hljótum að keppa við að skapa og eiga líka heilbrigt og heiðarlegt þjóðfélag þar sem borin er virðing fyrir vinnu og hófsemi. Bindindi allra bætir hag það blómstrar í lífi og starfí það verðlaunar sérhvem vinnudag með veglegum minningaarfi. Höfundur er bóndi að Lundi. „Það er mér mikil ráð- gáta að það skuli reynast nauðsynlegt að byggja hið nýja ráðhús einmitt þar.“ unin hafi verið tekin á lýðræðisleg- an hátt með samþykki meirihluta borgarstjórnar. Það snýst um það að fjölda fólks finnst þessi bygging ekki eiga heima á þessum stað. Þar sem ég bý í landi með sextíu sinnum fleiri íbúum en á íslandi, á þrisvar sinnum minna land- svæði, á ég erfitt með að skilja að ekki skuli vera hægt að finna húsi þessu annan stað, heldur vilji menn frekar „blotna í fæturna". Hefði skipulagsdeild borgarinnar gripið fyrsta manninn, sem þeir rákust á úti á götu, bundið fyrir augu hans og látið hann kasta pílu á kort af borginni, þá hefði vafalaust ekki tekist verr til þegar nýju ráðhúsi Reykjavíkur var val- inn staður. Höfundur er hollenskur og býr með íslenskri konu í Hollandi. Hann vinnur við Hjálparstofnun fyrir þróunarlönd. neyslu. Enginn vígvöllur veraldar er Ráðstefna hvalveiðiþjóða: Kannað hvort þörf er á aukinni löggæslu - segir Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn Skoðun á borg- arskipulagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.