Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 15

Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1988 , Morgunblaðið/óskar Magnússon I kuldanum sem hefur verið unanfarna daga hefur Ölfusána lagt að hluta. „Mokaði“ Holtavörðu heiði með plastskóflu Fiskvinnslu- námskeið á Eyrarbakka Eyrarbakka. Fiskvinnslunámskeið stendur yfir á vegum Bakkafisks hf. en svo heitir félagið sem nú á og rekur frystihúsið á Eyrarbakka. Þátttakendur á námskeiðinu eru 37 og er þeim skipt í 2 hópa, og er kennt fyrir og eftir hádegi, og er þá sá hópurinn, sem ekki er við nám, við vinnu í húsinu. Hægt hefur verið á framkvæmd- um við byggingu brúar á Ölfusár- ósa, en undanfarið hefur efni verið flutt undan brúnni og út í ána, við endann þar sem hafist verður handa með vorinu. í kuldanum undanfarna daga hefur ána lagt, en þó rennur nokkur hluti árinnar undir brúna. — Óskar. MAÐUR sem þurfti að komast norður í Skagafjörð á fimmtudag frá Reykjavík, komst yfir Holta- vörðuheiði á litlum fóiksbíl þrátt fyrir að heiðin væri aðeins sögð opin jeppum og stærri bílum. Hann mokaði sig í gegn um skafl- inn sem var eini farartálminn á leiðinni og notaði til þess litla plastskóflu sem hann var með í bílnum. Vegagerðin mokar venjulega snjó af veginum yfír Holtavörðu- heiði tvisvar í viku. Því var það ekki gert á fimmtudag þrátt fyrir að vitað væri að ekki væri mikill snjór á heiðinni. Ferðamaðurinn þurfti að komast til Hofsóss í gær og hélt af stað þrátt fyrir aðvaran- ir um að heiðin væri ófær minni bílum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að aðeins hefði verið einn skafl á veginum, við pípuhliðið norðan til í heiðinni, skammt fyrir ofan Miklagil. Það hefði ekki tekið sig nema 20 mínútur að moka bílinn í gegn um skaflinn og eftir það hefði Holtavörðuheiði verið fær öll- um bílum. Aðalstræti 9 - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.