Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 28
TET
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
START-viðræðurnar um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna;
Bandarflgamenn faafna
tillögnm Sovétmanna
Genf. Reuter.
Sovétmenn lögðu óvænt fram
nýjar tillögur um fækkun lang-
drægra kjarnavopna er samn-
ingamenn risaveldanna hittust á
aukafundi í Genf í gærmorgun.
Bandaríkjamenn höfnuðu tillög-
iinum samdægurs og sögðu
tUgang þeirra að gera út af við
geimvarnaráætlunina svo-
nefndu.
Alexei Obukhov, aðalsamninga-
maður Sovétmanna, sagði tillögurn-
ar fela í sér helmings fækkun
langdrægra kjamorkuvopna risa-
Norðurlandaráð:
Finnskt tónskáld
fékk verðlaunin
Á FUNDI sínum í Kaupmannahöfn
í gær ákvað norræna dómnefndin
um úthlutun Tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs (Nordisk Musik-
pris) að veita finnska tónskáldinu
Magnus Lindberg Tónlistarverð-
laun Norðurlandaráðs árið 1988.
Verðlaunin eru 125.000 dánskar
krónur og eru þau veitt annað
hvert ár. Þau eru að þessu sinni
veitt fyrir verkið „Orka“.
Magnus Lindberg
í dómnefndarálitinu er eftirfarandi
rökstuðningur gefinn fyrir ákvörðun-
inni: „í verkinu kemur fram
hugmyndaríkt sambland sinfóníu-
hljómsveitar og óhefðbundinna
hljóðgjafa. Með tölvutækni og elektr-
. óník er grófur og fíngerður hljómur
sameinaður á sannfærandi hátt. Höf-
undurinn er ( verkinu á djarfan hátt
opinn fyrir hljóðheimi samtímans og
Argentína:
Foringi upp-
reisnarmanna
f lýr herinn
Buenos Aires, Reuter.
ALDO Rico, undirofursti, hefur
strokið úr stofufangelsi eftir að
skriðdrekasveit hafði verið send
til að flytja hann í herfangelsi.
Rico stjómaði uppreisn liðsfor-
ingja í apríl í fyrra til að krefjast
þess að endi yrði bundinn á réttar-
höld yfir liðsforingjum sem vom
sakaðir um mannréttindabrot á
valdatíma hersins árin 1976 til
1983.
Stuðningsmenn Ricos gáfu til
kynna snemma í gærmorgun að hann
myndi veita viðnám ef reynt yrði að
fullnægja fangelsisdóminum. Skrið-
drekasveitir og brynvarðar bifreiðir
voru sendar til Bella Vista, útborgar
Buenos Aires, til að handtaka Rico,
en þá hafði hann yfirgefið dvalarstað
sinn. Eiginkona hans segir að hann
hafi særst, en ekki er vitað hvort það
hafi gerst á flóttanum. Yfirmaður
hersins hefur fyrirskipað handtöku
hans og sagt að hann verði sviptur
undirofurstatign.
sýnir vilja til að ná valdi á honum.“
Fyrir hönd íslands sitja Ragnar
Bjömsson skólastjóri og Þorgerður
Ingólfsdóttir kórstjóri í dómnefnd-
inni.
Auk tónverksins „Orku“ voru lögð
fram tónverk eftir eftirtalin tónskáld:
Þorstein Hauksson (Að astra), Áskel
Másson (Konsertþáttur fyrir litla
trommu og hljómsveit), Gunnar
Berg, Ib Nörholm, Einoujuhani
Rautavaara, Alfred Janson, Rolf
Wallin, Anders Eliasson og Miklos
Maros.
Tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs verða afhent í Osló þann 8.
mars nk. á 36. þingi Norðurlanda-
ráðs.
veldanna. Miðað væri við að hvort
ríki ætti 6.000 sprengjuodda. Fjöll-
uðu tillögumar um hvemig hægt
væri að hrinda ákvörðun af þessu
tagi í framkvæmd.
Að sögn manna, sem nátengdir
eru viðræðunefndunum, skýrði
Obukhov Max Kampelmann, aðal-
samningamanni Bandaríkjanna,
ekki frá tillögunum er þeir snæddu
hádegisverð saman í fyrradag, á
fyrsta degi níundu samningalotunn-
ar. Seint í fyrrakvöld óskuðu
Sovétmenn hinsvegar eftir auka-
fundi samninganefndanna. Varð
Kampelmann að fresta fyrirhugaðri
ferð til Washington í gærmorgun,
þar sem hann ætlaði að gera ráða-
mönnum í Hvíta húsinu grein fyrir
viðræðum nefndanna á fimmtudag.
Fundurinn var haldinn í sovézka
sendiráðinu í gærmorgun og stóð í
nær tvær stundir. Þegar Obukhov
• hafði kynnt tillögumar, sem voru í
einu skjali, skiptust fundarmenn á
skoðunum í dijúgan tíma. Að því
loknu hélt Kampelmann rakleiðis
til Washington.
Síðdegis í gær kom sú frétt frá
Genf að Bandaríkjamenn höfnuðu
nýju tillögunum. Terry Shroeder
talsmaður bandarísku sendinefnd-
arinnar sagði að hér væri um
gamlar tillögur í nýjum búningi að
ræða sem Bandaríkjamenn gætu
ekki fallist á.
Reuter
Zakharov svarar spurningum fréttamanna á blaðamannafundi í til-
efni stofnunar alþjóðlegra samtaka sem stuðla eiga að varðveislu
mannlegs lífs og verðmæta.
Zakharov á fundi með Gorbatsjov:
Krefst lausnar 200
pólitískra fanga
Hong Kong:
Yfirmaður kauphallar
sakaður um mútuþægni
Hong Kong, Reuter.
RONALD Li, fyrrum yfirmaður
kauphallarinnar í Hong Kong, var
í gær formlega ákærður fyrir að
hafa þegið mútur frá fyrirtæki í
Hong Kong, sem er í eigu jap-
ansks byggingarfyrirtækis.
Ronald Li var handtekinn 2. jan-
úar og óháð nefnd sem berst gegn
spillingu í Hong Kong kærði hann
formlega á föstudag, en réttarhöld
hefjast 14. apríl. Li var sakaður um
að þiggja verðbréf frá fyrirtækinu
Kumagai Gumi í Hong Kong, á helm-
ingi lægra verði en seinna fékkst
fyrir þau á verðbréfamarkaðinum.
Li þarf að leggja fram tryggingu að
verðmæti 46 milljóna íslenskra króna
og á yfír höfði sér allt að sjö ára
fangelsi, auk sektar.
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKI eðlisfræðingurinn
Andrej Zakharov hitti Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétleiðtoga að máli
í gær og fór fram á að 200 pólit-
ískum föngum yrði sleppt. Til-
efni fundarins var stofnun
alþjóðlegra samtaka í Moskvu
sem stuðla eiga að varðveislu
mannlegs lífs og verðmæta.
Þijátíu vísindamenn, trúarleið-
togar og iðjuhöldar víðs vegar að
úr heiminum hittust í gær í Moskvu
til að stofna samtökin. Tilgangur
samtakanna er að útvega fé til al-
þjóðlegra rannsókna á vandamálum
sem ógna mannkyninu eins og
mengun og tilvist kjamorkuvopna.
Þau munu hafa bækistöðvar í
Moskvu, Washington og Helsinki.
Að sögn Jevgenís Velikovs félaga
í samtökunum og tæknilegs ráð-
gjafa Gorbatsjovs lagði bandaríski
iðjuhöldurinn Armand Hammer
fram eina milljón Bandaríkjadala
sem stofnfé sjóðs samtakanna.
Hammer sagði við blaðamenn að
loknum fréttamannafundi í sovéska
utanríkisráðuneytinu í gær að á
fundi fulltrúa samtakanna með
Gorbatsjov hefði ríkt „vinsemd og
virðing". „Zakharov færði málefni
pólitískra fanga í Sovétíkjunum í
tal og afhenti lista með nöfnum 200
pólitískra fanga;“ bætti Hammer
við.
Þetta var fyrsti fundur Gor-
batsjovs og Zakharovs sem fékk
friðarverðlaun Nóbels árið 1975.
Zakharov var sjö ár í útlegð í bæn-
um Gorkíj á Volgubökkum en var
látinn laus árið 1986 að tilhlutan
Gorbatsjovs. Zakharov sem er
fremstur í flokki andófsmanna í
Sovétríkjunum fór jákvæðum orð-
um um Sovétleiðtogann eftir
fundinn í gær og sagði meðal ann-
ars: „Mér finnst hann sveigjanlegur
á mörgum sviðum. Ég hef mikið
álit á Gorbatsjov sem leiðtoga og
persónu. Ég held að hann sé fremst-
ur í flokki þróunar í landi okkar á
þessu andartaki sögunnar."
Tillögur Sovétmanna um takmörkun hernaðarumsvifa á norðurslóðum:
Hugmynd sem ber að skoða en
ekki má veikja samstöðu NATO
- segir Steingrímur Hermansson utanríkisráðherra
STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra kveðst telja að líta
berí á tillögur þær um samdrátt vígbúnaðar í norðurhöfum sem
Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kynnti i Osló á
fimmtudag sem framhald af ræðu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga í Múrmansk á síðasta ári. Steingrímur, sem nú er staddur í
London þar sem fram fer þing leiðtoga frjálslyndra stjómmála-
flokka, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að
sjálfsagt væri að skoða þessar hugmyndir en þær mættu ekki verða
til þess að draga úr einingu aðildarríkja Atiantshafsbandalagsins.
Ryzhkov kynnti hugmyndir Sov-
étstjómarinnar í Osló á fimmtu-
dagskvöld og sagði ráðamenn
eystra telja að banna ætti öll hem-
aðarumsvif á tilteknum svæðum -á
Atlantshafí og í norðurhöfúm. Kvað
Ryzhkov Sovétstjómina m.a. vilja
stefna að banni við ferðum kafbáta
risaveldanna á svæðum í Norður-
og Vestur-Atlantshafi og takmörk-
um á umfangi æfinga flughers og
flota í norðurhöfum. Hugmyndir
þessar hafa fengið dræmar undir-
tektir í Noregi og telja sérfræðingar
þar að slíkt samkomulag þjónaði
engan veginn öryggishagsmunum
ríkja bandalagsins.
Samstaða mikilvæg
Steingrímur Hermannsson
kvaðst hafa talið hugmyndir þær
sem Gorbatsjov setti fram í Múr-
mansk-ræðunni athyglisverðar og
því þætti honum tilhlýðilegt að frek-
ari útfærsla þeirra yrði skoðuð með
opnum hug. „Hitt er svo annað mál
að slíkt samkomulag verður aldrei
gert, að mínu mati, nema sem þátt-
ur í stærra samkomulagi milli
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins," sagði utanríkis-
ráðherra og bætti við að ef til vill
væri athyglisverðasti liður nýjasta
tilboðs Sovétmanna sá að bjóða upp
á slíkar viðræður en ekki á milli
Norðurlanda og Sovétríkjanna.
Steingrímur sagði það ljóst vera að
NATO-löndin á Norðurlöndum;
Noregur, Danmörk og ísland,
myndu aldrei ganga til slíkra samn-
ingaviðræðna nema að höfðu
samráði við önnur aðildarríki
bandalagsins. „Að sjálfsögðu má
þetta ekki verða til að þess að veikja
samstöðu innan Atlantshafsbanda-
lagsins. Ég er þeirrar skoðunar að
sú samstaða sé ákaflega mikilvæg
til að ná þeim árangri sem ég von-
ast til að sjá í afvopnunarviðræðun-
um,“ sagði Steingrímur.
Beinar viðræður
Steingrímur sagðist ekki telja
beina hættu á því að tillögur Sovét-
manna ógnuðu samstöðu aðild-
arríkjanna þar sem gert væri ráð
fyrir tvíhliða viðræðum ríkja Var-
sjárbandalagsins og NATO. Hins
vegar kvað hann það yfir allan vafa
hafið að sérstakar viðræður Norð-
. urlandaþjóða og Sovétríkjanna um
vígbúnað á norðurslóðum treystu
ekki einingu ríkja NATO.
Sérfræðingar sem starfa á veg-
um Atlantshafsbandalagsins hafa
bent á að verði hugmyndir þessar
að veruleika muni þær takmarka
mjög möguleika NATO til að flytja
hersveitir og birgðir yfir Atlants-
hafíð' til Evrópu á óvissu- eða
átakatímum. Aðspurður um þetta
sagði Steingrímur að svo virtist sem
tillögur Sovétmanna ættu fyrst og
fremst við Eystrasalt, Barentshaf
og hafsvæðið milli íslands og Nor-
egs. Kvaðst utanríkisráðherra því
ekki fá séð að þetta takmarkaði
flutninga til þeirra ríkja sunnan
íslands. „Ég held hins vegar að
öllum sé ljós að ef svo illa fer að
til átaka kemur þá er líklegt að
samkomulag sem þetta reynist
harla gagnslaust," sagði Steingrím-
ur og bætti því við að hann væri
tæpast nógu fróður um hina hem-
aðarlegu hlið mála til að meta