Morgunblaðið - 16.01.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
31
London:
Klaufskasti banka-
ræningi sögunnar?
Reuter
Kagamibiraki - nýju ári fagnað
í herklæðum Samuraia reiðir fyrrum þingmaður, Kihei Kijima, tíl höggs til að skera „nýárskök-
una“ að fornum japönskum sið, athöfnin heitir kagamibiraki á japönsku.
London, Reuter.
í RÉTTARHÖLDUM yfir hinum
26 ára gamla bankaræningja
Michael Coleman kom fram að
hann væri sennilega klaufskasti
bankaræningi sögunnar. Hann
byijaði á því að fá lánað reiðhjól
og hjólaði svo til banka nokkurs
í norðurhluta Lundúnaborgar.
Fyrir framan bankann var löng
röð af fólki og voru menn tals-
vert hissa þegar Coleman bað
um að fá penna lánaðan til að
skrifa kröfu sína um peninga á
blað. Hann varð reyndar líka að
fá hjálp hjá þeim sem lánaði
pennann við að stafa orðin.
Þegar Coleman var kominn inn
í bankann fór hann í röðina hjá
gjaldkeranum. Allir gátu þó séð að
hann hafði eitthvað undarlegt í
hyggju því hann hélt á leikfanga-
byssu og andlit hans var að hluta
hulið límböndum. Eftir nokkra bið
í röðinni þreif einn viðskiptavinur
bankans í Coleman og hrópaði á
hjálp. Coleman missti stjóm á sér,
hrifsaði 190 pund af næsta manni
og hljóp á brott. Hann gáði þó ekki
að því að hnífur alsettur fíngraför-
um féll úr vasa hans á leiðinni út
Spánn:
Madríd, Reuter.
BANDARÍKIN hafa samþykkt
að leggja niður herstöð sína i
Torrejon 20 km frá Madrid að
því er Francisco Ordonez ut-
anrikisráðherra Spánar sagði í
gær. Hann sagði að 72 banda-
rískar F-I6 orrustuþotur yrðu
fjarlægðar innan þriggja ára frá
undirritun nýs varnarsamnings
milli landanna og bandariskum
hermönnum fækkað i landinu.
Líklegt þykir að nýr vamar-
samningur verði undirritaður í maí
á þessu ári. „Bandaríkin hafa fal-
list á kröfu Spánveija um niður-
skurð heraflans," sagði Ordonez
við fréttamenn. Til stendur að
Felipe Gonzalez
Reuter
bandarískt herlið yfírgefí Torrejon
herstöðina og að bandarískum her-
mönnum á Spáni verði fækkað um
helming. 34 ára gamall vamar-
samningur milli ríkjanna rennur
út á þessu ári og samkvæmt honum
var heimild fyrir því að Bandaríkja-
menn hefðu 12.500 hermenn á
Spáni.
Filipe Gonzalez forsætisráð-
herra lofaði spænskum kjósendum
því í þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðildina að NATO árið 1986 að
dregið yrði úr umsvifum Banda-
ríkjamanna á Spáni. I viðræðum
við Bandaríkjamenn gerði hann
útrýmingu F-16 orrustuþotnanna
úr bankanum. Reiðhjólið hans
fannst svo í vegarkanti, einnig með
skýrum og greinilegum fíngraför-
um.
Nokkrum dögum seinna kom
systir Colemans með bróður sinn
til lögreglunnar og sagðist vilja
bjarga honum frá giötun en Cole-
man er heróínsjúklingur. Lindu
Stem saksóknara varð að orði við
réttarhöldin að Coleman væri „ein-
hver klaufskasti og vanhæfasti
bankaræningi sögunnar". Coleman
játaði sekt sína og fékk fímm ára
fangelsisdóm.
Bandaríkjamenn samþykkja
að fjarlægja F-16 þoturnar
að eins konar skilyrði fyrir end-
umýjun vamarsamningsins.
Bandaríkjamenn héldu því fram í
18 mánaða samningaþófi að F-16
þotumar væru nauðsynlegar fyrir
vamir Suður-Evrópu.
V egabréf aáritanir
til Frakklands:
Evrópuráðið
hótaraðfella
niðurþinghald
París. Reuter.
EVRÓPURÁÐIÐ ætlar að fara
fram á það við frönsk stjórnvöld,
að þau felli niður áritanaskyldu
á vegabréf gagnvart öllum aðild-
arlöndum ráðsins 21 að tölu —
ella verði bundinn endir á þing-
hald í aðalstöðvunum i Stras-
bourg seinna i þessum mánuði,
að þvi er talsmaður ráðsins sagði
á miðvikudag.
Frönsk stjómvöld settu á áritun-
arskyldu á vegabréf eftir sprengju-
árásir í París. Undanþegin vom
Evrópubandalagsríkin, Sviss og
Liechtenstein.
Evrópuráðið telur, að þau aðild-
arríkjanna, sem skylda þessi hvílir
á, þ.e. ísland, Finnland, Noregur,
Svíþjóð, Austurríki, Kýpur, Malta
og Tyrkland, eigi einnig að vera
undanþegin.
Hef opnað tannlæknastofu
í Þingholtsstrætl 11, Reykjavík.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Símar: 10699og 16264.
Sæbjörn Guðmundsson,
tannlæknir.
Fundur forseta Mið-Ameríkuríkja:
StJ órn Nicaragna gagn-
rýnd fyrir samningsbrot
San Jose, Reuter.
FORSETAR Costa Rica, E1
Salvador og Honduras gagn-
rýndu á fimmtudag, daginn fyrir
fund forseta Mið-Ameríkuríkja í
San Jose í Costa Rica, stjórn
Nicaragua fyrir að hafa ekki
staðið við friðarsamninginn, sem
forsetar Mið-Ameríkuríkja skrif-
uðu undir í ágúst í fyrra. Forseti
Nicaragua, Daniel Ortega, sagði
hins vegar að Bandaríkjamenn
hindruðu að friðarsamningurinn
kæmist í framkvæmd.
Oscar Arias, forseti Costa Rica,
sagði á blaðamannafundi á fimmtu-
dag að Mið-Ameríkumenn þyrftu
að velja milli „riffla og brauðs" og
hvatti þá til að leggja niður vopnin.
Arias, sem hlaut friðarverðlaun
Nóbels á síðasta ári fyrir að vera
helsti höfundur friðarsamnings
Mið-Ameríkuríkja, sagðist vonsvik-
inn yfír hvemig að framkvæmd
samningsins hefði verið staðið. í
Reuter
Oscar Arias, forseti Costa Rica,
talar á blaðamannafundi á
fimmtudag, daginn fyrir fund
forseta Mið-Ameríkuríkja.
samningnum var gert ráð fyrir að
vopnahlé kæmist á í Mið-Ameríku
5. nóvember síðastliðinn, en því var
frestað til 5. janúar á þessu ári og
að sögn sendimanns Costa Rica er
Arias hlynntur því að vopnahléinu
verði frestað í 90 daga enn og þeim
ríkjum verði refsað sem ekki standi
við samninginn.
Jose Napoleon Duarte, forseti
E1 Salvador, Jose Azcona, forseti
Honduras, og Arias neituðu þvi að
Colio Powell, ráðgjafí Reagans í
öryggismálum, hefði þrýst á um að
þeir gagnrýndu Nicaragua til að
auðvelda Reagan að fá þjóðþing
Bandaríkjanna til að samþykkja
frekari aðstoð við kontra-skæruliða.
Arias sagði að ásökun Ortega, for-
seta Nicaragua, um að Bandaríkja-
menn hindrí að vopnahlé komist á,
væri aðeins tilraun til að afsaka það
að Nicaragua hefði ekki staðið við
friðarsamninginn.
Hef opnað læknastof u
í Læknasetrinu sf., Skógarhlíð 8.
Tímapantanir alla virka daga í síma
622922, kl. 13.00-18.00.
Hallgrímur Guðjónsson, læknir,
Sérgrein: Meltingarsjúkdómar, almennar lyflækningar.
firídsskófinn
IMámskeið fyrir
byrjendur hefst
nk. mánudagskvöld
SíAustu forvöð að innrita sig
Upplýsingar og innritun i sima 27316 i dag, laugardag, milli
kl. 13 og 17 og á mánudag milli kl. 13 og 15.