Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 37 Áburðarverksmiðja ríkisins: Endurmat á gild- andi öryggisreglum STJÓRN Áburðarverksmiðju ríksins fjallaði um fyrirmæli ríkisstjórn- arinnar á stjórnarfundi í gær, um aðgerðir í því skyni að auka og treysta öryggi vegna ammóníaksgeymis verksmiðjunnar. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar stjórnarformanns var samþykkt tillaga er varðar vinnubrögð í verksmiðjunni og stjórnendur hennar. í tillögunni segir: „Stjórn Aburð- arverksmiðju ríkisins samþykkir að fela forstjóra og verksmiðjustjór að láta nú þegar endurmeta gild- andi öryggisreglur, sem unnið hefur verið eftir á verksmiðjusvæð- inu samanber 4. og 5. staflið í bréfi félgasmálaráðherra til stjórn- arinnar dagsettu 14. janúar 1988.“ Fjórði og fimmti liður eru svo hljóð- andi: „4. haft verði reglubundið eftirlit með búnaði sem notaður er til að landa, flytja og geyma ammóníak. Gerð verði sérstök áætlun um slíkt eftirlit. 5._ Gerð verði neyðaráætlun vegna Áburð- arverksmiðjunnar í tengslum við almannavarnaáætlun Reykjavík- ur.“ Þá segir í tillögunni: „Jafnframt felur stjórnin sömu aðilum að gera áætlanir um framkvæmd sam- kvæmt a. lið, að teknu tilliti til 1., 2., og 3. töluliðs í bréfi félagsmála- ráðherra og jafnframt b. lið bréfsins með byggingu á 1000 tonna geymis í huga. Bera saman kostnað og öryggisatriði hvors þáttar um sig og meta einnig áhrif kostnaðarins á verðlag í landinu." Að sögn Gunnars Guðbjartssonar er þarna átt við að fram faM mat á hagkvæmi þess að byggja þró fyrir núverandi geymi eða reisa nýjan kældan geymi, sem yrði 1000 tonn að stærð. Tekið er fram að athugun skuli hraðað þannig að henni verði lokið fyrir 25. þessa mánaðar svo stjórn- jn geti svarað bréfi ráðherra fyrir l.febrúar. Söngflokkurinn The Mamas and The Papas til Islands Bandaríski söngflokkurinn „The Mamas and the Papas“ er vænt- anlegur hingað til lands í byrjun febrúar og mun skemmta ásamt hljómsveit sinni í veitingahúsinu Broadway dagana 5. og 6. febrú- ar næstkomandi. Söngflokkurinn náði heims- frægð á 7. áratugnum með lögum eins og „Monday monday", „Cali- fomia dreaming" „Words of love“ og „Dream al little dream of me“, svo nokkur séu nefnd auk þess sem liðsmenn flokksins hafa getið sér frægðar á öðrum vettvangi. Má þar nefna karlsöngvarana John Philips og Scott Macenzie, en sá síðamefndi varð heims- frægur er hann söng lag John Philips, „San Francisco, wear some flowers in your hair“, sem varð einskonar þjóðsöngur blóma- kynslóðarinnar. John Philips samdi flest vinsælustu lög „Mam- as and the Papas“ auk þess sem hann hefur samið mikið af tónlist fyrir kvikmyndir, m.a. við kvik- myndina „The man who fell to eart“ sem David Bowie lék aðal- hlutverkið í. Dóttir hans Laura Macenzie Philips er önnur af kvensöngvur- um flokksins en hún er þekkt leikkona í heimalandi sínu og lék m.a. eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni „American graf- fiti“. Hin sönkonan, Spanky Mcfarlane, kom í staðinn fyrir söngkonuna Mama Cass, sem lést langt um aldur fram, en Spanky varð fyrst þekkt í Bandaríkjunum með hljómsveit sinni „Spanky and our gang“. (Ur fréttatilkynningu.) Bíllinn hvarf og sjónvarpið með KONA nokkur, sem tók ieigubíl á mánudag, varð fyrir því óláni að leigubílstjórinn ók á brott með sjónvarpstæki, sem hún hafði keypt. Rannsóknarlögregla ríkis- ins óskar eftir að bílstjórinn gefi sig fram og skili tækinu. Konan tók leigubílinn við Fella- garða rétt fyrir kl. 15 á mánudag og telur hún bílinn hafa verið frá Bæjarleiðum. Frá Fellagörðum ók bílstjórinn að Laugavegi 39, þar sem konan keypti lítið ferðasjón- varpstæki. Frá Laugaveginum var haldið að Ármúla 16 og þar brá konan sér inn í verslun. Leigubíllinn átti að bíða hennar og hún hafði ekki greitt fyrir ferðina. Þegar kon- an kom aftur út úr versluninni var bíllinn horfínn og sjónvarpstækið með og hefur ekkert til þess spurst síðan. Rannsóknarlögregla ríkisins beinir þeim tilmælum til leigubíl- stjórans að koma sjónvarpstækinu góða til lögreglu. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson ásamt Þráni Guðmunds- syni forseta Skáksambands íslands. Þeir verða allir i Kanada þar sem áskorendaeinvígin hefjast innan skamms. Jóhann Hjartarson lagður af stað til Kanada: Hefur setið við rannsóknir í áttatíma á dag í tvo mánuði ÍSLENSKA þjóðin er þegar farin að búa sig undir skákeinvigi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsjnojs sem hefst í borg- inni St. John í Kanada 24. janúar eða eftir rétta viku. Undirbún- ingur Jóhanns hefur þó staðið mun lengur og hann segist hafa síðan í nóvember setið við tölvuskjái og skákbækur að meðaltali 8 tíma á dag og rannsakað skákir Kortsjnojs og lagt niður fyrir sér hvernig taflmennskunni í einviginu verði best háttað. Mar- geir Pétursson aðstoðarmaður Jóhanns í einvíginu hefur_ ekki lagt minni vinnu í undirbúninginn og félagar þeirra Helgi Ólafs- son og Jón L. Árnason hafa einnig lagt hönd á plóginn. Einnig má geta þess að Þröstur Árnason var fenginn til að safna gögn- um fyrir rannsóknirnar og hann hafði greinilega gott af því vegna þess að skömmu seinna varð hann Evrópumeistari ungl- inga 16 ára og yngri í skák. Aðstoðarmaður Kortsjnojs verður Dmítrij Gúrevitsj, sem er landflótta Sovétmaður, búsettur í Bandaríkjunum. Fyrirfram virðist þetta einvígi Jóhanns og Kortsjnojs vera ójafn leikur. Kortsjnoj er einn reyndasti einvígaskákmaður heims, hefur teflt á milli 15 og 20 einvígi á sínum ferli og þar af tvö um heimsmeistaratitilinn. Jóhann hefur aftir á móti aldrei tekið þátt í einvígi áður og rennir því nokkuð blint í sjóinn. En sumir meta það Jóhanni til tekna að hann fær nú í fyrsta skipti tæki- færi til að gera atlögu að stallin- um sem Kortsjnoj hefur setið á öll þessi ár og hefði því til að bera þann sigurvilja sem hljóti að hafa sljóvgast með árunum hjá Kortsjnoj. Aðrir benda á að þess sjáist engin merki að Kortsjnoj sé að missa sigurviljann þrátt fyr- ir að aldurinn segi til sín. Vel að sér í Kortsjnoj Jóhann og Margeir leggja af stað í Kanadaferðina í dag klyfj- aðir tölvubúnaði og skákbókum og með þeim í för verður Friðrik Ólafssyni sem verður formaður sendinefndar Skáksambands ís- lands á mótinu. Jóhann verður í fréttamannaeinangrun meðan á mótinu stendur en Morgunblaðið ræddi við Jóhann áður en hann fór og spurði hann hvort það væri ekki einkennileg tilfinning að sitja í tvo mánuði og rannsaka skákir eins manns í 8 tíma á dag og hvemig mynd Jóhann sæi af Kortsjnoj eftir þetta. „Ég var nú vel að mér í honum áður og ég get ekki sagt að sú mynd hafi breyst á þessum tíma,“ svaraði Jóhann. „Kortsjnoj er á margan hátt óvenjulegur skák- maður, er alltaf að reyna að skapa eitthvað nýtt og hans aðalsmerki er baráttan. En þessi undirbúing- ur er allt öðru vísi en ég hef átt að venjast og ég hef kafað miklu dýpra í hlutina en áður. Einnig hef ég ekki rannsakað eins marg- ar byrjanir og venjulega. Maður verður að takmarka sig alveg við þennan eina andstæðing. Kortsjnoj hefur þannig aðallega treyst á franska vöm í heims- meistaraeinvigunum. Hins vegar er aldrei að vita hveiju hann tek- ur upp á því hann er mjög fjöl- hæfur í byrjunum," sagði Jóhann. Hann sagðist ekki gera sér grein fyrir hve margar skákir hann hefði skoðað þessar vikur þar sem misjafnt hefði verið hvort hann fór yfir margar skákir á dag eða eyddi tímanum í kafa djúpt í einstakar skákir. Hann sagði er- fitt að segja til um hvernig þessar rannsóknir hafi skilað sér en hann ■hefði reynt að undirbúa sig af kostgæfni. Þeir Margeir hefðu farið yfir mörg atriði og hann síðan borið ýmislegt sem honum datt í hug undir Helga og Jón L. Meiri skákþorsti? Jóhann hefur ekki tekið þátt í skákmóti síðan í lok okóber, þegar hann keppti á móti í Júgóslavíu í október. Margir þeirra, sem taka þátt í áskorendeinvígunum í Kanada, hafa hinsvegar keppt á skákmótum nýlega, þar á meðal Kortsjnoj sem tók þátt í móti á Ítalíu sem lauk fyrir rúmri viku. Telur Jóhann að þetta skipti máli í einvíginu? „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu ánægður með að hafa ekki teflt síðan í Júgóslavíu. Ég held þó að það sé nokkuð stíft að tefla í móti rétt fyrir einvígi en hefði mér boðist að taka þátt í móti í desember hefði ég, tekið því en þá var bara ekkert að hafa. Ég reyndi að vísu að komast á mótið á Ítalíu en það heppnaðist ekki.“ —Er þá skákþorstinn ekki orð- inn meiri fyrir vikið? „Það gæti verið og það er von- , andi að ég verði fljótur í gang í einvíginu." —Einvígið við Kortsjnoj er að- eins 6 skákir. Hvernig metur þú það? „Það er erfitt að segja. Sumir segja að það sé mér í hag en ég er ekki viss. Kortsjnoj er auðvitað eldri maður og í lengra einvígi ætti ég að hafa meira úthald. En í svona stuttu einvígi ætti hann frekar að geta notið sín.“ —Skiptir þá ekki miklu máli hvemig fyrstu skákirnar fara? „Það skiptir öllu máli því svona einvígi gæti verið búið eftir fjórar skákir, og eins og Kortsjnoj hefur sjálfur sagt getur skipt sköpum hver verður fyrstur til að vinna skák. Sá hlýtur eðlilega að standa vel að vígi.“ Leiftursókn ekki fyrirhuguð Jóhann vildi ekki viðurkenna að hann hefði undirbúið sig sér- staklega með það fyrir augum að he§a einvígið með einhverri leift- ursókn. Það var þá borið undir hann að sumum hefði fundist hann tefla óvenjulega djarft á mótinu í Júgóslavíu og taka óþarfa áhættu. Einnig hefði Kortsjnoj t.d. unnið 4 skákir en tapað þremur á mótinu á Ítalíu og því virtist sem skákmennimir hefðu verið að keyra meira í síðustu mótunum fyrir einvígin. Jóhann mótmælti þessu ekki en vildi þó frekar kenna tímahrakinu um útkomu sína í Júgóslavíu, sem hefði sennilega skapast af því að hann var ekki vel upplagður. Kortsjnoj væri síðan auðvitað þekktur baráttujaxl og því væri ekkert óvenjulegt fyrir hann að fá svipaða úikomu og á Ítalíu. Jóhann sagðist síðan vera hæfi- lega bjartsýnn á einvígið í Kanada. „Það er þó kannski ekki mikil ástæða til bjartsýni því Kortsjnoj er fimmti stigahæsti skákmaður heimsins og með alla þessa reynslu, en ég hef aldrei teflt í einvígi áður þannig að fyrir- fram ættu menn ekki að gera sér of miklar vonir,“ sagði Jóhann Hjartarson. Áskorendaeinvígin standa 24. janúar til 5. febúar og em hluti mikillar skákhátíðar. Tvö skák- mót verða samtímis einvíginu og hátíðinni lýkur 17. febrúar á sterku hraðskákmóti þar sem bæði Garry Kasparov heimsmeist- ari og Anatolij Karpov verða meðal þátttakenda. Fyrir utan hólmgöngumennina' verða flestir bestu skákmenn heims í St. John á skákhátíðinnu en fyrir utan Jó- hann og Kortsjnoj eigast við í einvígum: Sjokolov gegn Sprag- gett, Júsúpov gegn Ehlvest, Short gegn Sax, Timman gegn Salov, Portisch gegn Vaganían og Seirawan gegn Speelman. GSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.