Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 47 Þorgerður Odds- dóttir - Minning Fædd 3. desember 1918 Dáin 9. janúar 1988 Það kemur yfir okkur öll að við hugleiðum tilgang lífsins og sjálf- sagt aldrei meir en þegar sjúk- dómslegan hefur verið löng og ströng er dauðinn knýr á dyr. Þá skynjum við hversu smá við erum fyrir augliti skapara okkar og í huganum vantar svör við svo ótal mörgu. Þannig var er móðir mín hringdi og sagði. „Hún Gerða dó í nótt.“ Þrátt fyrir það, að öllum er til þekktu væri vel kunnugt um að Gerða hefði átt við mikil veikindi að stríða síðastliðin ár, er vinar- skilnaður alltaf viðkvæm stund. Þorgerður fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 3. desember 1918, eitt níu bama foreldra sinna, Guð- bjargar Bjamadóttur og Odds V. Hallbjarnarsonar, sem þar bjuggu til 1929 og síðan fluttu til Akra- ness. Lengst af bjuggu þau á Vesturgötu 59 (Arnarstað) og bjó Gerða á neðri hæð hússins í góðu nábýli við þau. Mestalla starfsævi sína vann hún við verslunarstörf, fyrst hjá afa mínum, Þórði Ásmundssjmi, og síðan hjá Sláturfélagi Suðurlands. í öllum sínum störfum þótti hún mjög traustur starfsmaður sem mikið orð fór af vegna nákvæmni og samviskusemi. Gerðu auðnaðist mikil hamingja er hún eignaðist Guðbjörgu 10. júlí 1944. Ég veit að Gugga hefur ver- ið henni góð dóttir og eins að miklir kærleikar hafa verið með þeim alla tíð. Hún og maður henn- ar, Jóhann Ársælsson skipasmiður, byggðu hús í túnfætinum á Amar- stað, þar sem Gerða hefur séð bamabörn sín fjögur vaxa úr grasi. Það hefur örugglega veríð mikill styrkur fyrir hana á lífsleiðinni og eins í veikindum hennar, hversu samhent fjölskylda hennar er. Hugur minn hvarflar til bemsku- áranna heima, þá rifjast upp minningar um Gerðu því hún var okkar besti heimilisvinur. Tryggð hennar við fjölskylduna á Sóleyjar- götu 4 var slík að oft fannst manni eitthvað vanta ef Gerða var ekki mætt. í mörg ár kvaddi hún gamla árið og fagnaði því nýja með okk- ur, og ég held að oft höfum við krakkamir litið á hana sem eina af okkur. Þegar árin liðu eignuðust systir mín og mágur efri hæðina á Amarstað, svo enn var vinskapur treystur. Dótturdóttir Gerðu og dóttir systur minnar urðu miklar vinkonur og oft sér maður móður mína og Gerðu í þeim. Til Spánar fór Gerða með foreldrum mínum í heimsókn til eldri systur minnar. Þar eignaðist hún góðan vin í syni hennar, sem og í öllum börnum okkar systkinanna. Margt fleira væri hægt að rifja upp, en með þessum línum erum við fjölskyldan á Sóló einungis að þakka ógleymanlega samfylgd og þá sérstaklega foreldrar mínir. Við vottum Guggu, Jóa, bömunum og öðmm vandamönnum öllum inni- lega samúð. Guð blessi minningu Þorgerðar Oddsdóttur. Þórður Björgvinsson Minning: Auður Hannesdóttír Fædd 12. ágúst 1916 Dáin 8. janúar 1988 Auður móðursystir mín er dáin. Ég trúi því varla þó ég vissi að hún átti við vanheilsu að stríða síðastlið- ið ár. Hún var elst fjögurra bama hjónanna Svövu Þorsteinsdóttur og Hannesar Ólafssonar frá Eiríks- stöðum, Svartárdal, A-Hún., og ólst hún þar upp. Systkini hennar eru Sigurgeir, búsettúr í Steklq'ar- dal, Torfhildur, búsett í Reykjavík, og Jóhann, búsettur í Reykjavík. Auja, eins og hún var kölluð, gifti sig 1942 Sigurði Hjálmars- syni, miklum ágætismanni, og bjuggu þau í Langagerði 66, Rvk., frá 1954. Mann sinn missti Auja 1981. Auja og Sigurður eignuðust sex böm, Hannes 1943, Hjálmar 1945, Svavar 1947, Öm 1951, Þorstein 1952 og Ósk 1955. Einnig ólst upp hjá þeim að mestu leyti dótturdótt- ir hennar, Auður Jónsdóttir, 1957. Það var mikið og gott samband milli Auju og bama hennar. í veik- indum móður sinnar flutti dóttir hennar, Ósk, heim og hélt heimili fyrir móður sína og var mjög náið samband með þeim. Dóttir átti Auja fyrir hjónaband, Iðunni Björk Ragnarsdóttur, f. 1939, en hún lést af slysforum í SvQijóð 1973. Var það mikið áfall fyrir Ayju, en hún tók því eins og öllu með miklum dugnaði og sálar- styrk sem hún átti í svo ríkum mæli. Aldrei heyrðust kvartanir frá Auju. Hugur minn hvarflar til nöfnu hennar, dóttur Iðunnar, sem má sjá á bak ömmu sinni á af- mælisdegi sínum. Alltaf var gaman að koma í heimsókn í Langagerði og borða góðu kökumar hennar Auju og leika við krakkana hennar. Eru þær stundir ógleymanlegar. Bömum hennar, tengdabömum, bamaböm- um og bamabamabami sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku frænku þakka ég fyrir allt. Svava Agústsdóttir, Danmörku. ORÐSENDING TIL NEYTENDA FRÁ VERSLUNINNI PFAFF Við PFAFF saumavélar ÓBREYTT VERÐ CANDY heimilistæki ÓBREYTT VERÐ Munu hækka um 17,5% sjáum af lestri blaða síðustu daga að neytendur og seljendur varnings eru ruglaðir í ríminu vegna tolla- og vörugjaldsbreytinga. Hjá okkur er stefnan einföld Ennþá hefur engin vörutegund hækkað hjá okkur. Við eigum allar gerðir af PFAFF sauma- vélum á „gamla, góða verðinu", þ.e. við munum ekki hækka verðið um boðuð 17,5% fyrr en þessar birgðir eru búnar. Ennfremur tókst okkur að ná stærri sendingu af CANDY þvottavélum, kæliskápum og upp- þvottavélum og seljum þetta að sjálfsögðu allt á gamla verðinu. Lækkum aðrar vörur strax Flestir neytendur vita að minni rafmagnstæki lækka og við höfum þegar lækkað allan lager okkar frá 5-45%. Dæmi: Fullkomnasta BRAUN rafmagnsrakvél- in, sem áður kostaði 8.980, kostar nú aðeins 4.980. Hárblásari, sem áður kostaði 2.280, kostar nú aðeins 1.380. Vi ið fögnum því að geta nú selt ýmis smærri tæki á sama eða lægra verði en þau kosta er- lendis. Við hörmum um leið þá skammsýni stjórnvalda að hækka álögur á stærri heimilis- tæki. Verslunin BRAUN VÖRUR STÓRLÆKKUN PFAFF Kringlunni-s. 689150og Borgartúni 20-s. 26788 BETRI HEILSA A NYJU ARI NÝTT VÍSINDA Verðlækkun AFREK HÖFUÐVERK Frönsk/ Svissnesk uppfinning vekur heimsathygli 6.900,- NEISTARINN SJÁLFSMEÐFERÐ VIÐ VERKJUM OG ÞRAUTUM KYNNING I KRINGLUNNI ____laugardag 16.janúar Guðríður Ragn- arsdóttirsvæða- nuddari kynnir tækið á vegum Heilsuhússins. Heilsuhúsið KRINGLUNNI S. 689266 Einkaumboð: KRISTIN, INNFLUTNINGSVERSLUN SKÓLABRAUT 1, SÍMI 91-611659, BOX 290, 172 SELTJARNARNES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.