Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 62

Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 U ÞORBJÖRN Jensson, sem þjálfar og leikur með Malmö í 2. deild í handknattleik í Svíþjóð, kemur að öllum líkindum heim að loknu þessu keppnistímabili. Tvö íslensk félög hafa sett sig í sam- band við hann. Þorbjörn vill ekki gefa upp hvaða félög það eru - á þessu stigi málsins. ■ BJARNI Bessason, hand- ~*JP*knattleiksmaður úr IR, er á förum * til Noregs. Brottför Bjarna er mik- il blóðtaka fyrir hið unga ÍR-lið, sem hefur staðið sig svo vel í 1. deildarkeppninni. Eiginkona Bjarna er að fara til náms í Nor- egi. Þau halda út um miðjan ferbrúar. „Það er alltaf slæmt að missa reynda leikmenn," segir Guð- mundur Þórðarson, þjálfari ÍR- liðsins. ■ GUÐMUNDUR Þórðarson tognaði illa á ökkla á dögunum og —*/arð að nota hækjur um tíma. Guð- mundur byijaði að æfa aftur á miðvikudaginn. Það er óvíst hvort að hann geti leikið með ÍR gegn íslandsmeisturum Víkings 24. jan- úar - í 1. deildarkeppninni. ■ DAVID OLeary, miðvörður Arsenal, sagði í blaðaviðtali í gær, að það hafí verið mistök hjá félag- inu að láta Lee Chapmann fara. „Chapmann var ekki notaður rétt hjá okkur. Hann var notaður meira sem miðvallarspilari heldur en mið- herji. Stöðuna sem hann leikur best. Chapmann er bestur inn í vítateig andstæðinganna," sagði OLeary. Arsenal seldi Chapmann til Sund- erland og þaðan lá leið hans til >Sheff. Wed. ■ MORTON í Skotlandi hefur fengið tvo danska leikmenn til við- bótar. Fimm Danir æfa nú hjá félaginu, sem var þekkt á árum áður fyrir að hafa danska leikmenn í herbúðum sínum. Danski knatt- spymumaðurinn Kjell Johanns- son, sem lék með Glasgow Rangers á árum áður, hefur sér um að útvega Morton dönsku leik- mennina. ■ BRAGI Björnsson hefur ákveðið að leika áfram með ÍR í 2. deildinni í knattspyrnu. Mörg félög hafa verið á eftir Braga m.a. Leiftur og Þróttur. I LOS Angeles Lakers tapaði *ínjög óvænt fyrir nágrönnum sínum Los Angeles Clippers 109:110. Þessi úrslit koma mjög á óvart því Lakers var búið að vinna 14 leiki í röð, en Clippers búið að tapa 11 leikjum í röð. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Clippers sigrar þessa frægu nágranna. ■ ERIC „Sleepy “ Floyd var í gær dæmdur í 5.000 dala sekt fyr- ir framkomu sína í leik Phoenix Suns gegn Houston Rockets. Gífurleg ólæti brutust út meðal leik- manna og stóðu í þijár lotur! Floyd fékk hæstu sektina, en margir leik- menn fengu 1.500 dala sekt fyrir slagsmál. Phoenix sigraði í leikn- um, 117:106. ■ GUÐMUNDUR Hreiðarsson, knattspymumarkvörður úr Val, hefur gengið til liðs við Víkinga. Áður hafa Stefán Halldórsson, Atli Einarsson og Hlynur Stef- 'ánsson gengið til liðs við Víking. HANDKNATTLEIKUR Reykjavflcurúrvalid ekki til Parísar Boðið til HKRR hefur verið dregið til baka ALLT bendir til að Reykjavík- urúrvalið í handknattleik taki ekki þátt í höfuðborgakeppni í Parfs í aprfl, ásamt Parísar- úrvali og úrvaisliðum frá Bukarest og A-Berlín, eins og fyrirhugað var. Boðið til Reykjavíkurúrvalsins hefur verið dregið til baka. Við erum afar óhressir með framkomu forráðamanna höfuðborgarkeppninnar í í París. Þeir voru búnir að bjóða Reykjavíkurúrvalinu til að taka þátt í keppninni og allt var klapp- að og klárt. Nú höfum við fengið fréf frá þeim, þar sem sagt er að þeir séu búnir að draga boðið til baka,“ sagði Þórarinn Einarsson, varaformaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Þórarinn sagði að forráðamenn keppninnar hafi sagt frá því í bréfínu - að upphaflega hafí þeir verið búnir að bjóða úrvalsliði Seoul frá S-Kóreu. Þegar svar hafi ekki borist frá S-Kóreumönn- um, var sent boð til HKRR. Nú væri aftur á móti komið jákvætt svar frá S-Kóreumönnum og því hafi verið ákveðið að draga boðið til HKRR til baka. „Við. erum ekki ánægðir með þessa framkomu og og erum ekki búnir að segja okkar síðasta orð í þessu máli,“ sagði Þórarinn. HANDKNATTLEIKUR Guðmundur ÞórAarson Guðmundur til Banda- ríkjanna? Jóhann Ingi Gunnarsson á heim- leið frá „Það er nokkuð Ijóst að ég verð ekki lengur hér í Essen - eftir þetta keppnistímabil. Tími er kom- inn til að breyta til. Essen hefur náð toppnum og er á niðurleið. Leikmenn liðsins eru ekki eins áhug- asamir og áður - margir þeirra hafa fengið sig fullsadda af handknattleik, enda álagið búið að vera mikið á leikmönnum Essen undanfarin ár,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, handknattleiks- þjálfari, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Er Jóhann Ingi á heimleið, eftir mörg góð ár hjá Kiel og Essen í V-Þýskalandi? „Það getur eins farið svo að ég komi heim. Félög heima hafa haft samband við mig og spurt hvort ég sé á heimleið. Ég þarf að setja búslóð mína í gám hér í Essen. Það er enn óljóst í hvaða átt gámurinn verður sendur - hvort hann verði fluttur á milli borga hér í V-Þýskalandi, eða fari sjóleiðina heim til íslands," sagði Jóhann Ingi, sem er ekki enn búinn að gera upp hug sinn. „Ég tek fljótlega ákvörðun um hvað ég geri.“ ■ JÓHANN Ingi Gunn- arsson, þjálfarinn góð- kunni. Verður hann í sviðsljósinu á íslandi næsta keppnistímabil? Það er ljóst að ég verð ekki þjálf- ari ÍR-liðsins næsta keppn- istímabil. Hvort ég fari til Bandaríkjana eða gerist þjálfari hjá öðru félagi er enn óljóst,“ sagði Guðmundur'Þórðarson, handknatt- leiksþjálfari, sem hefur náð mjög góðum árangri með hið unga ÍR-lið. Guðmundur sagði að kona hans Sigfríður Björnsdóttir væri nú við nám í tónlistasögu í Bandaríkjunum og hún yrði tvö ár til viðbótar við nám vestra. „Ef ég fer til Banda- ríkjana þá mun ég annað hvort fara í nám eða að vinna.“ Guðmundur sagði að það hafí verið ljóst fyrir keppnistímabilið að hann yrði ekki áfram með ÍR-liðið. „Ég er búinn að þjálfa strákana sam- fleitt í fímm ár. Það er því kominn tími til að nýr þjálfari taki við þeim,“ sagði Guðmundur. Lillehammer sækir um OL1994 Norski bærinn Lille- hammer var fyrst allra til að sækja um að fá að halda Vetrar-Olympíu- leikana 1994. Lillehammer sótti einnig um að fá leik- ana 1992 en franski bærinn Albertville varð fyr- ir valinu. Talið er að Lausanne í Sviss, Anchorage í Banda- ríkjunum, Sofía í Búlgaríu og Östersund í Svíþjóð muni einnig sækja um leik- ana 1994. SKÍÐI / VETRAR-ÓLYMPÍULEIKARNIR 350 þús. aðgöngumiðar eru óseldir í Calgary Vetrar-Olympíuleikarnir vérða settir 14. febrúar KORFUBOLTI Sigur hjá IRog Keflavík Keflavíkurstúlkurnar unnu sigur, 45:30, yfír Njarðvík- urstúlkunum í 1. deildarkeppni í körfuknattleik á fimmtudags- kvöldið. Kristín Blöndal skoraði 12 stig fyrir Keflavík og Anna María Sveinsdóttir, 11. Sigríður Guðbjömsdóttir skoraði 10 stig fyrir Njarðvík og ólöf Einars- dóttir sjö. Þá vann ÍR sigur, 49:47, yfír ÍS. ÍR hefur fjögurra stiga for- skot á Keflavík í deildinni, en hefur leikið tveimur leikjum meira en Keflavík. NÚ þegartæplega mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Calgary í Kanda verða settir eru 350 þúsund aðgöngumiðar enn óseldir. Framkvæmda- stjórn leikanna vonast til að aðgöngumiðarnir seljist upp á næstu vikum. Vetrar-Ólympíuleikarnir verða settir 14. febrúar í kanadísku borginni Calgary. Ólympíueldurinn verður þá tendraður á 700 feta háum sjónvarpsturni í miðborginni. Allt er nú tilbúið fyrir leikana nema þá helst að það vanti meiri snjó. Gleymt að kynna leikana Áhugi á Vetrarleikunum virðist ekki vera eins mikill og ætla mætti. Hóteleigendur kenna mótshöldur- um um hvernig komið er. „Þeir hafa sýnt styrktaraðilum og boðs- gestum of mikla athygli og gleymt að kynna leikana fyrir hinum al- menna ferðamanni," sagði einn hóteleigandanna í Calgary. MikiA um afpantanir Ferðaskrifstofur víðsvegar um heim höfðu pantað upp allt gistirými í Calgary fyrir ári síðan. Nú hefur komið í ljós að það er auðveldara að fá gistingu í dag en fyrir ári því mikið hefur verið um afþantanir hjá ferðaskrifstofum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.