Morgunblaðið - 16.01.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
63
HANDKNATTLEIKUR/HEIMSBIKARKEPPNIN I HANDKNATTLEIK
íslendingar áttu að fara í úrslitaleikinn með réttu:
Tölvuútskrift sýndi að mark
Júgóslava var löglegt
Sænskir dómarar voru á annari skoðun og dæmdu markið af
MISTÖK tímavarða á leik Aust-
ur-Þjóðverja og Júgóslava í
Eskilstuna í fyrrakvöld urðu
þess valdandi að íslenska
landsliðið leikur ekki til úrslita
í heimsbikarkeppninni i hand-
knattleik í Stokkhólmi á
morgun. Tölvuútskrift sýndi að
þegar Vujovic skoraði 24. mark
Júgóslava, var ein sekúnda eft-
ir. Davíð Sigurðsson, sem tók
leikinn upp á myndband fyrir
HSÍ, sagði það einnig strax eft-
ir leikinn.
WORLD
CUP
12-17 Jan.1988
Úrslit og
Úrslit í A-riðli:
19:16
V-Þýskaland—U ngveijaland 23:21
Ungveijaland—Svíþjóð... -....22:17
V-Þýskaland—Spánn 22:19
Ungveijaland—Spánn.... 14:16
Í gærkvöldi:
21:18
Lokastaðan
V-Þýskaland 3 2 0 1 63:61 4
Svíþjóð 3 2 0 1 57:56 4
Ungverjaland 3 10 2 57:56 2
Spánn 310 2 51:55 2
Úrslit 1 B-riðli:
18:16
Júgóslavía—Danmork .21:19
Ísland--Júgóslavía 23:20
26:23
24:22
23:21
Lokastaðan
A-Þýskaland 3 2 0 1 65:62 4
ísiand 3 2 0 1 63:60 4
Júgóslavía 3 2 0 1 64:63 4
Danmörk 3 0 0 3 64:71 0
Steinþór
Guöbjartsson
skrífar
Sænska handknattleíkssam-
bandið bauð Vestur-Þjóðvetja
nokkrum; Böcking að nafni, sérs-
taklega á mótið, en hann hefur
útbúið forrit, þar
sem skrá má allar
tölulegar upplýsing-
ar í hverjum hand-
knattleiksleik. Hann
fylgdist með umræddum leik og
ritaði inn á tölvuna allar upplýsing-
ar jafnóðum. Samkvæmt tíma
tölvunnar var ein sekúnda eftir,
þegar Vujovic skoraði 24. mark
Júgóslava. Að sögn Davíðs var
markið fyrst dæmt gilt og Júgósla-
var fögnuðu ákaft, en Austur-
Þjóðveijar mótmæltu harðlega.
Sænsku dómaramir, Kent Blademo
og Axel Wester, ráðfærðu sig við
tímaverðina og dæmdu síðan mark-
ið ógilt, tíminn var liðinn að sögn
tímavarðanna.
Böcking sagði við Morgunblaðið í
gær að hann þyrði ekki að segja
frá sínum tíma, en þó hann gerði
það, hefði það ekkert að segja —
tímaverðimir réðu og þeirra tími
væri sá eini löglegi. Davíð sagði að
klukkan hefði verið beint fyrir ofan
markið og ekki farið á milli mála
að ein sekúnda var eftir. Abas
Arslanagic, þjálfari Júgóslava, tók
í sama streng.
Sldpulagsleysl
Það er sorglegt að þessi mistök
hafi komið í veg fyrir að íslenska
liðið léki til úrslita, en sem fyrr er
það dómarinn sem hefur úrslita-
valdið. Engu að síður er greinilegt
að sekúndur skipta máli í svona
jafnri keppni og því nauðsynlegt
að vel og rétt sé að tímatöku staðið.
Annað, sem hefur vakið mikla reiði
í sambandi við keppnina, er sú
ákvörðun Svía að leika sjálfír um
sæti í Stokkhólmi, burtséð frá
hvaða sæti. Upphaflega átti leikur-
inn um 7. sætið að fara fram í
Piteá, um 5. sætið í Umeá og hinir
Júlíus Jónasson, einn af landsliðsmönnum sem eru í sviðsljósinu í Svíþjóð,
sést hér í landsleik gegn Dönum.
tveir í Stokkhólmi. Svíar runnu á
rassinn með skipulagið og héldu
öllu opnu þar til eftir leik þeirra
við Vestur-Þjóðveija í gærkvöldi.
Þetta er til háborinnar skammar
og á ekki að líðast. Svona skipulags-
leysi er ekki sæmandi þjóð, sem
sækir um að halda heimsmeistara-
keppnina. Menn þurftu að bíða þar
til í gærkvöldi til að vita hvar leikur-
inn um þriðja sætið yrði og eins
hvort hann yrði á laugardegi eða
sunnudegi.
Frábœrt
íslenska landsliðið hefur staðið sig
með sóma í keppninni. Það var svo
sannarlega gaman á Sara hótelinu
i Eskilstuna í gær — mótheijamir
kepptust við að óska okkar mönnum
til hamingju með árangurinn.
Auðvitað gera menn mistök, en eins
og Þorgils Óttar Mathiesen sagði
eftir tapið gegn Austur-Þjóðveijum,
þá hefur alltaf vantað lykilmenn á
undirbúningstímanum, sem hefur
verið langur og strangur. Allt liðið
þarf meiri tíma saman, en ánægju-
legt er að sjá að strákamir, sem
hafa æft saman heima, hafa staðið
sig með piýði hér í Sviþjóð.
Bjarta hlkMn
Heimsbikarkeppnin hefur aldrei
verið eins jöfn og spennandi og nú.
Menn hafa glaðst, þegar við hefur
átt, og kvartað, þegar illa hefur
gengið. Sumum fannst óþarflega
langt í leikina í riðlakeppninni og
öðmm of stutt,. Íslenski hópurinn
hefur eflst við allt mótlæti „og það
er vissulega ánægjulegt að vita til
þess að við fáum ekki framar „gúil-
as“ I hádegismat,“ sagði Bogdan í
gær, en liðið fór frá Eskilstuna
snemma í morgun.
„Vil ekki leika gegn íslandi"
- sagði þjálfari Svía fyrir leikinn gegn V-Þjóðverjum
ÞUNGU fargi var af mörgum
létt hér í Eskilstuna í gœr-
kvöldi. Flugferö, rútuferð og
sleðaferð til Piteá voru úr sög-
unni og Ijóst var að íslenska
landsliðið lelkur við Svía um
bronsið á heimsbikarkeppninni
í handknattleik í Stokkhólmi á
morgun.
Þjálfari Svía sagði fyrir leikinn
gegn Vestur—Þjóðverjum í
gærkvöldi að hann vildi helst leika
gegn Nígeríu á morgun, en þar sem
sá möguleiki væri
Steinþór ekki fyrir hendi, var
Guöbjartsson hann bjartsýnn og
gerði ráð fyrir úr-
slitaleik við Aust-
ur—Þjóðveija. „Ég vil alls ekki leika
gegn íslendingum, því ég vil halda
sálfræðilega takinu, sem við höfum
á þeim, fram yfír Ólympíuleikana,"
sagði „Ragge“ Carlsson.
Sænska landsliðsþjálfaranum varð
ekki að ósk sinni, en Bogdan fékk
það sem hann vildi. ísland leikur
gegn Svíþjóð að viðstöddum tíu
þúsund áhorfendum í keppni um
bronsið á morgun og þá verður
vonandi ljóst hvar Davið keypti ölið.
Á eftir leika þýsku liðin til úrslita,
en í dag keppa Ungveijar og Júgó-
skrífarfrá
Sviþjóö
slavar um fímmta sætið í Umeaa
og Spánveijar og Danir um sjöunda
sætið í Piteaa.
UmUöllun
Lítið sem ekkert hefur verið rætt
eða skrifað um mótið í helstu
sænsku fjölmiðlunum og segir
Hasse Delby, varaformaður sam-
taka íþróttafréttamanna í Svíþjóð,
i Eskilstuna Kuríreren í gær að
áhugi sé á handknattleik í Eskilst-
una og á íslandi, en ekki í Svíþjóð.
„Umfjöllunin um mótið í útbreidd-
ustu blöðunum er skammarlega
lítil, en því miður er þetta svona
og þessu verður ekki breytt, nema
Svíar vinni til verðlauna á Ólympíu-
leikunum. íslendingar standa sig
hins vegar vel og ætla sér að halda
Hm 1994,“ segir Delby.
Auglýslng
Leikurinn um þriðja sætið í Stokk-
hólmi verður mikil auglýsing fyrir
íslanskan handknattleik. Svíar
neyðast til að segja frá leiknum og
hann verður sýndur beint í sænska
sjónvarpinu.
f gærkvöldi var boð hjá íslensku
sendiherrahjónunum í Stokkhólmi,
þar sem sendiherrar og aðrir full-
trúar þátttökuþjóðanna í heims-
bikarkeppninni mættu og var fólk
almenn ánægt með árangur
íslenska liðsins. „Ég fer ekki með
danska liðinu til Piteá, heldur horfi
á leik íslands og Svíþjóðar í Stokk-
hólmi," sagði formaður danska
handknattleikssambandsins við
Morgunblaðið í gærkvöldi og bætti
við að hann vonaði að heimsmeist-
arakeppnin 1994 yrði á íslandi, en
hún yrði annaðhvort 1993 eða 1995.
Uppselt er á leikinn á morgun, en
þegar vitað var að ísland léki i
Stokkhólmi um þriðja sætið, hafði
fjöldi íslendinga samband við hóp-
inn á hótelinu I Eskilstuna til að
reyna að fá miða. „Einn hringdi í
mig og bað um 150 miða,“ sagði
Þorgils Óttar Mathiesen, fyririiði
íslenska landsliðsins, sem hafði ósk-
að eftir að leika við Ungveija um
sæti, en var mjög svo sáttur við
að leika gegn Svium.
Leikurinn verður í beinni útvarps-
og sjónvarpslýsingu á íslandi og
hefst sýningin klukkan 12.10 á
morgun, sunnudag. Úrslitaleikur-
inn verður sýndur beint að honum
loknum.
Draumur
Bogdans
ísland mætirSvíþjóð
Draumur Bogdans, lands-
liðsþjálfara Isiands, rættist
í Ystad i gærkvöldi. Sviar lögðu
V-tjóðveija óvænt að velii,
21:18, og leika þeir við íslend-
inga um þriðja sætið i heims-
bikarkeppninni i Stokkhóhni á
morgun. Sviar voru aðeins einu
marki frá þvi að tryggta sér
rétt til að leika til úrslita.
A-Þjóðveijar og V-Þjóðvetjar
leika tál úrslita. Júgóslavar og
Ungveijar um fímmta sæti og
Danir og Spánveijar um sjöunda
sætið.
KORFUBOLTI
Haukar
skoruðu
104stig
á Akureyri
Það fór lítið fyrir spennu í leik
Þors og Hauka f urvalsdeild-
inni í körfuknattleik. Eftir nokkurra
mínútna leik var raunurinn orðinn
30 stig og eftir það
var aldrei spuming.
Haukar unnu yfir-
burðasigur, 73-104.
Haukar bytjuðu af
krafti og fóru illa með Þórsvörnina
á fyrstu mínútunum. Þar stóð ekki
steinn yfir steini og má segja að
úrslitin hafi ráðist strax í byijun.
Siðari hálfleikurinn var ögn skárri,
en munurinn alltof mikiil tii að
nokkur spenna væri í leiknum.
Henning Henningsson átti góðan
leik í liði Hauka og Tiyggvi Jónsson
lék vel i fyrri hálfleik. Hjá Þór stóð
hinsvegar enginn uppúr meðal-
mennskuni.
Rá
Antoni
Benjaminssyni
áAkureyn.
■ Leik Breiðabliks og Vais, sem
átti að fara fram í Digranesi, var
frestað.
Þór-Haukar
73 : 104
.pnóttahÓIUn A AAcurcyn. úrvaisdcildin Í
korfuknattlcik, föstudagmn 15. janúar
Gxngur leiksins: 0:7. 4:17, 16:36, 25:55,
3&65,47r85, 59:87,, 69:99, 73:104.
Stig Þúrs: Jóhann Sigurðsson 13, Kiríkur
Sigurdsson 12, Bjöm Sveinsson 10, Kinar
Karlsson. 10, Guðmundur ^iomsson 9,
Bjam« Össurarson 8, Birgir Karlsson 5,
Konráð Öskarsson 4 og Ágúst Guðmundsson
t.
Hauka: Honning Henmngsson 25,
Pálmar Sigurdsson 19, Tryggvi Jónsson 18,
ívar Wcbster 9, Ingimar Jónsson 9, ívar
Ásgrímsson 8, 'Sveinn Stcinsson 6, HÖrÓur
Pótursson 4. Skarphóðinn Kiríksson 4 og
Ölafur Rafnsson 2.
Áhorfendur: 94
Dóoxarar: Johann Dagur Bjömsson og Ámi
Preyr Sigurlaugsson - slakir.
Oskabyrjun nægði ekki
Svíar komust í 7:0 gegn V-Þjóðverjum
Þrátt fyrir frábæra byijun
tókst Svíum ekki að tryggja
sér sæti í úrslitaleik Heimsbikar-
keppninnar. Þeir sigruðu V-Þjóð-
veija 21:18, en vantaði eitt mark.
Svíar byijuðu ótrúlega og.eftir tíu
minútna leik var staðan 7:0, þeim
f vil. Það gátu þeir þakkað mark-
verði sínum, Matz Olsson sem
varði Ótrúlega vel. Þjóðveijar tóku
svo við sér og skoruðu tólf mörk
gegn þremur fyrir leikhlé. í hálf-
leik var staðan, 10:12, Þjóðvetjum
í
Leikurinn var n\jög jafn f síðari
háifleik, en undir lokin náðu Svíar
forystunni. Þeir voru þó aldrei
nálægt Qögurra marka sigri, sem
þeir hefðu þurft til að komast í
úrslit og 21. mark Svía kom á
siðustu sekúndu leiksins.