Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 63 HANDKNATTLEIKUR/HEIMSBIKARKEPPNIN I HANDKNATTLEIK íslendingar áttu að fara í úrslitaleikinn með réttu: Tölvuútskrift sýndi að mark Júgóslava var löglegt Sænskir dómarar voru á annari skoðun og dæmdu markið af MISTÖK tímavarða á leik Aust- ur-Þjóðverja og Júgóslava í Eskilstuna í fyrrakvöld urðu þess valdandi að íslenska landsliðið leikur ekki til úrslita í heimsbikarkeppninni i hand- knattleik í Stokkhólmi á morgun. Tölvuútskrift sýndi að þegar Vujovic skoraði 24. mark Júgóslava, var ein sekúnda eft- ir. Davíð Sigurðsson, sem tók leikinn upp á myndband fyrir HSÍ, sagði það einnig strax eft- ir leikinn. WORLD CUP 12-17 Jan.1988 Úrslit og Úrslit í A-riðli: 19:16 V-Þýskaland—U ngveijaland 23:21 Ungveijaland—Svíþjóð... -....22:17 V-Þýskaland—Spánn 22:19 Ungveijaland—Spánn.... 14:16 Í gærkvöldi: 21:18 Lokastaðan V-Þýskaland 3 2 0 1 63:61 4 Svíþjóð 3 2 0 1 57:56 4 Ungverjaland 3 10 2 57:56 2 Spánn 310 2 51:55 2 Úrslit 1 B-riðli: 18:16 Júgóslavía—Danmork .21:19 Ísland--Júgóslavía 23:20 26:23 24:22 23:21 Lokastaðan A-Þýskaland 3 2 0 1 65:62 4 ísiand 3 2 0 1 63:60 4 Júgóslavía 3 2 0 1 64:63 4 Danmörk 3 0 0 3 64:71 0 Steinþór Guöbjartsson skrífar Sænska handknattleíkssam- bandið bauð Vestur-Þjóðvetja nokkrum; Böcking að nafni, sérs- taklega á mótið, en hann hefur útbúið forrit, þar sem skrá má allar tölulegar upplýsing- ar í hverjum hand- knattleiksleik. Hann fylgdist með umræddum leik og ritaði inn á tölvuna allar upplýsing- ar jafnóðum. Samkvæmt tíma tölvunnar var ein sekúnda eftir, þegar Vujovic skoraði 24. mark Júgóslava. Að sögn Davíðs var markið fyrst dæmt gilt og Júgósla- var fögnuðu ákaft, en Austur- Þjóðveijar mótmæltu harðlega. Sænsku dómaramir, Kent Blademo og Axel Wester, ráðfærðu sig við tímaverðina og dæmdu síðan mark- ið ógilt, tíminn var liðinn að sögn tímavarðanna. Böcking sagði við Morgunblaðið í gær að hann þyrði ekki að segja frá sínum tíma, en þó hann gerði það, hefði það ekkert að segja — tímaverðimir réðu og þeirra tími væri sá eini löglegi. Davíð sagði að klukkan hefði verið beint fyrir ofan markið og ekki farið á milli mála að ein sekúnda var eftir. Abas Arslanagic, þjálfari Júgóslava, tók í sama streng. Sldpulagsleysl Það er sorglegt að þessi mistök hafi komið í veg fyrir að íslenska liðið léki til úrslita, en sem fyrr er það dómarinn sem hefur úrslita- valdið. Engu að síður er greinilegt að sekúndur skipta máli í svona jafnri keppni og því nauðsynlegt að vel og rétt sé að tímatöku staðið. Annað, sem hefur vakið mikla reiði í sambandi við keppnina, er sú ákvörðun Svía að leika sjálfír um sæti í Stokkhólmi, burtséð frá hvaða sæti. Upphaflega átti leikur- inn um 7. sætið að fara fram í Piteá, um 5. sætið í Umeá og hinir Júlíus Jónasson, einn af landsliðsmönnum sem eru í sviðsljósinu í Svíþjóð, sést hér í landsleik gegn Dönum. tveir í Stokkhólmi. Svíar runnu á rassinn með skipulagið og héldu öllu opnu þar til eftir leik þeirra við Vestur-Þjóðveija í gærkvöldi. Þetta er til háborinnar skammar og á ekki að líðast. Svona skipulags- leysi er ekki sæmandi þjóð, sem sækir um að halda heimsmeistara- keppnina. Menn þurftu að bíða þar til í gærkvöldi til að vita hvar leikur- inn um þriðja sætið yrði og eins hvort hann yrði á laugardegi eða sunnudegi. Frábœrt íslenska landsliðið hefur staðið sig með sóma í keppninni. Það var svo sannarlega gaman á Sara hótelinu i Eskilstuna í gær — mótheijamir kepptust við að óska okkar mönnum til hamingju með árangurinn. Auðvitað gera menn mistök, en eins og Þorgils Óttar Mathiesen sagði eftir tapið gegn Austur-Þjóðveijum, þá hefur alltaf vantað lykilmenn á undirbúningstímanum, sem hefur verið langur og strangur. Allt liðið þarf meiri tíma saman, en ánægju- legt er að sjá að strákamir, sem hafa æft saman heima, hafa staðið sig með piýði hér í Sviþjóð. Bjarta hlkMn Heimsbikarkeppnin hefur aldrei verið eins jöfn og spennandi og nú. Menn hafa glaðst, þegar við hefur átt, og kvartað, þegar illa hefur gengið. Sumum fannst óþarflega langt í leikina í riðlakeppninni og öðmm of stutt,. Íslenski hópurinn hefur eflst við allt mótlæti „og það er vissulega ánægjulegt að vita til þess að við fáum ekki framar „gúil- as“ I hádegismat,“ sagði Bogdan í gær, en liðið fór frá Eskilstuna snemma í morgun. „Vil ekki leika gegn íslandi" - sagði þjálfari Svía fyrir leikinn gegn V-Þjóðverjum ÞUNGU fargi var af mörgum létt hér í Eskilstuna í gœr- kvöldi. Flugferö, rútuferð og sleðaferð til Piteá voru úr sög- unni og Ijóst var að íslenska landsliðið lelkur við Svía um bronsið á heimsbikarkeppninni í handknattleik í Stokkhólmi á morgun. Þjálfari Svía sagði fyrir leikinn gegn Vestur—Þjóðverjum í gærkvöldi að hann vildi helst leika gegn Nígeríu á morgun, en þar sem sá möguleiki væri Steinþór ekki fyrir hendi, var Guöbjartsson hann bjartsýnn og gerði ráð fyrir úr- slitaleik við Aust- ur—Þjóðveija. „Ég vil alls ekki leika gegn íslendingum, því ég vil halda sálfræðilega takinu, sem við höfum á þeim, fram yfír Ólympíuleikana," sagði „Ragge“ Carlsson. Sænska landsliðsþjálfaranum varð ekki að ósk sinni, en Bogdan fékk það sem hann vildi. ísland leikur gegn Svíþjóð að viðstöddum tíu þúsund áhorfendum í keppni um bronsið á morgun og þá verður vonandi ljóst hvar Davið keypti ölið. Á eftir leika þýsku liðin til úrslita, en í dag keppa Ungveijar og Júgó- skrífarfrá Sviþjóö slavar um fímmta sætið í Umeaa og Spánveijar og Danir um sjöunda sætið í Piteaa. UmUöllun Lítið sem ekkert hefur verið rætt eða skrifað um mótið í helstu sænsku fjölmiðlunum og segir Hasse Delby, varaformaður sam- taka íþróttafréttamanna í Svíþjóð, i Eskilstuna Kuríreren í gær að áhugi sé á handknattleik í Eskilst- una og á íslandi, en ekki í Svíþjóð. „Umfjöllunin um mótið í útbreidd- ustu blöðunum er skammarlega lítil, en því miður er þetta svona og þessu verður ekki breytt, nema Svíar vinni til verðlauna á Ólympíu- leikunum. íslendingar standa sig hins vegar vel og ætla sér að halda Hm 1994,“ segir Delby. Auglýslng Leikurinn um þriðja sætið í Stokk- hólmi verður mikil auglýsing fyrir íslanskan handknattleik. Svíar neyðast til að segja frá leiknum og hann verður sýndur beint í sænska sjónvarpinu. f gærkvöldi var boð hjá íslensku sendiherrahjónunum í Stokkhólmi, þar sem sendiherrar og aðrir full- trúar þátttökuþjóðanna í heims- bikarkeppninni mættu og var fólk almenn ánægt með árangur íslenska liðsins. „Ég fer ekki með danska liðinu til Piteá, heldur horfi á leik íslands og Svíþjóðar í Stokk- hólmi," sagði formaður danska handknattleikssambandsins við Morgunblaðið í gærkvöldi og bætti við að hann vonaði að heimsmeist- arakeppnin 1994 yrði á íslandi, en hún yrði annaðhvort 1993 eða 1995. Uppselt er á leikinn á morgun, en þegar vitað var að ísland léki i Stokkhólmi um þriðja sætið, hafði fjöldi íslendinga samband við hóp- inn á hótelinu I Eskilstuna til að reyna að fá miða. „Einn hringdi í mig og bað um 150 miða,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyririiði íslenska landsliðsins, sem hafði ósk- að eftir að leika við Ungveija um sæti, en var mjög svo sáttur við að leika gegn Svium. Leikurinn verður í beinni útvarps- og sjónvarpslýsingu á íslandi og hefst sýningin klukkan 12.10 á morgun, sunnudag. Úrslitaleikur- inn verður sýndur beint að honum loknum. Draumur Bogdans ísland mætirSvíþjóð Draumur Bogdans, lands- liðsþjálfara Isiands, rættist í Ystad i gærkvöldi. Sviar lögðu V-tjóðveija óvænt að velii, 21:18, og leika þeir við íslend- inga um þriðja sætið i heims- bikarkeppninni i Stokkhóhni á morgun. Sviar voru aðeins einu marki frá þvi að tryggta sér rétt til að leika til úrslita. A-Þjóðveijar og V-Þjóðvetjar leika tál úrslita. Júgóslavar og Ungveijar um fímmta sæti og Danir og Spánveijar um sjöunda sætið. KORFUBOLTI Haukar skoruðu 104stig á Akureyri Það fór lítið fyrir spennu í leik Þors og Hauka f urvalsdeild- inni í körfuknattleik. Eftir nokkurra mínútna leik var raunurinn orðinn 30 stig og eftir það var aldrei spuming. Haukar unnu yfir- burðasigur, 73-104. Haukar bytjuðu af krafti og fóru illa með Þórsvörnina á fyrstu mínútunum. Þar stóð ekki steinn yfir steini og má segja að úrslitin hafi ráðist strax í byijun. Siðari hálfleikurinn var ögn skárri, en munurinn alltof mikiil tii að nokkur spenna væri í leiknum. Henning Henningsson átti góðan leik í liði Hauka og Tiyggvi Jónsson lék vel i fyrri hálfleik. Hjá Þór stóð hinsvegar enginn uppúr meðal- mennskuni. Rá Antoni Benjaminssyni áAkureyn. ■ Leik Breiðabliks og Vais, sem átti að fara fram í Digranesi, var frestað. Þór-Haukar 73 : 104 .pnóttahÓIUn A AAcurcyn. úrvaisdcildin Í korfuknattlcik, föstudagmn 15. janúar Gxngur leiksins: 0:7. 4:17, 16:36, 25:55, 3&65,47r85, 59:87,, 69:99, 73:104. Stig Þúrs: Jóhann Sigurðsson 13, Kiríkur Sigurdsson 12, Bjöm Sveinsson 10, Kinar Karlsson. 10, Guðmundur ^iomsson 9, Bjam« Össurarson 8, Birgir Karlsson 5, Konráð Öskarsson 4 og Ágúst Guðmundsson t. Hauka: Honning Henmngsson 25, Pálmar Sigurdsson 19, Tryggvi Jónsson 18, ívar Wcbster 9, Ingimar Jónsson 9, ívar Ásgrímsson 8, 'Sveinn Stcinsson 6, HÖrÓur Pótursson 4. Skarphóðinn Kiríksson 4 og Ölafur Rafnsson 2. Áhorfendur: 94 Dóoxarar: Johann Dagur Bjömsson og Ámi Preyr Sigurlaugsson - slakir. Oskabyrjun nægði ekki Svíar komust í 7:0 gegn V-Þjóðverjum Þrátt fyrir frábæra byijun tókst Svíum ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Heimsbikar- keppninnar. Þeir sigruðu V-Þjóð- veija 21:18, en vantaði eitt mark. Svíar byijuðu ótrúlega og.eftir tíu minútna leik var staðan 7:0, þeim f vil. Það gátu þeir þakkað mark- verði sínum, Matz Olsson sem varði Ótrúlega vel. Þjóðveijar tóku svo við sér og skoruðu tólf mörk gegn þremur fyrir leikhlé. í hálf- leik var staðan, 10:12, Þjóðvetjum í Leikurinn var n\jög jafn f síðari háifleik, en undir lokin náðu Svíar forystunni. Þeir voru þó aldrei nálægt Qögurra marka sigri, sem þeir hefðu þurft til að komast í úrslit og 21. mark Svía kom á siðustu sekúndu leiksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.