Morgunblaðið - 16.01.1988, Síða 64
juglýsinga-
síminn er 2 24 80
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
VERÐ I LAUSASOLU 55 KR.
Mikil loftmeng-
un undanfaríð
Mengnn frá útblæstri bifreiða senni-
lega meiri hérlendis en í Evrópu
LOFTMENGUN, einkum vegna útblásturs bifreiða, hefur verið mik-
il á höfuðborg-arsvæðinu undanfarna daga samkvæmt upplýsingum
Hollustuverndar ríkisins, sem framkvæmir daglega mælingar á
fíngerðu ryki í andrúmsloftinu. Loftmengun er talsvert háð veðri
og veðurfar hefur verið þannig undanfarið að mengunin hefur safn-
ast saman í loftinu. Astandið myndi hins vegar lagast mjög fljótlega
ef snjóaði, að sögn Sigurbjargar Gísiadóttur, efnafræðings hjá Holl-
ustuvernd ríkisins.
„Ástandið hefur verið mjög
slæmt núna í janúar samkvæmt
mælingum okkar. Hér er þó ástand-
ið mun betra en í borgum í Evrópu,
vegna þess að hérlendis er ekki um
mengun að ræða af völdum hús-
hitunar. Hins vegar er mengun
vegna bifreiðaumferðarinnar senni-
lega meiri hér, vegna þess að
bifreiðaeign er svo almenn," sagði
Sigurbjörg.
Hún sagði að hér væru engar
sérstakar mengunarvamakröfur
gerðar, hvorki varðandi útblástur
bifreiða, né um að hér væri selt
blýlaust bensín, eins og tíðkaðist í
Bandaríkjunum, Japan og víðast
hvar í Evrópu. Blýmengun í lofti
væri mjög hættuleg og auk þess
væri hægt að nota svonefnda hvata
til þess að fullbrenna skaðleg meng-
unarefni í útblæstri frá bifreiðum,
ef blýlaust bensín væri notað.
„Eg held það sé full ástæða til
þess að setja reglur um eftirlit með
bílum, bæði hvað varðar það að
vélar séu rétt stilltar og um meng-
unarvamabúnað," sagði Sigur-
björg. Einnig þyrfti að athuga þætti
eins og umferðarstjómun og hvort
hægt væri að auka ferðir fólks með
almenningsvögnum.
Hún sagði að fólk með öndunar-
færasjúkdóma, eins og astma, fyndi
meira fyrir menguninni en aðrir,
án þess að hún vildi fullyrða um
það hvort mengunin væri hættuleg.
„Síumar sem ég tek daglega niður
á Miklatorgi eru kolsvartar. Þetta
er það sem fólk andar að sér og
það hlýtur að vera mjög óæski-
legt,“ sagði Sigurbjörg Gísladóttir.
Laun flugliða hækkuðu
yfir 40% árið 1987
LAUNAKOSTNAÐUR flugfé-
laganna vegna kjarasamninga
við flugliða á siðasta ári jókst
um yfir 40% á árinu 1987 saman-
borið við árið 1986, að sögn
Kristins Sigtryggssonar, fram-
kvæmdastjóra Arnarflugs. Hann
vildi ekki nefna dæmi um laun
flugmanna, en sagði að þeir væru
. fullsæmdir af þeim.
Kristinn sagði að þrátt fyrir að
flugfélögin hefðu óskað eftir við-
ræðum um kjarasamninga í upphafi
árs 1987 hefðu þær ekki hafíst fyrr
100% hækkun
á bílastæðum
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að hækka leigu fyrir bifreiða-
stæði í Kolaporti við Kalkofnsveg
og á Bakkastæði við Faxaskála.
Mánaðarleiga fyrir stæði í Kola-
porti hækkaði 1. janúar um 2.000-
krónur, úr 2.000 krónum í 4.000
krónur. Gjald fyrir hverja klukku-
stund er 40 'krónur.
Á Bakkastæði er mánaðarleigan
3.000 krónur, 150 krónur fyrir heil-
an dag, 80 krónur fyrir hálfan dag
og 30 króniír fyrir hveija klukku-
stund. '
en komið var fram á sumar og
samningar hefðu því ekki verið
undirritaðir fyrr en eftir mitt ár og
þá verið afturvirkir í nokkra mán-
uði. Þessi dráttur á samningum
hefði valdið flugfélögunum miklu
tjóni vegna þess að talsvert væri
búið að selja af farseðlum fyrirfram
og skuldbinda verð og því hefði
hækkun á fargjöldum ekki komið
fram fyrr en í haust. Þetta hefði
valdið félögunum milljóna og jafn-
vel tugmilljóna tjóni. „Ég hef lýst
því yfir við þessa samningaaðila að
þetta sé fullkomið ábyrgðarleysi,
sérstaklega gagnvart félagi eins og
okkar, sem verið er að berjast fyrir
að bjarga. Þetta er ekki leiðin til
þess,“ sagði Kristinn.
Hann sagði að fargjöld í milli-
landaflugi hefðu hækkað um' 26%
og launahækkun hefði því ekki
gætt að fullu í fargjaldahækkum,
enda útgjöld flugfélaganna samsett
úr ýmsu öðru en launum. „I öðru
lagi er augljóslega ekki hægt að
flytja verðbólguna út og þess vegna
hljótum við að þurfa að mæta
hækkunum eins og þessum, sem
eru úr takt við það sem er að ger-
ast alls staðar annars staðar, með
verði frarmiða innanlands, halla-
rekstri eða sparnaði á öðrum
sviðum. “
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Allt tilreiðu nema snjórinn
SKIÐAFÆRI á þessum vetri hefur verið með
lakara móti vegna snjóleysis, þótt nokkuð hafi
ræst úr eftir áramótin. Flestir stærstu skíða-
staðir á landinu eru tilbúnir að taka á móti
skíðafólki og sums staðar vantar ekkert nema
snjóinn. í Skíðheimum við ísafjörð var fremur
dauft hljóðið í mönnum í gær vegna snjóleys-
is og skíðasvæðið í Skálafelli var lokað af
sömu ástæðum. Hins vegar var gott færi í
Hlíðarfjalli við Akureyiri og fegursta veður
og sömu sögu var að segja í Bláfjöllum, þar
sem þessi mynd var tekin á fimmtudag. Skíða-
svæðin verða öll opin nú um helgina ef snjórinn
,og veðurguðirnir leyfa.
Viðskipti við Nígeríu:
Samningar um breyt-
ingn á skuldabréfum
íslenzkir bankar eiga 87 milljónir í slíkum bréfum
NÍGERÍUMENN hafa undanfarið verið að leita samninga um skuld-
breytingu á skuldabréfum gefnum út af Seðlabanka Nígeríu. Upphæð
bréfanna er samtals um 3,25 milljarðar dollara og eru þau komin í
vanskil. íslenzkir bankar eiga um 2,4 milljónir dollara, 87,6 milljónir
króna, í þessum bréfum vegna skreiðarviðskipta. Á fundi í London á
fimmtudag greiddu lánadrottnar Nígeríumanna víðs vegar að úr heim-
inum atkvæði um skuldbreytinguna og líkur benda til að hún hafi
verið samþykkt.
þessum bréfum, 'þau fóru í vanskil
1986 og við það féllu þau í verði.
Nú var þess freistað að ná samning-
um um lengingu þessara lána til 20
Hér er um að ræða skuldabréf,
sem gefin voru út til rúmra 6 ára
með almennum vöxítum. Nígeríu-
menn stóðu ekki við afborganir af
ára með 88 afborgunum á þriggja
mánaða fresti, þeirri fyrstu í apríl
næstkomandi. í atkvæðagreiðslu
skuldúnauta með handauppréttingu
samþykktu 248 breytinguna en 112
voru á móti. Hins vegar verður tek-
ið tillit til þess hve miklar upþhæðir
liggja að baki hverjum aðila og ræð-
ur það vægi endanlegum úrslitum.
Saltkistur sprengdar I Hafnarfirði
Heimatilbúnar sprengjur notaðar til verksins
UNDANFARIÐ hafa 10-11 salt-
kistur verið sprengdar í loft
upp í Hafnarfirði í skjóli myrk-
urs og hafa skemmdarvargarn-
ir notað til þess heimatilbúnar
sprengjur. Svipaðar sprengjur
voru teknar af unglingum í
bænum á þrettándakvöld. Bæj-
aryfirvöld komu saltkistunum
fyrir við götur bæjarins, til að
hægt sé að strá úr þeim salti á
götur í hálku.
Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar í Hafnarfirði hafa rörbútar
verið fylltir með púðri og kraft-
miklum sprengjunum verið komið
fyrir í saltkistunum. Við spreng-
inguna gjöreyðileggjast þær.
Kistumar, sem eru úr tré, kosta
um 10-11 þúsund krónur hver,
svo alls hafa skemmdarverkin
kostað bæinn rúmar 100 þúsund
krónur. Bæjarstarfsmenn hafa
undanfarið unnið við að fjarlægja
ónýtu kistumar óg koma öórum
fyrir í þeirra stað.
Lögreglan óttast mjög að alvar-
leg slys verði af sprengjum
þessum. Enginn hefur verið hand-
tekinn enn vegna skemmdarverk-
anna, en lögreglan bjóst ekki við
að þess yrði langt að bíða, því
ákveðnir menn lægju undir grun.
, Inni í þessu dæmi eru skuldabréf
vegna skreiðarsölu að upphæð 2,4
milljónir dollara, 87,6 milljónir
króna. Skreiðin, sem um er rætt,
var seld fyrir 1984 og er aðeins brot
af útistandandi skuldum vegna
skreiðarsölu. Verði þessi skuldbreyt-
ing samþykkt, má búast við því, að
verðgildi bréfanna aukist að nýju.
Björn Tryggvason, aðsboðarbanka-
stjóri Seðlabankans, og Barði
Ámason frá Landsbankanum sátu
þennan fund. Bjöm sagði í samtali
við Morgunblaðið, að sér virtist sem
svo að ekki væri um annað að ræða
fyrir okkur en sætta okkur við breyt-
inguna. Þama væri hvort eð er
aðeins um brot af skuldum Nígeríu-
manna við okkur að ræða.