Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 Lj ósvakamiðlar stofna samtök í undirbúningi er stofnun sam- bands útvarps- og sjónvarps- stöðva og er markmið samtakanna að gæta ýmissa sam- eiginlegra hagsmunamála þess- ara stöðva. Ekki er þó reiknað með að samtökin standi sameig- inlega að kjarasamningum við starfsfólk þessara fjölmiðla. Að sögn Ólafs Haukssonar út- varpsstjóra Stjömunnar hafa full- trúar Stjömunnar, Bylgjunnar, Stöðvar 2, Alfa, Hljóðbylgjunnar og sjónvarpsstöðva á Ólafsvík og Hellissandi unnið að undirbúningi þessara samtaka. Ólafur sagði að tilgangur sam- takanna væri að gæta sameigin- legra hagsmuna stöðvanna sem væru ótalmargir þótt þessir fjöl- miðlar ættu_ þess utan í mikilli samkeppni. Ólafur sagði í því sam- bandi að Ríkisútvarpið hefði ekki aðeins áratuga forskot á aðra ljós- vakamiðla heldur byggi einnig við mikla vemd ríkisvaldsins og þetta gerði baráttustöðu þess svo sterka að hinir fjölmiðlamir teldu sig þurfa að vera saman gegn því. Þá nefndi Óláfur umræður um hvort Island eigi að gerast aðili að Rómarsátt- málanum um höfundarétt á tónlist, en þessum fjölmiðlum var boðið að skipa fulltrúa í viðræðunefnd þar um. Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson Vinnufyllingin við vesturenda brúarinnar úti í nriðri ánni. Sjá má vörubíl losa gqót á vesturbakkanum. Hægt á framkvæmdum við brú yfir Olfusárósa Selfossi. 49 miUjónir renna til íþróttamannvirkja SdfOHL MJÖG hefur hægt á framkvæmd- um við gerð brúar yfir Ölfusár- ósa. Nú er gert ráð fyrir að verklok verði undir sumar, ná- lægt upphaflegum vcrklokum. í haust sáu menn fram á að hægt væri að Ijúka brúargerðinni í janúar-febrúar með sama fram- kvæmdahraða og þá var. Ástæða þessarar seinkunar eru annir hjá jarðvinnuverktaka í öðrum verkum. Einnig setur frostið strik í reikninginn því ekki er unnt að steypa í frosti. Nú er unnið við að gera vinnufyll- ingu út frá brúarendanum í miðri ánni. Grafið er undan brúnni og fyllingin flutt til. Steypa verður upp eitt brúarhaf til viðbótar áður en fyllt er alveg í land vestan megin. Þessi háttur er hafður á til að tryggja nægilegt op fyrir framrás árinnar og minna álag á fyllinguna. Sig. Jóns. í RÆÐU Davíðs Oddssonar borg- arstjóra, sem hann flutti við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1988, kemur fram að framlag til íþróttamannvirkja hækkar um 9 milljónir miðað við siðasta ár og verður 49 milljónir. Þar af er gert ráð fyrir að ríkið endur- greiði borginni 11,5 milljónir. Lagt er til að hlutur borgarsjóðs vegna framkvæmda við íþrótta- mannvirkin í Bláfjöllum verði 34,6 milljónir. Unnið verður að endurbót- Spumingar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar siðastliðinn og í til- efni af því gefur Morgunblaðið lesendum sínum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spurn- ingum sem kunna að vakna varðandi staðgreiðslukerfið. Morgunblaðið kemur - þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskattstjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í símá Morgunblaðsins, 691100, kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstu- daga og borið fram spumingar sínar. Leiknum sjón- varpað beint BEIN útsending verður í dag frá leik íslands og Svíþjóðar í Stokk- hólmi um bronsverðlaunin i heimsbikarkeppninni i hand- bolta. Útsendingin hefst klukkan 12.10. Úrslitaleik keppninnar milli Austur- og Vestur-Þýskalands verður einnig sjónvargað beint, strax að loknum leik Islands og Svíþjóðar. Fjármálaráðherra boðar hert skatteftirlit; Skatteftirlitssveitír sendar í verslanir MEÐAL ráðstafana, sem fjármálaráðuneytið mun gripa til á næst- unni til að herða skatteftirlit, er að senda eftirlitssveitir út i verslanir til að fylgjast með söluskattsinnheimtu og uppgjöri. Þá verður smá- söluverslunum gert að skyldu að nota viðurkennda innsiglaða verslunarkassa. Þetta kom fram i ræðu Jóns Baldvins Hannibalsson- ar fjármálaráðherra á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins f gær. Á fundinum boðaði flármálaráð- fram á Alþingi frumvarp um 22% herra að nú eftir þinghlé yrði lagt virðisaukaskatt sem leysa á sölu- Hugleiða verður mengunarvarnir - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „Við höfum lengi trúað því hér á landi að rysjótt veðurfar sæi til þess að mengun hér væri minni en annars staðar gerðist og ég býst nú reyndar við að flesta daga sé það svo,“ sagði Davíð Odds- son, borgarstjóri, er borin var undir hann frétt, sem birtist i Morgunblaðinu í gær, þess efnis að loftmengun af völdum bifreiða hefði verið mikil á höfuðborgarsvæðinu það sem af er janúar. skattskerfið af hólmi. Hann sagði einnig að tekin yrðu til heildarend- urskoðunar útgjöld vegna land- búnaðar-, heilbrigðis- og skólamála fyrir næstu fjárlagagerð auk þess sem seinni áfangi í tilfærslu verk- efna milli ríkis og sveitarfélaga yrði undirbúinn. Fjármálaráðherra útskýrði fram- kvæmd skattabreytinganna um áramótin og sagði í því sambandi að hækkun verðlags og þar með framfærsluvísitölunnar nú væri ekki að öllu leyti þeim breytingum að kenna. Þannig hefðu búvörur td. hækkað sjálfvirkt um 9% í byrj- un desember án þess að eftir væri tekið. Hann sagði síðan að vaxandi skilningur væri á því innan stjómar- flokkanna, þar á meðal hjá fram- sóknarmönnum, að gera þyrfti breytingar á búvörulögum og bú- vörusamningi. um á Bláfjallaskála, lagður vegur í Suðurgil og keyptur snjótroðari. Vegna framkvæmda við íþrótta- mannvirki og vallargerð hjá níu hverfafélögum verða veittar 20 milljónir. Á síðasta ári var framlag til þeirra hækkað verulega frá upp- haflegri áætlun um leið og dregið var úr framkvæmdum á vegum borgarinnar. Af fyrirhuguðum framkvæmdum við íþróttamannvirki borgarinnar á árinu má nefna að rými undir áhorf- endastúku við aðalleikvöllinn í Laugardal, verður lokað. Lokið verður við áhorfendastúkuna við gervigrasvöllinn og gengið frá húsi og lóð vallarins. Við Sundlaug Vesturbæjar verð- ur komið upp gufubaði og 60 til 70 metra löng vatnsrennibraut með 6 til 7 metra hæðarmun, komið fyrir í grunnu lauginni í Laugard- al. Haldið verður áfram vinnu við frágang kjallarans undir böð og búningsklefa í Laugardalslaug og hafist handa við gufuböð á fyrstu hæð gömlu laugarbyggingarinnar. 4U111 Slysínýbyi Féll 5'/2 metra SLYS varð í nýbyggingu við Laugaveg 70-72 síðdegis á föstu- dag. Maður um fertugt sem var að vinna við loftbita féll til jarð- ar, 5 'h metra. Hann mun hafa höfuðkúpu- og handleggsbrotnað. Um hádegisbilið á laugardag var maðurinn kominn af gjörgæsludeild og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Rann- sóknarlögregla ríkisins rannsakar tildrög slyssins. „Hins vegar sýna mælingar að vissa daga getur mengun vegna útblásturs bifreiða orðið tölverð og ef sérfræðingar telja að slík meng- un sé farin að færast það mikið í vöxt að hún valdi óþægindum, hljóta menn að hugleiða hvort ekki sé nauðsynlegt fyrr en síðar að taka upp svipaðar mengunarvamir og annars staðar vegna þessa,“ sagði Davíð ennfremur. Harðfiskur hækkar um 15% Söluskattur ekki niðurgreiddur VERÐ á harðfiski hækkar um nálægt 15% við söluskattshækkun- ina, en söluskattur á harðfiski er ekki niðurgreiddur, eins og af nýjum fiski. „Ég sé ekki að það sé glóra að standa í þessu,“ sagði Jón Karl Haraldsson, fiskframleiðandi hjá Eyrarfiski á Stokkseyri, i samtali við Morgunblaðið. Kostnaður hefði aukist vegna fiskverðshækkunar um áramótin, og útsöluverð hefði hækkað um 25% á tæpu hálfu ári, en harðfiskframleiðendur treystu sér ekki til að hækka sitt verð við þessar aðstæður, þó að þess hefði þurft nú. Jón sagði að fiskframleiðendur söluverð á harðfiski hefur hækkað hefðu ekki hækkað 'neildsöluverð um 25% á sama tíma vegna sölu- á harðfiski síðan í sumar, en út- skattsins, sem hækkaði úr engum í 10% í ágúst, og úr 10% í 25% nú. Útsöluverð á einu kg af Eyrar- fiski var um 1625 krónur í sumar, en er um 2025 krónur nú, og svipað verð er á öðrum tegundum af harðfiski. „Menn eru geysilega óhressir með þessar miklu hækkanir," sagð' Jón, „nú fer helsti sölumán- uður á harðfiski í hönd, og það má segja að þeir séu að greiða niður hrútspungana með harð- fískinum." Morgunblaðið/Bjöm Blðndai Eldey kaupir fyrsta skipið MERK tímamót urðu á föstudagskvöld hjá hinu nýja útgerðarfyr- irtæki Suðumesjamanna Eldey hf. Þá var undirntaður fyrsti kaupsamningnr fyrirtækisins og það eignaðist bátinn Boða GK af Garðari Magnússyni og fjölskyldu í Ytri-Njarðvík. Tveimur timum eftir undirskriftina var bátunnn fannn á línuveiðar und- ir nýju nafni, Eldeyjar-Boði KE 132.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.