Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 29 Persónuleg sambönd Viðbrögð við verkefnum Kerfi danska skólasjónvarpsins er æði flókið, og ekki til eftirbreytni. efnið í sjónvarpi, álíka og íþrótta- þættimir, en jafnframt ákaflega óvandað, að mínum dómi. Aðallexí- an sem við getum lært af Dönum er að halda ekki að skólasjónvarp verði þróað án samvinnu við skól- ana. Við erum að leita eftir ódýrari lausnum og forðast að búa til um- fangsmikið kerfi.“ Þjónustustofnun við skólana Hver er þá mismunurinn á danska kerfmu og skólasjónvarþi í Kentucky, sem Sigrún skoðaði til samanburðar? „ Kentucky sjón- varpið var í upphafi gert að sjálf- stæðri einingu undir menntamála- ráðuneytinu og lítur á sig sem þjónustustofnun við skólana. Það telur grundvallaratriði að skólamir noti efnið og að það falli að því sem þeir em að gera. Því er stjómað af níu manna ráði. Það þjónar grunnskólum og framhaldsskólum að því leyti að þeir sem vilja afla sér eininga til þess að taka stúd- entspróf geta nýtt sér þjónustu sjónvarpsins og lokið því sem er sambærilegt við stúdentspróf. En prófín eru tekin við skólana. Sem sagt það þjónar sem nokkurs konar öldungadeild. Og loks er skólasjón- varpið með þætti fyrir háskóla- nema. Skólasjónvarpið fær beinar fjárveitingar frá ríkinu. til þess að þjóna grunnskólunum og í annan stað til þess að vera með þjón- ustuna við þá sem lengra eru komnir. Þessu er haldið aðskildu. A morgnana eru sjónvarpsþættir fyrir grunnskólann, en eftir hádegi fyrir aðra aldurshópa. Allt er þetta sent út á almennu dreifikerfi þannig að þeir sem heima eru geta horft á allt þetta efni, en jafnframt er umfangsmikil þjónusta við skólana í myndbandagerð. Skólamir geta bæði tekið upp þætti eða fengið þá senda gegn vægu gjaldi. Núna nota sjónvarþaði því. Úr þessu hafa orð- ið eilíf átök milli aðilanna um það hver eigi að ákveða hvað. Sjón- varpið talar um frjálsa fjölmiðlun og skólafólkið vill ráða efni kennslu- þáttanna, sem er auðvitað rétt. Vitanlega er það skólafólkið en ekki blaðamenn sem eiga að ákveða kennsluefni. Þannig eru deilumar um efnismeðferð búnar að ganga lengi milli DR skólasjónvarpsdeildar og Landscentralen. Yfirmaður Landscentralen lét einhvern tíma þau orð falla að þegar þeir bæðu um græna banana frá danska sjón- varpinu fengju þeir rautt kvenhjól í staðinn. Þeir hafa semsagt ekki verið ánægðir með þættina sem DR hefur gert, þ.e. innihald þeirra burt séð frá faglegu hliðinni. Og sjón- varpsfólkið vill ekki láta segja sér fyrir verkum. Fleira kemur til. Upp- haflega fengu skólaþættimir inni á morgnana, en hafa smám saman verið látnir víkja fyrir öðru efni. Em nú oftast sendir út síðdegis þegar laus tími fínnst. Það er gert undir þeim formerkjum að dagskrá- in sé ekki notuð beint á þeim tíma þegar sent er út. Sjónvarpið hefur hins vegar ekki neina myndbanda- þjónustu við skólana og má það ekki vegna íjölföldunarlaganna. Það er því námsgagnsstofnunin sem tekur upp alla dagskrá sem sjónvarpið sendir út til skólanna og yfírfærir hana á bönd fyrir skólana. Þaðan fá skólarnir svo efnið lánað, eins og í venjulegu bókasafni." En hvað þá um höfundaréttinn? Sigrún útskýrir að hann gildi ekki um skólaefni, sé það notað í form- legri kennslu. Höfundar hafa eftir- látið skólunum þetta efni endurgjaldslaust í ákveðinn tíma, og fyrir vægt gjald eftir það, sem sé mjög lofsvert:,, Er það ekki sam- eiginlegt hagsmunamál okkar allra að mennta þessa þjóð og leggja þar ekki stein í götu?.“ Eftir þetta inn- skot heldur Sigrún áfram að útskýra danska kerfið:„ Þegar ný íhaldsstjóm kom til TalSa í Dan- mörku fyrir nokkrum árum var ákveðið að endurskoða þetta fyrir- komulag. Úr varð að danska skólasjónvarpið innan DR fengi ekki alla fjárveitingu rnenntamála- ráðuneytisins til að framleiða sjálft þættina, heldur vænr þættirnir boðnir út og DR gefinn kostur á Kerfið í Kentucky er sérstakt skólasjónvarp fyrir allt skólastigið og miðar fyrst og fremst við þjónustu við skólana. Þar hafa þeir náð umtalsverðum árangri með tiltölulega litlum kostnaði. að bjóða líka í þá, sem að vísu var ekki tekið þegjandi þar á bæ. Síðast þegar ég frétti var þó skólasjón- varpsdeildin enn við líði, en á nú að leggja meiri áherslu á fullorðins- fræðslu, enda gréidd af afnotagjöld- um. Skólasjónvarpsdeildin hefur alltaf verið lítil deild innan DR og ekki sett undir útvarpsráð heldur beint undir ráðherra, sem á að svara fyrir málefni deildarinnar á þingi. Þarna hefur alltaf verið reynt að framleiða sem mest efni fyrir sem minnst fé og sjónvarpið stært sig af að vera með svo ódýra fram- leiðslu. Kennsluefnið er ódýrasta alls 94 af hundraði af öllum grunn- skólum þessa þjónustu. Þama á milli fara fram stöðug skoðana- skipti. Skólasjónvarpið hefur ráð- gjafaþjónustu, starfsmenn sem fara á milli skólanna, kynna hvað er í boði og annast viðgerðaþjónustu, taka jafnvel þátt í kaupum á sjón- varpstækjum. Skólarnir geta kallað eftir hjálp ef eitthvað kemur upp á, tæknilega og efnislega. Þættir sem eru unnir af skóla- sjónvarpinu eru gerðir í náinni samvinnu við sérfræðinga og kenn- ara og ekki farið af stað með vinnsluna fyrr en komið er sam- komulag um það hvemig eigi að taka á viðfngsefninu og útfæra það rækilega. Eftir það tekur stöðin við framleiðslunni. Sjónvarpið fram-' leiðir tiltölulega lítið af efni sjálft - og lítur svo á að gæði þáttanna sé mikilvægara en magnið sem er framleitt. Líftími hvers þáttar frá )eim er 5-10 ár, en hægt að bæta )að sem verður úrelt. Þetta byggir á þeirri skoðun að séu þættir ekki af sama gæðaflokki og það sem nemendur sjá heima hjá sér á kvöld- in þá nái þau ekki tilgangi sínum. Þetta hefur reynst góð fjárfesting, enda gjörólíkt óvandaðri fjölda- framleiðslu Dananna, sem ég sat og horfði furðu lostin á. í því sam- bandi varð mér hugsað til fjölföld- uðu sneplanna, sem krakkamir koma oft hér með heim í stað bóka og hvaða áhrif það hefði á virðingu þeirra fyrir efninu. Ef um er að ræða myndbandaröð, þá er sent með góðum fyrirvara, skólarnir fá alla myndröðina í einu. Það auð- veldar kennurunum undirbúning- inn. Allt verður þetta að vera vel . skipulagt, sendir út leiðarvísar sem standast upp á mínútu. Mér þótti mjög áhugavert að kynnast þessu í skólunum í Kentucky, þar sem skólafólkið er ákaflega áhugasamt. Og ég naut , þess að fjalla um þetta í ritgerðinni minni. Að sjá Missisippi í íslensku útvarpslögunum er skýrt tekið fram að sjónvarp og útvarp eigi að þjóna sem fræðslu- miðill, og þar hefur hingað til skort kennsluþáttinn. Sigrún Stefáns- dóttir hefur mikinn áhuga á að breyta því. Hún segir að augu sín hafi á sínum tíma enn betur opnast fyrir því hvað hægt er að gera með þessum miðli af þvi að hún á tvo syni, sem hafa verið svo heppnir að eiga kost á að vera í skólum þar sem sjónvarp hefur verið notað á virkan hátt í skólastarfínu. Hún segir:„Með því að nýta okkur mynd og hljóð á sjónvarpsskermi getum við farið með nemendur okkar til Danmerkur og leyft þeim að heyra hvernig Danir tala og sjá hvemig Danir líta út. í stærðfræðitíma get- um við leyft nemendum að heyra hvemig besti kennari landsins út- skýrir formúlur o.s.frv. Þótt slíkur aðstoðarkennari komi inn í bekkinn þýðir það ekki að kennarinn sjálfur geti vikið sér frá. Til þess að þetta efni nýtist þarf að vera bæði for- máli og eftirmáli. í byrjun skóla- sjónvarps vom margir kennarar á móti því, þar eð þeir óttuðust að þeir myndu missa vinnuna. Þetta hefur breyst og þeir hafa áttað sig á því að þetta tekur ekki frá þeim vinnuna en gerir hana þvert á móti litríkari og árangursríkari, en ekki endilega auðveldari. Þættimir verða að falla að kennslunni, eigi þeir að skila sér. Um daginn var ég spurð að því hvað skólasjónvarp væri fyrir kenn- arann. Þá datt mér í hug það sem mamma mín sagði þegar ég fór í fyrsta skipti með hana niður að ánni Missisippi, sem rennur gegn um borgina sem ég hefi búið í und- anfarin ár. Hún sagði: Mikið vildi ég að hann afi þinn hefði fengið að sjá þessa á, þvi hann talaði svo mikið um hana þegar hann var að kenna í litla sveitaskólanum norður í Svarfaðardal! Afi talaði m.a. við krakkana um Stikilberja Finn til að vekja áhuga þeirra á þessu fljóti, sem mömmu fannst eftir allt saman ekkert svo miklu stærra þarna ná- lægt upptökunum en Svarfaðardal- sáin. Kennarar á íslandi þurfa að gera ótrúlega mikið af því að kenna það sem þeir hafa aldrei séð sjálfir. Því hefur það ekki aðeins gildi fyr- ir þá heldur líka nemendur að geta séð eitthvað af því sem verið er að fjalla um í hvert sinn, þó það sé á myndbandi. Það hlýtur að gera kennsluna árangursríkari að hafa SJÁ NÆSTU OPNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.