Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 58 AFRÍSKUR TRUMBUSLÁ TTUR í hugxim margra er afrísk tónlist tónlist seiðandi trumbusláttar fyrst og fremst og sem stendur er frægasta trommarasveit Afríku á Vesturlöndum tvímælalaust Burundi- trommararnir. Margar evrópskar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa sótt áhrif til þeirra og þá helst hvað varðar taktuppbygg- ingu. Sem dæmi má nefna Adam Ant og gerfihljóm- sveitin Bow Wow Wow sem sóttu til þeirra trommu- taktinn sem bar upp tónlist- ina (Malcolm McLaren sem bjó til Bow Wow Wow fékk reyndar megnið af lögum hljómsveitarinnar að „láni“ frá suður-afrískum tónlist- armönnum), en fyrir skemmstu héldu Burundi- trommararnir tónleika í Lundúnum. Inkiranya heilsað. Ljósmynd/BS Ingoro n’ingoma Burundi er smáríki í sunnan- verðri Mið-Afríku, eitt fátækasta land álfunnar. Það var eitt síðasta Afríkuríkið sem gert var að nýlendu, því það var ekki fyrr en 1885 að Vesturveldin komu sér saman um að landið væri á þýsku áhrifasvæði. Burundi komst síðan undir stjóm Belga eftir heims- styijöldina fyrri og varð loks sjálf- stætt 1962 undir konungsstjórn, en var lýst lýðveldi 1966. Helstu ætt- bálkar landsins eru tveir, tutsi og hutu. Tutsi ættbálkurinn hefur alla tíð ráðið málum í Burundi og gerir það enn í dag, en hutu ættbálkur- inn, um 85% landsmanna, þjónar tutsimönnum sem nær ánauðugir bændur. Frá hutumönnum koma trommaramir sem hér verður sagt frá, en ekki fá nema sérstakar ætt- ir innan ættbálksins að leika á trommumar. Undir konungsstjóminni varð tromman valdatákn og þá sérstak- lega einkatromma konungsins sem var talinn helgur gripur. Tromm- umar voru geymdar á sérstökum stöðum, hvort sem var á heimili konungsættarinnar, í helgum skóg- arlundum eða í grafhýsum konunga. Þessir trommubústaðir kölluðust ingoro y’ingoma, eða trömmuhöll, og sérstakir laukar vissra ætta voru þeir einu sem höfðu til þess leyfi að umgangast trommurnar, búa þær til og leika á þær. í trommuhöll- unum var aðaltromman, inkiranya, lögð á sérstaka grind og um hana var raðað hinum minni trommum, sem kallast ingendanyi, líkt og væri við konungshirð. Allur tilbúningur trommanna, en trommugerðin kallast ngoma, er háður ákveðnum helgisiðum og trommumar má aðeins gera úr trénu d’umuvugangoma, en nafnið þýðir einfaldlega tréð sem lætur trommuna tala. Allir hlutar tromm- unnar heita ákveðnum nöfnum sem vísa gjaman til móðurhlutverksins, s.s. bijóst, naflastrengur og magi. Tónlist frá þremur heimsálfum Tónleikamir, sem haldnir vom í Town and Country Club í Lundún- um undir heitinu WOMAD Winter Festival, eða vetrarhátíð WOMAD (World of Music and Dance, eða heimur tónlistar og dans) voru nokkuð dæmigerðir fyrír starfsemi WOMAD í því að fram komu á hljómleikunum tónlistarmenn úr ýmsum áttum og frá þremur heims- álfum, Evrópu, Afríku og Asíu. Fulltrúar Evrópu voru dúettinn Lights in a Fat City og saxófónleik- arinn Andy Sheppard, frá Asíu kom japanski dúettinn Frank Chickens og frá Afríku komu Burunditromm- aramir og Bambara tríóið frá Malí. Vetrarhátíðin hófst á að fram komu tónlistarmennimir Stephen Kent og Eddy Sayer undir nafninu Lights in a Fat City. Þeir leika á ýmis hljóðfæri sem mörg hver er erfitt að nefna og leika auk þess á heimatilbúin hljóðfæri sem smíðuð em úr brotajámi og bambus meðal annars. Tónlistin er súrrealísk blanda af vestrænpi framúrstefnu- tónlist og austrænni tónlist. A eftir Lights in a Fat City komu japönsku söngkonumar Kazuko Hohki og Kazumi Taguchi sem kalla sig Frank Chickens, opinskáar hæn- ur. Þær sungu mestmegnis á ensku og tónlistin var einskonar enskur diskótónlistarbræðingur, en text- amir fjölluðu um kynþáttamisrétti og þó frekast um kynjamisrétti. Minnisstætt er eitt lagið sem í var fjallað um þá ímyndun að austræn- ar konur kjósi það helst af öllu að eignast vestrænan mann. Önnur söngkonan sagði reýndar frá því að hana hefði langað til að giftast breskum manni þegar hún var ung stúlka vegna þess að í Bretlandi væru klósett með rennandi vatni. Ungar stúlkur í Austulöndum sjái því vestræna menningu í hillingum en ekki vestræna karlmenn; karl- Heljarstökkin voru hvert öðru hærra, og skipti þá einu hver það var sem stökk. Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Yngsti meðlimur sveitarinnar hampar trommunni litlu. menn séu allstaðar eins. Þær klykktu svo út með því að þær væru ninja, ekki geishur. A eftir Frank Chickens kom Bambara tríóið frá Malí og með því Andy Sheppard. Kynnir tónleikanna lýsti því að Andy hefði ekki æft með tríóinu fyrir tónleikana, en ekki var að merkja að svo væri. Bambara tríóið leikur þá gerð mal- ískrar tónlistar sem kallast bambara wassolo reual og byggist á einfaldri hljóðfæraskipan; rödd, flautu og malískum gítar. Andy Sheppard lék á sópran- og altsaxófóna til skiptis, en hann er í hópi fremstu jasstón- listarmanna Bretlands (heimsins ef marka má orð Miles Davis). Hann gætti sín á því að yfirgnæfa það sem fram fór, en var alltaf til stað- ar tilbúinn til að leggja sitt af mörkum. Var þá komið að aðalnúmeri kvöldsins, Burunditrommurunum tuttugu, og hófust sviðsmenn handa við að hreinsa af sviðinu alla hljóð- nema og hátalara, enda reyndist ekki vera mikil þörf fyrir slíkan útbúnað. í upphafi tónleikanna heyrðust drunur í fjarska og síðan komu trommaramir inn á sviðið í einfaldri röð hver með sína trommu á höfðinu og léku á þær um leið. Ekki misstu þeir úr takt þó þeir þyrftu að leggjast nærri á hnén til að komast inn á sviðið með tromm- urnar á höfðinu. Þeir röðuðu sér í hálfhring á sviðinu og settu tromm- umar niður fyrir framan sig eftir ákveðinni reglu. Fyrstur í röðinni var trommari sem bar á höfðinu móðurtrommuna, inkiranya, sem var skreytt með ámáluðum fána Burundi. Hann setti hana niður á mitt sviðið en hinir röðuðu sér í hálfhring aftarlega á sviðinu. Trommaramir vom í rauðum og hvítum kuflum og með á sviðið kom maður á sjötugsaldri sem var klæddur í hefðbundinn afrískan búning, með skjöld og spjót. Hann dansaði fremst á sviðinu á meðan trommararnir settu niður tromm- umar og stökk heljarstökk við öll taktskipti. Trommutakturinn var þungur og ákveðinn, enda sleginn með kylfum sem em um 40 senti- metrar á lengd og 4 sentimetrar að þvermáli, og á stundum stukku trommaramir upp í loftið til að ná meiri þunga í ásláttinn. Eftir hveija taktlotu sló helmingur trommarar- anna í hliðar trommanna til áð bijóta upp taktinn áður en næsta lota hófst. Þeir skiptust síðan á að taka sig út úr hópnum einn og einn og leika á móðurtrommuna sem stóð framan við miðjan bogann. Þar slógu þeir takt lagsins sem leikið var með meiri hraða en fram að því, stigu síðan frá trommunni, drógu ásláttarkylfurnar frá óstinni í hringi um hálsinn með miklum hraða og stukku síðan ótrúleg helj- arstökk. Þessu hélt fram um hríð að fram á sviðið dansaði einn með litla trommu sem hann setti frá sér fremst á sviðinu. Hann sló síðan á hana með' miklum tilburðum og annar trommuleikari kom á vett- vang og reyndi að sæta lags og leika einnig á trommuna. Hinn varð- ist fimlega þar til hann lét undan og léku þeir báðir á trommuna um stund. Burunditrommararnir voru á sviðinu í tæpan klukkutíma og bog- aði af þeim svitinn er þeir héldu á braut, hver með sína trommu á höfðinu eins og þegar þeir komu á svið, enda átökin mikil. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.