Morgunblaðið - 17.01.1988, Page 31

Morgunblaðið - 17.01.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 31 raunverulega séð fljótið Missisippi heldur en að hafa aðeins lesið um það. Skólarnir móti efnið, sjónvarpið tæknina Að lokum ræðum við um niður- stöður dr. Sigrúnar Stefánsdóttur og hvemig hún telur að best verði að nýta þær upplýsingar sem hún aflaði við uppbyggingu á okkar eig- in skólasjónvarpi.„Við þessa vinnu sannfærðist ég um gildi þess að við byggjum upp skólasjónvarp, er nýti sér það dreifikerfí sem fyrir er í landinu og er í höndum sjónvarps- ins. Það nægir okkur ekki að nota eingöngu myndbönd, sem dreift er í skólana gegn um námsgagna- stofnun og menntakerfíð. Nýting hins almenna dreifíkerfís auðveldar skólum að nota skólaprógröm. í fyrst lagi geta skólamir notað efnið beint um leið og það er sent út, en þeir geta líka tekið efni upþ og nýtt sér það seinna, ef þeim sýnist svo. Jafnframt þessu tel ég að eigi að vera í höndum námsgagnastofn- unar að annast dreifíngu á myndböndum, sem sjónvarpið fjöl- faldar sérstaklega fyrir stofnunina. Mestan hluta dagsins nýtir sjón- varpið ekki til útsendinga. Þessi tími bíður þess að verða notaður. Skólasjónvarþið þarf því ekki að verða einhver homreka eins og danska skóladagskráin. Þá er spurt hver eigi að stjóma skólasjónvarpi og Sigrún svarar því:„Ég komst að þeirri niðurstöðu að ríkissjónvarpið sé ekki rétti aðil- inn til að þróa skólasjónvarp. Menntakerfíð þarf að sjá um þá hlið. Ef ríkissjónvarpið bæri þá ábyrgð óttast ég að sama staða kæmi upp og í Danmörku, þ.e. að það myndi bara framleiða eitthvað og senda út einhvem tíma. Skóla- sjónvarp þarf að vera í svo nánu samhengi við skólana að ég held að eðlilegast væri að láta hvert menntastig vera ábyrgt fyrir mótun þeirra þátta sem þau telja sig þurfa. Þannig hefði t.d. námsgagnastofn- un í nánu samráði við kennara ábyrgð á því að ákveða hvað skuli framleiða og síðan kæmi sjónvarpið inn í sem tæknilegur ráðgjafi um hvemig megi útfæra þær hugmynd- ir sem fram eru komnar um efnisval og efnistök. Þegar bæði sjónvarpið og námsgangastofnun em orðin sátt við rammann að þáttagerðinni í smáatriðum, þá verði verkefnið boðið út til þeirra ijölmörgu fyrir- tækja sem hér era og geta framleitt þau. Námsgagnastofnun yrði svo ábyrg fyrir framleiðslu á fylgiefni eða stuðningsefni. Uppi hafa verið raddir um að þróa upp sérstaka tæknideild til að annast framleiðslu á skólaefni. Ég held að í bili a.m.k. sé farsælla að nota féð til þess að búa til meira efni heldur en til tækjakaupa. Það mundi flýta fyrir því að skólamir fengju eitthvað að moða úr, enda er til svo mikið af tækjum í þessu landi, sem bíða þess að verða notuð, að ég held að það væri óráð að byija á að eyða stóram fúlgum í kaup á tækjum, sem fljótt verða úrelt. Farsælla að sanna tilverarétt skólasjónvarps með efnisframleiðslu. Síðan má kaupa tæki, ef allt gengur vel. Nið- urstaða mín er semsagt þessi: sjónvarpið verði dreifíngaraðili á efni og tæknilegur ráðgjafi við framleiðslu á skólaefni og hvert námstig fyrir sig ákveði hvað þurfi að gera, en síðan verði verkefnin boðin út.“ ii flö PIOIMEER HUÓMTÆKI 4 eða 5 dagar í hinni óviðjafnanlegu Chicago gefa þér sannarlega nóg til að hugsa um - hvort sem þú vilt njóta lista- og menningarlífs, nætur- og skemmtanaiífs eða gerast viðskiptavinur einhverra hinna ævintýralegu verslana sem hafa upp á fleira að bjóða en þig hefur nokkru sinni dreymt um. Líttu snöggvast á gengisskráninguna í dagblöðunum og sjáðu hvað verðið á dollarnum er hagstætt - einmitt núna. Verðdæmi 1: 3 nætur - frá sunnudegi til miðvikudags. Verð frá kr. 21.222* á mann, miðað við flug og gistingu á 2ja manna herbergi á Days Inn. Verðdæmi 2: 4 nætur - frá miðvikudegi til sunnudags. Verð frá kr. 22.554** á mann, miðað við flug og gistingu á 2ja manna herbergi á Days Inn. Hafi þig einhverntíma dreymt um að sveifla þér til Ameríku þá er tækifærið núna. Beint flug til BOSTON, NEW YORK, ORLANDO og WASHINGTON auk CHICAGO. FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- * Morgunverður og flugvallarskattur eru ekki innifaldir í verði. ** Þessi verðdæmi eru í gildi til febrúarloka. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar, Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.