Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 63
MORGI 'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 63 í Brief Encounter, 1945: myndin sem markaði upphaf 40 ára frægðarferils. „Fíflalæti“ Þrátt fyri'r velgengni í kvik- myndum átti Howard erfitt með að segja að öllu skilið við svið leik- húsanna. Árið 1953 lék hann þýzkan flughershöfðingja í leikriti Carls Zuckmeyer, Hershöfðingi djöfulsins, og þótti lýsa honum með meistaralegu háði. Hann setti það skilyrði fyrir þvi að taka að sér hlutverkið að vinur hans og drykkjufélagi, Wilfrid Lawson, fengi einnig að koma fram í leikrit- inu og hann var látinn leika þjóninn. Howard viidi rétta vini sínum hjálparhönd, því að hann var svo drykkfelldur að fáir vildu ráða hann, þótt hann væri ágætur leik- ari. Howard hafði hrifizt svo mjög af leik Lawsons í Föðumum eftir Strindberg að hann hafði kropið á kné og lofað honum því að útvega honum hlutverk í leikriti Zuckmey- ers. Eitt sýningarkvöldið skiidu áhorfendur ekkert í fíflalátum þeirra, einkum vegna þess að Law- son virtist deyja í einum þætti og ganga aftur í næsta þætti. Með Marlon Brando í Uppreisninni & Bounty (1962): líkaði ekki tuldrið i honum. í fremstu röð Brezkir leikstjórar, sem seinna urðu frægir, uppgötvuðu fljótt hæfileika Howards. Carol Reed fékk honum hlutverk í The Way Ahead og lítið en mikilvægt hlut- verk hans í kvikmynd Anthony Asquiths, A Way to the Stars (1944), jók svo hróður hans að David Lean fékk hann til að leika á móti Celiu Johnson í Brief Enco- unter. Þar fer hann með hlutverk feimins læknis, sem verður ást- fanginn af húsmóður úr úthverfun- um, þegar hann rekst á hana af tilviljun á brautarstöð, en þau slíta sambandinu vegna tíðarandans. Myndin lýsir drungalegu andrúms- lofti stríðsáranna, ströngu siðgæði og von um nýja tíma. Kvikmyndin sló í gegn, en How- ard bar aðeins 500 pund úr býtum. Hann fékk ekki boð um að mæta þegar myndin var sýnd blaðamönn- um og höfundurinn, Noel Coward, lét sem hann sæi hann ekki við frumsýninguna. Myndin skipaði honum í fremstu röð leikara Breta í upphafi blómaskeiðs í brezkri kvikmyndagerð og hann átti þátt í að móta það. Engum kom á óvart að Carol Reed valdi hann í hlut- verk Calloways leyiþjónustufor- ingja í Þriðja manninum, sögu Grahams Greene, sem gerist í Vín eftir stríðið, og hann fékk lof fyrir leik sinn með Joseph Cotten og Orson Welles. Tveimur árum síðar fór hann með fyrsta „ógeðfellda" kvik- myndahlutverk sitt í Outcast of the Islands, sem byggði á sögu Joseph Conrads. Síðan var honum hvað Með konu sinni, leikkonunni Helen Cherry: nóg að gera að gæta hans. Sem Cardigan lávarður (1968): lék stundum stórbokka. eftir annað skipað í hlutverk harð- gerðra, heiðvirðra og gamalla hermanna, sem hæfðu honum vel. Hann lék í a.m.k. einni gaman- mynd, Sir Henry Rawlinson End, sem var í anda „súrrealisma". Margir töldu hann ná hæst þegar hann lék Scobie, þjakaðan lögre- gluforingja í brezkri útkjálkaný- lendu í Heart ofthe Matter. Enginn gat efazt um að hann væri í allra fremstu röð kvikmyndaleikara. Níu árum síðar sýndi Howard frábæran leik í hlutverki drykk- fellds lögfræðings, sem fer eigin leiðir og gerist kráareigandi. Leik- ritið var eftir John Mortimer, höfund sunnudagsþátta ríkissjón- varpsins, Two Stars for Comfort. Hlutverkið var mótað með hann í huga og hann lifði sig inn í það. Meðan á sýningum stóð var hann kærður fyrir ölvun við akstur í þriðja sinn og sviptur ökuréttind- um í átta ár. Síðan hvíldi Howard sig á leik- húsum-í 10 ár unz hann tók að sér hlutverk Pé hershöfðingja í Vals nautabananna eftir Anóulih, í Haymarket. Hann sló í gegn, en þoldi ekki lengur leikhúsálagið og kom ekki aftur fram á sviði. Lék sérvitringa Carol Reed fékk hann til að leika í The Key (1958) með William Holden og Sophiu Loren og það var eitt eftirminnilegasta hlutverk hans. Síðan lék hann í ýmsum „alþjóðlegum" kvikmyndum og menn hættu að líta á hann sem „rómantískan leikara" og settu hann í flokk með „skapgerðarlei- kurum“. Þegar hann hafði leikið föðurinn í Sons and Lovers var honum fengið hlutverk hins harðs- víraða Blighs kapteins í Uppreisn- inni á Bounty (1962) og það varð kveikjan að því að hann var beðinn um að leika stórbokkann Cardigan lávarð í Árás léttvopnaða riddara- liðsins (1969), sem er talið minnis- stæðasta hlutverk hans frá 7. áratugnum. Þorpspresturinn í Dóttir Ryans (1970) var enn eitt skapgerðarhlutverkið, sem hann fékk á þessum árum. Þannig urðu herforingjar, aldr- aðir embættismenn og gráhærðir sérvitringar sérsvið Howards síðustu 20 ár ævinnar. Á síðasta áratug gætti þess æ meir að hann fengi „gestahlutverk" í „gians- myndum“ eða málamyndahlutverk í þriðja flokks hryllingsmyndum og „försum", sem settu honum þröngar skorður. En hann fékk að njóta sín í myndum af öðru sauða- - húsi, m.a. í Stevie og Light Years Away, þar sem hann lék aldraðan einsetumann. Visconti fékk hann til að leika Wagner í kvikmynd um Lúðvík Bæjarakonung og Joseph Losey fól honum hlutverk Ranke læknis í Brúðuheimilinu. Beztu tækifærin á efri árum fékk Howard í sjónvarpi. Fyrst sýndi hann nær óaðfinnanlegan leik í mynd, sem var gerð eftir smásögu Brians Moore, Kaþólikk- ar. Þrjátíu og átta árum eftir gerð Brief Encounter lék hann aftur með Celiu Johnson, í sjónvarpsupp- færslu á Staying On, síðustu skáldsögu Paul Scotts frá valda- skeiði Breta á Indlandi, og þau voru eins og elskendumir frá 1945 á efri árum. Þriðja stórmynd hans í sjónvarpi var No Country for Old Men. Af smærri hlutverkum hans í sjónvarpi má nefna Sir Isaac Newton í Pétri mikla, sem margir íslenskir áhorfendur kannast við. Síðasta kvikmynd hans var White Mischief, sem fjallar um frægan „ástríðuglæp" f „Hvítu hálöndun- um“ í Kenýa 1941. Hún verður frumsýnd í London eftir nokkra daga. Goðsögn Trevor Howard varð goðsögn í lifanda lífi. í ellinni minntist hann með hlýhug margra, sem höfðu reynzt honum vel, m.a. Roberts Mitchum, Errol Flynns og Celiu Johnson, en hann átti til að fara háðulegum orðum um aðra gamla samferðarmenn, t.d. Marlon Brando. „Andskotinn eigi Brando og muldrið í honum," tautaði hann á gamals aldri. Síðustu 38 ár ævinnar bjuggu Howard og Helena kona hans í Arkley í Hertfordsskíri og vildu ■ miklu heldur bregða sér á þorps- krána til að lyfta sér upp en þjóta til London í veizlur með „þotulið- inu,“ sem hann fyrirleit. Hann sagðist hafa miklu meiri áhuga á krikket og góðum bílum en leiklist og var mikill þjóðemissinni, þrátt fyrir háa skatta. Þegar skattyfír- völd stefndu honum fyrir undan- brögð kvaðst hann hvergi geta búið nema í Bretlandi og sagði: „Rætur mínar liggja hér. Það er allt og sumt.“ Kvikmyndafræðingurinn David Shipman kallaði hann „langbezta brezka leikarann". Dilys Powell sagði um hann látinn í Sunday Times: „Trevor Howard á heima í fremstu röð kvikmyndaleikara. Samt varð hann aldrei stjama, eins og það er orðað, og mér er á að spyija hvers vegna. Hann naut alla tíð aðdáunar fólks, sem viður- kenndi fágæta hæfíleika hans, en komst ekki upp á hátindinn. Hann fékk oft röng hlutverk. Og efnile- gustu leikaramir fá oft ekki þá hvatningu, sem þeir þurfa í Bret- íandi. Kannski hefði honum famazt betur í Bandaríkjunum. Kannski vildi hann ekki fóma öllu fyrir frægðina." Philip French sagði í Observer. „Fáir leikarar af hans kynslóð hafa náð leins langt í kvikmyndum, á leiksviði og í sjón- varpi. Skýringin á vinsældum hans var, að einhver kröftug og væmnis- laus ensk einkenni Iágu á bak við það sem hann gerði og það sem hann var.“ grh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.