Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 62
Einn snjallasti leikariBreta látinn TREVOR Howard, sem er nýlátinn 71 árs að aldri, varð fyrst frægnr þegar hann lék í kvikmyndinni Brief Encounter 1945 og varð síðan einn snjallasti leikari Breta. Hann varð kunnastur fyrir að leika harðskeytta liðsforingja, sem létu sér hvergi bregða á hverju sem dundi, og seinna fyrir túlkun sína á litríkum og sérstæðum mönnum eins og Cardigan lávarði, sem stjórnaði dauðadæmdri Trevor Howard: Maðurinn sem lét sér hvergi bregða. jölhæfni Howards kom fram í ýmsum athyglisverðum kvikmyndum, en hann tók að sér sum hlutverk í fljótræði og hafnaði öðrum, sem hefðu hæft honum vel. Mörg lítil og ómerkileg hlutverk urðu hins vegar minnisstæð í meðförum hans. Hann var tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir túlkun sína á föður námamanns í Sons and Lovers (1960), en hæfileikar hans voru vanmetnir. Þegar hann stóð sig bezt jafnaðist hann á við Laurence Oliver, John Gielgud, Ralph Rich- ardson og Alec Guiness, sem voru allir slegnir til riddara, og Bretar sýndu honum lítinn sóma. Leikur hans í um 75 kvikmyndum bar sterk persónuleg einkenni og var laus við fals og væmni. Robert Mitchum, sem lék með honum í Dóttur Ryans, sagði: „Það verður enginn var við að Trevor Howard sé að leika.“ Fyrirhafnarlaus og dálítið kæruleysislegur en fag- mannlegur leikur hans hafði djúp áhrif á yngri leikara eins og Albert Finney og Alan Bates. Ef hann !ék í kvikmynd þóttust áhorfendur viss- ir um að hún væri góð. Nokkrar vinsælustu kvikmyndir hans voru Cockleshell Heroes, Ódetta, Orrust- an um Bretland, Von Ryan’s Express, The Long Duel, Stevie og Dóttir Ryans. Drykkfelldur Hann var drykkfelldur og þekkt- ur fyrir það á yngri árum að setja allt á annan endann, en vildi láta líta á sig sem sérvitring. Drykkju- læti hans leiddu til vandræða víða um heim. Hann var t.d. handtekinn í Vín fyrir að stjóma hljómsveit í veitingahúsi síðla kvölds í einkenn- isbúningi brezks majórs, sem hann lék í Þriðja manninum. „Afengið gerir lífið skemmtilegra," sagði hann. Trevor Wallace Howard var fæddur í Kent 29. sept. 1916 og ólst m.a. upp á Ceylon, þar sem faðir hans var fulltrúi trygginga- fyrirtækisins Lloyd’s. Hann gekk í heimavistarskóla og varð góður í krikket, en ákvað að gerast leik- ari í stað þess að fara í herskóla, eins og foreldrar hans vildu. Hann varð fyrir áhrifum frá George du Maurief og seinna Wilfred Lawson, sem varð drykkjufélagi hans og líklega sá leikari, sem hann dáði mest. Hann hafnaði tilboði um samning við kvikmyndafélagið Paramount að loknu leiklistamámi og sló í gegn 1936 í leikriti eftir Terence Rattigan (French Without Tears), sem gekk í tvö ár í West End. Rex Harrison fór með stærra hlutverk í því leikriti. Það átti svo illa við Howard að fara með sömu rulluna mánuð eft- ir mánuð að þegar honum bauðst seinna að leika prófessor Higgins í My Fair Lady hafnaði hann boð- inu, en Rex Harrison tók því fegins hendi og sló í gegn. Howard kvaðst aldrei hafa séð eftir ákvörðun sinni. Þegar stríðið hófst 1939 var Howard efnilegur Shakespeare- leikari. Flugherinn hafnaði honum og hann gerðist foringi í merkja- sveitum fótgönguliðsins, en var leystur frá þjónustu af heilsufars- ástæðum 1943. Hermennskuferill hans var viðburðasnauður, en sú saga komst á kreik að hann hefði verið sæmdur heiðursmerki fyrir frækilega framgöngu. Sagan var árás léttvopnaða brezka riddaraliðsins í Krímstríðinu, o g Bligh skipsijóra, sem uppreisnin á Bounty beindist gegn. Hann naut sín líka vel í hlutverkum, sem kröfðust meira innsæis, t.d. í Brief Encounter, sem var ástarmynd, og í kvikmyndinni The Heart of the Matter, sem var gerð eftir sögu Grahams Greene. Hann lék sjaldan sigurvegara og var þekktur fyrir góða kímnigáfu. ekki sönn og varð Howard til ama, en margir voru sannfærðir um hún hefði við rök að styðjast vegna óaðfinnanlegrar túlkunar hans á brezkum liðsforingjum í kvikmynd- um eftir stríðið. Hann varð ástfanginn af Helen Cherry þegar hann lék á móti henni 1943 og sagði síðar: „Það bezta sem ég gerði í lífinu var að kvæn- ast henni." Hjónaband þeirra var stormasamt vegna drykkjuskapar hans og framhjáhalds, en ham- ingjuríkt. Þeim varð ekki bama auðið og ábyrgð á bamauppeldi hefði kannski riðið hjónabandinu að fullu. Hún var stoð hans og stytta og hafði fulla atvinnu af því að gæta hans. Tekið var fram í kvikmyndasamningum hans að hún gæti fylgt honum hvert sem væri þegar hann ynni við kvik- myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.