Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 Fremur rólegt hjá lögreglu AÐFARANÓTT laugardags- ins var fremur róleg hjá lögreglu á höfuðborgar- svæðinu. Olvun og ólæti voru með minnsta móti, ef miðað er við undanfarnar helgar. í fyrsta skipti í nokkum tíma voru fangageymslumar í Reykjavík ekki fullar á laugar- dagsmorgni. Ein rúða var brotin í miðbænum í nótt en þar var færra fólk en oftast að undanfomu. Töldu lög- reglumenn að votviðrið hefði valdið því að fólk var minna á ferli en ella. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna: Sveinn H. Skúla- son endurkjörinn FJÖLMENNUR aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var haldinn miðvikudaginn 13. janúar sl. í Atthagasal Hótels Sögu. Formaður Fuiltrúaráðsins, Sveinn H. Skúlason, setti fundinn og flutti skýrslu stjómar sem var samþykkt samhljóða. Frá fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík si. miðviku- dagskvöld. Þá var gengið til stjómarkjörs og var Sveinn H. Skúlason einróma endurkjörinn. Aðrir kjörnir í stjórn eru: Gunnar Jóhann Birgisson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Jón Magnússon, Jóna Gróa Sigurð- Fundur um eðlilega nýtingu sjávarspendýra: Mikilvæg ráðstefna um trygg- ingu jafnvægis í lífríkinu - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra segir það mjög mikilvægt fyrir þær þjóðir, sem ætia að taka þátt í fundi hér á landi um nýtingu sjávarspendýra, að bera sig. saman. Það sé misskilning- ur að þessi fundur sé ráðstefna um vísindaveiðar á hval eins og sumir viiji vera Iáta, heldur sé þetta ráðstefna um hvemig best megi tryggja eðlilegt jafnvægi í iífríkinu. Fundur þessi sem hefst 21. þ.m. hefur verið gagnrýndur af ýmsum hérlendum og erlendum aðilum. Þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista óskuðu þannig eftir sérstökum fundi í utanríkismála- nefnd Alþingis í desember þar sem efasemdum var lýst um fundinn og dagskrá hans. Steingrímur Hermannsson sagði, þegar þessi gagnrýni var borin und- ir hann, að hann teldi þvert á móti ákaflega mikilvægt fyrir þessar þjóðir að bera sig saman og væri í því sambandi mjög ósammála leið- ara Morgunblaðsins 8. janúar sl., o INNLENT en niðurstaða hans var að hvalveiði- ráðstefnan væri misráðin. „Þetta er ekki aðeins hvalveiðifundur held- ur er þetta fúndur um hvernig eigi að nýta á skynsamlegan máta spen- dýr sjávarins. Nú er til dæmis orðið svo mikið af sel í Norðurhöfum að hann er farinn að tortíma sér á ströndum Noregs. Þetta er ráð- stefna um það hvemig eigi að tryggja eðlilegt jafnvægi í lífríkinu og þá jafnframt hvemig eigi að nýta þessi dýr á skyiisamlegan máta þannig að viðkoma stofnanna sé tryggð,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist síðan vera þeirrar skoðunar að íslendingar hefðu ekki dregið nægilega athygli að mikil- vægustu þáttunum í þessu máli: „Við höfum látið öfgamenn nánast vaða óheft áfram og ekki gætt þess að kynna okkar hlið fyrir almenn- ingi eins og við hefðum átt að gera, eins og til dæmis á nauðsyn jafn- vægis í lífríkinu og eðlilegs vaxtar og viðgangs þessara stofna." Steingrímur sagðist aðspurður vonast til þess að þessi fundur yrði fyrsta skrefið í þá átt að kynna þessi sjónarmið. Þegar hann var þá spurður hvort hugmyndir um að hafa fundinn lokaðan fréttamönn- um samrýmdist þessu sagði hann að sjávarútvegsráðuneytið hefði skipulagt fundinn og yrði að svara fyrir það. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður sagði í samtali við Morgun- blaðið að tímasetning á þessum fyrirhugaða fundi væri röng, þar sem á sama tíma væri verið að reyna að breyta starfsreglum vísindanefndar Alþjóðahvalveiði- ráðsins og fundurinn yrði óhjá- kvæmilega tengdur hvalveiðunum. Hjörleifur sagði einnig að þau drög að dagskrá fundarins sem legið hefðu frammi hefðu ekki verið með þeim blæ að ljóst væri að hvaða markmiði væri verið að steftia, þar sem fundurinn virtist aðallega eiga að vera ráðslag vísindamanna. Það væri hinsvegar pólitísk spurning hvort ríki ættu að taka höndum saman með þeim hætti sem þama væri verið að þreifa á. Óttast hefur verið að umhverfis- vemdarsinnar muni nota þennan fund til að vekja athygli á málstað sínum og hefur Paul Watson for- sprakki Sea Shepherd-samtakanna m.a. boðað komu sína hingað til lands á sama tíma og fundurinn verður haldinn. Morgunblaðið spurði Jón Sigurðsson dómsmála- ráðherra hvort gripið yrði til sér- stakra öryggisráðstafana vegna fundarins og sagði hann að reynt yrði að tryggja öiyggi þeirra se'm þar taka þátt, en vildi ekki gefa nánar upp með hvaða hætti það yrði gert. ardóttir, Kjartan Gunnarsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Einnig eiga sæti í stjóminni formenn sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, en þeir em: Bogi Ingimarsson, Bryn- hildur K. Andersen, Garðar Ingv- arsson, Gyða Magnúsdóttir, Gísli Júlíusson, Hannes Pétursson, Helgi Steingrímsson, Jónas Bjamason, Kristján Guðmundsson, María E. Ingvadóttir, Ólafur R. Jóngson, Ól- afur Þ. Stephensen, Reynir Karls- son, Sigríður Ambjamardóttir, Sigurður M. Magnússon, Stefán Kalmansson og Þórarinn E. Sveins- son. Aðalræðumaður kvöldsins, Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamála- ráðherra ræddi stöðu mála út frá samstarfi stjómmálaflokkanna og einnig um innri málefni Sjálfstæðis- flokksins. Fékk ræðan góðar undirtektir hjá fundargestum. Þá var kosning átta fulltrúa í flokksráð. Þeir eru: Höskuldur Ólafsson, Ingibjörg J. Rafnar, Jón Steinar Gunnlaugsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Hafstein, Matthías Johannessen, Páll Gísla- son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Undir liðnum önnur mál voru fluttar margar athyglisverðar ræð- ur'en fundinum lauk ekki fyrr en eftir miðnætti. (Fréttatilkynning) Borgarstjóri fertugur DAVÍÐ Oddsson borgar- stjóri í Reykjavík á fjörutíu ára afmæli í dag. í tilefni afmælisins tekur borgarstjóri á móti gestum kl. 17-19 í húsi Oddfellow-regl- unnar við Vonarstræti. Mergunblaðið/ól.K.M. Davíd Oddsson borgarstjóri Félagsmálaráðherra gefur út reglugerð um húsnæðislánaveitingar Biðtími þeirra sem kaupa 1 fyrsta sinn helmingi styttri 29 sjóðir af 80 hafa gert samning um skuldabréfakaup Félagsmálaráðherra gaf á föstudag út reglugerð um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins vegna breytinga á húsnæðislögunum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól. Er í reglugerðinni nánar kveðið á um forgangshópa, heimild til að hafna eða skerða lánveitingu og um svaraskyldu um lánsrétt. Rúmlega 6.000 lánsumsóknir hafa bo- rist til Húsnæðisstofnunar ríkisins frá því hætt var að gefa út lánsloforð 13. mars sl. og er hafinn undirbúningur að afgreiðslu umsóknanna á grundvelli breytinga á útlánareglum. Afgreiðsla lán- anna er síðan háð því að lífeyrissjóðirnir semji um skuldabréfakaup við Húsnæðisstofnun en 29 af 80 sjóðum hafa nú gert samninga um kaupin. í reglugerðinni er kveðið á um að biðtími þeirra umsækjenda, sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta skipti, verði að jafnaði helmingi styttri en þeirra sem eiga íbúð fyr- ir. Einnig er húsnæðisstofnun heimilt að ákveða að þeir umsækj- endur sem teljast eiga ófullnægj- andi íbúð og þurfí að skipta um húsnæði af fjölskylduástæðum skuli einnig njóta forgangs við úthlutun láns. Miðað er við að íbúð teljist ófullnægjandi miðað við fjölskyldu- stærð er einstaklingur búi í minni íbúð en 40 fm, tveir búi í minni íbúð en 55 fm, 3 búi í minni íbúð en 70 fm, 4 búi í minni íbúð en 80 fm og 5 búi í minni íbúð en 100 fm. Ef um stærri fjölskyldu er að ræða metur húsnæðismálstjóm hvert tilfelli sérstaklega og einnig er tekið tillit til sérþarfa, svo sem elli eða fotlunar. Samkvæmt reglugerðinni er hús- næðismálastjórn heimilt að synja um lán ef umsækjandi á fyrir fleiri en eina íbúð. Þá er heimilt að lækka lánsfjárhæð og breyta lánakjörum ef umsækjandi á, eða hefur átt, fullnægjandi íbúð á síðastliðnum þremur árum, skuldlausa eða skuld- litla. Þar er átt við íbúð sem er stærri en 180 fm að frádregnum bflskúr; ef söluverð íbúðar er ekki lægra en sem nemur tvöföldu ný- .byggingarláni miðað við lánsrétt umsækjanda; eða að áhvílandi skuldir á íbúðinni séu lægri en 20% af söluverði eða brunabótamati hennar. Ef umsækjandi telst elga fullnægjandi íbúð samkvæmt þessu er heimilt að skerða lánsrétt hans um helming, miða lánstíma við 10 ár og að láta vaxtakjör miðast við meðalvexti á skuldabréfum banka og sparisjóða. I nýju húsnæðislögunum er horf- ið frá útgáfu lánsloforða með bindandi svari um lánsQárhæð og afgreiðslutíma en samkvæmt reglu- gerðinni skal umsækjandi fá svar um lánsrétt innan þriggja mánaða frá því sótt var um lán. Endanlegt svar um lánsfjárhæð og útborgun láns skal senda umsækjanda einu ári áður en fyrsti hluti láns kemur til afgreiðslu. Öll afgreiðsla lána er háð því að lífeyrissjóðir standi skil á samnings- bundnum skuldabréfakaupum af Húsnæðisstofnun ríkisins, og getur afgreiðsla lána ekki hafist fyrr en gengið hefur verið frá þeim samn- ingum. Af rúmlega 80 sjóðum hafa 29 gert samning við Húsnæðis- stofnun og þar af hafa 7 aðeins gert samning fyrir árið 1989. Áætlað hafði verið að lífeyris- sjóðimir keyptu á sl. ári skuldabréf að andvirði 4,6 milljarða en um áramótin höfðu þeir keypt skulda- bréf fyrir 4,2 milljarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.