Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 -1 Fjarkennslukerfi hefurvíðast hvar verið tekið upp. Þar komum við á íslandi að venju góðan spöl á eftir. Ekki víst að það sé svo slæmt ef við kunnum að nýta okkur reynslu annarra við val á leiðum og undirbúning. Þar erum við svo heppin að einn okkar reyndasti sjónvarpsmaður, Sigrún Stefánsdóttir, hefur einmitt beint sjónum sínum að þessu og valið sér sem doktorsverkefni skoðun á rekstri og uppbyggingu skólasjónvarpa. Doktorsritgerðina varði hún nýlega við deild Minnisotaháskóla, þarsem hún hafði áður bæði lokið BA- og MA-prófi ífjölmiðlun, eftir að hafa numið blaðamennsku í Noregi og verið við riðin fjölmiðlun hér á landi á annan áratug. Og nú er komið að upphafi skólasjónvarps hjá okkur, þar sem þetta nýtist. Löggjöf um skólasjónvarp er til í landinu og fyrir nokkrum árum var skipuð hér fjarkennslunefnd, sem hefur skilað skýrslu um sín störf og vill nú fara að sjá árangur af því starfi. Hefur verið ákveðið að Sigrún taki til starfa við framkvæmdina, að hluta hjá menntamálaráðuneytinu gegn um Háskóla íslands, þar sem hún kennir fjölmiðlafræði, og að hluta hjá Sjónvarpinu, þar sem hún fær vinnuaðstöðu. En þetta doktorsverkefni valdi hún í upphafi m.a. fyrir hvatningu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og stuðning frá sjónvarpinu. Gerir Sigrún sér vonir um að hægt verði að byrja smátt til reynslu í vor, og skipuleggja svo framhaldið í sumar til að geta farið af stað í alvöru næsta haust. Telur hún það mjög góða tilhögun að vinna frá upphafi bæði hjá menntakerfinu og sjónvarpinu, og þannig komið á þeim tengslum, sem hún telur svo mikilvæg. VIÐTAL: ELÍN PÁLMADÓTTIR Dr. Sigrún Stefánsdóttir að hefja undirbúning sjónvarp og getur verið fulltrúi fyrir Norðurlöndin á þessu sviði. Danir hafa langa reynslu og ég hélt að þeir væru með ágætt kerfi. En það reyndist ekki svo. Það er allof flók- ið. Þeir hafa komið sér upp hvílíkum kolkrabba, að mér féllust í fyrstu hendur. En einmitt þetta reyndist mér mjög gagnlegt sem dæmi um hvemig ekki á að fara að, eigi rekst- urinn ekki að verða flókinn og óvirkur. I Bandaríkjunum hefur skólasjónvarp þróast á ýmsa vegu. Sum fylkin eru með kerfi fyrir hverja borg og önnur þjóna heilu fylki. Að því síðamefnda beindist áhuginn, því ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að vera með skólasjónvarp sem þjónar öllu landinu. Kentucky varð af ýmsum ástæðum fyrir valinu. Þar eru erfíð skilyrði. Þetta er fátækt fylki, sem þurfti að gera stórt átak í kennslu- málum með takmörkuðu fé. Þeir byijuðu að móta skólasjónvarp frá grunni og miða við öll skólastig, frá gmnnskóla upp í há- skóla. Þar er því skóla- sjónvarp, sem þjónar öllu fylkinu, stórum og smáum skólum, í stijál- ' býli og borgum. Þama var því farin allt önnur leið og það hefur að mínum dómi tekist mjög vel. Lykillinn að þeirra velgengni er sú, að þama er verið að þjóna og því hafaþeir aldrei gleymt, sem Danir voru fyrir löngu búnir að týna niður. En einmitt vegna þess að þeir eru að þjóna eru þeir í stöðugu sam- bandi við skólana. Þar er endalaust flæði frá sjónvarpi til skólanna og öfugt". Danska kerfið alltof flókið Sigrún skýrir nánar þessi tvö kerfí, sem hún hefur kannað og borið saman:„Þegar ég kom til Danmerkur hélt ég í fyrstu að ég ætti svona erfitt með að skilja þetta allt vegna þess að danskan mín væri orðin lyðguð. En svo áttaði ég mig á því að þetta hafði ekkert með dönskuna mína að gera, heldur var kerfið sjálft svona flókið. Það á sér sínar sögulegu orsakir. Dánska útvarpið þróaði í upphafi upp fræðsludeild, sem varð svo umfangsmikil að útvarpsráði blösk- raði kostnaðurinn. Þá fannst því eðlilegt að fé til þessa kæmi frá Landscentralen, sem samsvarar að nokkru Námsgagnamiðstöð hér. Fyrst vom skólaþættimir fram- leiddir af bama- og unglingadeild danska sjónvarpsins og síðan var búin til sérstök fræðsludeild, sem heitir undervisiningsavdelingen. Á vissan hátt var þessi deild greind frá danska sjónvarpinu, því hún var fjármögnuð af menntamálaráðu- neytinu á meðan annað efni sjón- varps og útvarps er fjármagnað af menningarmálaráðuneytinu. Féð til skólasjónvarpsins kemur þó ekki beint til deildarinnar, heldur hefur því verið veitt til Landscentralen, sem ber ábyrgð á námsgögnum, mynd og hljóðböndum. Lands- centralen lét síðan féð renna óskipt ti] skólasjónvarpsdeildar DR, sem formlega vann fyrir þá efnið og Sigrún Stefánsdóttir við vinnu sína, þáttagerð í sjónvarpi. Ljósm. Mbl./Ámi Sæberg í gmndvallaratriðum er skólasjón- varp ekkert annað en þjónustutæki fyrir kennara og nemendur. Skóla- sjónvarp kemur ekki í staðinn fyrir kennara eða leysir kennarann af hólmi, heldur er það viðbót. Auk þess sem mikið er hér af fólki sem hefur áhuga á efninu og vill læra. Og ekki síst að þannig geta foreldr- ar fylgst með námi bamanna og stjómmálamenn komast ekki hjá því að þekkja fræðsluna og taka mið af henni.“ En áður en við komum að niður- stöðunum er rétt að gera grein fyrir rannsóknum Sigrúnar og vinnu- brögðum:„Þegar ég vár búin að ákveða þetta verkefni, skólasjón- varp, þurfti ég að fínna heppilega staði með reynslu af slíku starfí, til að geta borið saman mismunandi rekstur og uppbyggingu. Ég valdi tvö lönd, sitt hvom megin við Atl- antshafíð. Hér ber svolítið á for- dómum gagnvart því sem gerist í Ameríku og því virtist upplagt að velja Danmörku, vegna gamalla tengsla og þangað höfum við gjam- an sótt okkar fyrirmyndir. En Danmörk var eitt fyrsta landið í Evrópu sem fór af stað með skóla- Efnið og niðurstöður Sig- rúnar Stefánsdóttur í doktorsverkefni hennar er ákaflega forvitnilegt á þessum tímamótum. Doktorsritgerðin nefnist „ Saman- burðarrannsóknir á skólasjónvarpi í Kentucky og Danmörku, séðar frá íslenskum sjónarhóli." Og þar reyndi Sigrún að kynna sér þessi tvö ólíku kerfí og nota upplýsing- amar til þess að átta sig á því hvemig við gætum nýtt okkur þeirra reynslu. Sigrún kveðst lengi hafa haft áhuga á skólasjónvarpi, enda hafí það fyrir áratugum þótt sjálfsagt í útvarpi og sjónvarpi ann- arra landa. „Við og Luxemborgarar emm einu þjóðimar sem ekki hafa skólaútvarp og sjónvarp í Evrópu", segir Sigrún.„ Ef þörf er fyrir það e:nhvers staðar, þá er það hér, þar sem við búum svo dreift og skortur er á kennumm. Fáanlegir kennarar mundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.