Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 9 HUGVEKJA Heimsókn eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON Á síðustu árum hefur heim- sóknum milli vina og ættingja fækkað. „Þetta er voðalegt," sagði einn kunningi minn, „við erum hætt að hittast nema við jarðarfarir." Mér brá. Gat þetta verið rétt? Við íhugun fannst mér þetta óþyrmilega nálægt því rétta. Heimsóknin, sem er grundvöllur samskipta og eðlilegra skoðana- skipta, á í vök að veijast végna þess að allur tími er skipulagður og ef viðkomandi er heima að kveldi þá er sjónvarpið gesturinn. Sá gestur mótar samveruna, því hann einn tjáir sig í máli, hljóm- list og myndum. Þegar þannig er komið veigrum við okkur við því að koma óboðin og ef hringt er áður og boðuð koma, þá álítum við að það kalli á fyrirhöfn, jafn- vel veizlu og því er heimsókn frestað — Er það? Hvað um okkur sem þannig hugsum? Erum við ekki alltaf í kapphlaupi við tímann og finnst að heimsókn sé næstum tímasóun þegar þannig stendur á? Og það sé líka gott að setjast fyrir framan sjónvarpið og þurfa ekki að hafa fyrir því að hugsa, hvað þá að tala, að ekki sé talað um að sýna tillit, hlusta af at- hygli á, leggja af mörkum, leiða í samtali til góðs, taka afstöðu og jafnvel vera á öðru máli en viðmælandi. Heimsókn er þannig undirstaða þess sem mest er um vert að við lærum í lífinu, að lifa í samfélagi við aðra, eiga vini og rækta vin- áttu. Frá hinum fyrsta degi, sem okkur er gefinn, til hins síðasta, erum við tengd lífi annarra, sem við komumst ekki hjá að vera bundin og háð, hver svo sem við erum. Heimsóknin skiptir alltaf máli. Hún skilur eftir spor, hvort sem við erum þiggjendur eða veit- endur. í dag skulum við fylgjast vel með einstæðri heimsókn. Jesús var á ferð í Jeríkó. Þá sá hann lítinn mann sem hafði farið upp í mórberjatré til að geta séð hann. Jesús sagði: „Zakkeus, flýt þér ofan, því að í dag ber mér að dvelja í húsi þínu.“ Jesús gerði þannig ekki boð á undan sér og fór í hús yfirtollheimtumannsins, sem var auðugur. Þeir áttu áreið- anlega langar viðræður saman, sem guðspjallið greinir ekkí frá, en niðurlag frásagnarinnar, segir frá því óbeint, um hvað rætt hef- ur verið. Auðlegðin var illa fengin og skrautmunir hússins og veizlu- föng veittu enga gleði. Hann var rægður og öfundaður og átti óvildarmenn víða. Ekki hefur það veitt honum hamingju. Frá auð- legð hans streymdi engin hlýja eða kærleikur sem gæti veitt hon- um gleði. Auðlegðin gaf honum ekkert í raun, heldur krafðist alls af honum. Hann varð að vera veitandi, sem kallaði alltaf á úr- lausnir og tíma hans og einnig áhyggjur, því auðlegðina varð að ávaxta. Og eftir því sem húsið hans varð stærra með dýrari skrautmunum og myndum, urðu heimsóknimar færri. Hann átti enga sanna vini en reyndi að dylja einmanaleik sinn með dýrum veizlum og vínföngum. Margir voru þá viðhlæjendur hans, en sanna vini eignaðist hann ekki með auðlegð sinni. Eftir viðræður við Jesú sér Zakkeus að hann hafði brotið gegn lífslögmálinu, þannig að það kom niður á honum sjálfum. Frammi fyrir Guði var hann sem nýfætt bam, allslaus og þannig varð. hann að leggja upp í sína síðustu ferð, án eignanna, án alls nema þess sem samfélag við aðra menn hafði gefið honum. Því varð hann að byija upp á nýtt, gefa ranglega fenginn auð og reyna að bæta fyrir afbrot sín og taka tillit til annarra. Hann skildi að gleðin er hvorki keypt eða seld, heldur kemur innan frá, þegar glatt er og hamingja þannig gefín öðmm. Allt þetta finnst mér ég skynja í þessari heimsókn Jesú til Zakk- eusar þegar Jesús sagði að síðustu: „I dag hefur hjálpræði hlotnazt húsi þessu, þar eð einnig þessi maður er Abrahams sonur. Því að manns sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“ Gefum hvert öðra tækifæri til að hittast við fleiri aðstæður en við jarðarfarir, í ættarveizlum eða á danshúsum. Hlúum að heim- sókninni, ræktum vináttuna og gleðjum hvert annað. Mættum við þá heyra rödd hans í gegnum tíma og rúm: „í dag ber mér að dvelja í húsi þínu.“ Mættum við þá öll taka á móti honum eins og Zakk- eus. ■ 2. sd. e. þrettánda. Lk. 19; 1-10. VANTAR ÞIG FÉ TIL FRAMKVÆMDA ? Eitt af veigamestu verkefnum sérfræðinga Fjárfestingarfélagsins er að leysa vanda þeirra, sem þurfa að fjármagna framkvæmdir með verðbréfaviðskiptum. Söluskrifstofur Fjárfest- ingarfélagsins í Kringlunni og í Hafnarstræti eru ekki aðeins til þess að selja Kjarabréf, Tekjubréf og spariskírteini. Þær eru einnig fyrir þá sem þurfa aðstoð við fjármögnun framkvæmda, - bæði einstaklinga og fyrirtækja. FJÁRMÖGNUN NÝRRA HUGMYNDA Margir hafa orðið að láta frá sér nýjar og ferskar hugmyndir vegna tímabundins skorts á framkvæmdafé eða öðrum leiðum til þess að fjármagna framkvæmdir þeirra. Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ráð undir hverju rifi. Þú leitar til þeirra og þeir leita að hagstæðustu lausninni fyrir þig. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR, ATVINNU- REKSTUR Fjárfestingarfélagið gerir fyrirtækjum og hvers konar rekstraraðilumikleift að útvega sér fjármagn til þess að standa undir hinum ýmsu þáttum byggingaframkvæmda. Sérfræðingar félagsins geta aðstoðað við að brúa bilið á milli sölu eldri fasteignar og kaupa á nýrri. Þeir gefa þér góð ráð og veita þér aðstoð. TALAÐU VIÐ OKKUR Það kostar ekki neitt að ræða málin. Þú ert alltaf velkomin(n) til okkar í Kringluna eða í Hafnarstræti 7. Við finnum góða lausn í samein- ingu. Símsvarinn okkar er í vinnu ailan sólar- hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANUMER SÍMSVARANS ER 28506 HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S (91) 28566 FJÁRFESílNCARFÉLAGIÐ KRINGLUNNI, 103 REYKJAVlK, 3 (91) 689700 GENG115. JANÚAR KJARABRÉF 2.578 TEKJUBRÉF 1.313 MARKBRÉF 1.326 FJÖLÞJÓÐABRÉF 1.268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.